Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
a Viltu auka afköst í starfi um alla ffamtíð?
£0 Vihu margfelda afköst í námi um alla fiamtíð?
0 Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt við einhverri ofangreindra spuminga skaltu
skrá þig strax á næsta hraðlestramámskeið sem laust er á.
Skráning I símum 564-2100 og 564-1091
IIRAÐI JESmRARSKÓL JNN
Tónleikar
Tónlistarskólans í Reykjavík og
Sinfóníuhljómsveitar íslands
í Háskólabíói fimmtudaginn 26. janúar kl. 20.00.
Einleikarapróf: Sigurður Bjarki Gunnarsson, sellóleikari, Sigurgeir
Agnarsson, sellóleikari, Stefán Ragnar Höskuldsson, flautuleikari,
og Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Miðaverð kr. 500,
kr. 250 fyrir nemendur.
Sala aðgöngumiða á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar íslands,
Háskólabíói við Hagatorg, og við innganginn.
Fjölskyldu-
kvöld
áPi zza Hut
Þriðjudagskvöld
kl. 18:30 - 21:00
Hlaðborð rneð þremur
tegundum af pizzurn,
heitum pastarétti,
brauðstöngum
og salatbar.
Verð kr. 790
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Góð þjónusta í Sautján
OFT er haft á orði að ís-
lendingar séu lítt þjónustu-
lundaðir. Fólk getur geng-
ið á milli verslana án þess
að afgreiðslufólk sýni vott
af áhuga á að aðstoða það
á nokkum hátt. Einkum
hefur þetta verið nefnt
þegar afgreiðslufólk tísku-
verslana ber á góma.
En sem betur fer eru til
undantekningar á því sem
öðru. Langar mig að nefna
sem undantekningu af-
greiðslufólk verslunarinn-
ar Sautján, bæði á Lauga-
vegi og í Kringlunni.
Sl. haust ætlaði undirrit-
uð að kaupa sér alklæðnað
og tölti því með dóttur
sinni niður á Laugaveg til
að líta í verslanir. Undan-
tekningarlaust var af-
greiðslufólk áhugalaust
með öllu eða hafði eitthvað
betra annað að gera en að
aðstoða okkur.
Ætlaði ég að hætta við
allt saman en að áeggjan
dótturinnar var þó farið inn
í verslunina Sautján. Bar
þá allt í einu við að einstak-
lega ljúft afgreiðslufólk
var tilbúið til að aðstoða á
allan máta. Þegar ég hafði
sagt hvað ég hafði í huga
var allt tínt til sem til
greina kom, og ef flíkin
passaði ekki nákvæmlega
var mér tjáð að hún yrði
saumuð til þar til hún pass-
aði. Þetta endaði með því
að út var farið með þó
nokkra poka fulla af föt-
um.
Síðan þá hef ég beint
mínum viðskiptum til þess-
arar verslunar, bæði á
Laugavegi og í Kringlunni,
og höfum við mæðgur allt-
af fundið eitthvað við
beggja hæfi.
Undirrituð hefur ekkert
legið á þessum upplýsing-
um við vini og ættingja
sem sumir hveijir búa úti
á landi og hafa þeir einnig
beint sínum viðskiptum til
þessarar ágætu verslunar
með góðum árangri. Sér-
staklega langar mig til að
þakka Gyðu sem starfar í
Sautján í Kringlunni fýrir
Ijúft viðmót.
Verslunareigendur ættu
að hafa það í huga, að vilji
þeir fá fólk til að versla
við sig er lágmark að þeir
taki eftir viðskiptavinun-
um.
Anægður
viðskiptavinur
Gæludýr
Köttur
á þvælingi
SVARTUR og hvítur kött-
ur hefur verið á þvælingi
í Greni- og Furubyggð í
Mosfellsbæ sl. viku. Kann-
ist einhver við gripinn er
hann vinsamlega beðinn
að hafa samband í síma
666821.
Kettir
SVÖRT og hvít tveggja
mánaða svört og hvít læða
og ársgamall fressköttur
fást gefíns á góð heimili.
Þau eru bæði falleg og
góð. Upplýsingar í síma
627398.
Trýna er týnd
TRÝNA er grá og hvít eins
ár læða sem fór á heiman
frá sér 13. nóvember sl.
Þeir sem geta gefið upp-
lýsingar eða vita eitthvað
um afdreif hennar eru
beðnir að hafa samband
við Ragnildi í síma 676675
eða upp í Kattholt í síma
672909.
Hefur nokkur séð Brand?
BRANDUR er ógeltur brún/drapplitur högni, bröndótt-
ur með hvítt bijóst og hvíta sokka. Hann fór að heim-
an 2. janúar sl. og er sárt saknað. Allar upplýsingar
eru vel þegnar í síma 666880 eða 666885.
