Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ one Sýnd kl. 11. B. i 12 ára. Miðaverð kr. 550. Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. EINN TVEIR ÞRIR Ein stelpa, tveir strákar, þrir möguleikar threesome There have been many jfe-NEW I.INK (.INEMA 10500 JAFNVEL KÚREKASTELPUR VERÐA EINMANA Nýjasta mynd hins rómaða leikstjóra Gus Van Sant. Myndin er byggð á frægri bók eftir Tom Robbins og segir frá hinni vansköpuðu Sissy Hankshaw og leit hennar að sínum sess meðal manna. Sissy Hankshaw er afbrigðileg að því leyti að þumalputtar hennar eru óvenju langir. En Sissy lætur þessa vansköpun ekki hrjá sig hið minnsta og á meðan snýr hún vörn í sókn og verður færasti húkkari veraldar og meistari í puttaferðalögum. AÐALHLUTVERK: Keanu Reeves, John Hurt, Uma Thurman, Rosanne Arnold oq Sean Young. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmynda- getraun. Verðlaun: Boðsmiðará myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verö kr. 39,90 min. AÐEINS ÞU Sýnd kl. 7 og 9. Fjölleikahúsa- hátíð í Mónakó ►KARÓLÍNA prinsessa af Mónakó mæt- ir seint og um síðir á opnun árlegrar og- vikulangrar fjölleikahúsahátíðar í Mónakó. Hátíðin laðar fjölleikahús hvað- anæva að úr heiminum sem keppa sín á milli. Það verður síðan Rainier fursti sem afhendir verðlaunin 26. janúar. LEIKARINN Brad Pitt þykir hafa mikið aðdráttarafl. Brad Pitt dregur að BRAD Pitt er aðallega þökkuð velgengni myndarinnar „Leg- ends of the Fall“, sem var aðsóknarhæsta kvikmynd í Bandaríkjunum í síðustu viku og halaði inn tæpa þrjá milljarða króna, þrátt fyrir að hafa fengið fremur lélega dóma hjá gagnrýnendum. Leik- stjóri myndarinnar, Ed Zwick, segir fólk hafa heillast að tilfinningaþrungn- um söguþræðinum, en viðurkennir þó að Brad Pitt hafi visst aðdráttarafl. Mynd af Brad Pitt berum að ofan birtist á forsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone í fyrra og hann verður nánast ber að ofan á forsíðu Vanity Fair í febrúar. Burns orðinn 99 ára SKEMMTIKRAFTURINN George Burns átti 99 ára afmæli föstudaginn 19. janúar. Meðfylgjandi mynd var tekin deginum áður þegar gata við sjúkrahúsið Cedars-Sinai var nefnd eftir eiginkonu Burns, Gracie Allen. Gatan sker aðra götu sem var nefnd eftir Burns árið 1986. ■ ■* SAMm SAMVM SAMMM FORSYNING 1 BIOBORGINNI I KVOLD KL. 11.10 ATRIÐI úr myndinni Okkar eigið heimili. Nýtt í kvikmyndahúsunum Háskólabió frumsýnir Okkar eigið heimili HÁSKOLABIO frumsýnir í dag, 20. janúar, kvikmyndina Okkar eigið heimili (A Home of Our Own) sem gerð er eftir handriti Patrick Dunc- an, en hann byggir söguna á eigin lífí. Leikstjóri er Toni Bill en með aðalhlutverk fer leikkonan Kathy Bates sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Eymd (Misery). Olikar eigið heimili gerist á sjö- unda áratugnum og segir frá Franc- es Lacey sem er einstæð móðir sem berst hetjulegri baráttu við að reyna að sjá fyrir börnunum sínum sex. Það er erfið barátta enda er hún fátæk og ekki bætir úr skák þegar henni er sagt upp verksmiðjustarfi sínu í Los Angeles, af heldur ósann- gjömum ástæðum. Hún er mjög langt niðri þegar hún snýr heim en þar finnur hún fyrir tilviljun teikn- ingu sem litla dóttir hennar hafði gert af fallegu húsi sam hafði allt til alls og á myndina hafði hún skrif- að: Okkar eigið heimili. Þegar Francis sér þessa teikningu er eins og hún fái vitrun og ákveður að yfirgefa allt saman og halda með fjölskylduna upp í sveit og stansa ekki fyrr en hún finnur stað þar sem þau geta byggt draumahúsið. Krakk- arnir eru skiljanlega ekki ánægðir með ráðahaginn og ekki batnar skap- ið þegar hún stansar fyrir framan gamlar kofarústir og segist vera búin að finna staðinn. Upphefst nú mikil og skrautleg vinna hjá þeim öllum við að byggja draumahúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.