Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meirihlutinn i bæjarstjórn Hafnarfiarðar endurreistur
Jóhann víkur á meðan 'rM
viðskipti eru athuguð
m
Þið getið sparað ykkur þetta strákar. Hann verður geymdur hjá fótanuddstækinu, litla
ljósálfinum, hljómborðinu og hinu draslinu fram yfir kosningar . . .
Atvinnuleysi í okt., nóv. og des. É1994
Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa 3ýi
3.665 atvinnulausir á bak við
töluna 4,8% í desember og
fjölgaði um375fráþví
í nóvember. Alls voru
7.166 atvinnulausir á
landinu öllu í desember
og hefur fjölgað um
1.665 fráþvíí
nóvember
LANDS-
BYGGÐIN
VEST-
FIRÐIR
AUSTUR-
LAND
2,9%
0 N Ð
NORÐURLAND
VESTRA
, 0 N D
I NORÐURLAND
í EYSTRA
VESTURLAND
LANDIÐ ALLT
5,6%
0 N D
HÖFUÐBORGAR
SVÆÐIÐ :
SUÐURLAND
SUÐURNES
Minna atvinnuleysi í
desember en árið áður
ATVINNULAUSUM fjölgaði um
30,5% frá nóvember til desember i
vetur. Atvinnuleysi hefur að jafnaði
aukist um 45% milli áðurnefndra
mánuða. Atvinnulausir í desember
voru hins vegar 10,9% færri en í
desember í 1993. Skráðir atvinnu-
leysisdagar í desember jafngilda því
að 7.166 menn hafi að meðaltali
verið á atvinnuleysisskrá í mánuðin-
um. Af þeim eru 3.629 karlar og
3.537 konur. Tölurnar jafngilda 5,6%
af áætluðum mannafla á vinnumark-
aði, 4,8% hjá körlum og 6,6% hjá
konum. Upplýsingarnar koma fram
í yfirliti Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytis um atvinnuástandið.
Aðurnefnt hlutfall þýðir að um
1.665 fleiri hafí verið atvinnulausir
í desember en í mánuðinum á undan
en um 880 færri en í desember árið
áður. Ástæður aukins atvinnuleysis
nú eru fyrst og fremst hefðbundin
lokun margra fískvinnslustöðva
seinni hluta desember og stöðvun
stórs hluta bátaflotans á þessum ■
árstíma. Miðað við desember 1993
vegur hins vegar aukin eftirspum
og minni samdráttur í öðrum grein-
um upp nokkuð minni fiskafla en á
sama tíma í fyrra.
Mest fjölgun á Austurlandi
og Vestfjörðum
Atvinnuleysið eykst nokkuð alls
staðar á landinu í desember. Atvinnu-
leysi eykst hlutfallslega langmest á
Austurlandi og Vestfjörðum. Atvinnu-
leysi er nú minna en í desember í
fyrra á öllum atvinnusvæðum nema
á Vestfjörðum og Suðurnesjum.
Að meðaltali voru í desember um
51% atvinnulausra á höfuðborgar-
svæðinu og 49% á landsbyggðinni. Á
Norðurlandi eystra voru 14% at-
vinnulausra, 9% á Suðurlandi, 8% á
Suðumesjum, 6% á Austurlandi, 5%
á Norðurlandi vestra og á Vestur-
landi og 3% á Vestfjörðum.
Atvinnuleysi karla eykst mun
meira en atvinnuleysi kvenna. í des-
embermánuði fjölgaði atvinnulausum
konum að meðaltali um samtals 675
á landinu en körlum fjölgaði hins
vegar um 990.
Vísbendingar í janúar
Atvinnuástandið versnar að jafn-
aði mikið í janúar. Gera má ráð fyr-
ir rúmlega 30% árstíðarsveiflu að
jafnaði en hún var rúm 18% 1993
og 3% árið 1992. Með tilliti til minna
atvinnuleysis í desember miðað við
desember árið áður ætti atvinnuleysi
í janúar að verða minna en í fyrra,
en þá var það um 7,5%. Ekki er þó
búist við að fiskvinnsla fari mikið í
gang fyrr en líða tekur á janúar auk
þess sem iðnaðarmönnum, verslunar-
fólki, bifreiðarstjórum og verkafólki
fjölgar jafnan mikið á atvinnuleysis-
skrá í janúar. Samkvæmt þessu má
búast við að atvinnuleysi aukist
nokkuð í janúar og verði líkast til á
bilinu 6,3% til 6,8%.
Samhugur í verki
Söfnunarfé ráð-
stafað í samráði
við heimamenn
Jónas Þórisson
FYRSTU fjóra söfnun-
ardagana í söfnun-
arátaki ijölmiðl-
anna, Rauða krossins og
Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar vegna náttúruhamfar-
anna í Súðavík söfnuðust
samtals 205.316.840 krón-
ur. Inn á bankareikning nr.
800 í Sparisjóðnum í Súða-
vík höfðu borist samtals
6.496 framlög og 21.481
framlag hafði borist í gegn-
um símanúmer landssöfn-
unarinnar, 800 5050. Bak
við hvert framlag eru ein-
staklingar, hópar eða fyrir-
tæki. Hægt verður að
leggja framlög inn á reikn-
inginn í Sparisjóðnum í
Súðavík fram til 3. febrúar
næstkomandi, og símanúm-
erið 800 5050 verður einnig
opið áfram fyrir þá sem vilja
fá upplýsingar um landssöfnunina
eða setja framlög á greiðslukort.
