Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 23
Greinagott
og fróðlegl
BÓKMENNTIR
Pcrsónusaga
JÓN SIGURÐSSON
FORSETI
Ævisaga í hnotskurn. Hallgrímur
Sveinsson tók saman. 48 bls. Útg.
Vestfirska forlagið. Prentun: ísprent
hf. ísafirði. Verð kr. 1.490.
HALLGRÍMUR Sveinsson er
kennari. Hann er líka bóndi á Hrafns-
eyri. Bók hans ber svipmót hvors
tveggja. Fyrst horfir hann af heima-
hlaði; stiklar á stóru í sögu byggðar-
lagsins frá landnámi til foreldra Jóns
Sigurðssonar, en þeim tileinkar hann
bók sína. Þar næst segir hann frá
uppruna forsetans, æskuheimili,
námi og öðrum undirbúningi hahs
undir lífið.
Höfundur tekur fram í inngangi
að hann byggi á rannsóknum ann-
arra; ný sannindi komi ekki fram í
ritinu, það sé ætlað fólki á öllum
aldri sem vilji fræðast um forsetann
en leggi ekki í að fara í gegnum
þyngri rit. En þar sem höfundur er
einnig kennari verður að teljast eðli-
legt að rit hans skuli saman sett að
hætti kennslubóka. Kaflar eru stuttir
og efni hvers um sig greinilega af-
markað, textinn vafningalaus og
gagnorður og aðalatriði víða dregin
saman undir fyrirsögninni til áherslu.
Myndefni er f|'ölbreytt, myndatextar
ljósir og skýrir og hönnunin vekur
athygli til jafns við lesmálið. Þá eru
til hliðar við megintextann birtar
Jón Hallgrímur
Sigurðsson Sveinsson
smágreinar um menn og málefni sem
með einum eða öðrum hætti tengjast
sögu forsetans. Getið er fræðistarfa
hans. Og stjórnmálabarátta hans er
að sjálfsögðu rakin. Eigi að síður er
hér á ferðinni persónusaga fyrst og
fremst. Minnt er á hvernig landar í
Höfn tóku snemma að líta á forset-
ann og konu hans sem opinberar
persónur og heimili þeirra sem sam-
komustað. Því þótti sjáifsagt að
koma óboðinn á heimili þeirra og
þiggja veitingar þegar þau höfðu
opið hús fyrir íslendinga, auk þess
sem Jón Sigurðsson varð að sinna
endalausu kvabbi að heiman. Ekki
tengdist það þingmennsku hans
nema óbeint. En varla hefur það
spillt fyrir honum þegar til kosninga
dró. Telur höfundur að Jón Sigurðs-
son hafi verið fyrstur íslenskra
stjórnmálamanna sem kenna megi
við fyrirgreiðslu, og kann það að
vera rétt.
Hverju íslendingar launuðu svo
fyrirgreiðsluna? Það gat verið duttl-
ungum háð. Treglega gekk t.d. að
safna fé handa forsetanum þegar
LISTIR
reynt var. Á sama tíma töldu blá-
snauðir Frónbúar sig hafa ráð á að
leggja fram álitlegar fjárhæðir til
kristniboðs í Kína og til að reisa
standmynd af Lúther í Þýskalandi!
En forsetinn horfði framhjá smá-
munum. Markmið hans voru stór.
Landar hans litu líka til hans sem
leiðtoga þótt þeir væru honum ekki
alltaf sammála.
Mikið hefur verið skrifað um Jón
forseta, þar með taldar nokkrar
bækur. Hefur höfundur notast við
þær flestar ef ekki allar. Margt hvað
tekur hann orðrétt eftir öðrum. Sam-
antekt hans er þó hvergi handahófs-
kennd. Þvert á móti er auðséð að
fylgt er tiltekinni línu. Hrafnseyrar-
bóndinn hyggst ekki breyta þeirri
mynd sem þjóðin hefur gert sér af
Jóni Sigurðssyni. Þau mörgu brot
sem hann hefur viðað að sér raðast
því vel saman. Og kennarinn minnir
á sig með því að leggja fyrir lesend-
ur próf sem fylgir á sérstöku blaði.
Þarna er ekki mikið um varnagla
og fyrirvara en jafnlítið um óþarfar
fullyrðingar. Þó má segja að höfund-
ur fullyrði of mikið þegar hann segir
(hann er þá að skýra frá utanför
Jóns til háskólanáms í Kaupmanna-
höfn); «... heita mátti að allir íslensk-
ir námsmenn leituðu þangað til náms
eftir stúdentspróf, um langan aldur.«
Rétt er að sönnu að þeir sem á ann-
að borð sigldu til háskólanáms héldu
langflestir til Hafnar. En hinir voru
líka margir sem hvergi fóru þar eð
próf frá latínuskóla veitti rétt til
prestsembættis allar götur þangað
til Prestaskólinn var stofnaður 1847.
