Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT Hörð gagnrýni á embættismenn í Japan vegna lélegs viðbúnaðar Murayama heitir að endur- skoða allar neyðaráætlanir Kobe, Tokyo. Reuter. Reuter FJÖLSKYLDA í Kobe í rústum heimilis síns í gær. Þau sluppu öll án meiðsla en nær allar eigur þeirra eru glataðar. Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa brugðist ekki rétt við og segir forsætisráðherrann að endurskoða verði áætíanir um neyðarhjálp. ENN var leitað í húsarústum í japönsku borginni Kobe í gær en æ færri fómarlömb jarðskjálftans á þriðjudag finnast nú á lífi. Hjálp- argögn berast seint og illa til nauð- staddra. Vörubílar flytja að vísu nokkurt vatn á vettvang en skort- ur er á mat, salernum, bleyjum, bamamat og fleiri nauðsynjum. Stjórnvöld em harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast ekki rétt við hamförunum og forsætisráðherr- ann segir að endurskoða verði áætlanir um neyðarhjálp og allan viðbúnað. Veturinn er óvenju kaldur að þessu sinni, hitastig er um frost- mark á svæðinu. Nær 300.000 manns, sem hafast við í bráða- birgðabúðum, hafa ekki haft vatn til þvotta í þrjá. sólarhringa. Ottast inflúensu Læknar óttast að skæð inflú- ensa og jafnvel enn hættulegri farsóttir geti brotist út á hör- mungasvæðinu, einkum er óttast að böm hafí lítið mótstöðuafl vegna vosbúðar og matarskorts. Tveggja hæða íbúablokk í hverfi efnafólks hrundi í gær og lokuðust meira en 20 manns inni í rústun- um. Veðurstofa Japans skýrði frá því í gær að styrkur skjálftans í Kobe og á eyjunni Awajishima hefði verið 7 stig á kvarða Japana, ekki 6 stig eins og fyrst var talið. Matar- og vatnslausir í 75 stundir Að sögn stjómvalda í gær fór- ust með vissu 4.393 í landskjálft- anum og 656 er enn saknað, 22.590 manns slösuðust. Elsti maðurinn sem fundist hefur á lífi er 88 ára karl sem hafði verið fast- ur undir húsarústum í Nis- hinomiya, borg skammt austan við Kobe, í 79 stundir. í einu af út- hverfum Kobe fannst 75 ára göm- ul kona á lífí 75 stundum eftir hamfarimar og hafði hún verið matar- og vatnslaus allan tímann. Er hún var borin á brott hélt hún dauðahaldi í teppi og muldraði: „Mér líður vel, mér líður vel. Þakka ykkur fyrir“. Undrun og reiði Tomiichi Murayama, forsætis- ráðherra Japans, sætti harðri gagnrýni á þingi í gær fyrir sein viðbrögð og ráðleysi. Forsætisráð- herrann hét því að þessi mál yrðu öll tekin til gagngerrar endurskoð- unar. „Ég hef ekki þurft að fást við mál af þessu tagi fyrr, þetta gerðist snemma að morgni svo að það var nokkur ringulreið", sagði hann. Margt hefur vakið undran og reiði þeirra sem gagnrýna viðbún- að vegna jarðskjálfta í Japan. • Reglur um traustleika húsa vegna jarðskjálfta era strangari í landinu en nokkurs staðar annars staðar en um 22.000 hús hafa samt hrunið eða stórskemmst. • Vegabrýr eiga að þola mun harðari skjálfta en ein þeirra valt á hliðina á löngum köflum þegar stöplar brotnuðu. • Japanar eyða sem svarar um 6.800 milljónum króna árlega í gríðarmikið kerfi viðvörunarbún- aðar sem brást algerlega. • Tveir dagar liðu áður en fjöl- mennir herflokkar komu á slys- staðinn og hófu leit að fólki í rústunum. Sagt er að yfírmenn hafi beðið eftir formlegri beiðni frá yfirvöldum í Kobe um hjálp. Gæludýr sögð fjar- skyggn Lundúnum. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN, sem hafa rannsakað „fjarskyggnan“ hund, segjast hafa fundið fyrstu vísbendinguna um að gæludýr hafí „sjötta skilning- arvitið“, sem geri þeim m.a. kleift að sjá fyrir hvenær eig- endur þeirra komi heim. Skynja gerðir eigenda sinna Niðurstöður rannsóknar- innar eru sagðar styðja ein- dregið kenningar dr. Ruperts Sheldrake, umdeilds líffræð- ings, sem heldur því fram að gæludýr og eigendur þelrra tengist einhveijum dularfull- um böndum. Kenningar hans hafa vakið athygli víða um heim og hundruð manna hafa skýrt frá hundum, köttum og öðram dýrum sem virðast skynja gerðir eigenda sinna í margra kílómetra fjarlægð. Rannsóknin beindist