Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 31 _____PRÓFKJÖR_ Að vera Kópavogsbúi Kópavogur KÓPAVOG má sjálfsagt eins og önnur bæjarfélög skilgreina með margvíslegum hætti. í litríkum bækl- ingi nokkrum segin „Bæjarland Kópavogs er allt í löndum fjögurra jarða í Seltjamameshreppi hinum foma. Þessar jarðir vom Kópavogur, Digranes, Elliðavatn og Fífuhvamm- ur ... “ Einnig má skýr- greina Kópavog svo að þar búi 17.431 íbúi samkvæmt síðasta manntali. Sumir hafa skilgreint Kópavog sem „svefnbæ" þar sem flestir starfandi íbúa hafi atvinnu í Reykjavík eða þar í kring. Aðrir og þá einkum gestkom- andi hafa staðhæft að Kópavogur sé mikið „völundarhús“ og vísa þá til þess að þeir hafi villst í gatnakerfinu! Fyrir mér er Kópavogur eitthvað annað sem ekki verður tilgreint með vísan til landa- merkja, íbúatals eða annarra auðkenna. Samkvæmt minni skýrgreiningu er Kópavogur mann- legt samfélag sem dregur auðkenni sín aðallega af íbúum sínum sem stundum og þá einkum í gamla daga voru kenndir við húsin eða bæina sem þeir bjuggu eða störfuðu í. Þeir runnu Rannveig ber af sam- ráðherrum sínum flest- um, segir Halldór E. Sigurbjörnsson, í fag- legri þekkingu og vönd- uðum vinnubrögðum. svo að segja saman við umhverfi sitt - þeir og Kópavogur voru eða eru eitt og hið sama. Rannveig Guðmundsdóttir Rannveig Guðmundsdóttir, félags- málaráðherra, hefur náð lengst allra Kópavogsbúa á sviði stjómmálanna og gegnir nú stöðu félagsmálaráð- herra af mikilli reisn. Er af henni og störfum hennar mikill sómi og heiður fyrir Kópavog að hún hafi með höndum þetta mikilsverða emb- ætti og einnig það að hún fer vel og samviskusamlega með vald sitt. Fer vel á því að hún gegni starfi félagsmálaráðherra þar sem hún á að baki langan feril í sveitastjómar- málum í Kópavogi. Hún er í ráðherra- starfinu komin „á hinn endann“ á sveitastjómarmálum og leysir það starf af hendi með reynslu þess sem umgengist hefur „grasrótina". Hún veit af eigin reynslu hvar vandamál- in er að flnna og getur því leyst vel og greiðlega úr þeim og komið með tillögur að heildarlausnum á hinu háa Alþingi. Hefur reynsla hennar af því að búa í Kópavogi og þátttaka henn- ar í stjómmálalífi bæjarins verið gott veganesti í ráðherraembættið. Það sem ekki er síður mikilsvert fyr- ir Kópavogsbúa er skipun hennar sem ráðherra. Má segja að með ráð- herrabréfl hennar hafi Kópavogur öðlast „pólitíska tilvist" þar sem bærinn hefur, þrátt fyrir að vera næststærsti bær landsins, borið skarðan hlut frá borði stjómmál- anna. Skiptir það því ekki litlu máli fyrir Kópavog að Kópavogsbúinn Rannveig Guðmundsdóttir hljóti dyggan stuðning í kom- andi prófkjöri og kosn- ingabaráttu. Fyrir til- stilli hennar hefur bær- inn öðlast aukna reisn - óravegu frá „svefn- bæjarímyndinni“. Samlyálp Kópavogsbúa Þegar ég var að alast upp stóð Kópavogur ennþá undir nafni sem „landnemabær". Allar blokkimar við Ásbraut- ina voru lengi vel ómál- aðar og í fyrstu voru ekki venjulegar hurðir á útidyrum og alls eng- ar a innidyrum. Þetta kom ekki að sök því að samkomulag- ið var gott, hver hjálpaði öðrum. Smiðurinn hjálpaði pípulagninga- manninum, pípulagningamaðurinn málaranum og svo koll af kolli. Þetta „landnemaeinkenni“ má greina á fé- lagslegri uppbyggingu og samhjálp í Kópavogi. Þeir sem um sárt eiga að binda eiga hér að jafnaði greiðari leið að félagslegri aðstoð en íbúar annarra bæja. Sama einkenni má greina á félEigs- og íþróttalífi bæjar- ins. Eiga félög bæjarins, einkum íþróttafélögin, greiðan aðgang að aðstoð opinberra aðila eða einkaaðila við framgang starfa sinna. Er því íþrótta- og félagsstarf hvergi með meiri blóma hér á landi en í Kópa- vogi. „Félagsmálabærinn" er nafn sem Kópavogur ber með stolti. Það er því engin tilviljun þó að gott orð fari af störfum Rannveigar Guð- mundsdóttur í félagsmálaráðuneyt- inu. Hún sem Kópavogsbúi