Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 21 ERLENT Friður veldur vanda FRIÐUR á Norður-írlandi gæti valdið fómarlömbum ofbeldis miklum sálarkvölum á ný sagði írskur félagsráðgjafi á ráðstefnu í gær. David Bolton sagði að þeir sem ættu um sárt að binda gætu átt erfitt með að aðlaga sig því, að ofbeldi sem ollið hefði missi þeirra, væri ekki lengur til staðar. Sumum myndi takast að laga sig að breyttum aðstæð- um en aðrir leggjast í þung- lyndi. Mun þetta vera reynsla margra félagsráðgjafa sem starfa á Norður-Irlandi. Gatti í stað Ashkenazys ENDANLEGA hefur verið gengið frá því að ítalinn Dani- ele Gatti taki við stjórn Konung- legu fílharmóníunnar í London í september árið 1996 af Vlad- imír Ashkenazy. „Daniele Gatti er einn besti ungi stjómandinn í heiminum nú og við erum him- inlifandi yfir þvi að hann hafí fallist á að starf með þessari frábæm hljómsveit," sagði Alan Hammond, stjómarformaður fíl- harmóníunnar. Ashkenazy sagði af sér í desember er hann frétti af því að viðræður stæðu yfír við Gatti. Eldraun Dinis nálgast ÍTALSKA þingið greiðir í næstu viku atkvæði um traustyfírlýs- ingu á stjórn Lamberto Dinis forsætisráðherra. Talið er að mjög mjótt verði á munum og reynir Dini nú að tryggja sér stuðning Silvios Berlusconis, fyrrum forsætisráðherra. Ekki er víst að hann hljóti þann stuðn- ing nema hann heiti því að halda þingkosningar í júní. Umræð- umar hefjast á mánudagsmorg- un með ávarpi Dinis en búist er við að atkvæðagreiðslan fari fram á miðvikudag. Bjerregaard án biðlauna RIT Bjerregaard fær ekki ráð- herrabiðlaun líkt og hún hafði farið fram á. Samþykkti danska stjómin í skyndingu að gera laga- breytingu til að tryggja að þeir dönsku ráðherrar, sem hefja störfhjáfram- kvæmda- stjóminni í Brussel, fengju ekki biðlaun. Tók Poul Nymp Rasmussen for- sætisráðherra þessa ákvörðun eftir að Bjerregaard hafði í tvo mánuði neitað að verða við kröfu fjármálaráðuneytisins um að hún afþakkaði biðlaun, líkt og forverar hennar hjá fram- kvæmdastjóminni. Bjerregaard Suu Kyi áfram í haldi HERSTJÓRNIN í Burma sagði í gær að Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverðlauna Nó- bels, yrði ekki sleppt úr haldi fyrr en að ný stjómarskrá hefði verið sett í landinu. Stjómlaga- samkunda hefur verið að störf- um frá árinu 1993 og er talið að nokkur ár líði þar til að hún lýkur störfum. Stein- Vatns- / hvaba merki ertu? ^ - jf Hinn fyrri ^ ---- stjörnuhringur geit beri Fiskar Hrútur Naut Tvíburar Krabbi Ljón 22.12-20.1 21.1-19.2 20.2 - 20.3 21.3-20.4 21.4-21.5 22.5 - 22.6 23.6-23.7 24.7 - 23.8 Vog 24.9-23.10 Sporb- Boqa- dreki ma&ur 24.10-22.11 23.11-21.12 janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Hinn nýji stjörnuhringur Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Stein- Vatns- Fiskar Hrútur Naut Tvíburar Ljón Meyja geit beri 12.3-18.4 19.4 -13.5 14.5 - 20.6 21.6 -19.7 10.8 -15.9 16.9-30.10 19.1 -15.2 1 * 16.2-11.3 * * * Krabbi 20.7 - 9.8 Vog 31.10 -2 Boga- mabur Nabur- SporbN. valdi dreki 30.11- 23.11 - 29.11 17.12 Stjömumerkin 13 enekki 12 Þess vegna eru langflestir í öðru merki en þeir hafa verið flokkaðir í London. The Daily Telegraph. STJÖRNUSPÁMENN og stjarnfræðingar hafa lengi verið á öndverðum meiði en nú eru deilur þeirra að breyt- ast í hreint stjörnustríð. í fyrradag tilkynnti Konung- lega stjarnfræðifélagið í Bret- landi, að stjörnumerkin væru 13 en ekki 12 eins og flestir halda og það eitt sýndi, að hinn blómlegi stjörnuspá- dómaiðnaður væri rugl frá upphafi til enda. Auk þess væru spádómarnir út í hött vegna þess, að Iangflestir væru í raun í öðru merki en þeir hefðu verið flokkaðir í. Dr. Jacqueline Mitton, sem er félagi í stjarnfræðifélag- inu, sagði, að allir, sem fædd- ir væru 30. nóvember til 17. desember, væru í merki, sem stjörnuspámenn hefðu hingað til talið þægilegast að gleyma, stjörnumerkinu Naðurvalda. Heitir það á ensku Ophiuchus en það er aftur latnesk útgáfa af Asklepios, lækningaguði Grikkja. Naðurvaldi er mað- ur, sem naðra eða snákur hringar sig um. LítiII áhugi á blöðunum Á morgun mun Mitton út- skýra hinn vísindalega stjörnuhring í BBC, breska ríkissjónvarpinu, en það er með þætti um stjarnfræði fyr- ir almenning. Talsmaður BBC sagði, að dagblöðin eða þau, sem eru með stjörnuspádóma