Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 34

Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞROSTUR ÓSKARSSON + Þröstur Óskars- son fæddist í Reykjavík 28. júní 1958. Hann lést. á heimili sínu á Skóla- vörðustíg 38 15. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Benjamíns- dóttir og Óskar Guð- mundsson. Systkini hans eru Guðmund- ur Logi, Klara, Skorri og Bjöm. Hálfsystkini hans samfeðra eru Sölvi, Ragnar og Ragn- heiður. Sambýlismaður Þrastar var Don Zanone. Útför Þrastar fer fram frá Hallgrímskirkju I dag. ÞETTA er smá kveðja til elskulegs frænda míns Þrastar Óskarssonar. Það voru tvö ár liðin frá bylting- unni í Ungverjalandi þegar þessi engill kom í heiminn og uppfyllti óskir mínar um lítið barn inn á heim- ili foreldra minna. Biðin var löng fyrir ákafa tátu á tólfta ári, en hrifn- ingin þeim mun meiri þegar systur- sonur var nú kominn í heiminn og lá þama heilbrigður, fallegur, glað- legur og vær í fagursaumaðri, blá- skreyttri tágakörfu á hjólum frá ömmu Klöru. Árin liðu, fleiri systkinaböm bætt- ust í hópinn, vel sköpuð, heilbrigð og hæfíleikarík. Kær er mér sú bernskuminning þegar öll fjölskyldan kom saman ár hvert á jóladag í rammíslenskan mat og samsöng. Amma Klara sá um að halda fjöl- skyldunni saman meðan hennar naut við, en eftir það tók Sísí systir við og hélt utan um þessa góðu hefð foreldra okkar að sameina okkur öll í söng. Fyrr en varði voru systkina- bömin farin að skemmta þeim sem eldri voru, okkur til mikillar ánægju, með sínu framlagi í veislumar. Allir tróðu upp, hver með sínu nefí og það var engin undankomuleið því óska- lögin voru mörg. Það var ajltaf mik- ið sungið í húsi Sísíar og Óskars og þurfti ekki jól til. Þröstur var fagurkeri fram í fíng- urgóma, hann var alltaf teiknandi Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sfmi 31099 þegar stund gafst til og náði að halda áhrifa- ríka, kraftmikla mynd- listarsýningu á teikn- ingum og málverkum í Reykjavík síðastliðið haust. Þar ijaliaði hann í stórum dráttum um líðan sína undanfarin ár. Meðal verkanna var myndröð sem heitir Spítalasaga. Þröstur fékk tæki- færi til að ferðast um heiminn og kynnast mannlífí og menningu annarra_ landa. Þröstur- inn sagði svo oft: „Ég elska ísland, frænka, en ég þarf líka að geta flog- ið á lygnari mið, því að veðráttan heima getur sett allt út af laginu, svo er landið einfaldlega ekki nógu stórt.“ Örlögin höguðu því þannig til að ég átti því láni að fagna að kynnast Þresti, traustum vini, bróður, systur- syni, stundum syni, en umfram allt hjartahlýjum, einlægum einstaklingi með áform og sjálfstæðar skoðanir, sem ég mat mikils. Hann flaug til Boston í heimsókn til mín og Péturs á leið sinni til Vest- urstrandarinnar tæplega nítján ára gamall en staldraði við í fjögur ár, Guði sé lof, því hann kom með ljósið í „gettóið" til okkar. Fljótlega var hann sestur á skóla- bekk í leiklist og fékk mörg hlutverk til að glíma við sem var hrein unun að fylgjast með. Hann stóð sig mjög vel í leiklistarskólanum og bauð mér oft með í leikhús. Þröstur var afar vinsæll, sjarmer- andi og skemmtilegur maður og hafði mikið aðdráttarafl. Hann átti því stóran, litríkan vinahóp heima og heiman sem studdi hann heilshugar í veikindunum þrátt fyrir miklar fjar- lægðir. Hann flutti til New York og varð fljótlega eftirsóttur barþjónn á bestu næturklúbbum á Manhattan. Á bam- um var manni