Morgunblaðið - 24.01.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 29
nnbogadóttir, og Davíð Oddsson, SÚÐVÍKINGAR við athöfnina.
ingarathafnarinnar á laugardag.
ggingu við minningarathöfnina á ísafírði
'IR salinn í íþróttahúsinu á tsafirði á meðan á minningarathöfninni stóð á laugardag.
Bömin í
Súðavík
byijuð í
skóla
ísafirði. Morgunbiaðið.
GRUNNSKÓLI Súðavíkur hóf
starfsemi sína á Isafirði í gær
eftir viku hlé. Skólinn hefur feng-
ið aðstöðu í húsnæði Húsmæðra-
skólans á ísafirði. í dag mun leik-
skóli Súðavíkur hefja starfsemi
að nýju. Tæplega 40 börn eru í
grunnskólanum og innan við 10
í leikskólanum.
Þrír sálfræðingar og prestur
eru komnir til Isafjarðar til að
fylgjast með börnum og aðstoða
þau við að hefja eðlilegt líf að
nýju. Ingþór Bjarnason skólasál-
fræðingur sagði að börnin hefðu
komið glöð í skólann. Þau virtust
ánægð með að hafa fengið skól-
ann sinn aftur. Hann sagði að
hefðbundin kennsla færi hægt af
stað. Til að byrja með yrði lögð
áhersla á tjáningu og hreyfingu,
en börnin hafa mikið verið við
leik í íþróttasal hjá Stúdíói Dan.
Ingþór sagðist gera ráð fyrir
að sálfræðingarnir og presturinn,
séra Bragi Skúlason, yrðu á
Isafirði út þessa viku og að þau
kæmu aftur síðar. Hann sagði að
mikil áhersla hefði verið lögð á
að undirbúa kennarana fyrir
kennsluna og uppfræða þau um
eðlileg viðbrögð barnanna við
sorginni. Atta börn fórust i snjó-
flóðinu, þar af fimm á grunn-
skólaaldri.
Grunnskóli Súðavíkur var ekki
eini skólinn á ísafirði sem hóf
starfsemi í gær. Bæði Framhalds-
skóli Vestfjarða og Grunnskóli
ísafjarðar hófu starfsemi í gær
að nýju, en engin kennsla var í
skólunum í síðustu viku.
Guðmann Guðmundsson veit hvað
það er að vera við dauðans dyr
Tvisvar
bjargað
mannslífi
tsafirði. Morgunblaðið.
GUÐMANN Guðmundsson,
sjómaður á ísafirði, hefur
kynnst því að það er stutt
á milli lífs og dauða. Hann
hefur tvisvar tekið þátt í að bjarga
mannslífi og þrisvar hefur hann sjálf-
ur naumiega bjargast úr sjávarháska.
Guðmann var einn af þeim sem tók
þátt í að grafa Elmu Dögg Frostadótt-
ur úr fönn þegar snjóflóð féll á Súða-
vík 16. janúar og hann fann Harry
Eddom þegar Ross Cleveland sökk á
Skutulsfirði í febrúar 1968.
Guðmann var í hópi sjálfboðaliða
sem fór með Stefni frá ísafirði til
Súðavíkur, en þangað var hann kom-
inn um kl. 16. Hópúrinn
fékk ékki að fara til leit-
ar strax vegna þess að
ekki voru til nægilega
margar snjóflóðaýiur, en
enginn fékk að fara út
á hættusvæðið nema
vera með þetta öryggis-
tæki á sér.
Kallaði á
mömmu sína
„Um kl. 6 vorum við
"sendir til leitar í rústum
húss Frosta Gunnars-
sonar. Við vorum þrír
sem tókum við að moka,
en þeir sem voru á undan Guðmann
okkur fóru niður í frysti- Guðmundsson
hús til að hvflast. Með
mér voru Víðir, vélstjóri á Guðbjörg-
inni og Kristján Rafn, ökukennari á
ísafirði. Þá var búið að finna Frosta
og konu hans, Björgu Valdísi. Dóttir
þeirra, Elma Dögg, var hins vegar
ófundin.
Við tókum til við að grafa inn und-
ir þak hússins eða það sem við töldum
vera þakið. Leitarhundurinn gaf okk-
ur ákveðna vísbendingu um að Elma
Dögg væri þarna undir. Það var fleira
en snjór sem við þurftum að moka
burt. Þarna var t.d steyptur millivegg-
ur, brotinn. Við þurftum að tína brot-
in í burtu. Þetta voru svona 40-50
sm hellur.
Við komum niður á rúm, sem við
töldum fyrst að væri hennar, en það
reyndist ekki vera. Um tíma héldum
við að hundurinn hefði ruglast og við
fengum hann aftur. Hann var alveg
ákveðinn og krafsaði áfram inn.
