Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLA.ÐIÐ PRÓFKJÖR ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI Metþátttaka í prófkjöri Alþýðuflokks á Reykjanesi Rannveig hlaut rúm 52% í efsta sæti 1. 2. 1.-2. 3. 3.-4. 4. alls % sæti % alls af rildum atkv. Rannveiv Guðmundsdóttir 4535 1731 6266 693 6959 568 7527 52,02 86.34 Guðmundur Árni Stefánsson 3701 97R 4679 638 5317 610 5927 42,45 67.99 Petrína Baldursdóttir 233 2707 2940 2143 5083 1438 6521 2,67 74.80 Hrafnkell Óskarsson 171 1475 1646 1704 3350 1696 5046 1,96 57.88 Elín Harðardóttir 30 536 566 1521 2087 1746 3833 0,34 43.97 Gissur Gottskálksson 26 785 811 1143 1954 1300 3254 0,29 37.32 Garðar Smári Gunnarsson 21 505 526 880 1406 1358 2764 0,24 31,70 Alls kusu 8791. Gild atkvæði voru 8717, auðir og ógildir voru 74. Rannveig Guðmundsdóttir Gefur mér sterkt vægi í for- ystusveitinni RANNVEIG Guðmundsdóttir, fé- lagsmálaráðherra, hlaut rúm 52% atkvæða og bindandi kosningu í 1. sæti framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi við komandi alþingiskosningar í prófkjöri sem haldið var um helgina. Guðmundur Ámi Stefánsson, varaformaður flokksins og alþingismaður, varð í öðru sæti og hlaut 834 atkvæðum færra en Rannveig í 1. sætið, sem hann sóttist einnig eftir. Fjórir efstu menn hlutu bindandi kosningu í prófkjörinu, sem 8.791 kjósandi tók þátt í en um 3.500 kusu í prófkjöri flokksins fyrir alþingiskosningarnar 1987. í þriðja sæti í prófkjörinu varð Petrína Baldursdóttir, alþingismað- ur og Hrafnkell Óskarsson, læknir í Keflavík hlaut fjórða sæti. Rannveig Guðmundsdóttir hlaut 4.535 atkvæði í 1. sæti og 7.527 atkvæði alls, sem er 86,34% af gild- um atkvæðum. Guðmundur Arni hlaut 3.701 atkvæði í fyrsta sæti, 42,45%, og 5.927 atkvæði alls, sem er 67,99% gildra atkvæða. Petrína Baldursdóttir hlaut alls 6.521 at- kvæði, eða 74,80% og þar af 5.083 atkvæði í 1.-3. sæti. Hrafnkell Ósk- arsson hlaut alls 5.046 atkvæði eða 57,88% greiddra atkvæða. Sjö tóku þátt í prófkjörinu. í fimmta sæti varð Elín Harðardóttir, sem hlaut 3.833 atkvæði, sjötti varð Gissur Gottskálksson, með 3.254 atkvæði og í sjöunda sæti varð Garðar Smári Gunnarsson, sem hlaut 2.764 atkvæði. Fjögur efstu hlutu bindandi kosn- ingu en til þess þurfti frambjóðandi að hljóta 25% þess atkvæðamagns sem Alþýðuflokkurinn í kjördæminu hlaut í síðustu kosningum, að sögn Sigþórs Jóhannessonar, formanns kjörstjórnar. Við kosningarnar 1991 hlaut Alþýðuflokkurinn 9.025 atkvæði í Reykjaneskjördæmi. Því þurfti 2.257 atkvæði í hvert sæti til að kosningin teldist bindandi. Allir sjö frambjóðendurnir voru vel yfir því marki en aðeins kosninga fjögurra efstu telst bindandi en kjósendur áttu að velja fjóra frambjóðendur og raða þeim í sæti. Þátttakan nálgast kjörfylgi síðast Eins og fyrr sagði tóku 8791 kjósendur þátt í prófkjörinu og nálgast þátttakan því kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum. Rétt til þátttöku höfðu allir stuðnings- menn Alþýðuflokksins í kjördæm- inu sem öðlast kosningarétt fyrir 18. apríl og einnig flokksbundnir ungir jafnaðarmenn sem náð hafa 16 ára aldri. Metþátttaka í Kópavogi í Hafnarfirði voru kjósendur 2.824, 2.479 Kópavogsbúar tóku þátt og er það mun meira en dæmi eru um í fyrri prófkjörum flokks- ins, en innan við 1.000 Kópavogsbú- ar tóku þátt í prófkjöri vegna bæjar- stjómarkosninganna í vor. 1.248 Keflvíkingar greiddu atkvæði í prófkjörinu, 751 Grindvíkingur tók þátt, 538 Garðbæingar, 424 íbúar Njarðvíkur, 167 greiddu atkvæði í Sandgerði, 147 á Seltjamarnesi, 140 í Mosfellsbæ og 