oft skemmt enda fengu hæfíleikar Þrastar að njóta sín til hins ýtrasta í hlutverki þjónsins. Þar fór saman hraði, leikni og nákvæmni sem fáir hefðu leikið eftir. Hans ein- kunnarorð voru: „Ég er á lífsins sviði handan við barborðið." Það var gam- an að eiga svona fjölhæfan og vin- sælan frænda í New York, sem lét Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIÐIR IKÍTEL MIKTIJilimi Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. ■^S. HELGASON HF STEINSMIÐJA ifi SKEMMUVEGI 48 • Sl'MI 91-76677 IVIINIMINGAR sitt ekki eftir liggja þrátt fyrir lang- an vinnudag að þeysast með Evu frænku sem komin var frá Boston til að skoða söfnin og galleríin í heimsborginni. Hann átti sér líka stóran draum sem blundaði með honum, það var að stofna hljómsveit. Sá draumur rættist, hljómsveitin Kite varð til og meðlimir sinn úr hverri heimsálf- unni. Þama nutu sín texta- og söng- hæfíleikar Þrastar. Leiklistin heillaði alltaf og alltaf var Þröstur að læra, opinn fyrir lífínu og meiri þekkingu. Indíána-heimspekin átti hug hans allan og bam náttúmnnar var hann. Það var sæl minning og fullkomin þegar hann náði að kyssa grund indí- ánanna fyrir tveimur ámm. Þröstur elskaði bæði menn og dýr og varð- veitti til hinstu stundar bamið í sjálf- um sér. Síðustu ferðina til New York fór hann í desembermánuði síðastliðn- um, þá orðinn blindur, en það stopp- aði hann ekki. Hann þráði nærvem kærleiksríkrar fjölskyldu sinnar þar líka, ástvinar síns Don Zanone, sem var honum allt í sjö ár, og hundanna tveggja heittelskuðu, Elvis og Cody. Ég votta kæmm vini mínum Don, Sísí systur minni, Óskari mági og allri þeirra fjölskyldu mína dýpstu samúð og bið Guð að varðveita minn- ingu elsku Þrastar, sem nú er floginn á önnur mið og trúlega lentur hjá ömmu Klöm. En móðurástin býr á „Bjargi“ og breytir aldrei sér. Eva Benjamínsdóttir. Lestin bmnar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Allar raddir óma glaðar, einn ég raula mér; lestin bmnar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker. (Jón Helgason.) Með hinstu kveðju. Hermina, Jón og Sara. Árið er 1982, staðurinn New York. Við tvær vinkonur í spennandi ferð í ókunnri borg. Þá hitti ég fyrst Þröst „frænda“, besta frænda eins og Hermína móðursystir hans var vön að segja. í dag sit ég við eldhúsborðið mitt í Grímsey og hugsa um þennan góða fallega dreng sem hefur kvatt okkur að sinni, svo ungur en samt svo rík- ur af reynslu, svo glaður en samt svo sorgmæddur vegna óyfirstígan- legra veikinda. Svo hamingjusamur með lífíð, þó hann hafi lengi vitað að á morgun ætti hann að deyja. Já, Þröstur var maður lífsins, maður augnabliksins. Hann kunni að varðveita bamið í sér. Stjörnu- bjartur himinn, glampandi sól, úfínn sjór, lítið blóm, fögur tónlist, iðandi stórborg, kertaljós, skrýtið málverk, allt vakti þetta hjá honum undmn og hrifningu bamsins, hreif hann og hélt lífsneista hans logandi langt út fyrir mörk læknisfræðinnar. Árið er 1994, staðurinn Reykjavík. Við Þröstur eigum yndislega, ógleymanlega kvöldstund í góðra vina hópi. Ég kyssti hann þegar ég hitti hann og bað hann að fyrirgefa mér, ég væri svo kvefuð að ég gæti smitað hann. Hann stóð þama falleg- ur sem aldrei fyrr, þrátt fyrir harða atlögu sjúkdómsins. Hann skellihló, þú smitir mig, sagði hann, veistu ekki að þetta hljómar eins og öfug- mæli í mín eyru. En Þröstur var sterkastur þegar hann var veikastur, sterkastur