Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 14

Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SH tryggir 80 störf hald ist viðskiptin við ÚA SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna, SH er tilbú- in til að tryggja samtals 80 störf á Akureyri verði viðskipti með afurðir Útgerðarfélags Akur- eyringa ekki flutt frá SH auk þess sem í athug- un er að flytja enn fleiri störf til Akureyrar. Um er að ræða sérstaka stofnun SH á Akur- eyri með 31 starf, stofnun fyrirtækis um um- búðavinnslu með 38 störf, 10 störf í flutningam- iðstöð Eimskips og 1 starf með stofnun prófess- orsembættis við Háskólann á Akureyri. Fulltrúar í stjórn SH kynntu tilboð sitt til eflingar atvinnu- lífs á Akureyri á fundi í gær með viðræðuhópi Akureyrarbæjar sem skipaður var til að ræða við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á kaupum á 53% hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa. Jón Ingvarsson formaður stjómar SH sagði að loknum fundinum í gær að tilboðið væri ijór- þætt, að SH flytji umtalsverðan hluta starfsem- in sinnar til Akureyrar, að SH beiti sér fyrir því að efla atvinnustarfsemi í bænum með ýmsum hætti, að SH stuðli að bættri aðstöðu til að gera Akureyri að miðstöð flutninga til og frá landinu með því að þar verði mikilvæg inn- og útflutningshöfn og að lokum að taka þátt í að efla Háskólann á Akureyri. Heilsársstörf hjá SH eru að jafnaði milli 80 og 90 talsins og er i tilboð SH til Akureyrarbæj- ar gert ráð fyrir að þriðjungur þeirra eða um 30 störf verði unnin á Akureyri. Þetta eru störf á sviði markaðsmála, afskipunar, skjalagerðar, flutningamála, innkaupadeildar, skoðunarstofu, vörulagers auk vöruþróunar og rannsókna. Þá myndi hluti yfirstjómar SH verða á Akureyri. Verði gengið að tilboði SH mun Umbúðamið- stöðin stofna til atvinnurekstrar á Akureyri, um yrði að ræða alls 38 störf í þremur deildum með samtals veltu upp á 435 milljónir á ári. Meirihluti í Slippstöðinni Jöklar hf. dótturfyrirtæki SH, raf- eindafyrirtækið DNG í Glæsibæjarhreppi og Málning hf. í Reykjavík hafa tryggt sér kaup á meirihluta hlutabréfa í Slippstöðinni og líta SH-menn á kaupin sem mikilvægan þátt í að bregðast við beiðni Akureyringa um aukin umsvif í bænum. Aukin verkefni vegna viðkomu millilandaskipa em einnig nefnd í tilboði SH, en slíkt skapi möguleika á aukinni viðhaldsþjónustu og gámaviðgerðum. Þá er nefnt að útflutningsmagn frá Akureyri gæti tvöfaldast í kjölfar þess að beinar viðkomur millilandaskipa Eimskips aukist, en gert er ráð fyrir í tillögunum að á vegum Eimskips yrðu til 10 ný störf á Akureyri. Prófessorstaða við Háskólann á Akureyri Þá býður SH Háskólanum á Akureyri að setja á stofn og kosta eina prófessorsstöðu t.d. í markaðsfræðum sjávarafurða. Þá er SH reiðubúin til að standa fyrir forkönnun á því með hvað hætti Háskólinn gæti orðið alþjóðlegur sj ávarútvegsskóli. Auk þess er unnið að athugun þess Jöklar hf. hvort fýsilegt sé að Jöklar hf. flytir starfsemi sína til Akureyrar en þar starfa að jafnaði 27 manns og þá hefur SH beitt sér fýrir samstarfi íslenskra ígulkera í Njarðvíkum og Hafsólar á Svalbarðseyri sem felur í sér aukna vinnslu ígulkera við Eyjafjörð. Tillögur SH til eflingar atvinnulífs á Akureyri eru byggðar á þeirri forsendu að SH og ÚA fái áfram að starfa saman að útflutnings- og markaðsstarfsemi ÚA. „Við kynntum okkar tilboð og fengum ágætar viðtökur,“ sagði Jón Ingvarsson.