73 i Vogum. „ÉG er afar ánægð með þennan kosningasigur og það að skipa efsta sætið í Reykjanes áfram. Það að hafa fengið til þess svona afgerandi stuðning mun gefa mér mjög sterkt vægi í forystusveit flokksins," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, sigur- vegari prófkjörs Alþýðuflokksins á Reykjanesi. „Þetta er sterkur listi og við vor- um staðráðin í því að prófkjörið og prófkjörsbaráttan yrði upphafið að kosningabaráttu okkar og Reykja- nes hefur stóru hlutverki að gegna í Alþýðuflokknum. Við munum frá og með þessari helgi stefna á mikla sókn og ég er sannfærð um að þessi mikla þátttaka í prófkjörinu er vís- bending um að Alþýðuflokknum mun takast að koma til skila hvað hann hefur verið að fást við og fyrir hvað hann stendur,“ sagði Rannveig. Guðmundur Árni á framtíð fyrir sér „Þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn hafi legið lágt í skoðanakönnunum hefur staðan í Reykjaneskjördæmi verið mjög góð. Ég er sannfærð um að við erum þar í sókn og er staðráð- in í að hafa þar mjög sterk áhrif og mikil ítök hvernig mál verað lögð fram.“ Spurð um hvort hún teldi að í próflcjörinú hefðu kjósendur fellt dóm sinn yfír Guðmunda Áma Stef- ánssyni um þau mál sem hann hef- ur tengst og snerta Hafnarfjarð- arbæ og aðdraganda afsagnar hans úr ráðherraembætti sagði Rannveig að það væri erfitt fyrir stjórnmála- mann að vera með umdeild mál í farteskinu þegar þeir gengju til kosninga, ekki síst í prófkjöri þegar menn legðu sjálfa sig undir. „Engu að síður tel ég en Guð- mundur Árni hafi skilgreint mjög vel sín mál. Hann hefur gert það sem hefur ekki verið áður gert þeg- ar hann sagði af sér vegna þeirrar gagnrýni sem hann fékk. Mér hefur fundist að hann hafi hafi rétt sig vel af eftir þau áföll sem hann varð fyrir. Ég held að hann eigi mikla framtíð fyrir sér í íslenskum stjórn- málum og er sannfærð um að okk- ar listi er sigurstranglegur eins og hann kemur út úr þessu prófkjöri." Aðspurð um skýringar á meiri kosningaþátttöku í Kópavogi en dæmi væru um sagði Rannvegi að frá 1978 og þar til hún tók sæti á þingi fyrir 6 árum hefði enginn Kópavogsbúi setið á Alþingi. Þótt hún teldi ekki að hún sjálf hefði fengið öll atkvæði í 1. sæti þar í bæ og Guðmundur Árni öll atkvæði Hafnfirðinga þá teldi hún að í kjöl- far umræðu í fréttum um að Kópa- vogur væri slakur prófkjörsbær hefði eitthvað gerst í bænum enda hefðu bæjarbúar talið þýðingamikið að eiga fulltrúa á þingi og ljóst virt- ist að Rannveig væri eini Kópavogs- búinn sem ætti möguleika á þing- sæti í næstu kosningum. „Ég túlka það sem viðurkenningu Kópa- vogsbúa á því að þeim þyki góður kostur að Rannveig Guðmundsdótt- ur verði áfram á Alþingi," sagði hún. Guðmundur Árni Stefánsson Hrein vakning jafnaðar- manna í Kópavogi Petrína Baldursdóttir Mjög sátt við út- komuna ÉG sóttist eftir 2.-3. sæti og taldi mig eiga raunhæfar vonir um að ná þriðja sætinu og ég er mjög sátt við þá útkomu sem ég fékk,“ sagði Petrína Bald- ursdóttir, alþingismaður, sem varð í 3. sæti í prófkjöri Al- þýðuflokksins á Reykjanesi. „Þátttaka í prófkjörinu var gífurlega góð og er mikill styrkur fyrir flokkinn," sagði Petrína, sem sagðist mjög sátt við listann eins og hann liti út eftir prófkjörið og teldi hann mjög sigurstranglegan. Petrína sagðist fyrst og fremst þakka mikilli vinnu stuðningsmanna sinna það hve góða útkomu hún hefði fengið í prófkjörinu. „Ég hef líka talið að mín staða innan flokksins væri þannig að ég gæti vænst þess að flokksfélagar mínir vildu sjá mig ofarlega á Iista,“ sagði Petrína