Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 2í Thomas Clausen 1 Norræna húsínu DANSKI djasspíanóleikarinn Thomas Clausen er nú stadd- ur hér á landi við kennslu og námskeiðshald í Tónlistar- skóla FÍH. Hann kemur til íslands á vegum norrænu djasssamtakanna NORD- Jazz og djassdeildar FÍH. A sunnu- dagskvöld kl. 20 leikur hann í Nor- ræna húsinu ásamt ís- lenskum djasstónlist- armönnum. Meðleikarar Thomasar Clausens verða Sigurður Flosason saxófón- leikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Einar Scheving trommuleikari. Þeir munu leika saman sem kvart- ett, tríó og dúó, en einnig mun Clausen leika einn. í kynningu segir: „Thomas Clausen hefur verið í hópi fremstu djasspíanóleikara Evrópu undanfarinn aldar- fjórðung. Hann hefur leikið með fjölda bandarískra djass- tónlistarmanna sem sótt hafa Danmörku heim. Þeirra á meðal eru Dexter Gordon, Johnny Griffin, Lee Konitz, Jackie McLean, Miles Davis og Gary Burton. Clausen hef- ur einnig lengi verið með eig- ið tríó ásamt trommuleikar- anum Alex Riel og bassaleik- aranum Mads Vinding. Þá hefur hann hljóðritað mikið bæði með erlendum gestum og dönskum á borð við Jens Winther, Lars Möller, Karst- en Houmark, svo að þrír ís- landsvinir séu nefndir. Thom- as Clausen er einnig afkasta- mikið tónskáld og hefur hann auk djasstónlistar samið tón- list fyrir klassíska tónlistar- menn og kóra.“ Tónleikarnir í Norræna húsinu á sunnudagskvöld hefjast sem áður segir kl. 20. Thomas Clausen „Ekki er allt gull...M KVIKMYNPIR Bí ó h ö11in BANVÆNN FALL- HRAÐI („TERMINAL VELOCITY") ★ Vi Leikstjóri Deran Sarafian. Handrit David Twohy. Aðalleikendur Charlie Sheen, Nastassja Kinski, James Galdofini, Chris McDonald, Mario Van Peebles. Bandarísk. Hollywood Pictures 1994. HANDRITSHÖFUNDURINN er greinilega með gull á heilanum. Kjarni sögunnar er stoiið Sovét- gull uppá nokkurhundruð milljarða og söguhetjan Ditch (Charlie She- en) átti sér þann draum æðstan að vinna til annarskonar rússa- gulls - á Olympíuleikunum í Moskvu. En var kyrrsettur heima einsog aðrir landar hans. Þessi fyrrum fimleikakappi er hinsvegar orðinn kennari í fallhlífastökki er á fund hans kemur nýliðinn Chris (Nastassja Kinski), hinn fönguleg- asti kvenmaður, sem virðist láta lífið í fyrsta fallhlífarstökkinu. Það reynist brella, konukindin er aftur á móti fyrrum KGB njósnari og er með sviðsetningu dauða síns að ná tökum á ofurhuganum Ditch. Reynist hann betri en eng- inn í hinum íjölskrúðugustu mann- raunum í leitinni að fjársjóðnum og lífshættulegum útistöðum við fyrrverandi félaga hennar í leyni- þjónustunni. Myndin er til helminga slarkfær áhættuatriði og bjálfafyndni. Höf- undunum hefur ekki tekist fylli- lega að ákveða sig hvort þeir ættu að gera spennu- eða gamanmynd svo árangurinn verður gjörsam- lega heilalaust samsull af gamni og alvöru sem lyppast niður í erki- vitleysu lengst af en á sæmilega spretti í upphafi og enda. A undan- förnum árum hefur ferill Sheen farið hrakandi úr ágætum mynd- um niður í ódýrar og einskisnýtar annarsflokksmyndir og hér bætist ein slík í hópinn. Það versta er að hann heldur ekki einu sinni dampi hér, er ósköp ólíklegur harður, glaðbeittur nagli. Kinski stelur senunni þó hún hafi lítið annað með sér en útlitið. Sem fyrr segir eru mörg spennuatriðin bærileg, enda virðist myndin fyrst og fremst gerð fyrir lítt vandfýsinn en spennusjúkan myndbanda- markaðinn. KGB ruddarnir eru upplífgandi en annað er flest gamlar klisjur og aulabrandarar í stirðbusalegri leikstjórn B-mynda- smiðsins Derans Sarafians. Sæbjörn Valdimarsson Aukasýnmg á Kirsuberjagarðinum LEIKHUSIÐ Frú Emilía efnir nú um helgina til aukasýningar á Kirsubeijagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Sýningin verður á morg- un, sunnudag, og hefst klukkan 15. Kirsubeijagarðurinn var frum- sýndur í október og uppselt hefur verið á nær allar sýningar. í frétt frá leikhúsinu segir að því miður neyðist það nú til að hætta sýning- um um sinn sökum anna leikar- anna. Vonast sé þó til að hægt