Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 25

Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 25
I MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 25 Börn og sorg BISKUP hefur hvatt alla sem sinna börnum að huga vel að viðbrögðum þeirra við þeim atburðum sem átt hafa sér stað á Vestfjörðum. Okkur langar að koma með leiðbeiningar sem gætu orðið einhverjum að liði sem annast og umgangast börn í leikskólum, hjá dagmæðr- um og í skólum en helst vonumst við til að geta ver- ið foreldrum stuðningur. Þessi grein er ekki hugsuð fyrir þau böm sem standa næst sorginni. Þau börn og aðstandendur þeirra þurfa miklu meiri stuðning en hin sem fjær standa. Margt í greininni á ekki aðeins við um börn heldur um okkur öll. Sem foreldri eða kennari þörfn- umst við sjálf að fá að tjá tilfinn- ingar okkar og það getum við gert að hluta til með börnunum en við getum einnig þurft að fá tækifæri til að ræða við aðra full- orðna um sorg okkar og þau við- brögð sem börnin sýna í sorg. Það er vont að vera einn með sorg sína og þess vegna er gott að finna nálægð frá öðrum og vera saman, finna gott handtak, faðmlag og stuðning með nærveru. Nálægð segir meira en mörg orð Börn á leikskólaaldri" gera sér ekki alltaf grein fyrir dauðanum, þau sjá hann ekki sem endanleg- an. Þau eru aftur á móti mjög opin fyrir líðan þeirra sem í kring- um þau eru. Þess vegna er nauð- synlegt að vera opin fyrir við- brögðum þeirra og spurningum, þannig að þau geti tjáð sorg sína á sinn hátt. Aðferðir barns til að tjá sorg sína eru oft leikur, teikn- ing o.þ.h. Það getur verið freistandi að gera lítið úr dauðanum með því að tala um hann „undir rós“, en þá vekjum við falskar vonir hjá börnunum t.d. um að sá sem er dáinn komi aftur, lifni við. Þess vegna er engin ástæða til þess að ræða ekki við börnin um vitneskju okkar um dauðann. Best er að segja satt frá og horfast saman í augu við það sem ekkert okkar fær að fullu skilið. Viðbrögð barna Börn á grunnskólaaldri tjá oft sorg sína og viðbrögð við sorgarat- burðum með orðum og spyija margs. „Hvers vegna, af hveiju?“ Slíkar spurningar verða mjög erf- Guðný Hallgrímsdóttir Ragnheiður Sverrisdóttir Við getum bent barninu á að snúa sér til Guðs í vanlíðan sinni, segja Guðný Hallgríms- dóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir, og biðja hann um styrk. iðar andspænis sorgaratburðum. Börnin skynja það óréttláta og til- gangslausa í slíkum atburðum. Þeim er þess vegna mjög eðlilegt að skella skuldinni á Guð. „Hvers vegna lætur Guð slíkt koma fyr- ir?“ Það er mikilvægt að börnin finni að við sem fullorðin erum, skiljum slíkt ekki heldur, erum jafn felmtri slegin og þau og síð- ast en ekki síst að vilji Guðs er ekki hið vonda og sorglega. Við verðum að láta þau heyra að Guð er góður. Hann er nálægur, hann er til og hann stendur með okkur þegar okkur líður illa. í stað þess að ásaka Guð getum við bent bam- inu á að snúa sér til Guðs í vanlíð- an sinni og biðja hann um styrk. Styrkurinn felst einnig í nálægð okkar og samheldni. Ef böm hafa upplifað sorg áður er mjög líklegt að hún rifjist upp við nýja sorgaratburði. Þá finnur barnið oft hjá sér þörf til að ræða um gömlu sorgina í tengslum við þá nýju. Ef við sem fullorðin emm, treystum okkur ekki til að hjálpa barninu verðum við að leita að- stoðar fagfólks, vina og ættingja. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir það að fá hjálp frá öðrum. Hins vegar getum við öll hlustað hvert á annað og verið til staðar án þess að segja svo margt. Hvað getum við gert? Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef við viljum nálgast börnin og spurningar þeirra í sorgaraðstæðum: - Nálægð/samhugur - Hlusta á börnin - Sitja saman í hring við kerta Ijós, haldast í hendur - Lesa saman úr Biblíunni t.d. 23. Davíðssálm — Hlusta á fallega tónlist - Umræður um lífið og dauðann - Sögur — reynslusögur - Hafa kveikt á kerti í skóla stofunni/heimilinu - Fá prest í heimsókn - Utbúa sameiginlega helgi stund/bænastund - Fara saman í kirkju Við vonum að þessar línur verði einhveijum til gagns á þessum erfiðu tímum sorgar meðal þjóðar- innar. Að lokum viljum við benda á nokkrar bækur sem fjalla um sorg og sorgarviðbrögð barna sem og hina fullorðnu. Bækur um sorg og sorgarviðbrögð: Bragi Skúlason: Sorg barna, Kjalarnesprófastsdæmi, 1994 Hallen og Evenshaug: Barn á þroskabraut, Skálholtsútg., 1993 Karl Sigurbjörnsson: Hvað tekur við þegar ég dey?, Skálholtsútg., 1993 Til þín sem átt um sárt að binda, Skálholtsútg., 1990 Kúbler Ross, Elisabet: Er dauð- inn kveður dyra, Skálholtsútg., 1989 Lars Áke Lundberg: Þrastar- unginn Efraím, Skálholtsútg., 1991 Þessar bækur fást allar í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, svo og í mörgum öðrum bókabúðum. Höfundar eru fræðslufulltrúar á fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu. PMHuiiF'.iiU mm e nt 'i •r-n -LL Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Við sendmn þér bækling óskir þú þess með myndrnn af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 EGLA bréfabindi KJÖLFESTA ÍGÓÐU Pegar Kemur aö innlausn spariskírteina 10. febrúar. !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.