daglega, hefðu verið látin vita um þessa frétt en aldrei þessu vant hefðu þau ekki haft á henni neinn áhuga. Sumir stjörnuspekingar hafa brugðist ókvæða við fréttinni um 13. stjörnumerk- ið og einn þeirra, Robert Hyde hjá Telegraph Magazine, fylgiriti The Daily Telegraph um helgar, sakaði stjarnfræð- ingana um „óvísindaleg" vinnubrögð. Sagði hann, að stjörnuspekingar hefðu aldrei haldið því fram, að stjörnu- merkin væru aðeins 12, þau væru líklega 88 og mörg þeirra sköruðu hvert annað. Tvíburar, ekki Krabbi Mitton segir, að stjörnurnar séu aðeins sýnilegar á nóttinni og þess vegna verði flestir að hafa stjörnuspámennina fyrir því í hvaða merki þeir séu en það ræðst af því hvenær sólina ber í það. Þó komi fyrir, að þetta megi sannreyna með berum augum. „Sem dæmi má nefna, að á afmælisdegi mínum 11. júlí, 1991, var sól- myrkvi og þá mátti sjá fyrir framan hvaða stjörnumerki sólin var. Það voru Tvíburarn- ir, ekki Krabbinn,“ segir Mit- ton. Stjörnumerkin voru reikn- uð út fyrir meira en tvö þús- und árum og þá var himin- hvelfingunni skipt bróðurlega milli þeirra í 12 hluta. Þennan útreikning nota stjörnuspá- menn enn í dag. Talsmaður Alþjóðasljarnfræðifélagsins segir hins vegar, að stjörnum- erkin séu misstór og sum miklu stærri en önnur. Það er þó verra, að möndulhalli jarðar breytist smám saman og þess vegna breytast árstíð- irnar og þar með tímareikn- ingurinn með tilliti til stöðu stjarnanna. Munar heilu stjörnumerki Staða stjörnuhringsins hef- ur breyst frá því hann var reiknaður út um heilt stjör- numerki og mun breytast um annað á hveijum 2.000 árum. Þannig gengur það í 26.000 ár en þá verður allt komið í fyrra farið. Sólina ber nú einnig í 13. stjörnumerkið, Naðurvalda, fyrra helming desember. Á meðfylgjandi korti má sjá stjörnumerki bresku stjarn- fræðinganna og og einnig þær dagsetningar, sem hingað til hefur verið miðað við. Stjórnarkreppu afstýrt í Suður-Afríku Mandela og de Klerk ná sáttum Deilt um hvernig gera eigi upp við fortíðina og aðskilnaðarstefnuna Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, og F.W. de Klerk varafor- seti náðu í gær sáttum á ný eftir harðar deilur um hvernig gera ætti upp við fortíðina og aðskiln- aðarstefnuna. Mikill ágreiningur hefur verið um þau mál en ríkis- stjóm landsins, þar sem Afríska þjóðarráðið er í meirihluta, ákvað á miðvikudag að tveir fyrrum ráð- herrar og 3.500 lögreglumenn nytu ekki friðhelgi vegna glæpa, sem þeir kynnu að hafa framið. Þessu reiddist Þjóðarflokkur de Klerks mjög og komst á kreik orð- rómur um að flokkurinn segði sig úr ríkisstjórninni og að de Klerk léti af störfum sem varaforseti í mótmælaskyni. ANC hefur sakað Þjóðarflokk- inn um að reyna að hylma yfir mannréttindabrot með því að krefjast þess að lögreglumennirnir og ráðherrarnir fynverandi, Adr- iaan Vlok og Magnus Malan, nytu friðhelgi. Vlok, Malan og lögreglu- mennirnir hafa margsinnis verið sakaðir um að starfrækja leyni- sveitir gegn ANC á síðasta áratug og fyrri hluta þessa áratugar. ANC sakað um tvöfalt siðgæði De Klerk hefur bent á að ákveð- ið hafi verið að nokkur þúsund stuðningsmenn ANC verði ekki sóttir til saka og sakaði Mandela og flokk hans um tvöfalt siðgæði. Bætti hann því við að hann hefði verið móðgaður á ríkisstjórnar- fundinum í vikunni. í ræðu á flokksþingi Þjóðar- flokksins, sem nú er haldið í Jó- hannesarborg, sagði de Klerk að framkoma ANC-ráðherra hefði verið svo ruddaleg að hann hefði neyðst til að lýsa því yfir að hann yrði að endurskoða stöðu sína inn- an stjórnarinnar. I sameiginlegri yfirlýsingu frá Reuter. F.W. de Klerk flytur ræðu á flokksþingi Þjóðarflokksins í Jóhannesarborg í gær. Mandela og de Klerk í gær segir að það séu hagsmunir þjóðarinnar allrar að þeir reyni að vinna áfram saman í sátt og samlyndi. Sögðu þeir að viðkomandi ráðuneyti yrðu beðin um að aflétta allri óvissu vegna friðhelgi ráðherranna og lögreglumannanna, en ANC segir að ákvörðun hafi verið tekin um hana nokkrum vikum áður en fyrstu fijálsu kosningarnar voru haldnar í Suður-Afríku. Hitastýrð blöndunartæki % Verð frá 8.800 stgr. Hitastýritækin frá FMM i MORA, Svíþjóð, eru mest seldu kranarnir í Sviþjóð. FMM er kranaframleiðandi Faxafeni 9, s. 887332 Opiö: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.