Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hörmum ummæli Bif- reiðaskoðunar Islands f UMMÆLUM Bif- reiðaskoðunar íslands hf. um Aðalskoðun sunnudagsblaði Morg- unblaðsins h. 15. jan. sl. er sagt að Aðalskoð- un hafí ekki byijað sinn rekstur á heiðarlegan hátt, hafi haft uppi rakalaus ósannindi, dylgjur og ómerkilegar lygar. Þungi ásakana er mikill og því verðum við, lítið og ungt fyrir- tæki, að reyna að bera hönd fyrir höfuð okkar og teljum því rétt að kynna okkar sjónarmið. Aðalskoðun hf. hefur alla tíð lýst því yfir að kröfur stjórnvalda gagnvart rekstri skoðunarstofu væru strangar en samt sem áður ekki óyfirstíganlegar. Aðal- skoðun hf. hefur uppfyllt kröfumar og er fyrirtækinu heimilað að skoða ökutæki. Þrátt fyrir þetta er ekkert sem bannar okkur að láta í ljós álit okkar á einkaleyfi Bifreiðaskoðunar íslands hf. (BSKI) á mörgum umsýsluþáttum í skoðun og skráningu ökutækja. Við erum ekki einir um að láta slíkar skoðanir í ljós því á síðasta ári gerðu Samkeppnisráð annarsvegar og Hag- sýsla ríkisins hinsvegar grein fyrir slíku í álitsgerðum. Samkeppnisstaða ójöfn í álitsgerð Samkeppnisráðs kemur m.a. fram að talið er að samkeppnis- staða skoðunarfyrirtækja verði ójöfn þar sem ekki hefur verið fellt niður einkaleyfi BSKÍ á nýskráningum, eig- endaskiptum, umsýslu númera, rekstri ökutækjaskrár, sérskoðun tor- færubifreiða o.fl. Þessir liðir hafa skilað BSKÍ umtalsverðum tekjum á síðustu árum. Rétt er þó að geta þess að þegar þetta er skrifað hefur BSKI boðið heiðursmannasamkomu- lag gagnvart þeim þjónustuþætti að Aðalskoðun geti sótt fyrir sína við- skiptavini númer til BSKÍ sem hafa verið innlögð eða afklippt. Þetta hef- ur þó verulegt óhagræði og kostnað í för með sér fyrir hvorutveggja Aðal- skoðun og viðskiptavini þess enda ekki hægt að stýra rekstri þessa þátt- ar eins vel og ella hefði orðið þar sem viðskiptavinir Aðalskoðunar eru háðir t.d. gjaldskrá BSKÍ vegna innlagnar númera, en meirihluti númera liggur inni lengur en 1 mánuð og þarf því að greiða úttektargjald hjá BSKÍ. Næsta skref hlýtur þó að verða það að finna leiðir til lausnar á því að Aðalskoðun og viðskiptavinir þess þurfi ekki að vera háðir samkeppnis- aðilanum. Á það ber einnig að líta að neytendur eru almennt vanir að geta fengið hjá skoðunarfyrirtæki alla almenna þjónustu er varðar skoð- un og skráningu ökutækja, enda hef- ur svo sannarlega reynt á það á fyrstu starfsdögum Aðalskoðunar og erfítt að gera sér grein fyrir hvert við- skiptavinir fyrirtækisins á lands- byggðinni snúa sér á næsta ári þegar kröfur verða uppfylltar um að taka þátt í framkvæmd skoðana þar sem og á höfuðborgarsvæðinu. I áliti Samkeppnisráðs er m.a. fjall- að um þessi atriði og telur ráðið að enn skorti nokkuð á að mögulegum samkeppnisaðilum BSKI í skoðun bif- reiða séu sköpuð þau samkeppnisskil- yrði að fyrirtækin geti keppt við BSKÍ á jafnréttisgrundvelli, því þau geti ekki boðið upp á allar tegundir ökutækjaskoðunar eins og BSKÍ, s.s. sérskoðun breyttra bifreiða, skrán- jngarskoðun nýrra eða notaðra bif- reiða o.fl. Skoðunarmiðar Aðalskoðun hf. var tjáð af dóms- málaráðuneytinu að skráningardeild BSKÍ yrði ekki í samkeppni við okkur og myndi því verða falið að annast dreifingu á skoðunarmiðum og verð taki aðeins mið af gerð þeirra og yrði það sama og BSKI greiðir, af- greitt frá prentsmiðju. Skráningardeild sendi Aðalskoðun hf. bréf hinn 11. jan. ’95 sem svar við fyrirspum okkar dagsettri 18. des. ’94, þar sem gert er ráð fyrir að við fáum miðana afgreidda fyrst um sinn af lager skráningar- deildar BSKÍ gegn stað- greiðslu og hluti af gjaldinu vaeri 10% þókn- un til BSKÍ. Þegar mið- amir voru sóttir lá fyrir reikningur frá