Margir lifðu og dóu í prestskap án
þess að komast nokkru sinni út fyrir
landsteinana.
Bók þessi kemur ekki í stað eldri
rita. Gildi hennar er eigi að síður
ótvírætt þar sem hún er öðruvísi og
skírskotar til annars konar lesenda.
Alltént má ætla að hún komi að ti-
lætluðum notum í bókasöfnum
grunnskólanna.
Erlendur Jónsson
Guði einum
TÓNLIST
Digrancskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Ragnar Bjömsson flytur Litlu orgel-
bókina eftir J.S. Bach á orgel Björg-
vins Tómassonarí Digraneskirkju.
Sunnudagur 22. janúar 1995.
DAS Orgelbúchlein telst í heild
til stærri orgelverka meistarans en
á titilsíðu-greinir Bach frá því mark-
miði að bókin eigi að vera organist-
um kennslubók í ýmsum aðferðum
á útsetningum sálmalaga og einnig
til þjálfunar á pedaltækni. Ýmsar
útgáfur eru til og ber þá ekki sam-
an hversu mörg kóralforspilin eru,
eða allt að 56. Ragnar lék 44 sálm-
forleiki og svo sem venja er, eftir
kirkjuárinu, frá jólaaðventu til
hvítasunnu. Þessi röð er fræði-
mannaverk, því Bach sjálfur raðar
verkunum með allt öðrum hætti,
þ.e. í stafrófsröð, eins og vera ber
í kennslubók.
Röðunin eftir kirkjuárinu stenst
ekki að öllu leyti, því um tíu sálm-
forleikir tengjast ekki beint ákveðn-
um tímabilum kirkjuársins. Vissu-
lega mótast margar útfærslur
meistarans eftir innihaldi sálmanna
og þar hafa margir kirkjunnar
menn viljað sjá Bach sem prógram-
smið. Aðrir sem hafa frekar horft
til raddfærslutækni meistarans,
benda á fjölbreytilegan tematískan
leik hans, meðferð hans á hljóm-
leysingjum og ótrúlega skemmti-
lega leikni hans í krómatískum út-
færslum. Nokkur sálmforspil
byggja á keðjuskipan (Canon) sál-
malaganna og í jólasálmforleiknum,
In dulci jubilo, eru innraddirnar í
24 töktum forspilsins einnig í keðju.
Auk þessa, er samskipan radda með
þeim snilldarbrag, að enn er leikni
meistarans undrunar- og aðdáunar-
efni.
Það er ekki hlaupið að því að
leika alla sálmforleikina á einum
tónleikum og sú aðferð að raða
þeim eftir kirkjuárinu gefur verkinu
skýrari formstöðu en ef þeir væru
leiknir eftir stafrófsröð. Nokkurs
óróleika gætti í leik Ragnars í upp-
hafi tónleikanna en er á leið náði
hann sér á strik og hin klassíska
útfærsla og jafnvægi blómstraði,
nokkuð sem rekja má til kennara
Ragnars, Páls ísólfssonar, er bar
okkur íslendingum og gaf úr mal
sínum það er Straube hafði lagt
honum til ferðar heim.
Ekki eru tök á því að fjalla um
öll forspilin en Kristur er upprisinn
(nr. 4, röðin hjá Griepenkerl),
Gamla árið er liðið (nr. 10), Sjá
himins opnast hlið (nr. 35), Jesu
meine Freude (nr. 31) og Wenn
wir in höchsten Nöthen sein (nr.
51) voru glæsilega flutt af Ragn-
ari Björnssyni. Þessir tónleikar
marka nokkur þáttaskil varðandi
íslenska kirkjusögu, því nú reyndi
á nýja orgelið hans Björgvins Tóm-
assonar, sem konsertorgel og verð-
ur ekki annað sagt en það fari því
vel, að tónklæða Digraneskirkju
með snilldarverkum tónbókmennt-
anna og er víst, að unnendur
kirkjutónlistar munu eignast þar í
kirkju stundir íhugunar og sam-
veru við fótskör almættisins í
hljómflæði fagurgöfgaðrar tónlist-
ar, undir kjörorði Jóhanns Sebast-
ians, „Guði einum“.
Jón Ásgeirsson
LYFJAVERSLUN ÍSLANDS HF.
