Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 42

Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Kærðu þig- kollóttan um þá ... þeir eru bara dónalegir! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 MERKILEGUR LÆKNIR Frá Þorfinni Ómarssyni: KÆRI Sigurður Halldórsson. í bréfi þínu til Morgunblaðsins 19. þessa mánaðar sakar þú Dagsljós um einhliða umfjöllun um tilvísana- kerfí í heilbrigðisþjónustu. Ég trúi því að þú hafir einfaldlega ekki haft athyglina í lagi þegar efnið var sýnt viku áður, aðrar eðlilegar ástæður geta ekki legið að baki. Og ég trúi því líka að einhver mistök hafi átt sér stað þegar fyrirsögn var valin á grein þína í Mogganum — yfírskrift- in „Omerkilegur sjónvarpsþáttur" var hvergi rökstudd í greininni. Hver sá sem opnar Morgunblaðið gerir sér grein fyrir því að það geis- ar stríð um tilvísanakerfið — á milli heilbrigðisráðherra og hóps heilsu- gæslulækna annars vegar og hóps sérfræðinga hins vegar. Skiptar skoðanir I bréfi þínu kemur glögglega fram að þú ert fráleitt hlutlaus í því stríði og kannt því augljóslega illa þegar aðrar skoðanir en þínar fá að koma fram. Hafir þú horft með athygli á umfjöllun Dagsljóss þá veistu jafn vel og ég og aðrir áhorfendur að þar fengu bæði sjónarmið að koma vand- lega fram — með og á móti. Sighvat- ur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, ítrekaði ágæti tilvísanakerfis, en Auðólfur Gunnarsson, kvenlæknir, fann á því ýmsa vankanta. Eitthvað virðist þú móðgast yfir því ekki var talað við heimilislækni, en það hefur ekkert með hlutleysi að gera. Ég ræddi við fjölda heimilislækna í síma, en þeir vildu ekki koma í viðtal af ótta við að ýfa deilur á milli starf- stétta — töldu m.ö.o. vænlegra að Sighvatur svaraði fyrir tilvísanakerf- ið. Semsagt, það sem máli skiptir: það var rætt við fulltrúa með og á móti tilvísanakerfi. Þú bætir reyndar við efasemdum um hlutleysi okkar þegar rætt var við fólk á læknastofum. Staðreyndin var sú að á þessum tyeimur lækna- stofum, sem báðar hafa á að skipa fjölda heimilislækna og sérfræðinga, voru 20-30 manns og skoðanir þeirra voru afar einhliða: gegn tilvís- anakerfi. Auk þess var önnur kvenn- anna sem rætt var við á leið til heimil- islæknis en hin leitaði til sérfræð- ings, sem breytti þó ekki samstiga skoðun þeirra (fleiri vildu ekki fyrir nokkum mun opinbera þörf sína á læknisþjónustu og ber að virða það). í bréfi þínu segir þú að aðal- ástæða fyrir því að þú kallir Dagsljós ómerkilegan • sjónvarpsþátt sé „hræðsluáróður" Auðólfs Gunnars- sonar um að það gæti verið lífshættu- legt að hafa ekki beinan aðgang að sérfræðingum. Hér þykir mér deila ykkar heimilislækna og sérfræðinga hafa tekið undarlega stefnu. Á nú að kenna einum fjölmiðli um það að önnur skoðun en ykkar heimilislækna komi fram, jafnvel þótt ráðherrann hafi svarað þeirri gagnrýni af fullum þunga? Báðar hliðar sýndar Að lokum þetta: Það hlýtur að vera göfugasta hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um málefni líð- andi stundar á hlutlausan hátt og sýna jafnan báðar hliðar á deilumál- um. Sjálfur hef ég heyrt nokkur lang- lokuútvarpsviðtöl við aðeins annan deiluaðila í tilvísanamálinu síðustu tvær vikur, en ummælum þínum um einhliða umfjöllun í Dagsljósi er hér með vísað algerlega á bug. Það er alþekkt að stjórnmálamenn, sem renna til á hinu pólitíska svelli, saka gjaman fjölmiðla um ofsóknir. Sá sem stendur í hringiðu deilumála sér oft ekki nema aðra hlið á málinu og nægir þá ekki að hún komi fram, heldur skulu aðrar skoðanir brott- rækar úr umræðunni. En eins og ég sagði í upphafi trúi ég að svo hafi ekki verið í þínu tilfelli, heldur býst ég frekar við að þú hafir einfaldlega ekki séð eða heyrt allt efnið. Ef svo er skal ég senda þér það um hæl. í mestu vinsemd, ÞORFINNUR ÓMARSSON, Dagsljósi. Bensínstöð á Elliðaárbakka? Frá Birnu Bjarnleifsdóttur: ÉG LÝSI hér með mótmælum mínum við byggingu á fyrirhugaðri bensín- stöð við Stekkjarbakka þ.e. á bökk- um Elliðaánna. Fyrir u.þ.b. áratug mótmælti ákveðinn hópur fólks hér í borg byggingu brúar yfir Elliðaárn- ar. Það segir sig sjálft að byggingu bensínstöðvar á árbakkanum er miklu áhættumeira uppátæki út frá sjónarmiði umhverfisverndar. Eins og umferð er nú um Stekkj- arbakka eiga íbúar í Stekkjahverfi í töluverðum erfiðleikum með að kom- ast akandi út úr hverfinu. Bygging bensínstöðvar á þessum stað myndi ekki bæta úr þeirri umferðarteppu sem oft verður, sérstaklega á morgn- ana og síðdegis. Ég tek ekki afstöðu til þess hvort leyfa eigi erlendu fyrirtæki að reisa bensínstöðvar í Reykjavík, en ég undrast stórlega að nokkrum manni skuli detta í hug áð ætla bensínstöð stað á bakka Elliðaánna, þessari perlu Reykvíkinga sem varla á sinn líka í heiminum. Auk þess er bensín- stöð í aðeins 100 m fjarlægð frá þeim stað sem þessi erlenda stöð er fyrirhuguð. Ég skora á borgaryfirvöld að hætta við úthlutun lóðar fyrir bens- ínstöð við Stekkjarbakka. Ég skora einnig á íbúa í Stekkjahverfi að senda skrifleg mótmæli til skrifstofu borg- arverkfræðings að senda skrifleg mótmæli til skrifstofu borgarverk- fræðings fyrir 22. janúar nk. BIRNA BJARNLEIFSDÓTTIR, Brúnastekk 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.