Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 17 VIÐSKIPTI Tölvuiðnaður Loksins hagnaður hjá Digital Maynard, Massachusctts. Reuter. DIGITAL Equipment, þriðja stærsta tölvufyrirtæki Bandaríkj- anna, hefur skýrt frá fyrsta árs- fjórðungshagnaði fyrirtækisins í 18 mánuði og umskipti virðast hafa orðið hjá fyrirtækinu eftir 4 millj- arða dollara heildartap á fjórum árum. Frá því var skýrt að Digital hefði skilað 18,9 milljóna dollara hagn- aði, eða 7 senta hagnaði á bréf, á öðrum fjórðungi fjárhagsárs er lauk 31. desember miðað við tap upp á 72,1 milljón dollara eða 53 sent á bréf fyrir ári. Góð afkoma Digitals kom á óvart í Wall Street, þar sem sérfræðingar höfðu átt von á nýju tapi hjá félag- inu, sem skilaði síðast hagnaði 1993. Þeir benda á að sölutekjur Digit- als hafi aukizt, meðal annars af Alpha-gjörvum, sem hafa sett hraðamet í óháðum prófunum. Digital segir að hagnaðurinn stafi einnig að nokkru leyti af rót- tækum niðurskurði undanfarin tvö ár vegna minnkandi eftirspurnar eftir meðalstórum tölvum. Digital leggur áherzlu á vörur byggðar á Alpha-kubbum til að vega á móti minnkandi sölu á litlum VAX-tölvum, sem eru komnar til ára sinna. ......■»■♦ 4------ Nintendo sakar Samsung um falsanir Seattle. Rcuter. NINTENDO í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Samsung í Kóreu og sakað fyrirtækið um að hafa framleitt hundruð þúsunda falsaðra eftirlíkinga af vídeóleiknum „Don- key Kong Country." „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum komizt að því að margþjóða- fyrirtæki, sem á að heita löglegt, hefur verið viðriðið falsanir,“ sagði Howard Lincoln, stjómarformaður Nintendo of America, í samtali. Falsanir eru algengar í vídeó- leikjaiðnaði og valda framleiðend- um milljarða dollara sölutjóni, en þessi síðasta stefna er sérstæð að því leyti að Samsung er annað tveggja fyrirtækja, sem útvega samrásir í lögleg eintók af Nint- endoleiknum. Starfsmenn dótturfyrirtækis Samsungs í Bandaríkjunum, sem málið er einnig höfðað gegn, neita því að þeir hafi vitað um falsanim- ar eða ýtt undir þær. Samsung neitaði einnig öllum ásökunum í yfirlýsingu. Abeins Opel Astra er svo vel búin öryggisþáttum: Bflbeltastrekkjarar. Tvöfaldir styrktarbitar í huröum. Stillanleg hæð bílbelta fyrir fram- og aftursæti. Opib laugardag & sunnudag ki 14-17 -j j ■0- OPEL 1.375.000 • Hágæba útvarp og segulband meb 6 hátölurum og þjófaörn * Samlæsingar meb þjófavörn ♦ Vökvastýri og lúxusinnrétting 1400cc, 82ja hestafla vél • Fáanlegur meb 4ra gíra sjálfskiptingu og spólvörn Þob er ekki tilviljun ab nálœgt því helmingur allra station bíla sem selst í Evrópu er Opel Astra station. Nú um helgina sýnum vib þrjár útgáfur Opel Astra station. Opel Astra Station GL 1,4 Opel Astra Station GLS 1,6 Opel Astra Station GLS 1,7 dísel. Sýnum allar gerbir Opel Astra um helgina ver&frákr: 1.t35.000.- B 1 L H E I M A R Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000 Sérverslun me6 stök teppi og mottur »T DÆMI & UM VERÐ: i Stærö 60 x 120 sm. Verö frá kr. 2.365.- stgr. Stærö 1 35 x 200 sm. Verö frá kr. 7.332.- stgr. Stærö 160 x 230 sm. Verö frá kr. 9.993.- stgr. Stærö 200 x 290 sm. Verö frá kr. 15.264.- stgr. J1/* C /1 Faxafeni JL V/ [ U l/ l/V v/Suðurlandsbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.