hefur þann bakgrunn og reynslu til að valda því starfi betur en nokkur ann- ar. Reyndar má segja að hún beri af samráðherrum sínum flestum í faglegri þekkingu og vönduðum vinnubrögðum. Rannveig sækir meg- instyrk sinn til ráðherrastarfa í eigin reynslu af búsetu sinni hér í Kópa- vogi. Hún er Kópavogsbúi sem sómi er að. Kópavogsbúar, stöndum saman - styðjum Rannveigu í prófkjöri Rannveig Guðmundsdóttir er Kópavogsbúi. í komandi prófkjöri þarf hún á hjálp okkar hinna hérna í bænum að halda. Hún hefur náð langt á sínu sviði og það sem betra er, hún fer af kostgæfni með vald sitt. Styðjum Rannveigu í komandi baráttu. Stöndum saman og veitum henni gott brautargengi. Styðjum Kópavogsbúa! Höfundur er þjóðréttarfræðingur ogí stjórn Alþýðuflokksfélags Kópavogs. Halldór E. Sigurbjörnsson BRIPS Umsjðn: Arnór G. Rajjnarsson Bridsfélag Akureyrar íslandsbankamót í tvímenningi var haldið laugardaginn 7. jan. með þátt- töku 30 para. Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 748 GísliPálsson-ÁmiAmsteinsson 722 Skúli Skúlason - Sigurbjöm Haraldsson 721 Ólafur Ágústsson - Hródmar Sigurbjömsson 711 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson _ 704 Bridsfélagið þakkar íslandsbanka veittan stuðning. Sunnudagsspilamennskan hófst aft- ur eftir jólafrí 8. janúar: Skúli - Sigurbjöm Reynir - Tryggvi Kristján - Hólmfríður Urslit 15. janúar: Pétur - Una Anton - Sigurbjörn Akureyrarmót í sveitakeppni hófst 3. jan. með þátttöku 12 sveita. Eftir þijár umferðir af ellefu er staðan: Sveit Páls Pálssonar 61 SveitOrmarsSnæbjörassonar 60 SveitGrettisFrímannsonar 58 SveitSigurbjömsHaraldssonar 58 SveitHermannsTómassonar 57 MIIMNINGAR HOLMSTEINN EGILSSON + Hólmsteinn Egilsson, fyrr- um forstjóri Malar og sands hf. á Akureyri, fæddist á Þor- leifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 30. apríl 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 20.janúar. HANN afi okkar er fallinn frá. Við minnumst hans og allra þeirra stunda sem við áttum með honum með sárum söknuði. Hann afí var einstakur maður, svo ráðagóður og uppflnningasamur. Hann var alltaf að og þau voru ófá áhugamálin hans, allt frá smíðum, útskurði og bók- bandi til hænsnaræktar, sjósóknar og garðræktar. Með tíu barnaböm var ekki að furða að gestkvæmt væri á heimili afa og ömmu. Þangað var haldið jafnt á tyllidögum sem eftir skóla. Þá tefldum við við afa og spiiuðum rommí. Við fengum að fylgjast með afa vinna í bílskúmum og bardúsuðum undir leiðsögn hans. Við höfðum óskaplega gaman af sögunum um þá hluti sem hann hafði smíðað og kölluðum hann gjaman „afa uppfinningamann“, og er hrærivélin sem hann bjó til handa ömmu úr borvél afar minnisstæð. Afi var þó aldrei gefinn fyrir að tala um þessa hluti, hann lét verkin tala. Það var ógurlega spennandi þegar við fengum að fara með honum á sjóinn að fiska, en skemmtilegast var þó að heyra afa og ömmu met- ast um hvort hefði nú veitt þann stærsta. Það var mikill hátíðarbrag- ur á, þegar afi tók út „græningjann" á vorin og við fengum að fara með í sunnudagsbíltúra, til að skoða gróðurinn og fuglana í Mývatns- sveitinni. Við fómm í ófáan beijamó- inn og tjaldútilegurnar, þar sem iðu- lega var heilmikið fjör. Kartöfluupp- skeran var árviss viðburður og stór- fjölskyldan sameinaðist um upp- skeruna. Afi var alltaf reiðubúinn til að rétta hjálparhönd og hann tók mikinn þátt í okkar áhugamálum og fylgdist vel með okkur, hvort sem það var í skóla, hestamennsku, vinnu eða öðru. Hann var okkur sem traustur vin- ur sem við gátum alltaf leitað til. Hann skilur eftir sig stórt skarð en minningin um hann mun lifa í hjört- um okkar. Guð gefi þér góða nótt, elsku afi. Sigríður Helga og Hafrún. Nú er elsku langafi minn dáinn og mér finnst það mjög sorglegt af því að mér þótti svo vænt um hann. En núna er hann uppi í himninum hjá Guði, englunum og