Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 9 FRETTIR D-listinn í Reykja- vík ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við næstu Alþingiskosningar var ákveðinn á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Var tillaga kjörnefndar um skipan framboðslistans sam- þykkt samhljóða á fundinum. Þá var Baldur Guðlaugsson, lögmaður, einróma endurkjörinn formaður Fulltrúaráðsins. Á fundinum flutti Baldur Guð- laugsson skýrslu stjórnar fyrir síðastliðið ár. Sagði hann að starfið hefði einkennst af miklum erli vegna tveggja prófkjara sem haldin voru í janúar og október og borgar- stjórnarkosninga í maí. Síðastliðið ár hefði því verið sannkallað kosn- ingaár fyrir reykvíska sjálfstæðis- menn. Baldur fjallaði nokkuð um ósigur sjálfstæðismanna í borgar- stjórnarkosningunum og sagði að vissulega hefði áfallið verið þungt en ekki þýddi að láta hugfallast heldur þyrfti strax að hefja mark- vissa vinnu til að endurheimta borg- ina í næstu kosningum. Stjórnar- andstaða sjálfstæðismanna í borg- arstjórn þyrfti að vera einbeitt en málefnaleg og í því skyni hefði stjórn fulltrúaráðsins ákveðið að koma á fót sjö málefnahópum um borgarmál og munu þeir hefja störf innan tíðar. Baldur hvatti sem flesta sjálfstæðismenn til að hafa sam- band við skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins og skrá sig í málefnahóp. Baldur fjallaði einnig um starf full- trúaráðsins á næstunni og sagði að þar bæri hæst starf vegna væntan- legra Alþingiskosninga. Hvatti hann sjálfstæðifólk til að láta ekki sitt eftir liggja í starfinu fyrir þær. Björn Bjarnason, alþingismaður, hvatti fulltrúaráðsmenn einnig til dáða fyrir komandi Alþingiskosn- ingar og sagði það afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn ynni þar góðan sigur. Það umrót sem ætti sér nú stað á vinstri væng stjórn- málanna ítrekaði sundurlyndi vinstri flokkanna en vekti jafnframt athygli á einingu og samhug sem ríkti meðal sjálfstæðismanna. Sjálf- stæðisflokkurinn hlyti því að vera skýr valkostur í hugum þeirra kjós- enda sem vildu ekki stefna áunnum stöðugleika og batnandi efnahagi þjóðarinnar í voða. Skipan lista í samræmi við niðurstöður prófkjörs Skipan ellefu efstu sætanna á framboðslistanum er í samræmi við niðurstöður prófkjörs sem fram fór í október síðastliðnum en í heild er listinn skipaður þannig: 1. Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 2. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. 3. Björn Bjarnason, alþingismaður. 4. Geir H. Haarde, alþingismaður. 5. Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. 6. Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður. 7. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. 8. Pétur H. Blöndal, stærðfræðingur. 9. Katrín Fjeldsted, læknir. 10. Markús Órn Antonsson, fyrrv. borgarstjóri. 11. Ari Edwald, aðstoðarmaður ráðherra. 12. Ásta Möller, formaður félags hjúkrunarfræðinga. 13. Kristján Guðmundsson, húsasmiður. 14. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálafræðingur. 15. Helgi Árnason, skólastjóri. 16. Ellen Ingvadóttir, löggiltur skjalaþýðandi. 17. Helgi Steinar Karlsson, form. múrarafélagsins. 18. Þórdís Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri. 19. Kristinn Gylfi Jónsson, svínabóndi. 20. Marta María Ástbjömsdóttir, sálfræðingur. 21. Sigurður Kári Kristjánsson, laganemi. 22. Ingvar Helgason, forstjóri. 23. Dagur Sigurðsson, handknattleiksmaður. 24. Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliði. 25. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur. 26. Helgi Skúlason, leikari. 27. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður. 28. Þorvaldur Þorvaldsson, bifreiðastjóri. 29. Þuríður Pálsdóttir, söngkennari. 30. Guðmundur H. Garðarsson, fyrrv. alþingismaður. 31. Már Jóhannsson, skrifstofustjóri. 32. Vala Thoroddsen, húsmóðir. 33. Ragnheiður Hafstein, húsmóðir. 34. Erna Finnsdóttir, húsmóðir. 35. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður. 36. Auður Auðuns, fyrrv. ráðherra og borgarstjóri. BARNAKOT AUGLYSIR NÝ VERSLUN í BORGARKRINGLUNNI Opnum með frábærar vörur 30-70% afsláttur Dœmi: Leggings Peysur Aður 1.195,- 1.995,- Jogginggallar 2.995,- Skyrtur 1.995,- Nú 695,- 995,- 1.995,- 995,- Barnafataverslunin Barnakot, Borgarkringlunni, sími 881340. Nýtt útbob ríkissjóbs mibvikudaginn 25. janúar ÁRVÍK ÁRMÚL11 ■ REYKJAVlK • SÍMI 687 222 • TELEFAX 687295 ECU-tengd spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1994, 5 ár. Útgáfudagur: 14. október 1994 Lánstími: 5 ár Gjalddagi: 5. nóvember 1999 Grunngengi ECU: Kr. 83,44 Vextir: 8,00% fastir Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Verðbréfa- þingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Verbtryggb spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1994, 5 og 10 ár. Útgáfudagur: 10. febrúar 1994 Lánstími: 5 ár og 10 ár Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 1999 10 ár: 10. apríl 2004 Grunnvísitala: 3340 Vextir: 4,50% fastir Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Verðbréfa- þingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi íslands, sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, gefst einum kostur á að gera tilboð í skírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir aö gera tilboö í ofangreind spariskírteini eru hvattir til að hafa samband við framangreinda abila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteini þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 á morgun, mibvikudaginn 25. janúar. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. - kjarni málsins! LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.