Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 24

Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SKRAUTKER, Smáker og Blómaker eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal (1930). ÁN TITILS eftir Sóley Eiríksdóttur (1986). MYNPLIST Kjarvalsstaðir LEIRLIST YFIRLITSSÝNING UMSJÓN EIRÍKUR ÞOR- LÁKSSON Opið frá 10-18 alla daga. Til 5. febr- úar. Aðgangur 300 kr. LAUGARDAGURINN 7. janúar gengur vafalítið inn í sögu ís- lenzkrar leirlistar, og myndlistar um leið, en þá var í vestursal og miðrými Kjarvalsstaða opnuð fyrsta mikilsháttar yfírlitssýning- in á þróun listgreinarinnar hér- lendis. Varla hafði ég farið úr yfírhöfn- inni, er ég rakst á eina af okkar ágætu Ieirlistarkonum, sem segir við mig brosandi út undir eyru „þetta er stór dagur“ og mega það vera orð að sönnu. Ég kom seint á vettvang, því ég vildi forðast hið yfírþyrmandi mannhaf sem stefnt er á Kjarvals- staði í hvert sinn sem efnt er til stórsýninga, á boðskort sem gildir einungis opnunardaginn, og er stundin rennur upp er full áliðið dags, því það gildir í raun einung- is í tvær klukkustundir! Þrátt fyrir að stutt væri í lok- un, var enn mikið um fólk á sýn- ingunni svo ég valdi þann kostinn að líta fyrst á nýja upphengingu á verkum Kjarvals í austursal, en þar hefur tekist að stefna saman mjög forvitnilegu úrtaki teikninga hans litaðra sem ólitaðra, auk nokkurra sígildra málverka. Það er rétt sem fram kemur og lögð er áhersla á, að leirlist er ung listgrein á íslandi, en það eru yfirleitt allir hliðargeirar myndlistarinnar og saga íslenzkr- ar myndlistar er í heild merkilega ung, sé litið til samfelldra vinnu- bragða og atvinnumennsku í fag- inu. Á seinni tímum hefur flokkun myndlistar riðlast nokkuð, og einkum er það áberandi á Norður- löndum sbr. skilgreininguna á vefjarlist og textíl, en þetta tvennt er skýrt afmarkað í nútíma upp- sláttarritum, og við bætist að ýmsir áhrifamiklir einstaklingar hafa sérskoðanir á ýmsum hug- tökum innan myndlistar sem þeir halda stíft fram. Þá hefur hugtakið keramik þ.e. leirlist einnig víkkað og margur vill afneita hlutum notagildis í þeim pataldri. En ekki skal vanmeta það sem til forna var einfaidlega nefnt brúkslist, en á nýrri tímum hefur hlotið nafnið nytjalist, sem er öllu þokukenndari skilgreining. Margt af því sem forfeðumir notuðu dags daglega hefur endumýjast í verkum núlistarmanna, því form- ræn fegurðin varð mönnum ein- hvem veginn þeim ljósari sem þessir hlutir urðu fágætari. Þann- ig em sýningar á brúkshlutum fortíðarinnar stundum harla líkar ýmsu innan rýmislistar nútímans, og núlistamenn fara einnig á þjóð- minja- og þjóðháttasöfn til að sækja sér eldsneyti til átaka. Þróun íslenzkrar leirlistar er með nokkmm öðram hætti en meðal annarra þjóða, því að hér var af engu að taka, en hins veg- ar er hin heillandi saga alda og árþúsunda gömul víðast hvar og er nátengd lífsháttum og menn- ingarsögu þjóðanna. Risastór leir- ker voru matarbúr í ómunatíð og almennir brúkshlutir vom úr leir, og formfegurð þessara hluta oftar en ekki óviðjafnleg og jafnast stundum á við hið besta sem gert hefur verið í höggmyndalist fram til dagsins í dag. Fagheitið og alþjóðlega skilgreiningin fyrir all- ar tegundir leirlistar er „keramik“ og nær yfír vítt svið allt frá brúksl- ist til skreytinga úti og inni sem og gerð manna og dýramynda sem er það elsta sem fundist hefur úr brenndum leir eða frá því um 20.000 f.Kr. (Dolní Véstonice og Pavlov í Mæri). Guðmundur Einarsson frá Mið- dal, sem er ótvírætt brautryðjandi í leirlist á íslandi, hafði því af ríkri erlendri hefð að ausa er hann hófst handa í lok þriðja áratugar- ins. Þannig bera sumir þeir gripir er fyrst komu úr brennsluofni hans svip af 5.000 ára gömlum kmkkum! Fyrir honum vakti að