Jesúbarninu. Hildur María systir mín saknar hans líka, en hún er bara fimm mánaða svo hún þekkti hann ekki eins mikið og ég, af því að ég er orðinn þriggja ára. En ég ætla að vera duglegur að segja systur minni sögur um lang- afa, sögur sem mamma og pabbi hafa sagt mér. Þegar ég var bara eins árs þá fannst mér skemmtilegast að skoða verkfærin í bílskúrnum hjá langafa. Hann átti marga hamra, nagla og spýtur og ég fékk að prófa og hann hjálpaði mér. Mér fannst líka skemmtilegt að fá að skoða stóra svarta krumma inni í herbergi, en ég var ekkert hræddur við hann og langafi sagði að ég væri duglegur BJARNI ÓLAFUR FRIÐ- RIKSSON + Bjarni Ólafur Friðriksson fæddist í Reykjavik 22. september 1967. Hann lést í Landspítalanum 5. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 13. janúar. strákur. Nú langafi átti bát sem hét Dofri og einu sinni fékk ég að fara út í bátinn og stýra, og það var al- veg rosalega gaman. Alltaf þegar ég var að keyra í bílnum með mömmu og pabba og við nálguð- umst bryggjuna, þá vildi ég fara að skoða Dofra og ég vil það enn, en ég skil ekki afl hann langafi á ekki Dofra lengur. Langafi var nú líka góður að leyfa mér að skoða tafl- mennina sína. Við hjálpuðumst að við að raða þeim á borðið og hann sagði mér hvað allir mennirnir hétu og ég man það ennþá. Ég skil ekki alveg að langafi skuli ekki vera hjá okkur lengur. Þegar mamma sagði mér að hann væri dáinn og væri hjá Guði, þá spurði ég hvort við gætum ekki bara hrintí til hans Guðs og fengið að tala vio afa. Hún sagði að það væri svolítið erfitt, en við gætum alltaf beðið bænirnar okkar og talað þannig við hann langafa. Mér finnst leiðinlegast að langafi skuli ekki vera hjá langömmu leng- ur. Mér finnst leiðinlegt að hún er ein. Ég spurði mömmu hvort að Svanur afi gæti ekki bara verið hjá henni, því að hann er svona afi. Elsku langafi, takk fyrir að vera langafinn okkar. Við söknum þín mikið. Darri Rafn og Hildur María. VIÐ viljum minnast ágæts drengs úr okkar hópi, Bjarna Friðrikssonar, sem stundaði nám í gítarleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Bjarni var á lokastigi í hljóðfæra- námi sínu og stefndi að burtfarar- prófi í framtíðinni auk þess sem hann söng í kór skólans og stundaði tónfræðigreinar. Þar sá Bjarni oft aðra hlið á málunum því hann vildi skilja hlutina til hlítar og hlífði ekki kennurum við spurningum er vörð- uðu námsefnið eða tilgang þess. Gítardeild skólans er nú fátækari þegar Bjarna nýtur ekki lengur við en vonandi tekur á móti honum blómlegt tónlistarlíf í hæstum himnasal þar sem hann getur fengið að leika E-dúr sónötu Bachs og önn- ur verk sem voru honum hugleikin. Fjölskyldu vottum við samúð okk- ar. Nemendafélag Tónlistar- skólans í Reykjavík. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON, Þverlæk, Holtum, lést í Landspítalanum 18. janúar. Þorleifur og Guðni Guðmundssynir. t Faðir minn, AXEL SVANBERG ÞÓRÐARSON kennari, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 20. janúar. Útför verður auglýst síðar. Guðjón Axelsson. t Faðir minn, HELGI K. HELGASON frá ísafirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt 20. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Njáll Helgason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 128, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 16. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.30. Kristín Pálsdóttir, Tómas Hassing, Fanney Pálsdóttir, Elís Hansson, Reynir Pálsson, Margrét Bergsdóttir, Aðalheiður Steingrímsdóttir, Emil Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. I t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY ÞORVALDSDÓTTIR, Eiríksgötu 21, lést i Borgarspítalanum fimmtudaginn 19. janúar. Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Ásgeirsson, Guðmundur I. Sigurðsson, Örn Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.