Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D tvttunHiiMfe STOFNAÐ 1913 17.TBL.83.ARG. LAUGARDAGUR 21. JANUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Tsjetsjenar heita að berjast áfram Dzhokhar Dúdajev Khasavjurt. Reuter. HARÐIR bardag- ar blossuðu upp að nýju í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, í gær eftir að Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi uppreisnarhér- aðsins, og herfor- ingjar hans hétu því að berjast áfram gegn rúss- nesku hersveitunum, þótt höfuð- stöðvar þeirra hefðu fallið á fimmtudag. Georgíj Satarov, einn af ráðgjöfum Jeltsíns, sagði að stríðið gæti staðið í mörg ár þótt Rússar næðu Grosní að mestu á sitt vald. Rússar hófu stórskotaárásir á vígi Tsjetsjena í miðborg Grosní og herþotur réðust á umferðarmið- stöð. Éinna harðast var barist um lestastöð í borginni, að sögn rúss- neskra fréttastofa. Dúdajev lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir fall forseta- byggingarinnar, sem var orðin að Ráðgjafi Jelts- íns segir stríð- ið geta staðið í mörg ár tákni um mótspyrnu Tsjetsjena gegn rússnesku hersveitunum. „Staðan er sú að tsjetsjenska þjóð- in er orðin vön sprengju- og flug- skeytaárásum - þær hræða enga, ekki einu sinni börn - og er að búa sig undir að senda sorgina aftur til þeirra sem komu með hana," sagði Dúdajev á fréttamannafundi. Varað við kjarnavopnum Fréttamenn í Khasavjurt í Dag- estan, skammt frá Tsjetsjníju, voru beðnir um að skýra ekki frá fundar- staðnum áður en fundurinn hófst. Dúdajev kvaðst hafa haft sam- band við leiðtoga ýmissa ríkja, svo sem Bill Clinton Bandaríkjaforseta, til að vara þá við hættunni á því að kjarnavopnum yrði beitt í Tsjetsjníju. Hann sagði einnig að Borís Jeítsín, forseti Rússlands, og Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra hefðu misst tökin á rússneska hernum og Öryggisráð Rússlands, sem er skipað æðstu embættis- mönnum á sviði öryggismála, réði nú ferðinni. Dúdajev vildi ekki greina frá því hvar hann hefði höfuðstöðvar eftir fall forsetabyggingarinnar. Aslan Maskhadov, yfirmaður hers Dúdajevs, sagði að þær væru nokkrum kílómetrum frá forseta- byggingunni. Maskhadov sagði að fall bygg- ingarinnar merkti ekki að stríðinu væri lokið og hernaðarsérfræðingar spáðu því að Tsjetsjenar hæfu brátt skæruhernað gegn Rússum frá hæðum í suðurhluta Iandsins. Stríðið hefur stuðlað að gengis- hruni rúblunnar og aukið líkurnar á að verðbólgan fari úr böndunum í Rússlandi. Gengi rúblunnar féll enn í gær og hefur aldrei verið jafn lágt gagnvart dollarnum. Móðir í Kobe YUKO Ukon, 33 ára gömul kona, með barn sem hún fæddi á spítala í japönsku borginni Kobe í gær. Ukon, sem bjargað- ist þegar á þriðjudag er jarð- skjálftinn mikli reið yfir svæðið, var föst undir þungri kommóðu þegar björgunarmenn fundu hana. Þar sem hún lá á hliðinni mun mjaðmargrindin hafa kom- ið í veg fyrir að fóstrið skaddað- ist. Um 4.400 manns týndu Iífi í jarðskjálftanum á þriðjudag að sögn sl jórnvalda í gær og á sjöunda hundrað er enn saknað. ¦ Murayama heitir/22 Rose segir vopnahléið í Bosníu í hættu Hart barist í Bihac-héraði Stjörnu- merkin 13, ClvlV.1 \.ímá London. Reuter. BRESKIR stjarnfræðingar hafa skýrt frá því, að stjör- numerkin séu þrettán en ekki tólf eins og ávallt hefur verið miðað við. Þess vegna raskast allar dagsetningar og langflestir eru í raun í öðru merki en þeim hefur verið talin trú um. Sólina ber nú í 13. merkið, Naðurvalda, fyrra helming desembermánaðar, frá 30. nóvember til 17. desember, og þar með riðlast fyrri flokkun gjörsamlega. ¦ Stjörnumerkin/21 Sarajevo. Reuter. HARÐIR bardagar eru nú í Bihac- hérað í norðvestur Bosníu á milli uppreisnarhers múslima og stjórn- arhers Bosniu. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gera nú hvað þær geta til að viðhalda vopnahléinu sem tók gildi um áramótin. Sagði Sir Michael Rose, yfírmaður gæsluliðs SÞ, að vopnahléið gæti brátt heyrt sögunni til, án þess að alþjóðlegar friðarvið- ræður yrðu teknar upp að nýju. Bardagarnir voru mestir við borg- ina Velika Kladusa í norðurhluta Bihac en SÞ sögðu að einnig hefði verið hleypt af skotum í norðaustur- hluta Bosníu. Alls var tilkynnt um 798 sprengingar í Bihac á síðasta sólarhring, sem er sjöfalt meira en verið hefur frá því að vopnahléið tók gildi. Víglínan landamæri? „Það er ekki hægt að halda uppi friðargæslu í pólitísku tómi," sagði Rose. „Hlutirnir ganga ekki jafn hratt fyrir sig og við vonuðum. Við vonum að deiluaðilar verði reiðubún- ir að slaka á kröfum sínum, einkum Bosníu-Serbar, áður en hægt verður að samþykkja reglur um framkvæmd vopnahléssamninga. Bosníustjórn telur enga ástæðu til þess ef ekki verður um einhverjar breytingar að ræða, því þegar gæslulið SÞ fer að taka við stöðum herliðs andstæðra fylkinga, er hætt við við því að víg- línan festist í sessi," segir Rose. Samkvæmt síðustu friðartillögu fimmveldanna áttu múslimar og Kró- atar að fá 51% Bosníu en Serbar 49%. Serbar halda hins vegar 70% alls landsvæðis í Bosníu. K ' [ 4_ * $ - k • '?M^| : -- ijÉ w ^ri^ i | - f*1 ¦¦ 11 3H "ct ^^1 H '''iiVSH J 2 ja l ¦*W- T f jf "^% ¦¦ ¦ p '$k k k ' . 'W ~-^& f>' ^^" CBfcdMB V*. 1 ^^ t; ^lri Reuter ísraelar deila um frekara landnám Stjórnin í hættu Jerúsalem. Reuter. DEILAN um frekara landnám gyð- inga í grennd við Austur-Jerúsalem hefur stefnt stjórn Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, í hættu og búist er við uppgjöri innan hennar á morgun, sunnudag. Benyamin Ben-Eliezer, húsnæðis- málaráðherra ísraels, kvaðst í gær ætla að styðja áform um frekara landnám í og nálægt Austur-Jerúsal- em á fundi ríkisstjórnarinnar á morg- un þrátt fyrir viðvaranir Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO) um að áformin stefndu friðarsamningi PLO og ísraela í hættu. „Baráttan er um Jerúsalem," sagði Ben-Eliezer. Háttsettur embættismaður PLO, Ahmad Korei, betur þekktur undir nafninu Abu Alaa, gagnrýndi Ben- Eliezer fyrir „óvinveittar yfirlýsing- ar". „Hann er að reyna að skapa sér vinsældir á kostnað friðarins," sagði hann. Ráðherrar Meretz-flokksins, næst- stærsta flokksins í stjórn Rabins, hafa hvatt til þess að ákveðið verði að hætta ölíum byggingarfram- kvæmdum á Vesturbakkanum. Shas- flokkurinn, flokkur heittrúaðra gyð- inga, hefur á hinn bóginn hótað að hefja samstarf við Likud-flokkinn verði byggingarframkvæmdunum hætt. Shas var áður einn af stjórnar- flokkunum og hefur stutt stjórnina, sem hefur örlítinn meirihluta, til að verja hana falli. Mandela og de Klerk sáttir NELSON Mandela, forseti Suð- ur-Afríku, og F.W. de Klerk varaforseti náðu í gær sáttum eftir harðar deilur um hvernig gera ætti upp við fortíðina og aðskilnaðarstefnuna. De Klerk og Þjóðarflokkur hans reiddust mjög- er Afríska þjóðarráðið, flokkur Mandela, ákvað að tveir fyrrum ráðherrar og 3.500 lög- reglumenn nytu ekki friðhelgi vegna glæpa sem þeir kynnu að hafa f ramið. Komst á kreik orð- rómur um að de Klerk myndi segja af sér í mótmælaskyni. Myndin er tekin á blaðamanna- fundi Mandela og de Klerks í gær þar sem þeir sögðust hafa náð samkomulagi. ¦ MandelaogdeKlerk/21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.