því hann hafði foreldra sína, systkini, ættingja og vini sem borg umhverfis sig. Hann átti ástvin sem elskaði hann heitt og var honum alltaf nálægur, þó í fjarlægð búi. Já, heimili Þrastar á Bjargi var hans mikla bjarg sem aldrei brást i raunum og þess vegna gat hann verið ótrúlega glaður, sáttur og þakklátur lífínu þetta nóvember- kvöld. Spámaðurinn Gibran segir: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlaus- um Öldum lífsins svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ Ég óska Þresti, mínum fallega góða vini, góðrar heimkomu í landinu sem bíður okkar allra, landinu þar sem gleðin, birtan og kærleikurinn að eilífu ríkir. Helga Mattína. Elsku Þröstur minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sísó, Óskar og fjölskylda. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar sem þekktum hann. Díana fvarsdóttir. Ekki veit ég hvað gerist en ein- hvern veginn held ég að núna geti Þröstur, hvenær sem hann vill, breyst í uppáhaldsdrauminn sinn og orðið að kentár og þeyst um í loftköstum Og ég veit ekki þetta með blásvörtu vængina, því Þröstur þurfti aldrei vængi til þess að fljúga. Hann Þröstur hafði þennan ótrú- lega lífskraft sem undanfarin ár hef- ur brotið öll lögmál, því eftir að hann veiktist varð hann eins og flugeldur sem bara heldur áfram að loga og springa út. Og fallegastur, bestur og skemmtilegastur var hann úti í New York núna fyrir jólin, hamingju- samur í heimsókn hjá Don og hund- unum sínum. Þegar ég leit inn hjá honum þá gat hann ekki séð mig lengur og það var hans að hug- hreysta mig og sannfæra mig um að þetta væri hreint ekki svo slæmt, hann væri alveg búin að sjá nóg um dagana og fyrst hann sæi ekki til að mála lengur væri kominn tími til að snúa sér almennilega að músík- inni aftur. í dag þegar við stöndum öll svona gersamlega máttvana gagnvart nátt- úruöflunum, þá hugsa ég um þau orð Þrastar að það væri í rauninni forréttindi að vita um dauða sinn. Aldrei hefur það verið augljósara hvað tíminn er dýrmætur og núna er Þröstur farinn með alla sína hæfi- leika sem ekki gafst tími til að rækta og láta njóta sín. Elsku Don, foreldrar og fjölskylda, við Sveinn og Anna sendum ykkur samúðarkveðjur. Brynhildur Þorgeirsdóttir. + Hjalti Gíslason fæddist í Hvammi á Barða- strönd 5. mars 1923. Hann lést á Borgar- spítalanum 14. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Gisla Gíslasonar bónda og Salóme Guð- mundsdóttur. Systkini Hjalta eru: Guðrún, Hákonía, Gísli, Guðmundur, Gunnar og Pétur, sem lést ungur. Hjalti kvæntist Guðrúnu Erlu Ambjarnardóttir 24. des. 1954 og eignuðust þau einn son, Am- bjöm Gísla, f. 21. jan. 1956, og í DAG kveð ég góðan vin minn Hjalta Gíslason. Hann lauk prófí frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1949. Fyrstu kynni okkar voru 1950, þegar við vorum samskipa á togar- anum Neptúnusi, með Bjama Ingi- marssyni skipstjóra. Það fór ekki á milli mála að þama höfðum við fengið hraustan og harð- duglegan mann sem ekki lét deigan síga, þó á móti blési. Hjalti var frek- ar hijúfur á yfírborðinu, en innifyrir sló gott hjarta. Okkur Hjalta varð fljótlega vel til vina og hélst sú vinátta alla tíð. Leið- ir okkar skildu í bili, þegar ég tók við skipstjóm á togaranum Úranusi 1952, en við höfðum alltaf samband okkar á milil, þegar við vorum saman í landi. Ég kvæntist eiginkonu minni Sig- ríði í júlí 1954 og síðast