„Eg er bjartsýnn á að, það sem við bjóðum upp á dugi til að viðskipti okkar við ÚA haldist óbreytt." Brýnt er að taka upp kvöldþjónustu fyrir aldraða BÆJARRAÐ Akureyrar gerir ekki athugasemd við að félags- málaráð taki upp kvöldþjónustu rúmist kostnaður innan ramma fj árhagsáætlun- ar ársins. í fjáv- hagsáætlun fyrir árið 1995 er tek- in inn ný fjárveit- ing upp á 1,5 milljónir króna til að auka heima- þjónustu en eftir- spurn jókst mjög eftir heimaþjón- ustu á Iiðnu ári. Heilsugæslustöð- in á Akureyri hætti í desember síðastliðnum að veita heimahjúkr- un að kvöldlagi en nú liggja fyrir beiðnir frá heilsugæslulæknum um kvöldþjónustu fyrir nokkra aldraða einstaklinga. „Félagsmálaráð telur ákaf- Flotkví austan við skemmu Slippstöðvarinnar- Odda AÐ áliti þýsks prófessors er möguleiki á að koma flotkví þeirri sem Akureyrarhöfn hefur keypt frá Litháen fyrir austan við stóru skemmu Slippstöðvar- innar-Odda. Gangi sú hugmynd upp þarf ekki að byggja grjót- garð eins og fyrirhugað hafði verið og lækkar það mjög kostn- að við aðstöðuna sem skapa þarf fyrir flotkvína. Á vegum Lloyd’s í Þýskalandi er nú unnið að útreikningum sem nauðsyn- legir eru til að taka ákvörðun um staðsetningu kvíarinnar og er gert ráð fyrir að endanlegrar niðurstöðu í málinu megi vænta eftir um hálfan mánuð að sögn formanns hafnarstjórnar. lega brýnt og hagkvæmt að nú verði tekin upp kvöldþjónusta innan ramma heimaþjón- ustunnar. Ráðið óttast að verði þessari viðbót- arfjárveitingu varið til að hefja kvöldþjónustu muni fjárveiting dagþjónustunn- ar vart endast út árið. Hér er því mikill vandi á höndum," segir í bókun fundar fé- lagsmálaráðs en þar er málinu vísað til bæjar- ráðs og óskað hollra ráða þess, m.a. um það hversu með skuli fara ef allt veltur á verri veg og fé til heimaþjónustu þverr fyrir áramót vegna tilkomu kvöldþjónustunnar. Kínverjar óska eftir samvinnu við hafnargerð í Kína FULLTRÚAR vinabæjar Akur- eyrar í Kína, Cangzhou í Hebei fylki, hafa ritað Akureyrarhöfn bréf þar sem gerð er grein fyr- ir fyrirhuguðum framkvæmd- um við höfn þar í borg og spurst fyrir um áhuga Akureyrarhafn- ar á samvinnu á sviði tækni og eða fjármála. Einar Sveinn Ólafsson fo- maður hafnarstjórnar sagði að Akureyrarhöfn ekki eiga mögu- leika á að leggja fram fé til hafnargerðar í Kína en væntan- lega yrði í svarbréfi bent á ágætar verkfræðistofur í bæn- um varðandi samvinnu á tækni- sviðinu. Innbrot í Myndbanda- höllina BROTIST var inn í Mynd- bandahöllina og skyndibita- staðinn Jón Sprett um helgina en innbrotið var tilkynnt til lögreglu á sunnudagsmorgun. Þeir sem voru þar að verki brutu upp rúðu til að komast inn. Stolið var skiptimynt, vindl- ingum, myndböndum og sæl- gæti. Málið er í rannsókn. Lögregla var tvívegis kölluð á vettvang vegna vatnsleka um helgina, fyrst í íbúðarhús við Eiðsvallagötu en síðan í Bókabúðina Eddu við Hafnar- stræti 100, en þar hafði snjór á svölum bráðnað með þessum afleiðingum. Samkvæmt upp- lýsingum varðstjóra lögregl- unnar varð ekki stórvægilegt tjón af völdum vatnslekanna. Harður árekstur varð á Ak- ureyri í gærdag á mótum Hrafnagilsstrætis og Mýrar- vegar. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir stórskemmdust og voru fluttir á brott með kranabíl. Morgunblaðið/Hermína DALVÍKIN G AR hafa eignast nýjan snjótroðara, en uppbygging skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli hefur verið ört vaxandi síðustu ár. Nýr snjótroðari tekinn í notkun Dalvík. - Á Dögunum tók Skíð- afélag Dalvíkur í notkun nýjan snjótroðara í Böggvisstaðafjalli. Troðarinn er nýlegur og lítið notaður og er keyptur frá ítölsku verksmiðjunum Leitner, en hann er sömu gerðar og eldri troðari skíðafélagsins. Upphaflega var hann keyptur til Japans þar sem hann hafði aðeins verið I notkun í um 300 klukkustundir en hing- að komin kostar hann 7,650 millj- ónir með virðisaukaskatti. Dalvíkurbær fjármagnar kaupin ásamt Skíðafélagi Dalvík- ur með því að leggja fram 2 milljónir króna, skíðafélagið tek- ur síðan lán fyrir afganginum sem Dalvíkurbær gekkst í ábyrgð fyrir. Mikíl uppbygging síðustu ár Uppbygging Skíðafélagsins í Böggvisstaðafjalli hefur farið ört vaxandi síðustu ár. Þar eru nú tvær lyftur, alls um 1.200 metra langar, sem bjóða upp á mikla möguleika til skíðaiðkunar í fjall- inu. Þá hafa Dalvíkingar tekið að sér æ fleiri skíðamót á síðustu árum og m.a. haldið alþjóðlegt skíðamót. Nýleg þjónustumiðstöð hefur breytt allri aðstöðu skíða- fólks á staðnum og ekki síst þeirra sem starfa í fjallinu. Þar er boðið upp á gistingu og fæði eftir því sem óskað er og léttar veitingar þegar skíðasvæðið er opið. Aukin aðsókn heimamanna og aðkomufólks síðustu ár kallar á auknar kröfur til skíðasvæðisins en eftir tilkomu nýrrar sundlaug- ar rétt neðan skíðasvæðisins hafa þessi íþróttamannvirki tengst saman með skemmtilegum hætti, en gott gönguskíðasvæði er í hólunum á milli sundlaugarinnar og skíðalyftnanna. Sjálfboðavinna Skiðasvæðið fer óðum stækk- andi og umsvifin aukast en eftir sem áður fer þar fram mikil sjálf- boðavinna sem léttir mjög rekst- ur slíks svæðis og gerir það að verkum að reksturinn hvílir ekki eins þungt á bæjarfélaginu og ætla mætti. Guðbjartur Ellert fram- kvæmdastjóri Glits GUÐBJARTUR Ellert Jónsson viðskiptafræðingur á Akureyri hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóiá keramikfyrirtæk- isins Glits í Ólafsfirði. Fyrirtækið var keypt úr Reykjavík síðla á liðnu ári og hefst starfsemi þess í Ólafsfirði eftir nokkrar vikur, en fram- kvæmdastjórinn hefur þegar tekið til starfa. Guðbjartur Ellert starfaði að markaðs- og sölustörfum hjá Gúmmívinnslunni á Akureyri og þá var hann við svipuð störf hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri áður. Eiginkona hans er Anna Lára Finnsdóttir og eiga þau tvö börn. Kyrrðarstund KYRRÐARSTUND verður í Glerárkirkju í hádeginu á morg- un, miðvikudaginn 25. janúar frá kl. 12.00 til 13.00. Orgelleik- ur, helgistund, altarissakra- menti og fyrirbænir. Léttur málsverður að stundinni lokinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.