Sala hlutabréfa í eigu ríkissjóðs
Ríkissjóður íslands hefur ákveðið að selja eftirstöðvar af hlutafjáreign sinni í Lyfjaverslun íslands hf., alls 50% hlutafjár félagsins eða sem nemur 150 milljónum króna að nafnverði. Salan er þáttur í
áformum ríkisstjómarinnar um einkavæðingu.
Skilmálar sölunnar:
1. áfangi: Sala á föstu gengi. Á tímabilinu frá 26. janúar lil 1. fcbrúar 1995 verða hlutabréfin seld á föstu
gengi og sala til hvers aðila verður að lágmarki 30.000 krónur að söluverði og að hámarki 500.000 kr. að söluverði.
Þeir sem keyptu hlutabréf félagsins í nóvembcr 1994 mega aðeins kaupa í þessari lotu að því marki sem þeir nýttu sér
ekki leyfileg hámarkskaup á þeim tíma.
Við kaup gegn staðgreiðslu verða gefnar út kvittanir fyrir greiðslu en hlutabréfin verða send kaupendum með
ábyrgðarpósti nokkrum vikum síðar.
Á þessu tímabili verða boðin sérstök greiðslukjör: Heimilt verður að greiða hlutabréf að hámarki 250.000 kr. að sölu-
verði með fimm jöfnum, vaxtalausum greiðslum á tveimur árum, fimmtung við kaup og síðan fímmtung hverju sinni á
sex mánaða fresti. Gefið verður út skuldabréf fyrir eftirstöðvunum. Stimpilgjald, 0,5% af fjárhæð skuldabréfsins,
greiðist af kaupanda, svo og kostnaður við innheimtu greiðslna af skuldabréfinu. Hlutabréf sem keypt eru með þessum
greiðslukjörum verða geymd hjá ríkisféhirði og afhcnt þegar skuldabréfin hafa verið greidd að fullu. Þeir sem keyptu
hlutabréf félagsins í nóvember 1994 og nýttu sér greiðslukjör sem þá voru í boði mega aðeins neyta greiðslukjara við
kaup í þessari lotu að því marki sem þeir nýttu sér ekki leyfileg greiðslukjör á þcim tíma.
Sala hlutabréfanna í 1. áfanga verður með þessum hætti:
Kaupendur verða afgreiddir í þcirri röð sem þeir koma á hvem sölustað (fyrstur kemur - fyrstur fær). Ekki verða teknar
pantanir áður en sala hefst og ekki verður selt í gegnum síma eða fax. Hver kaupandi má að hámarki kaupa fyrir fjóra
aðila í einu, gegn framvísun fullnægjandi umboða. Vilji hann kaupa fyrir fleiri aðila, verður hann að fara aftast í röðina
á afgreiðslustaðnum, ef hún er einhver. Ljúka verður greiðslu, undirritun kaupsamnings og skuldabréfa á staðnum og
án tafar.
Sýnishorn af umboði:
Ég undirrituð, Jóna Jónsdóttir, kt. 123456-7899, Aðalgötu 1, 134 Efstakaupstað, veiti hérmeð Gunnari Gunnarssyni,
kt. 112233-4459, Breiðstræti 1, 134 Efstakaupstað, umboð til að kaupa fyrir mína hönd hlutabréf í Lyfjaverslun
íslands hf. að fjárhæð 250.000 að kaupverði og rita fyrir mína hönd undir kaupsamning og skuldabréf vegna þessara
kaupa.
Vottar að dagsetningu, undirritun og fjárræði: Sveina Sveinsdóttir, kt. 010203-0409. Helgi Helgason, kt. 102030-
4059.
2. áfangi: Tilboðssala. Fram til 17. febrúar 1995 verður leitað tilboða í kaup á öllum þeim hlutabréfum sem
óseld kunna að vera eftir að almennri sölu lýkur 1. febrúar 1995. Nánar er greint frá tilhögun tilboðssölunnar með
sérstakri skilmálalýsingu sem er fáanleg hjá Kaupþingi hf. og er í nokkru breytt frá þeirri útgáfu sem samþykkt var
áður en sala hlutabréfanna hófst í nóvember 1994.
Útboðsgögn, söluaðilar, umsjón með útboði og skráning
Sölulýsing og önnur gögn um Lyfjaverslun íslands hf. liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með sölunni. Almennar upplýsingar um sölutilhögun og Lytjaverslun íslands hf. liggja
frammi hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum og í afgreiðslum Búnaðarbankans og sparisjóðanna sem einnig annast sölu bréfanna. Hlutabréf Lyfjaverslunar ísland hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands.
Kaupþing hf.
löggiIt verðbréfafyrirtceki