Söfnunarfé mun renna óskert
til víðtækrar fjölskylduhjálpar á
Vestfjörðum hjá þeim mörgu sem
eiga um sárt að binda eftir at-
burði síðustu viku. Sérstök sjóðs-
stjórn mun ráðstafa söfnunarfénu
og skipa hana Pétur Kr. Hafstein,
hæstaréttardómari, Sigrún Árna-
dóttir, framkvæmdastjóri RKÍ,
Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
Magnús Erlingsson, sóknarprestur
á Isafirði og Súðavík, og Þorbjörn
Sveinsson, framkvæmdastjóri
deildar Rauða krossins á ísafirði.
Jónas Þórisson sagði í samtali
við Morgunblaðið að vandasamt
verkefni biði sjóðsstjórnarinnar við
úthlutun söfnunarfjárins, en hann
lagði ríka áherslu á að ráðstöfun
yrði öll í samráði við heimamenn
á Súðavík.
- Hvað firwst þér um viðbrögð
almennings í söfnunarátakinu?
„Mér finnst þau hreint og beint
ótrúleg. Það er varla hægt að lýsa
ineð orðum þeim áhrifum sem
maður verður fyrir þegar svona
gerist, og þessi niðurstaða er fram-
ar öllum hugmyndum þeirra sem
að þessu koma. Menn gerðu sér í
upphafí raunverulega enga grein
fyrir því hvað myndi safnast og
höfðu ekki sett neitt markmið, en
sjálfur er ég mjög hógvær í vænt-
ingum og var ég svona með sjálf-
um mér að gera mér í hugarlund
að kannski myndu safnast um 50
milljónir, án þess þó að hugsa
neitt alvarlega um eina einustu
tölu. Þetta er örugglega það mesta
sem nokkru sinni hefur komið inn
í almennri söfnun á íslandi."
- Hefur þessi samhugur ein-
hver víðtækari áhrif að þínu mati?
„Eg vona að þetta
sé upphaf þess að menn
vakni varanlega við og
sýni samhug og sam-
hyggju með meðbræð-
rum sínum bæði nær
og fjær, og jafnframt að einmitt
sú reynsla hversu sælt eða gott
það getur verið að fá að leggja lið
og sú ánægja sem því fylgir, að
hún verði til þess að í framtíðinni
vilji fleiri leggja hjálparstarfi al-
mennt lið, ekki bara hér á landi
heldur einnig erlendis. Þar er líka
mikil neyð og margt hægt að gera
sem kemur öðrum vel. Okkar lóð
á vogarskálarnar vegur mikið þar,
sérstaklega ef vel er haldið á spöð-
unum t.d. í þróunarverkefnum og
öðru fyrirbyggjandi starfi. Reynsl-
an hefur sýnt að þó við séum Jítil
þjóð þá getum við gert ýmislegt.“
- Hvenær mun sjóðsstjórnin
byrja að ráðstafa fénu sem safnast
hefur?
► Jónas Þórisson er fæddur 7.8.
1944 á Akureyri, sonur hjón-
anna Huldu Stefánsdóttur og
Þóris Björnssonar vélfræðings.
Jónas lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
síðan kennaraprófi frá KÍ 1971,
og 1966 til 1967 var hann við
nám í Biblíu- og kristniboðs-
skólanum Fjellhaug í Ósló.
Hann var erindreki í hlutastarfi
hjá Sambandi íslenskra kristni-
boðsfélaga 1967-1972, og
1973-1987 var hann við kristni-
boðs- og hjálparstörf fyrir sama
félag og lúthersku kirkjuna í
Eþíópíu. Jónas var skrifstofu-
sljóri á aðalskrifstofu Sam-
bands íslenskra kristniboðsfé-
laga og KFUM & K 1987-1990,
en síðan hefur hann verið fram-
kvæmdasljóri Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar. Eiginkona Jón-
asar er Ingibjörg Ingvarsdóttir
og eiga þau sex börn.
„Sá hluti stjórnarinnar sem er
hér í Reykjavík mun hittast seinni-
part þriðjudagsins [í dag] til þess
að byija að fara yfir málin. Vænt-
anlega munum við svo fara við
fyrsta tækifæri vestur þar sem
tveir fulltrúar í sjóðsstjórninni eru
og ræða þar við heimamenn. Ég
hef lagt á það mikla áherslu, og
ég veit að við gerum það öll í þess-
ari nefnd, að ráðstöfun þessa fjár
verði í nánu samstarfi og samvinnu
við heimamenn. Við ætlum ekki
að skipa þeim fyrir verkum, heldur
verður reynt að sinna þessari fjöl-
skylduaðstoð eins sagt var í upp-
hafí söfnunarinnar. Það verður
gert í samráði við heimafólk. Sam-
kvæmt vilja Súðvíkinga verður
einnig reynt að sinna
þeirri neyð sem varð í
Reykhólasveit og þeirri
hjálp sem þar er þörf.
Þetta er vandasamt verk
framundan, og þá ekki
síst vegna þess hve upphæðin er
há. Stjómin mun auðvitað líta til
þess hver viðbrögð stjórnvalda
verða í þessum málum, og reynt
verður að samræma þær aðgerðir
sem væntanlegar eru af hálfu
stjórnvalda. Til söfnunarinnar var
stofnað í því skyni að sinna því
sem opinberir sjóðir og stjórnvöld
munu ekki sinna. Hvað varðar
varanlega aðstoð þá munum við
sjá hvað tryggingar bæta og hver
verða viðbrögð stjórnvalda, og
koma svo á móts við fólkið eftir
að það verður ljóst. Þar fyrir utan
er svo auðvitað sú neyðaraðstoð
sem þegar er hafin bæði á vegum
Hjálparstofnun kirkjunnar og
Rauða krossins."
Viðbrögð al-
mennings
ótrúleg