Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 15
I
I
Tólf snjóflóð hafa fallið
í Gilsfirði síðustu daga
Miðhúsum - Vegurinn frá Múla að
Gilsfjarðarbrekku er hættusvæðj
hvað varðar snjóflóð og hálku. í
þessu veðri sem nú hefur geisað
hafa fallið 12 snjóflóð í Gilsfirði.
Mest er vitað um 13 flóð.
Gilsíjörður er nú lokaður vegna
snjóflóðahættu. 17 þ.m. féll snjóflóð
yfir útihús á bænum Grund á
Reykjanesi og þar fórst bóndinn
Ólafur Sveinsson og sonur hans
Unnsteinn Hjálmar liggur á gjör-
gæslu í Reykjavík. Snjóflóðið tók
hlöðu, fjós og ijárhús og drápust
um 200 fjár, en um 50 ær eru nú
á lífi. Aflífa þurfti margar slasaðar
kindur. Allir nautgripir drápust en
þar munu hafa verið um 20 kýr og
kelfdar kvígur. Hins vegar björguð-
ust 6 kálfar. Tveir hestar drápust,
öll verkfæri eru meira og minna
skemmd og öll hænsni og endur
drápust.
Snjóflóðið var um 3 metrar á
þykkt og um 250 m breitt. Hlíðin
fyrir ofan Grund er um 306 metra
há og allbrött.
Hátt í þrjátíu manns unnu að
Grund við afar erfiðar aðstæður því
ekki var stætt í verstu hryðjunum.
Þijá bæi varð að rýma aðfaranótt
sunnudags vegna ótta við snjóflóð.
Snjóflóð féll milli Skerðingsstaða
og Miðjaness og tók þijá rafmagns-
staura svo að rafmagnslaust varð
á bæjum utan Reykhóla. Snjóflóð
féll einnig á sumarbústað á Miðja-
nesi og eyðilagði hann. Rafmagns-
laust var í Gufudalssveit í nær viku
en er nú komið á. Hins vegar hefur
starfsmönnum Orkubúsins tekist
vel að sinna viðgerðum í nær óstæð-
um hríðarveðrum.
Helmingur fjárhúsanna á Höllu-
stöðum fauk en þau voru fjárlaus.
Þak og viðir fuku í Bæ í Króksfírði
en hægt var að koma fénu í hús á
næsta bæ. Rúður brotnuðu í íbúðar-
Endurbótum
á sjúkrahús-
inu lokið
Iívammstangi - Gagngerar endur-
bætur hafa verið gerðar á Sjúkra-
húsi Hvammstanga, sem varð 75
ára á liðnu ári. Þessum tímamótum
var fagnað með hátíðarsamkomu
7. janúar. Húsið var opið almenn-
ingi til sýnis sunnudaginn 8. jan-
úar.
Heimir Ágústsson, formaður
bygginganefndar, lýsti fram-
kvæmdum sem hann sagði hafa
kostað um 55 milljónir króna. Hlut-
ur ríksins var um 44 milljónir en
heimamanna um 11 milljónir. Þá
skýrði Heimir frá nýrri fram-
kvæmd við stofnunina, sem er 822
fm nýbygging á tveim hæðum.
Verkið er hafið og á að ljúka í
október 1997, frágengnu að utan
og 1. hæð fullbúin. Þessi fram-
kvæmd mun kosta 64,6 milljónir
króna.
Sjúkrahúsinu bárust margar
góðar gjafir og árnaðaróskir á
þessum tímamótum og sóknar-
grestar sýslunnar, sr. Guðni Þór
Ólafsson og sr. Kristján Björnsson,
blessuðu framkvæmdir og starf-
semi hússins. Fulltrúar heilbrigðis-
málaráðuneytis og landlæknis voru
viðstaddir og fluttu kveðjur, einnig
þingmenn, sveitarstjórnarmenn og
fleiri.
Að athöfn lokinni nutu gestir
veglegra kaffiveitinga og var boðið
að skoða húsið. Þar mátti m.a. sjá
ýmis lækningatæki frá fyrri árum
sjúkrahússins, en þessi búnaður
verður í framtíðinni í sýningar-
skápum í húsakynnunum.
húsi á Mávatúni en bóndinn tók
hurðir af fataskápum og hillur úr
stofuskápum og negldi fyrir.
Samgöngur lamaðar
Eins og gefur að skilja lamast
allar samgöngur og er innansveitar
varla hægt að komast á mili bæja
nema gangandi. Rúta Vestfjarða-
leiðar er búin að vera hér veður-
teppt á aðra viku. Læknislaust er
á Reykhólum og það tók hjúkrunar-
konuna okkar um 18 klst. að kom-
ast í Reykhóla frá sínum heimabæ,
Garpsdal í Geiradal. Allir vita sem
hana þekkja að hún dregur hvergi
af sér. Hins vegar var Kristín Ingi-
björg Tómasdóttir forstöðukona
Barmahlíðar þarna og hjálpaði þeim
sem hjálp þurftu.
Núna er Karlsey, skip Þörunga-
verksmiðjunnar, í förum milli Reyk-
hóla, Skarðsstöðvar og flutt eru
farþegar, mjólk, matvæli og tæki.
Veginum um Fellsströnd í Dala-
sýslu er haldið opnum.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Kosningar undirbúnar
ALLIR frambjóðendur D-listans á Vesturlandi hittust 7. janúar sl.
í Stykkishólmi og skipulögðu kosningabaráttuna. Þeir heimsóttu
fyrirtæki og stofnanir í Hólminum og fóru m.a. og skoðuðu St.
Fransiskusspítalann og tóku systurnar á móti þeim og kynntu
starfsemina sem þar fer fram. Var myndin tekin við það tældfæri.
Árangur af samstarfí Hjartaverndar, Krabbameinsfélagsins, Manneldísráðs og Vöku-Helgafells:
F.I5E/ (S'LAiNí'D { iVi', [ i: l\
- OG ALUR HOLLHU
Matreiðslubókin Af bestu lyst hefur algjöra sérstöðu meðal matreiðslubóka á
íslenskum markaði. Hér er afsönnuð sú kenning að það sem er hollt sé lítt spennandi!
Aðgengílegar leiðbeíníngar
um matreiðsluna, stig af stigi.
Fallegar litmyndir af
öllum réttum.
Upplýsingar um hitaeininga-
fjölda og magn mettaðrar og
ómettaðrar fitu fylgja hverrí
uppskrift.
Uppskriftir að hollum og Ijíffengum rétbim
Bfi E
Bókía tr gefta úl í samriMU rið Hjartarerai,
Krabbamáasféíagíð og Maaadinráð.
VAKÁ-HELGAFELL ""
Með matreiðslubókina
AF BESTU LYST við höndina
geturðu búið til girnilega,
holla og góða rétti sem
allir á heimilinu munu
kunna að meta!
Stórglæsileg matreiðslubók á gjafverði
- aðeins 1.680 krónur!
VAK4-HELGAFELL
Síðumúla 6, 108 Rcykjavík