verði að taka þær upp aftur seinna í vetur. Leikendur í Kirsubeijagarðinum eru Kristbjörg Kjeld, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Árni Tryggvason, Edda Heiðrún Backman, Ingvar Sigurðs- son, Steinn Ármann Magnússon, Harpa Arnardóttir, Eggert Þor- leifsson, Kjartan Bjargmundsson, Valgeir Skagfjörð og Helga Braga Jónsdóttir. Hljómsveitin Skárren ekkert tekur þátt í sýningunni og Guðjón Pedeersen leikstýrði. EDDA Heiðrún, Árni, Ingvar og Kristbjörg í Kirsuberja- garðinum. Rómantísk túlkun TÓNLISI Ljóöatónlcikar TÓNLISTARFÉLAGSINS í fSLENSKU ÓPERUNNI Einsöngvari: Jard van Nes. Samleik- ari: Roger Vignoles. Söngverk eftir Berg, Schumann, Debussy og de Falla. Miðvikudagur 18. janúar 1995. JARD van Nes, mezzo-sópran söngkona frá Hollandi, ásamt und- irleikssnillingnum Roger Vignoles, flutti söngverk sem tilheyra róman- tik og þeim skilum sem leiddu til nút.ímatónlistar, en þar í flokki eru tónhöfundar eins og Alban Berg í fyrstu verkum sínum, Claude Deb- ussy og Manuel de Falla. Álban Berg samdi nokkuð af söngverkum er hann var nemandi og af þeim valdi hann nokkur til útgáfu. Fjórir söngvar, op. 2, voru gefnir út 1910, en önnur eldri söngverk endurvann tónskáldið síð- ar og nokkur þeirra ekki fyrr en 1938. Fjórir söngvar eru fínlega gerðir og söng van Nes þau af nærgætni, við fágaðan undirleik Vignoles. Jard van Nes lætur vel að túlka dekkri hlutann að því tilfinningalit- rófi, sem einkennir t.d. rómantíska tónlist, eins og finna má í Frauen- lieb und leben, eftir meistara Schu- mann, nánar tiltekið eins og í síð- asta laginu í lagaflokknum, Nun hast du mir den ersten Schmerz getan, sem vat' mjög áhrifamikið í utfærslu beggja listamannanna. Fögnuðurinn í fyrri hluta söng- verksins var hins vegar nokkuð um of haminn, svo að það vantaði and- stæður á milli gleði og sorgar, þó lagaflokkurinn í heild væri mjög fallega fluttur. Debussy sönglögin voru snilldar- vel flutt en þar leikur tónskáldið sér með píanóið og Vignoles kunni sig þar hið besta. Tvær „hrynhend- ur“ eftir Karl frá Orléans fjalla um veðrið og óhamingjuna og tók veð- urgnýrinn, sem barði á þaki Gamla bíós, þátt í samleiknum á viðeig- andi máta. Áhrifamikill jólasöngur, Noel des enfants, samdi Debussy við undirleikinn af þórdunum fyrri heimsstyijaldarinnar og á boðskap- ur þessa jólasöngs barnanna, sem eiga hvergi heima, enn hrópandi erindi til okkar, þó liðin sé hálf öld frá síðara heimsstríðinu. Áhrifa- mikið tónverk sem var glæsilega flutt. Chansons de Bilitis, þijú lög, fyrst Flauta Pans, þá sérlega áhrifmikið lag, sem nefnist Hár og síðast Gröf vatnadísanna, er falleg tónlist, sem var óaðfinnanlega flutt en Hárið samt á þann hátt sem meisturum einum er fært að gera. Spönsku alþýðusöngvarnir, eftir de Falla, voru síðastir á efnis- skránni og mjög vel fluttir af söng- konunni, sérstaklega Asturian og tvö þau síðustu, Cancion og Polo, þar sem söngkonan náði að nokkru að eftirlíkja spánskan alþýðusöng, án þess þó að ofgera þar nokkuð. Vignoles lék mjög vel en þó hefði mátt vera ögn meiri hiynskerpa í leik hans í spönsku lögunum, sem á köflum voru einum of mjúklega mótuð. Hvað sem því líður, voru þetta glæsilegir tónleikar, bornir upp að listfengi og fágun en einnig af tilfinningaþrunginni rómantískri túlkun. Jón Ásgeirsson LEIKFÉLAG Menntaskól- ans við Hamrahlíð frum- sýnir Marat-Sade í Tjarn- arbíói á laugar- dag kl. 20. Marat-Sade eftir Peter Weiss LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir leikritið „Ofsóknin og morðið á Jean- Paul Marat flutt af vistmönnum Charenton-geðveikrahælisins undir stjórn markgreifa de Sade“, laugardaginn 21. janúar kl. 20 í Tjarnarbíói. í kynningu segir: „Hvað ger- ist þegar sjálfur maðurinn sem sadisminn er kenndur við svið- setur leikrit, sem fjallar um morð á einum helsta foringja frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789, á geðveikrahæli árið 1808 með eintóma geðsjúklinga í hlut- verkum?