Baldursdóttir. „AUÐVITAÐ eru það ákveðin von- brigði að ég skuli ekki hafa náð því markmiði sem ég miðaði að'en á hinn bóginn undirstrikar þessi árangur minn styrk minn og Al- þýðuflokksins í kjördæminu,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson, eftir að fyrir lá að hann hafði hlotið 2. sætið í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi en ekki 1. sæt- ið sem hann sóttist eftir. „Það vek- ur auðvitað sérstaka athygli að það hefur orðið feykileg uppsveifla hjá Alþýðuflokknum í Kópavogi og ef litið er til þátttöku þar sýnist mér að Alþýðuflokkurinn hljóti að skila ekki aðeins þremur heldur fjórum þingmönnum í kosningunum í apríl.“ „Umfram allt þá er þátttaka í kjördæminu öllu mikil og góð. Hér í Hafnarfirði var hún hefðbundin og í samræmi við það sem verið hefur áður enda er hér traustasta fylgi í kjördæminu og landinu öllu. í Kópavogi vekur það hins vegar athygli og ánægju hvílík upp- sveifla þar virðist vera hjá Alþýðu- flokknum," sagði Guðmundur Árni. Aðspurður hveija hann teldi skýringuna á að hann hefði ekki náð því markmiði að hreppa fyrsta sætið sagði Guðmundur Ámi. „Það gefur augaleið að þessi nýja vakn- ing jafnaðarmanna í Kópavogi er skýringin á því að ég verð undir í baráttu við Rannveigu Guðmunds- dóttur. Þar hefur orðið hrein og klár vakning. Að öðru leyti er ég ánægður með með minn hlut eftir alla þá orra- hríð sem hefur gengið gegn mér á hinu pólitíska sviði á umliðnum mánuðum og ekki síst í [Morgun- blaðinu] undanfarna daga gagn- vart Hafnarfjarðarmálum. Þar hef- ur ekki gengið á öðru en að níða niður Hafnarfjörð og Hafnarfjarð- arkrata fyrst og síðast. Tilgangur- inn hefur oft helgað meðalið í því efni og Morgunblaðið brugðið sér í.sitt gamla líki,“ sagði Guðmundur Árni. Um það hvort hann liti á niður- stöðuna sem dóm kjósenda í þeim málum sem upp hafa komið í kring- um sveitarstjórnarmál í Hafnarfirði og aðdraganda afsagnar sinnar úr ráðherraembætti sagði Guðmundur Árni: „Dómur kjósenda er skýlaus. Kjósendur undirstrika þúsundum saman að ég eigi að leiða þennan lista þrátt fyrir linnulausan áróður fjölmiðla. 3.700 atkvæði er tvöfalt það fylgi sem oddviti Sjálfstæðis- flokksins fékk í þessu kjördæmi. Það er ljóst að þeir sem styðja mig gera það heils hugar og augljóst að menn taka svarthvíta afstöðu til stjómmálamannsins Guðmundar Árna þannig að mitt fylgi er traust.“ Guðmundur Árni sagðist telja það gefa augaleið að eins og kosn- ingareglur væru ætti 2. sæti Al- þýðuflokks á Reykjanesi að vera öruggt þingsæti. Líst vel á listann „MÉR líst mjög vel á þann lista sem kemur út úr prófkjörinu. Ég skal ekki leggja mat á sjálfan mig en ég held að þetta sé mjög sterkt og líst vel á baráttuna framund- an,“ sgaði Hrafnkell Óskarsson, Iæknir í Keflavík, sem hlaut 4. sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi. „Ég er mjög ánægður með mína útkomu, sem er betri en menn þorðu að vona. Ég sóttist eftir 3. sætinu og ég held að flestum hafi þótt nógu frekt af mér sem nýliða að vilja komast í 4. sætið á eftir þingmönnunum. Ég kom seint inn í þetta; bæði er ég nýliði í starfinu og kom ekki inn í þennan slag fyrr en í desember. Umfjöllunin um þessar kosningar er nær engin af ýmsum ástæðum auk þess sem við samþykktum að halda kostnaði og auglýsingaflaumi niðri sem gerir þeim sem ekki eru þekktir að þing- mennsku eða öðru erfitt fyrir. Eg átti mjög gott fylgi á Suðurnesjum og held að ég hafi verið í 2. eða 3. sæti á flestum atkvæðaseðlum þaðan,“ sagði Hrafnkell Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.