Við héldum því áfram að grafa
þarna inn. Aðstæðumar ------------
voru erfiðar. Við þurftum
að grafa á fjórum fótum
og moka öllu frá okkur.
Þetta var þannig að Víðir
var innstur, ég mokaði frá
honum og Kristján Rafn frá mér. Við
höfðum að visu nokkurt skjól af þak-
inu. Um kl. 9 vorum við orðnir ljós-
lausir, en við vorum bara með tvö
vasaljós, Kristján Rafn fór þá niður
í hús til að ná í ljós. Um svipað leyti
heyrði Víðir eitthvert hljóð. Við fórum
að hlusta og þá heyrðum við í stúlk-
unni. Hún kailaði: „Mamma.“
Töldum okkur vera leita að
látinni manneskju
Ég fór ög lét vita að við hefðum
heyrt í henni og þá komu fleiri til að
grafa. Hún virtist liggja í rúminu og
við náðum að lýsa þannig að hún sá
ljósið. Við héldum áfram að moka
snjó og brak ofan af henni. Fyrst
sáum við í annan fótinn. Það lá spýta
við bakið á henni sem meiddi hana
þannig að við urðum að fara varlega
við að tína ofan af henni. Við drógum
hana að lokum fram á rúmdýnunni.
Hún var ótrúlega hress miðað við
Þrisvar
komist í
lífsháska
að vera búin að liggja þama allan
þennan tíma. Hún var hins vegar
orðin talsvert köld. Föt úr fataskáp
og rúmdýnan skýldu henni þó fyrir
snjónum að hluta til. Það var farið
með hana niður í Frosta til aðhlynn-
ingar. Þá var kl. sennilega um hálf
tíu. Hún var þá búin að liggja þarna
í flóðinu í um 15 tíma.“
Hvernig tilfínnig er það að eiga
þátt í að bjarga mannslífi?
„Þetta er ólýsanleg tilfmning. Við
áttum alls ekki von á því að fínna
hana á lífi. Ég held að við höfum
allir farið út með það í huga að við
værum að fara að leita að dáinni
manneskju. Innst inni
vonaði maður kannski að
hún væri á lífi, en við
áttum ekki von á því að
finna hana á lífi. Það er
ekki hægt að lýsa því
þegar við heyrðum í
henni og sannfærumst
um að hún væri lifandi.
Manni hvarf öll þreyta.“
Bjargaði Harry
Eddom
Þetta er ekki í fyrsta
skiptið sem þú átt þátt
í að bjarga mannslífi
„Nei, ég fann Harry
Eddom þegar Ross Cle-
veland fórst á Skutuls-
firði í febrúar 1968. Það
er margsinnis búið að segja þá sögu.
Ég var þá 14 ára gamall, að fara til
þess að hleypa út kindum eins og við
gerðum gjarnan þegar var gott veð-
ur. Ég rakst á hann þar sem hann
hímdi við sumarbústað í botni Seýðis-
fjarðar. Harry var orðinn mjög kaldur
en sennilega hefur hann bjargast
vegna þess að þennan dag sem hann
rak að landi hlýnaði talsvert í veðri.
Ég studdi hann heim að túni og
þar kom faðir minn á móti okkur og
hjálpaði mér að koma honum inn í
bæ. Hann var síðan háttaður niður í
rúm. Síðar um daginn komu menn
frá ísafirði og fóru með hann. Hann
var þá farin að hressast mikið.
Hefur þrisvar bjargast úr
lífsháska
Guðmann hefur ekki aðeins kynnst
þeirri tilfinningu sem fylgir því að
bjarga mannslífi. Hann hefur einnig
kynnst tilfinningum þess
sem er við dauðans dyr því
hann hefur þrisvar lent í
sjávarháska og bjargast við
________ illan leik.
Fyrir rúmu ári rak bát
hans, Dröfn frá ísafirði, vélarvana
upp í fjöru inn við Folafót í Seyðis-
fírði. Hann komst lifandi frá borði
ásamt félaga sínum. Snemma árs
1992 sökk undan Guðmanni bátur í
góðu veðri þar sem hann var einn á
siglingu i Isafjarðardjúpi. Talið er að
gat hafi komið að bátnum þegar hann
rakst á ís.
Guðmann sagðist einu sinni hafa
verið í meiri lífshættu en í bæði þessi
skipti. „Það atvik er hins vegar á
fárra vitorði. Ég held ég sé ekkert
að tala um það nú. Ég segi kannski
frá þvi þegar ég skrái ævisögu mína.“
Guðmann hefur kynnst því að það
er stutt á milli lífs og dauða. En er
hann ekkert hræddur á sjó eftir þetta?
„Nei, það er ég ekki.“
Og konan, er hún ekkert hrædd
um þig?
„Nei, það held ég ekki. Hún segir
að ég hafi níu líf eins og kötturinn.“