Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 11

Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykjavíkur gerir ráð fyrir 227 millj. til byggingar leikskóla 1,3 milljarð- ar til dag- vistarmála í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar er gert ráð fyrir rúm- um 1,3 milljörðum til dagvistar- mála og er það 2% hækkun miðað við síðastliðið ár. Til bygginga nýrra leikskóla er áætlað að verja 227 milljónum, til kaupa og breyt- inga á húsnæði 80 milljónum, til viðbygginga á eldra húsnæði 61 milljón og til annarra ótilgreindra leikskóla 41 milljón. Til lóðafram- kvæmda við leikskóla er áætlað að verja 41 milljón. Tillögur Sjálf- stæðisflokksins gera ráð fyrir um 1,2 milljarði til reksturs leikskóla og 280 milljónum til byggingar- framkvæmda. Hærri styrkur til einka- rekinna leikskóla Borgargstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun borg- arinnar að ákvörðun hafi verið tek- in um að hækka rekstrarstyrki til einkarekinna leikskóla og verður hann framvegis 12 þús. á mánuði fyrir barn í heilsdagsvistun. Fram- kom að um 500 foreldrar nýttu sér á síðasta ári 6.000 króna greiðslu með hverju barni fyrir að vera heima með börnum sínum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort greiðslurnar verða lagðar niður. 65 leikskóladeildir vantar Fram kom að könnun hafi verið gerð á óskum foreldra barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára um leiksk.ólaþörf og bárust svör frá 30% foreldra með böm á leik- skólum en frá 45% foreldra barna utan leikskóla. Umsóknarblað fyrir heilsdagsvist fylgdi könnunarblað- inu og var öllum foreldrum gefínn kostur á að sækja um fyrir böm sín. Verður áhersla lögð á vist fyr- ir börn á aldrinum 3ja til 5 ára fyrst um sinn en niðurstaða könn- unarinnar benti til að 65 leikskóla- deildir vantaði í Reykjavík til að uppfylla óskir foreldra um leik- skólavist. Talið er að stofnkostnað- ur gæti orðið 1,7 milljarður ef um nýbyggingar yrði að ræða, sagði borgarstjóri. I máli borgarstjóra kom fram að á þessu ári verða framlög til stofnkostnaðar leikskóla meira en tvöfölduð eða úr 223,5 milljónum í 450 milljónir. Reiknað sé með að á kjörtímabilinu öllu verði varið samtals 1,5 til 1,7 milljarði til að fjölga rýmum á leikskólum auk annarra úrræða. Öllum foreldrum verður gefinn kostur á leikskóla- rými en í fyrstu atrennu verður lögð áhersla á að börnum þriggja ára og eldri verði gefinn kostur á heilsdagsvistun og haustið 1996 verður athygli beint að tveggja til þriggja ára börnum, sagði borgar- stjóri. Þrír nýir leikskólar Jafnframt kom fram að hafnar yrðu framkvæmdir við þijá fyög- urra deilda leikskóla, sem rúma 80 börn hver í heilsdagsvistun. Gert væri ráð fyrir að tveir þeirra við Laufrima og Laugarnesskóla yrðu nær fullbúnir á árinu en þriðji skólinn yrði að öllum líkindum full- búinn 1996. Ráðist verður í við- byggingar við Kvistaborg, Brákar- borg, Brekkuborg og Gullborg og hafist handa við byggingu leik- skóla í samvinnu við Félagsstofnun stúdenta. Ætla má að með upp- byggingunni fjölgi heilsdagsrým- um um 350 á árinu. Tillögur