Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRHAGSÁÆTLUIM REYKJAVÍKURBORGAR Milljarður til æskulýðs-, tómstunda- o g íþróttamála Framlag vegna sérstakra úrræða í atvinnumálum unglinga 47 milljónir Borgarskrifstofur Kostnað- ur 354,2 milljónir ÁÆTLAÐ er að kostnaður við rekst- ur borgarskrifstofanna í Ráðhúsinu verði um 354,2 milljónir. í tillögu Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir 337 milljóna króna framlagi eða að hver Reykvíkingur leggi 3.272 krón- ur af skattfé til stjómkerfisins. í máli borgarstjóra kom fram að reiknað er með 700 þús. króna lækk- un kostnaðar við rekstur Ráðhússins frá í fyrra. Nettókostnaður við skrif- stofu borgarverkfræðings, bygging- arfulltrúa og borgarskipulags er áætlaður 323,8 milljónir og er hækk- unin 5,5% miðað við sl. ár. Sagði borgarstjóri að þar munaði mestu um fyrirhugaða samkeppni um skipulag Hamrahlíðarlanda, sem áætlað er að kosti tíu milljónir. Gert er ráð fyrir 9,6 milljóna kostnaði af ráðningu í sex stöðugildi í eitt ár hjá byggingarfulltrúa vegna leiðréttinga á skráningu fasteigna, sem talið er að muni skila tekjum á móti. FRAMLÖG til æskulýðs-, tóm- stunda- og íþróttamála eru áætluð rúmur 1,1 milljarður samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar. Er það 1,8% hækkun miðað við áætlaða útkomu ársins 1994. Í til- lögu Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir rúmum milljarði til mála- flokksins eða svipuðum útgjöldum og árið 1994. Til framkvæmda leggja sjálfstæðismenn til að varið verði 114,5 milljónum fyrir utan styrkveitingar til félagasamtaka og er það samdráttur miðað við uppbyggingu fyrri ára. Borgarstjóri sagði að kostnaður vegna reksturs málaflokksins væri áætlaður 304,2 milljónir. Kostnað- ur vegna félagsmiðstöðva er áætl- aður um 105 milljónir og kostnað- ur vegna sumamámskeiða á veg- um íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR) er áætlaður 29,3 milljónir. Til félagsstarfs við grunnskóla er áætlað að veija 32,8 milljónum á vegum ÍTR en 16,5 milljónum á vegum Skólaskrifstofu. Atvinnumál ungs fólks Sagði borgarstjóri að íþrótta- og tómstundaráð hefði á undan- förnum misserum látið til sín taka í umræðum og aðgerðum í atvinnu- málum með sérstöku tilliti til ungs fólks. Á vegum stofnunarinnar voru ráðnir 220 unglingar og aðrir starfsmenn í sérstök sumarverk- efni auk 289 í sérstök átaksverk- efni fyrir atvinnulausa. í fjár- hagsáætlun ársins 1995 er gert ráð fyrir 47 milljónum til sérstakra úrræða í atvinnumálum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Þá verður efnt til starfsmenntun- arnáms í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík og er áætlað að veija til jiess 20,6 milljónum. I máli borgarstjóra kom fram að kostnaður við sundstaði er áætl- aður 297 milljónir en að frádregn- um aðgangseyri og öðrum tekjum er áætlaður rekstrarhalli 90 millj- ónir króna. Kostnaður af rekstri Laugardalshallar, Laugardalsvalla og félagavalla er áætlaður 47,4 milljónir. Þar af er áætlaður kostn- aður vegna valla félaganna 21,7 milljón. Kostnaður við rekstur skíðasvæða innan borgarmark- anna og við skautasvellið í Laug- ardal er áætlaður 19,4 milljónir en hlutur borgarsjóðs í rekstri skíða- svæða í Bláfjöllum og Skálafelli er áætlaður 23 milljónir króna. Ekki nýir samningar Borgarsjóri sagði að framlög til fijálsrar félaga- og íþróttastarf- semi væru samtals 449 milljónir, þar af færu 259 milljónir til Iþróttabandalags Reykjavíkur. Til framkvæmda á vegum íþróttafé- laganna er reiknað með styrkjum að upphæð 190 milljónir króna vegna samningsbundinna verkefna við byggingu íþróttamannvirkja. Sagði borgarstjóri að í frumvarp- inu væri ekki gert ráð fyrir nýjum samningum við félögin en borgar- sjóður væri skuldbundinn til um 180-200 milljóna króna framlaga á ári næstu þijú árin vegna samn- inga sem þegar hafa verið gerðir. gg l 1 — | »nj:lBII!