veita Islendingum hlutdeild í þess- ari miklu hefð og mæta þörf á skreyti- og brúkshlutum í landinu, sem hann gerði réttilega ráð fyrir væri dijúg. Hann mun líka hafa séð tækifæri til að framfleyta sér og sínum með þessum hliðargeira frá öðmm og „æðri“ listrænum athöfnum. Markaðurinn fyrir mál- verk og höggmyndir var lítill og myndlistarmönnum fór óðast fjölgandi, en hins vegar þótti mörgum þeir vera að taka niður fyrir sig með því að þjóna markað- inum með listiðnaði og jafnvel grafík þótti ekki nógu traustvekj- andi vegna fjölföldunaráráttunn- ar. Menn vora þannig snöggtum vandari að virðingu sinni í norðr- inu, en á upphafsstöðum listarinn- ar! Viðhorfín era til ennþá en í mun minna mæli en áður, eínkum eftir að myndlistin varð að alþjóð- legri markaðsvöra og lýtur stjóm óprúttinna kaupahéðna og sýn- ingarstjóra, sem hafa tekið list- sagnfræðinga, listasöfnin og lista- skólana í þjónustu sína. Það er næsta líklegt að Lydia kona Guðmundar hafí haft áhrif á ákvarðanatöku Guðmundar því hún var útlærð í faginu og tók meistarabréf á undan Guðmundi og sem húsmóðir hefur hún skynj- að áð myndlistarmaðurinn þyrfti jafnt salt í grautinn sem liti á lita- spjaldið. Eðlisvísan hins athafnaglaða Guðmundar frá Miðdal reyndist rétt, því almenningur tók hinum þjóðlega listiðnaði opnum örmum og fyrirtækið blómstraði. Er mér enn í fersku minni hvernig leir- munir frá verkstæði listamannsins flæddu á markaðinn og varla var hægt að koma í hús án þess að bera verk hans augum, þótt ekki væri annað en öskubakki og krák- an hans svarta þótti mikil býsn og var gefínn í mörg meiri háttar afmælin. Þegar best lét munu þannig 15-16 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu, starfsmenn og lærlingar. Undarlegt má telja að aðeins einn úr þessum hópi gerði leirlist og myndsköpun að ævistarfí, þc ýmsir hafí unnið meira eða minna í faginu, og var það Ragnar Kjart- ansson. Um skeið starfaði einnig á verkstæðinu Sigríður Björns- dóttir, sem mun vera fyrsta ís- lenzka konan sem lærði leirkera- smíði. Það lýsir þróun listarinnar vel, að hérlendum núlistamönnum þótti lengstum lítið til þessarar iðju Guðmundar koma. En á seinni tímum og fjölþættrar tilrauna- starfsemi á sviðinu, á tímum er uppranalegu munirnir era að verða að fágætum fomgripum, komast þeir aftur til vegs og virð- ingar vegna breyttra viðhorfa og annars gildismats. Þó munir Guðmundar séu ein- ungis brot sýningarinnar á Kjar- valsstöðum er hlutur hans full fýrirferðamikill í sýningarskrá og einkum vegna þess að verk hans nálguðust frekar að vera hreinn iðnaður í stóram stíl, en að þjóna metnaðarfullri þörf til skapandi átaka. Það er þannig nokkur veg- ur frá leirmunum Guðmundar til verka ýmissa samtíðarmanna hans á Norðurlöndum, sem völdu svipaða leið t.d. Danans Aksel Salto, sem málaði, vann í grafík og leirlist. Samanburður er hér þó ekki alveg raunhæfur vegna aðstöðumunar auk þess sem þekk- ing á listgreininni hér landi var nánast enginn og hæfni almenn- ings til að leggja mat á listíðir eðlilega af mjög skomum skammti. Fyrir utan leirmunagerðar, sem Benedikt Guðmundsson kom á fót með aðstoð danskra hjóna, skeði fátt markvert fyrr en Gestur og Rúna komu frá listnámi í Kaup- mannahöfn og Ragnar Kjartans- son frá Gautaborg. Gestur og Rúna voru mjög áberandi á áranum kringum 1950 og era sýningar þeirra á Laug- arnesleir mér í fersku minni, en þær báru mikinn svip af þeirri endurnýjun sem leirlistin gekk í gegnum við athafnasemi Picassos í hinu forna keramikþorpi Vaullar- is í Suður-Frakklandi eftir stríð. því miður urðu kaflaskipti um 1950, er innflutningur á erlendum skrautmunum jókst til muna og áhuginn á innlendri framleiðslu dalaði að sama skapi og fyrjrtæki þeirra lognaðist. útaf uppúr 1952. Þáttur