eink- um að Jaytee, fímm ára terrí- erhundi. Myndbandsupptökur af honum og eiganda hans leiddu m.a. í ljós að hundurinn stökk alltaf upp í glugga um leið og eigandinn lagði af stað heim til sín og beið hans þar. Snjóflóð í Kasmír 60 fórust Jammu. Reuter. INDVERSKA stjórnin sagði í gær að 60 manns hefðu farist í snjó- flóðinu í Kasmír á laugardag, eða mun færri en fyrstu fregnir hermdu. Lögreglan hafði sagt að 110 manns hefðu beðið bana en íbúar á svæðinu sögðu að meira en 250 manns hefðu farist. Snjó- flóðið féll á þjóðveg milli Srinagar og Jammu. Roger Clinton til N-Kóreu? Forsetabróðurnum boðið að skemmta á menningarhátíð í Pyongyang Seoul. Reuter. STJÓRN kommúnista í Norð- ur-Kóreu hefur boðið popptón- listarmanninum Roger Clin- ton, hálfbróður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, að koma fram á íþrótta- og menningar- hátíð I höfuðborginni Pyongy- ang í april. Forsetabróðirinn er í Suður-Kóreu og kom þar fram á tónleikum til styrktar fötluðum en hann sendi frá sér diskinn „Nothing Good Comes Easy“ í september sl. Bréf með boðinu var undir- ritað af miðstjórnarmanni í kommúnistaflokknum, að sögn s-kóresks þingmanns er Clin- ton sýndi bréfið á fimmtudag. Clinton sagðist myndu ráðgast við bróður sinn í Hvíta húsinu áður en hann gæfi svar. í bréf- inu sagði að kæmi Clinton fram á hátíðinni myndi það verða til að auka skilning milli þjóða Norður-Kóreu og Banda- ríkjanna. Clinton forseti, sem sjálfur leikur á saxófón, aðstoðaði hálfbróður sinn við að koma sér á framfæri og var svara- maður við brúökaup hans í mars sl. Stirð samskipti Samskipti N-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið afar stirð frá því að Kóreustríðinu lauk 1953. Fyrir skömmu náð- ust samningar um deilur þeirra vegna kjarnorkuáætl- unar hinna fyrrnefndu sem talin hefur verið ógna friði í Norðaustur-Asíu. N-Kórea er eitt lokaðasta samfélag í heimi og ferðir út- lendinga þangað eru háðar ströngum takmörkunum; ráðamenn segjast nú munu fagna erlendum gestum sem vilji sækja hátíðina umræddu. CLINTON forseti með saxó- fóninn; honum var ekki boð- ið að spila í N-Kóreu. A Ovissa í Kína og á fjármálamörkuðum Andláts Dengs beðið með vaxandi spennu Peking, Hong Kong. Reuter. VAXANDI spennu gætir í Kína og á fjármálamörkuðum í Asíu vegna áhyggna af yfirvofandi andláti Dengs Xiaopings, leiðtoga landsins. Opinberlega er því haldið fram, að líðan hans sé eins og vænta megi hjá níræðum manni en eftir öðrum heimildum er haft, að hann sé þungt haldinn og muni ekki lifa í margar vikur enn. Kínverskur almenningur segist sjá ýmis teikn um, að dauði Dengs sé á næstu grösum, til dæm- is jarðskjálftana í Japan. Andstæðar yfirlýsingar Lítið hefur heyrst frá stjórnvöldum um líðan Dengs að öðru leyti en því, að hún sé eftir atvikum, en haft er eftir öðrum kínverskum heimildum, að hann hafi tvisvar ver- ið hætt kominn á síðustu vikum Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði í fyrradag, að heilsa Dengs væri góð miðað við ald- ur hans en yngsta dóttir Dengs, Deng Rong, sagði í viðtali við The New York Times í síðustu viku, að föður sínum hrakaði dag frá degi eins og við væri að búast af háöldr- uðum og sjúkum manni. Margir Kínveijar segja, að dauði Dengs sé nærri, fyrirboðarnir séu jarðskjálftinn í Japan og þrír minni skjálftar í Kína. Minna þeir á jarð- skjálftann, sem lagði kínversku borg- ina Tangshan í rúst 1976 og olli dauða 240.000 manna, en sex vikum síðar lést Maó Tsetung. Samkvæmt kínverskum tímareikningi, sem mið- ast við tunglútsprungur, er hlaupár nú eins og 1976 og þá eins og nú bættist við áttundi mánuðurinn. vegna hjartaáfalla. Auk þess þjáist Gengi hlutabréfa á mörkuðum í hann af Parkinsonsveiki. Asíuútgáfa Asíu féll nokkuð í gær vegna óvissu Wall Street Journal segir, að hann um þróunina í Kína að Deng gengn- hafí verið í dái síðan seint í desem- um og einnig vegna jarðskjálftans í ber þegar hann hafi veikst alvarlega. Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.