‘!5!l'!F*r:iii • ■ — j 11 f|1111 i & 1 ~ ' 1 Ml i 1 1 ML * EffiC i Jitik Húsatryggingar Reykjavíkur Tekjur lækka um 50 milljónir FJARHAGSAÆTLUN Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1995 gerir ráð fyr- ir að kostnaður vegna brunavarna og almannavarna verði 288,6 millj- ónir árið 1995 og er hlutur borgar- sjóðs þar af áætlaður 100,4 milljón- ir. I ræðu borgarstjóra kom fram að fyrirsjáanlegt væri að iðgjaldatekjur Húsatrygginga Reykjavíkur myndu lækka um 50 milljónir á árinu. Það væri áhyggjuefni, þar sem Húsa- tryggingar Reykjavíkur greiða fjórð- ung rekstrarkostnaðar vegna bruna- varna og almannavarna í borginni. Borgarstjóri sagði að samstarfs- samningur við þijú nágrannasveitar- félög, endurgreiðsla vegna sjúkra- flutninga frá ríkinu og greiðslur frá Húsatryggingum Reykjavíkur, leiddu til þess að kostnaður borgar- sjóðs væri áætlaður 100,4 milljónir af heildarkostnaði. Borgarstjóri benti á að húsatryggingar hefðu verið gefnar fijálsar 1. desember síðastlið- inn. Ákveðið hefði verið að ráðast í úttekt á rekstri slökkviliðsins, sem leiða ætti í ljós, hvemig bregðast mætti við minnkandi tekjum. Ríkið endurgreiðir 99,8 milljónir Borgarstjóri sagði að á síðasta ári hefði verið gengið frá samningi um sjúkraflutninga. Úrskurðað hefði verið að ríkið endurgreiddi borginni 99,8 milljónir af 112 milljónum sem borgin fór fram á. Borgarstjóri minnti á að á næsta ári verða breytingar á símsvörun og að eitt neyðarnúmer verði fyrir allt landið. Þá hafi Hafnarfjarðarbær óskað eftir auknu samstarfi við Reykjavíkurborg um brunavarnir. Obreytt framlög til menningar FRAMLÖG til menningarmála eru áætluð 518 milljónir samkvæmt fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1995. Er það svipuð upphæð og ætluð var á síðasta ári en þá fóra útgjöld 43 milljónir fram úr áætlun. Tillaga Sjálfstæðisflokksins gerir ráð fyrir 502,3 millj- ónum til menningarmála eða 4.877 krónur á hvern íbúa. Jafnframt að stærsti aðhaldsliður- inn verði framlög til frágangs bygginga á vegum Árbæjarsafns. I ræðu borgarstjóra kom fram að kostnaður af rekstri Borgarbókasafns væri áætlaður 150,3 milljónir. Safnið rekur fimm útibú og tvo bókabíla og er stefnt að því að opna nýtt útibú í kjallara Grafarvogskirkju á næsta ári. Til Kjarvalsstaða, Ásmundarsafns og sýninga erlendis er áætlað að veita 43,5 milljónum. Kynningar erlendis Á árinu er gert ráð fyrir umfangsmikilli kynningu á íslenskri myndlist í Dússeldorf, auk sýningar í Krefeid í Þýskalandi. Þá hefur verið samþykkt að veita tveim milljónum króna í undirbúning að umsókn Reykjavíkurborgar um að verða menningarborg Evrópu árið 2000. Fram kom að fyrirhugað er að halda sögu- og menningarhátíð í „gamla Vesturbænum," næsta sumar og verður varið til þess 2,5 millj- ónum. Ljósmyndasafnið undir menningarmálanefnd Borgarstjóri sagði að kostnaður af rekstri Ljósmyndasafns Réýkjavíkur hefði farið úr böndunum á síðasta ári en hann varð um 18 milljónir í stað 10,5 milljóna. Safnið hefði verið látið bera óeðlilega mikinn hluta kostn- aðar af sýningarhaldi annarra borgarstofnana undanfarin ár, en nú yrði því hætt. Framlag til safnsins á árinu er áætlað tæpar 9,5 milljón- ir og verða jafnframt gerðar ráðstafanir til að draga úr rekstrarkostnaði. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að safnið heyri framvegis beint undir menningarmálanefnd. Rekstrarkostnaður Borgarskjalasafns er áætlaður 18 milljónir og framlag til Árbæjar- safns er áætlað 59,3 milljónir. Af þeirri fjár- hæð rennur 21 milljón til að ljúka endursmíði Lækjargötu 4. Framlag til Listahátíðar er áætlað 5,5 milljónir og framlag til Leikfélags Reykjavíkur helst óbreytt frá fyrra ári og er rúmar 117,3 milljónir. Framlag til Sinfóníu- hljómsveitar íslands var vanáætlað á síðasta ári og er gert ráð fyrir að það verði hækkað úr 32,5 milljónum í 37 milljónir á þessu ári. Er það 18% af árlegum rekstrarkostnaði hljómsveitarinnar, sem greiðist samkvæmt lögum úr borgarsjóði. 1,6 milljarðar í rekstur skóla TIL SKÓLAMÁLA eru áætlaðir rúmir 1,8 milljarðar árið 1995 samkvæmt fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar. Að frádregnum tekjum eru áætluð rekstrarútgjöld rúmir 1,6 milljarð- ar. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að framlög til skólastarfs verði rúmir 1,7 milljarðar eða 17.077 krónur á hvem íbúa og 124 þús. á hvem nemanda. Er það 90 milljónum hærra framlag en Reykjavíkurlistinn gerir ráð fyrir. í máli borgarstjóra kom fram að þegar fjár- hagsáætlunin nú væri borin saman við áætlun síðasta árs yrði að hafa í huga að skóladag- heimili væru í fyrsta sinn færð undir rekstrar- lið Skólaskrifstofu en þau vora áður rekin af Dagvist bama. 830 milljónir til skólabygginga Borgarstjóri sagði að þrátt fyrir þrönga fjár- hagsstöðu borgarsjóðs væri gert ráð fyrir að veija 830 milljónum króna til skólabygginga. Borgarráð hafi samþykkt að heimila útboð á 2. áfanga Rimaskóla og er áætlaður kostnaður með öllum búnaði 270 milljónir og 4. áfanga Húsaskóla og er áætlaður kostnaður við hann 135 milljónir. í framvarpinu er einnig gert ráð fyrir 60 milljónum króna til að smíða og setja tíu færanlegar kennslustofur á lóð Engjaskóla og 35 milljónum verður varið til smíði færan- legra kennslustofa við aðra grannskóla. Þá verður varið 107 milljónum til nýrrar kennslu- álmu við Breiðholtsskóla og 65 milljónum til endurbóta á eldri skólum. Framlag Reykjavík- urborgar til fyrsta áfanga framhaldsskólans í Borgarholti er áætlað 144 milljónir á árinu. Tillaga sjálfstæðismanna Ámi Sigfússon sagði að í tillögum sjálfstæð- ismanna væri lögð áhersla á öflugt skólastarf með auknum rannsókna- og þróunarverkefn- um, samskiptaverkefnum, tölvuvæðingu og nettengingu innan lands sem utan. Þá væri áhersla lögð á öflugt starf Vinnuskólans og benti hann á að 74 milljóna niðurskurður gagn- vart skólanum muni hafa alvarlegar afleiðing- ar fyrir sumar fjölskyldur í borginni. Fram kemur að sjálfstæðismenn hafi lagt fram áætlanir sínar um einsetningu og upp- byggingu skóla á síðasta ári. Um væri að ræða kennsluálmu við Breiðholtsskóla, Grandaskóla, Melaskóla og Rimaskóla og lok framkvæmda við Húsaskóla. Þá væri gert ráð fyrir byggingu eða kaupum á kennsluaðstöðu fyrir Ölduselsskóla og að kennsla gæti hafist í færanlegum stofum við Engjaskóla. Einnig væri gert ráð fyrir aukinni aðstöðu fyrir Hamra- skóla, Ártúnsskóla og Austurbæjarskóla á þessu ári og lóðarframkvæmdum við Laugarlækjar- skóla og Fossvogsskóla. Samtals væri gert ráð fyrir 647 milljóna króna framlagi til þessara framkvæmda eða 6.281 krónu á hvern íbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.