Ragnars Kjartanssonar er mikill í þróuninni, en hann stóð að stofnun tveggja fyrirtækja, Funa og Glits, auk þess að vera athafnasamur í höggmyndalist, vinna á tvívíðum grunni og vera mikilvirkur í hvers konar tilrauna- starfsemi. Hann naut hér félags- skapar Svisslendingsins Dieters Rots, sem hafði mikil áhrif á hann og þá einkum á tímabilinu 1957-67, sem voru ár mikils upp- gangs hugmyndaríkra vinnu- bragða í faginu. Mikil umbrot áttu sér stað í íslenzkri myndlist á tímaskeiðinu, sem enn hefur ekki verið gerð skil, en full mikið er sagt, að „abstraktlistin hafi verið alls ráðandi á þessum árum“, því þótt abstraktmálarar réðu í FIM, og þar með Listamannaskálanum gamla, var einungis um fámennan en harðan kjarna að ræða og menntamálaráð réð innkaupum til Listasafns íslands. Athyglisvert er að svo til allir sem komu nálægt vinnustað Ragnars urðu seinna virkir lista- menn, og fyrir ýmsa upprennandi listamenn var það beinlínis lifi- brauð að vinna þar. Haukur Dór Sturluson kom heim frá listnámi í Glasgow 1964 með háhita brennsluofn og var næstu árin mikilvirkur í nýrri tækni sem nefndist steinleir. Það sögulega við þennan ofn var að hann var svo seldur til Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1969, sem mark- aði ný og merk kaflaskil. Þetta var saga brautryðjend- anna, en nú kemur fram ný kyn- slóð, sem menntaðist fyrst innan veggja MHÍ og hóf svo kennslu í skólanum að loknu framhalds- námi við listiðnaðarskóla erlendis. Þetta fólk, svo sem Jónína Guðna- dóttir og Kolbrún Björgólfsdóttir, kom með ýmsar nýjungar inn í leirlistina og þá einkum hvað gler- ung og postulínsáferð snertir og er þáttur þessa fólks full rýr í hinu sögulega yfírliti og einkum með hliðsjón af því að viðamesti hluti sýningarinnar er munir eftir það. Fleiri kennarar koma hér við sögu bæði innlendir og útlendir og er hlutur þeirra sömuleiðis í rýrara lagi. Auðséð er af sýningunni að menn hafa vandað til gripa sinna, en hins vegar saknar maður margs og þannig era engir hlutir eftir fyrstu konuna, þ.e. Sigríði Björnsdóttur, né hugmyndasmið- inn Dieter Rot. Helstu hnökrar framkvæmdar- innar era hve mikið af sögulegu samhengi vantar í hana vegna hinna mörgu er lögðu hönd að en eru afskiptir og til fróðleiks hefði mátt gera hinum ýmsu þróunar- stigum skil með einföldum dæm- um t.d. hvað áferð og glerhúð snertir, eins og iðulega er gert í sambandi við slíkar yfirlitssýning- ar erlendis. En sjálf sýningin er mjög at- hyglisverð vegna þess að margir era með það besta sem sést hefur eftir þá og hún undirstrikar grósk- una í íslenzkri leirlist. Samt sakn- aði ég ósjálfrátt úttektar af verk- um yngstu kynslóðarinnar í aust- ari gangi, en stóru málverkum Kjarvals er þar ofaukið og í litlu samhengi við teikningarnar inni og leirlistina í miðrýminu. Helst sitja í minninu smáfuglar og ijúpur Guðmundar frá Miðdal ásamt hinum einfaldari stóru gólfvösum hans. Gráa tímabilið hjá Ragnari Kjartanssyni 1963-65, Laugarnesleir Gests og Rúnu frá 1950 og vasi Gests frá 1980. Einfaldir vasar Steinunnar Marteinsdóttur frá 1981 og 1994. Blár vasi Kristínar Isleifsdóttur frá 1992 og holubrenndar krukkur Kolbrúnar Björgólfsdóttur. í mið- rýminu eru þær fyrirferðamiklar Borghildur Óskarsdóttir og Guðný Magnúsdóttir, en þar eru líka þeir hlutir sem búa yfír gáskafyllstu kímninni og era eftir Sóley Eiríks- dóttur sem lést fyrir skömmu og er af þeirri hæfíleikakonu mikil eftirsjá. Af miklu var að taka við sam- setningu þessarar sýningar og helsti galli hennar er að svo er sem ekki hafí verið leitað nægi- lega um ráðgjöf frá starfandi leir- listafólki og sýningarskráin er helst til ankannaleg hönnun. Að- all hennar er hið fjölskrúðuga handverk sem kynnt er. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.