Sjálfstæðisflokks í tillögu sjálfstæðismanna í dag- vistarmálum segir að í samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins sýni áætlun þeirra hvernig unnt sé að útrýma biðlistum eftir leikskólum 2ja til 5 ára barna á næstu 2 árum. Gert sé ráð fyrir að á þeim árum bætist við 900 ný leikskólarými fyrir þennan aldurshóp, þar af fjórðungur sem heilsdagsrými. Lagt er til að opnaðar verði 12 deildir og samkvæmt því er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður á árinu yrði um 1,3 milljarðar eða rúmlega 127 þúsund fyrir hvert barn í Reykjavík. Þá er gert ráð fyrir byggingu þriggja fjögurra deilda leikskóla í Grafarvogi, Laugarnesi og í Bú- staðahverfi auk áframhaldandi aukinnar þjónustu við eldri skóla og viðbyggingar við leikskólanna við Brekkuhús í Grafarvogi og Gullborg í Vesturbæ. Skákþing Reykjavíkur Þröstur efstur með 6V2 vinning SJÖUNDA umferð af ell- efu var sunnudaginn 22. janúar sl. og urðu helstu úrslit eftirfar- andi: Þröstur Þórhallsson vann Júlíus Friðjónsson, Arnar E. Gunnarsson vann Magn- ús Pálma Örnólfsson, Páll Agnar Þórarinsson vann Boga Pálsson, Arnar Þorsteinsson vann Braga Þorfinsson, James Burden vann Ögmund Kristinsson, Jón G. Við- arsson vann Halldór Garðarsson, Hörður Garðarsson vann Pétur Gíslason, Jóhann Helgi Sigurðsson vann Jón Viktor Gunnarsson og Kristján Eðvarðsson vann Heimi Ásgeirsson. Staða efstu manna: 1. Þröstur Þórhallsson, 6V2 vinn- ing af 7, 2.-3. Arnar E. Gunnars- son, 6, 2.-3. Páll Agnar Þórarins- son, 6, 4.-6. Júlíus Friðjónsson, 5'/2, 4.-6. Arnar Þorsteinsson, 5‘/2, 4.-6. James Burden, 5lh, 7.-12. Magnús Pálmi Ömólfsson, 5, 7.-12. Bogi Pálsson, 5, 7.-12. Jón G. Viðarsson, 5, 7.-12. Hörður Garðarsson, 5, 7.-12, Jóhann Helgi Sigurðsson, 5, 7.-12. Krist- ján Eðvarsson, 5. Næsta umferð verður tefld mið- vikudaginn 25. janúar nk. kl. 19.30. Þröstur Þórhallsson DALEIÐSLA HÆTTU AÐ REYKJA Á FJÓRUM TÍMUM Á aðeins fjórum tímum losnar þú við alla löngun og vöntun gagnvart reykingum. Fjöldi takmarkast við átta manns á hvert námskeið. NÁÐU STJÓRN Á MATARÆÐINU Á FJÓRUM TÍMUM Með dáleiðslu er miklu auðveldara að ná fullkominni stjórn á mataræðinu. Skjótur og varanlegur árangur. Fjöldi takmarkast við átta manns á hvert námskeið. HVAÐ SEGJA ÞAU UM DALEIÐSLUMEÐFERÐINA? Sölvi Magnússon: Ég reykli tvo og hálfen pakkaádag en 11. september 1991 íörég til Priðriks. Síðanþá hdur ekki hvarflað að mér að reykja. Jónína Gunnarsdóttir: Ég hætti að reykja í janúar 1992 og þakka dáleiðslu hjá Friðriki Páli hversu auðvelt það var fyrir mig að hætta. Guðmundur Sigurgeirsson: Þann 6. janúar 1992 hætti ég að reykja með hjálp dáleiðslu hjá Friðriki Páli. Friörik Páll Ágústsson R.P.H., C.Ht I iann er sérraenntaður í dáleiðslumeðferð og hefur fengið viðurkenningar fyrir störf sín bæði hér á landi og erlendis. Friðrik hefur unnið víða um heim við dáleiðslu. Viöurkenndur af International Medical and Dental Hypnotherapy Association. UPPLÝSINGAR í SÍMA 5870803 Einnig bjóðast einkatfmar í dáleiðslumeðferð við ýmsum kviilum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.