á sama ári kvæntist Hjalti góðri vinkonu henn- ar, Guðrúnu Erlu, og urðu þá sam- skipti okkar enn nánari. Það var í janúar 1958, að Ella, eins og hún var kölluð af vinum og á hann tvö börn, Esra Má og Erlu. Guðrún Erla lést af slysförum 30. jan. 1958. Seinni kona Hjalta var Helga Pálsdóttir, f. 30. september 1924, dáin 21. febrúar 1979. Helga átti einn son, Pál Ragn- arsson, sem Hjalti gekk í föður stað. Páll var giftur Klöru Gunnarsdótt- ur og eignuðust þau tvö börn, Ragnar Frey og Helgu. Páll lést af slys- förum 1. jan. 1983. Útför Hjalta fer fram frá Ás- kirkju í dag. ættingjum, fór í ferðalag með manni sínum að hún bað okkur hjónin að gæta sonar þeirra meðan á ferðalag- inu stóð, en úr þessari ferð átti hún ekki afturkvæmt og var þetta mikil sorg fyrir eiginmanninn, ættingja og vini. Það varð úr að drengurinn ólst upp hjá okkur til fullorðinsára. Hjalti var um tíma skipstjóri á togaranum Neptúnusi og síðar á Hvalfellinu. Hann fluttist til Patreks- fjarðar ásamt seinni konu sinni Helgu, þar sem hann stundaði útgerð og sjómennsku. Heimili þeirra var á Urðargötu 9. Þangað þótti öllum gott að koma og tekið var á móti fólki með hlýju og myndarskap. Eftir lát Helgu fluttist Hjalti til Reykjavíkur. Helga háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og reyndist Hjalti henni mjög vel, þar til yfir lauk. Hjalti vann í mörg ár hjá Húsa- smiðjunni í Reykjavík og seinustu árin við veiðarfæragerð hjá Skag- flörð. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Hjalta fyrir góða vináttu og sendum öllum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guð blessi minningu Hjalta Gísla- Ólafur Karvelsson. Hann afi er dáinn, eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm sem enginn gat komið í veg fyrir. En hann mun ávallt eiga vísan stað í hjörtum okkar. Ég man fyrst eftir afa þegar hann bjó á Patreksfírði með ömmu en þangað kom ég oft í heimsókn og undi þar hag mínum vel. Ekki má gleyma pökkunum á Smiðjustígnum, því þeir voru ávallt stærstir eins og allt sem viðkemur afa en við systkynin vorum ávallt viss um að afí okkar væri með stærstu hendur í heimi enda var gott að láta hann grípa um sig þeg- ar á reyndi. Hjalti afí hjálpaði okkur mikið við fráfall föður míns, fóstur- sonar hans, en sá atburður varð til þess að við fórum að bralla ýmislegt saman og er ein veiðiferð mér ávallt ofarlega í huga. En í þeirri ferð lærði ég að borða sviðasultu, eins og öll börn fussaði ég við öllum mat án þess að hafa bragðað hann. En afí og Gunnar bróðir hans, sem þá var með, gátu ekki kyngt þesskonar hátt- arlagi svo auðveldlega og ákváðu því að ég fengi hreinlega ekkert að borða fyrr en að hafa tekið að minnsta kosti einn bita. Þráaðist ég við en loks lét hungrið undan. Þetta var einn besti biti sem ég hef á ævi minni tekið því á heimleiðinni var stoppað í öllum sjopum og gefið fijálst val, lifði ég eins og kóngur það sem eft- ir var ferðarinnar og þykir sviðasulta herramannsmatur enn í dag. Afí hafði upplifað margt og vissi svör við öllum spumingum okkar, og bámm við því mikla virðingu fyr- ir honum. Missir hans er mikill en hann mun ætíð lifa í minningu okkar. Mínir vinir fara Qöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rifin skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Fyrir hönd bamabarna, Ragnar Freyr Pálsson. HJALTIGÍSLASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.