skoðun- ardeildinni, þrátt fyrir yfirlýstann fjárhagsleg- an aðskilnað deilda hjá BSKÍ! Vísað var til gjald- skrár prentsmiðju sem er breytileg eftir íjölda prentaðra miða. Við skiljum sjónar- mið prentsmiðjunnar enda er mun dýrara að prenta lítið framleiðslu- magn en mikið miðað við einingaverð miðanna. Þó er ekki hægt að líta fram hjá því að BSKl nýtur góðs af því að geta tekið okkar miðapantanir inni í sína stórpöntun enda er ljóst strax í upphafi hvers árs hversu mörg ökutæki verða skoðuð á lands- vísu og hafa þeir einir tök á því að velja prentsmiðju og njóta því allrar viðskiptavildar varðandi kaup á þess- ari rekstrarvöru okkar. Við teljum Þungi ásakana Bifreiða- skoðunar Islands er mikill segir, Gunnar Svavarsson, og því verðum við, lítið og ungt fyrirtæki, að reyna að bera hönd fyrir höfuð okkar. eðlilegt að aðilar sitji við sama borð í þessum efnum og ef stjómvöld leyfi ekki skoðunarfyrirtækjum að semja sjálf um sín miðakaup að það 3é þá gert sameiginlega eða skoðunarmið- amir séu seldir af óháðum aðila eins og t.d. Umferðarráði. í útvarpsviðtali 20. þ.m. segir framkvæmdastjóri BSKÍ: „Það er samkomulag á milli Aðalskoðunar og Bifreiðaskoðunar uin það að Að- alskoðun geti ef þeir vilja farið bara sjálfir í prentsmiðjuna og samið þar sjálfir og þeir geta ef þeir vilja boðið boðið miðana út sem að þeir þurfa að nota og fengið nokkrar prentsmiðj- ur til að bjóða í prentunina." Vissulega er það svo að Aðalskoð- un hf. fagnar slíkri yfirlýsingu, en þó hefði verið eðlilegra að okkar mati að slíkt samkomulag lægi fyrir áður en reynt er að gera lítið úr málflutningi Aðalskoðunar hf. á öld- um ljósvakans og höfum við því ein- dregið óskað eftir því að slíkt sam- komulag, sem við eigum að hafa tek- ið þátt í, sé kynnt okkur áður en það er kynnt opinberlega. Ökutækjaskráin Eitt af skilyrðum stjómvalda er að skoðunarfyrirtæki skili niðurstöðu skoðunar til ökutækjaskrár. Skráin er opinber og nýtist mörgum aðilum, s.s. lögreglu, sýslumönnum, bifreiða- sölum o.fl. BSKI annast rekstur og uppfærslu skrárinnar. í áliti Sam- keppnisráðs segir að með ökutækja- skrá séu BSKI tryggðar fastar tekj- ur, sem samkvæmt ársreikningi 1993 námu 143,6 millj. kr. í álitinu segir ennfremur „með hliðsjón af háu hlut- falli tekna af skráningum, [er] það fyrirkomulag að Bifreiðaskoðun ís- lands hf. sjái um rekstur og upp- færslu bifreiðaskrár ... til þess fallið að skapa tortryggni og hættu á að samkeppnisstöðu hugsanlegra sam- keppnisaðila í skoðun ökutækja verði raskað.” Á það ber einnig að líta að þar sem öðmm skoðunarfyrirtækjum en BSKÍ er ekki heimilt að veita aðra lög- bundna þjónustu gagnvart skoðun og skráningu ökutækja, en aðal- og end- urskoðun þá hefur BSKÍ markaðslega yfirburði á að fylgjast daglega með rekstrartekjum sinna samkeppnisað- ila. Samkeppnisráð telur eðlilegt að með hliðsjón af stjórnsýslutengdu hlutverki ökutækjaskrár sé æskilegt að rekstur og uppfærsla hennar verði falin aðila sem ekki er háður við- skiptalegum hagsmunum. „Að öðmm kosti verði ekki að fullu komið í veg fyrir tortryggni mögulegra sam- keppnisaðila sem í eðli sínu leiðir til aðgangshindrana.” Á fyrstu starfs- dögum Aðalskoðunar hefur svo sann- arlega reynt á þetta því fjöldi neyt- enda hefur orðið fyrir óþægindum vegna þess að ekki er hægt að skrá neinar færslur í ökutækjaskrá, mót- taka né fullvinna gögn s.s. eigenda- skiptatilkynningar, nýskráningar- gögn o.