Morgunblaðið - 24.01.1995, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.01.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 43 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Opið bréf til þín Frá Guðrúnu G. Jónsdóttur: HÖRMULEGIR atburðir hafa gerst, lítið sjávarþorp hefur á örskömmum tíma orðið fyrir óbætanlegum áföllum af náttúruhamförum, sömu sögu er að segja frá Grund í Reykhólasveit. Víða annars staðar bíður fólk milli vonar og ótta meðan óveður ganga yfir og þorp og kauptún klúka utan í fjallshlíðum ljós- laus í skamm- degismyrkrinu. Þetta sker í hjörtu allrar þjóð- arinnar. Bréfritari hef- ur eins og aðrir landsmenn, fylgst grannt með frásögnum af þessum voðaatburðum og telur sig hafa getað lesið ákveðin aðalatriði milli línanna. í fyrsta lagi ótrúlegt þrek og æðru- leysi heimamanna og sannast þar hið fomkveðna: „Mikilla sanda, mikilla sæva, mikil eru geð guma.“ í öðru lagi stór hópur sérþjálfaðs fólks úr hjálparsveitum sem leggur á sig líkamlegt og andlegt erfiði til að bjarga mannslífum. í þriðja lagi sjómennimir sem komu til hjálpar skipunum sínum, og reynd- ar era alltaf í meiri hættu en aðrir við_ vinnu sína. í fjórða lagi hópur fólks sem nefn- ist áfallahjálp og sinnir andlegum áföllum fólks sem verður fyrir sáram missi og hjálparsveitarfólki sem verð- ur fyrir þeirri beisku reynslu á stund- um að ekki er hægt að bjarga manns- lífum þó allt sé reynt sem hægt er. Fjölmiðlafólk hefur einnig staðið sig mjög vel. Ríkisstjómin hefur nú í fyrsta sinni það ég veit, sent þakklæti til þeirra er taka þátt í björgunarstörfum, með orðum. Er nú ekki tímabært að orðum fylgi athöfn? Hjálparsveitir þurfa mikinn og dýran útbúnað bæði í stofnkostnaði og viðhaldi. Hver einstaklingur í sveitunum þarf einnig sérstakan út- búnað sem duga þarf við misjafnar aðstæður. Það er einnig sjaldan minnst á það að útköll hjálparfólks era flest á kostnað vinnuveitenda þeirra sem vinnutap. Bréfritari hefur reyndar heyrt suma vinnuveitendur telja sér til gild- is að hafa slíkt fólk í þjónustu sinni. Nýliðin era áramót. Það er gaman okkar hér á landi að skjóta upp flug- eldum og hafa áramótabrennur, stemmningsstundir sem engu líkjast. Smásálarlegar raddir nöldurskjóða heyrðust tala um hvað hægt væri að gera fyrir milljónirnar sem væra sprengdar í loft upp. Hjálparsveitir margar hafa um áratuga skeið haft flugeldasölu sem einu fjáröflun sína og þeir sem þar versla geta ánægðir glatt sig við að hafa lagt ómissandi starfí lið. Ráðamenn ættu nú að sjá sér leik á borði og koma því í kring að hjálpar- sveitir fái einar að sitja að þessari fjáröflun. Bréfritari minnist bernsku sinnar og æsku í litlu sjávarþorpi ekki ýkja langt frá Súðavík, og telur sér reynd- ar til gildis að vera fædd og uppalin í slori og físki. Minnist leikja barna á grænum grundum og í skeljafjöru við bláan fjörð, einnig ógna skamm- degis sem vara í næstum fimm mán- uði á ári án þess að sjáist til sólar, minnist andvökunátta þegar óveður hvein í ijöllunum og sjómennirnir voru í hættu, minnist foreldra sinna og forfeðra sem kunnu að þreyja þorrann og góuna af æðruleysi, minn- ist samstöðu fólks og samhjálpar þegar eitthvað bjátaði á, er þakklát fyrir að vera afkomandi fólks sem „lifði af“. Skrifað á andvöku óveðursnótt. GUÐRÚN G. JÓNSDÓTTIR (Edda). Upplýsmgar um Internettengingu við Morgunblaðið Vegna fjölda fyrirspurna varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftir- farandi áréttað: Tenglng vlA heimasíðu Morgunblaðsíns Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina: http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýs- ingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina: http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og veya Morgunblað- ið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldslaus til 1. febrúar nk. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Int- ernetið noti netfangið mb/@céntrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýs- ingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sending- ar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kem- ur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k.14400 baud-mótald fyr- ir Netscape/Mosaic tenging- ar. Hægt er að nota afkasta- minni mótöld með Gopher- forritinu. - kjarni málsins! Jockey THERMAL nærfötin eru úr tvöföldu efni. Innri hluti efnisins er til helminga úr polyester og viscose en ytri hlutinn er úr hreinni búmull. Þetta tryggir THERMAL nærfötunum einstaka einangrun og öndun. Athugid. Fást nú einnig langerma. lHniÉMiil Söluaðilar: Andrés Skólavördustíg • Ellingsen Ánanaustum Fatalinan Skeifunni • Herrahúsið Laugavegi Ragnar herrafataverslun Laugavegi Fjarðarkaup Hafnarfirði • Kaupfélag Suðurnesja Miðvangi Hafnarfirði • Vöruland Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Apótek Ólafsvíkur • Kaupfélag Vestur- Húnvetninga Hvammstanga • Vísii Blönduósi Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Viðar Sigurbjörnsson Fáskrúðsfirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Hornafirði Grund Flóðum • Vöruhús K Á Selfossi Palóma Grindavík Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 91-24333 UOCKEV lcewear (2&teiL vegna flutninga Allar Coral bómullarpeysur seldar á kr. 900,- Eldri lagerar af ýmsum vörum á mjög hagstæðu verði kr. 100-2.000. Útsalan stendur aðeins dagana 24. janúar- 1. febrúar. OPNUM í DAG lcewear, Smiðsbúð 9, 212 Garðabæ [SlSBíH^p^^VnnTSxiiiBniili Opnunartími kl. 12.00-18.00 - laugard. kl. 10.00-16. (J) Komib og gerib fróbær kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.