“ Rúnar Guðbrandsson stýrir uppfærslu Leikfélags MH á þessu leikriti eftir Peter Weiss, Guðni Franzson stjórnar tónlist- inni, Linda Björg Árnadóttir hannar búningana, en Áróra Skúladóttir sér um förðunina á þeim 43 leikendum sem taka þátt í leiknum. Þetta er sögulegt verk sem blandað er heimspekilegum samræðum milli Marat og Sade, miklum söng, sögu byltingarára Frakklands, éálfræði, geðveiki, gleði og sorg, morð og kímni. Sýningar verða alls 8 en þeim lýkur 2. febrúar. Miðaverð er 500 krónur fyrir skólafólk en 1.000 krónur fyrir aðra. Kaffileikhúsið Sápa í allra síðasta sinn LEIKÞÁTTURINN Sápa eftir Auði Haralds verður sýndur í dag, laugardag, í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í allra síðasta sinn. Sápa var opnunarverk Kaffileikhússins og hefur á ann- að þúsund manns séð sýninguna. Leikkonur Sápu eru þær Edda Björgvinsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Margrét Ákadóttir, Mar- grét Guðmundsdóttir og Sigrún Gylfadóttir og leikstjóri er Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir. Eins og sagt var frá í haust er Sápa framhaldssápa þar sem höfundum gefst kostur á að þróa persónurnar sem fyrir eru og skapa nýjar. Sápa númer tvö fer brátt að líta dagsins ljós og eru það þær Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir sem skrifa. „Mikil leynd hvílir yfir efni verksins en þó hafa höfundarnir upplýst að framhjáhald skýtur upp kollinum og hinar dyggðum prýddu konur úr Sápu eitt sýna á sér ný and- lit,“ segir í kynningu. Eftir sýninguna á Sápu á laug- ardagskvöldið mun hljómsveitin Kósý skemmta gestum Kaffileik- hússins. Grafísk verk, bókakápur og plaköt í Gallerí Greip JULIAN Waters, sem er breskur grafískur hönnuður, opnaði í gær, sýningu í Gallerí Greip við Hverfisgötu, þar sem hann sýnir gra- físk verk, bókakápur, plaköt og fleira. Auk þess að vera þekktur grafískur hönnuður í Bandaríkj- unum er hann talinn meðal þeirra fremstu í skrautritun í heiminum í dag. Julian vinnur fyrir fyrirtæki eins og National Geographic og bandarísku póstþjónustuna, auk ýmissa hönnunar- og auglýs- ingastofa og útgefenda. Hann hefur einnig verið ráð- gjafi í letri og leturhönnun fyrir Adobe og vinnur nú að hönnun á „Multiple Master“-leturfonti fyrir þá. Opið er alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18 og stendur hún til 5. febrúar. Tónleikar í Keflavíkur- kirkju í dag FLAUTULEIKARARNIR Guð- rún Birgisdóttir og Martial Nardeau ásamt Pétri Jónassyni gítarleikara flytja fjölbreytta efnisskrá í dag, laugardag, í Keflavíkurkirkju kl. 17. Þessa vikuna hafa þau verið að leika fyrir nemendur grunn- skólanna og Pjölbrautaskólans sem hluta af kynningarátaki í skólunum undir nafninu „Tónlist fyrir alla“. Tónleikarnir í dag eru lokaliður kynningarinnar. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn en nemendur á grunn- skólaaldri, félagar í Tónlistarfé- lagi Keflavíkur og Félagi eldri borgara fá ókeypis aðgang. „Samhugur í verki“ í Borgarleikhúsinu Minningar- og styrktar- tónleikar HALDNIR verða minningar- og styrktartónleikar í Borgarleik- húsinu á mánudagskvöld, 23. janúar og rennur allur ágóði af tónleikunum til landssöfnunar- innar „Samhugur í verki“. Á tónleikunum kemur fram fjöldi tónlistarmanna, sem allir gefa vinnu sína. Leikfélag Reykjavíkur leggur til borgar- leikhúsið ásamt tækjum og starfsfólki. Tónlistarmennirnir eru m.a. Egill Ólafsson, Ellý Vil- hjálms, Grafík, Hálft í hvoru, Hörður Torfason, KK, Kór Lang- holtskirkju, Magnús og Jóhann, Rabbi, Ragnar Bjarnason, Rúnar Þór, Skárr’en ekkert og Spoon. Miðasala er hafin í Borgarleik- húsinu. Miðaverð er 1.000 krón- ur. Tónleikar í Lista- safni Kópavogs SZYMON Kuran fiðluleikari, Reynir Jónasson harmónikku- leikari og Guðni Franzson klari- nettuleikari tónleika í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, í dag, laugardag, kl. 16. Þessir tónleikar eru lokin á tónlistarkynningu sem fram hef- ur farið í öllum skólum bæjarins í vikunni, þar sem nemendum hefur verið boðið upp á tónlist og kynningar á þeim hljóðfærum sem notuð eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.