þ.h. Heiðarleikinn í sunnudagsblaði Morgunblaðsins h. 15. jan. er haft eftir Karli Ragn- ars, framkvæmdastjóra BSKÍ, að Aðalskoðun hf. hafí ekki byijað sinn rekstur á heiðarlegan hátt, hafí haft uppi rakalaus ósannindi, dylgjur og ómerkilegar lygar. Það hefur verið eitt af mörgum markmiðum Aðalskoðunar hf. að uppfylla víðtækar hæfniskröfur stjómvalda til þess að geta hafíð starfsemi og boðið bifreiðaeigendum góða þjónustu. Á þróunartíma fyrirtækisins hefur ekki verið kastað rýrð á samkeppnis- aðilann BSKÍ og frekar en hitt látið koma fram í fjölmiðlum að þar hafí margt gott verið gert, enda þykir okkur eðlilegt að temja sér rétta við- skiptasiðfræði. Við teljum að BSKÍ hafí látið þung orð falla í hita leiksins og við komum ekki til með að erfa þau orð. Sam- keppnin átti aldrei og má aldrei bitna á tæknilegum kröfum stjómvalda til ökutækjaskoðunar, heldur einungis snúast um þjónustu og verð. Verð á aðal- og endurskoðun er bundið við hámarksverðskrá dóms- málaráðuneytisins og hefur BSKÍ boðið hámarksverð allan þann tíma sem fyrirtækið hefur verið eitt á markaði. Aðalskoðun hf. kom inn á markaðinn með lægra verð og við teljum að það sé óraunhæft hjá BSKÍ að draga það fram að það séu bund- ið af þjónustu við landsbyggðina og eigi því erfíðara um vik að lækka. Því má ekki gleyma að BSKÍ hefur umtalsverðar tekjur af einkaleyf- isþáttum sínum og hefur á síðustu árum getað komið sér upp vænlegri eiginfjárstöðu eða eins og segir í áliti Samkeppnisráðs: „Þrátt fyrir að það hafí ekki verið ætlunin í upphafí að efna til samkeppni á þessu sviði verð- ur ekki fram hjá því litið að þessi eiginfjármyndun, sem varð í stórum hluta til í skjóli einkaleyfis, raskar stöðu mögulegra samkeppnisaðila og styrkir enn frekar yfírburðastöðu BSKÍ.“ Fagleg og hlutlaus skoðun Þrátt fyrir að skoðunarfyrirtæki eins og Áðalskoðun leggi meginá- herslu á þjónustu og faglega hæfni til að skoða ökutæki þá megum við ekki gleyma því að skoðun ökutækja hefur það að markmiði að draga svo sem mest má verða úr umferðar- óhöppum sem orsakast af ófullnægj- andi ástandi ökutækja og að minnka mengun frá ökutækjum. Sú aðferð sem stjómvöld hafa valið til að tryggja gott ástand ökutækja er árleg skoðun þeirra, með undantekningum eft.ir aldri og notkun. Lögbundin ör- yggisskoðun á sér langa hefð og sú leið stjómvalda að fela þjónustuna óháðum og hlutlausum skoðunarstof- um, sem hafa engra viðskiptalegra hagsmuna að gæta gagnvart fram- kvæmd skoðana, hlýtur að vera öllum neytendum til hagsbóta, svo fremi sem jöfn samkeppnis- og þjónustu- skilyrði séu tryggð. Höfundur er stjórnarformuður Aðalskoðunar hf. Gunnar Svavarsson Snjófióða- vamir ENN einu sinni hafa Islendingar orðið fyrir þungum búsifjum af völdum náttúruhamf- ara. Harmleikurinn í Súðavík og víðar hlýt- ur að vekja upp fjöl- margar spumingar varðandi það hvernig þjóðin er í stakk búin til að takast á við þann vanda sem við er að etja á ýmsum stöðum á landinu og á ég þá ekki aðeins við hættu af völdum snjóflóða heldur einnig af öðrum toga svo sem jarð- skjálfta, skriðuföll o.fl. Hér á eftir verður þó aðeins rætt um þann vanda sem við stönd- um frammi fyrir af völdum snjó- flóða, hvar við stöndum og hvað hugsanlega er til ráða. Víða er hætta Ljóst er að á nokkrum stöðum á landinu er hætta á tjóni af völd- um snjóflóða ekki minni enn í Súðavík. Það er því ekki spurning um hvort, heldur hvar og hvenær næst verður slys af völdum þess- ara náttúruhamfara ef ekki er gripið til róttækra varnaraðgerða. Hver er staðan? Hvað er til ráða? Á undanfömum árum hefur einkum verið lögð áhersla á tvo þætti vandans, þ.e. upplýsinga- og eftirlitsþáttinn (þegar reynt er að kanna og fylgjast með vandanum með það í huga að geta rýmt hús þegar hætta skapast) og svo björg- unarþáttinn (viðbrögð eftir að slys er orðið) en hinsvegar hefur gerð og viðhaldi varanlegra varnar- mannvirkja lítt eða ekki verið sinnt. Mikilvægustu atriðin varðandi snjóflóðavandamál em þessi: Upplýsinga- og gagnasöfnun, eftirlit Hér er einkum átt við eftirfar- andi: Upplýsingar um þekkt flóð. Veðurfarsaðstæður. Könnun snjósöfnunar. Þversniðsmælingar. Eftirlit með aðstæðum í Ijöllum o.fl. Segja má að þessi þáttur sé kominn nokkuð áleiðis hér á landi en þó er það mjög misjafnt. Nauðsynlegt er að efla þetta starf veralega. Mat á hættusvæðum Það virðist ljóst að forsendur era að veralegu leyti brostnar og að endurmat er nauðsynlegt. Því er mikilvægt að sem allra fyrst verði unnið nýtt hættumat fyrir landið allt og þá ekki aðeins fyrir þéttbýl svæði heldur alla byggð svo og mikilvægar samgönguleiðir, íþróttamannvirki, orkumannvirki o.fl. Samkvæmt núverandi lögnm er gerð hættumats í höndum Al- mannavarna ríkisins. Ég tel að þetta mat eigi að vinna undir yfirstjórn erlendra sérfræð- inga í samvinnu við innlenda aðila (Veðurstofu, tæknimenn o.fl.) og kynna fyrir heimamönnum á hættusvæðum. Á þessu sviði tel ég Norðmenn fremsta meðal jafn- ingja enda eru veðurfarslegar og landfræðilegar aðstæður í Noregi, a.m.k. sumstaðar, ekki ólíkar því sem við búum við hér á landi. Björgunarþátturinn Sennilega stöndum við einna best að vígi á þessu sviði. Leggja þarf sérstaka áherslu á þjálfun björgunarhunda til leitar í snjó. Þeir eru lykilatriði þegar slys verða. Einnig er áfallahjálp afar mikil- væg eftir að slys hafa orðið. Núverandi byggð - varnarmannvirki Saga þéttbýlis á ís- landi er mjög stutt og því eru upplýsingar af skomum skammti um flóð sem áður kunna að hafa fallið á svæði þar sem nú er byggð. Skráðar heimildir greina af eðlilegum ástæðum nær eingöngu frá flóðum sem valdið hafa tjóni á mönnum, fénaði eða mannvirkjum. Varðandi núverandi byggð hlýtur grundvall- armarkmiðið að vera það að leggja niður byggð á hættusvæðum nema reist verði varnarvirki sem að mati sérfróðra aðila eru talin tryggja viðunandi öryggi byggðarinnar. Sé ekki talið unnt að veija núverandi byggð á ákveðnum svæðum verði leitað leiða til að kaupa upp fast- Stórt skref þarf að stíga, segir Þórarinn Magnússon, til að tryggja öryggi þeirra sem búa við aðstæður snjóflóðasvæða. eignir á matsverði og flytja byggð- ina. Á svæðum þar sem ætla má að snjóflóð geti fallið verði engin frekari byggð leyfð nema að undan- gengnu hættumati sem sýni fram á að slíkt sé óhætt, hugsanlega eftir að reist hafa verið varnarvirki. Erlendis er algengt að miða mat á hættusvæðum við mestu flóð sem talið er að geti fallið á 300-500 ára fresti. Eins og áður segir er saga þéttbýlis hér á landi stutt og veldur það erfiðleikum við öflun upplýs- inga sem máli skipta. Ymsar gerðir mannvirkja til varnar byggð eru þekktar og má sem dæmi nefna: Jarðvegskeilur. Jarðvegsgarðar. Steyptir vamarveggir. Grindverk til að halda snjóþekju fastri. Mannvirki til að stýra snjósöfn- un. Önnur dæmi um varnaraðgerðir sem nefna má eru t.d.: Að sprengja niður snjóhengjur. Hlerar fyrir glugga. Styrking húsa o.fl. Að sjálfsögðu er það mjög mis- munandi eftir aðstæðum hvaða aðgerðir skila bestum árangri. Hér á landi hefur mjög lítið ver- ið gert á þessu sviði og er ástæðan augljóslega sú að þetta era yfirleitt fjárfrekar aðgerðir. Skipulagsmál Til þess að hægt sé að grípa til markvissra skipulags- og varna- raðgerða þarf stjórnkerfið að vera skilvirkt. I dag er það allt of flókið. Ég tel það nánast grundvallarat- riði að eitt ráðuneyti hafi yfirum- sjón með og beri ábyrgð á þessum málum og að mínu mati er rökrétt að það sé ráðuneyti umhverfis- mála. Undanskilinn er þá björgunar- þátturinn sem eðlilegt er að áfram verði í höndum dómsmálaráðu- neytis. Allar skipulagsbreytingar taka nokkurn tíma en benda má á Þórarinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.