Stöðumynd
39. - Rf4! (Glæsileg- j
ur vinningsleikur) 40.
gxf4 - gxf4 (Með þre- '
faldri hótun! 40. - . » . • . , „ „
Bxg4, 40. - Rg5 og 40. skákina af Nigel Short og í
- fxe3. Hvítur ræður ekki fyrri skák Rússanna Evgenís
við allt þetta.) 41. Hg2 — Barejevs og Aleksanders Kha-
Rg5, 42. De2 - Hxh3+ 43. lifmans hafði sá fyrmefndi
Kgl - Bxg4 44. Dxg4 - betur.
skák
Umsjðn Margeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á Ho-
ogovens útsláttarmót-
Hollandi sem nú stendur •
yfir. Rússinn Brodsky
(2.535) var með hvítt 7
en hollenski stórmeist-
arinn Jeroen Piket
(2.670) hafði svart og •
átti leik.
Hxe3 (Hvítur er tveimur peð-
um undir með gertapaða
stöðu en tefldi samt nokkra
leiki til viðbótar:) 45. Dd7+
- Df7 46. Dxb5 - Da7 47.
Khl - Hxc3 48. Hh2 -
Haa3 og hvítur gafst upp. í
undanúrslitum á mótinu vann
Rússinn Aleksei Drejev fyrri
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveqi skrifar...
Athyglisverð frétt birtist í Tím-
anum sl. laugardag. Þar
sagði frá því, að risnukostnaður
Reykjavíkurborgar hafí lækkað á
síðari hluta ársins um 6 milljónir
króna frá fyrri hluta ársins. Þessi
kostnaður hefði numið 11 milljón-
um króna á síðari hluta ársins en
17 milljónum á fyrri hluta þess.
Þá kom einnig fram, að kostnaður
við blómasendingar hefði lækkað
úr 820 þúsund krónum á fyrstu
sex mánuðunum í 340 þúsund
krónur.
Þegar fjölmiðlar eða almenning-
ur gerir athugasemdir við kostnað-
arliði af þessu tagi hefur það verið
föst regla hjá stjórnmálamönnum
að segja sem svo, að þetta séu
hvort sem er svo lágar tölur, að
þær skipti engu máli í heildar-
myndinni. Þetta sögðu ráðherrar
og þingmenn úr öllum flokkum t.d.
um ferða- og risnukostnað ríkisins
þar til í ljós kom, að þessi kostnað-
arliður nam hátt á annan milljarð
króna.
Lækkun á þessum útgjöldum
Reykjavíkurborgar er fjöður í hatt
R-listans og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, borgarstjóra, vegna
þess að ætla má, að þeir sem fara
vel með „litlar" upphæðir af þessu
tagi geri það einnig, þegar um
stærri tölur er að ræða. Ríkið,
önnur sveitarfélög, opinberar
stofnanir og fyrirtæki ættu að taka
þessar sparnaðaraðgerðir vinstri
meirihlutans í Reykjavík sér til
fyrirmyndar. Jafnframt verður
mjög eftir því tekið, hvort hinum
nýju valdamönnum í Reykjavík
tekst að halda þessum niðurskurði
út lqörtímabilið.
xxx
að er mjög almenn skoðun, að
fjölmiðlanávígið, sem stjórn-
málamenn standa í stytti „pólitískt
æviskeið" þeirra til muna. Fólk
verði einfaldlega þreytt á þeim,
sem sí og æ eru í fjölmiðlum. Þetta
á ekki sízt við um ljósvakamiðlana.
En þetta vandamál stjómmála-
manna er einnig umhugsunarefni
fyrir aðra þá, sem gegna störfum
og trúnaðarstöðum í félagsmála-
hreyfíngum, sem beina athygli fjöl-
miðla að þeim. Fólk á að varast
að vera of mikið í fjölmiðlum.
Umhverfíð verður mjög fljótt
þreytt á sömu andlitunum. Menn
geta eytt „innistæðum" sínum á
ótrúlega skömmum tíma með því
að baða sig um of í sviðsljósinu.
xxx
Sígilda útvarpsstöðin, sem Jó-
hann Briem og Markús Öm
Antonsson settu á stofn fyrir
nokkrum mánuðum og sendir nú
út allan sólarhringinn er merkileg
viðbót við þá útvarpsstarfsemi,
se'm hér var fyrir. Það verður fróð-
legt að sjá, hvemig útvarpsstöðin
kemur út í hlustendakönnunum.
Alla vega er ljóst, að Ríkisútvarpið
hefur hér fengið harðari keppinaut
en einkareknu útvarpsstöðvamar
hafa verið hingað til og er þá átt
við „gömlu gufuna". Vonandi átta
auglýsendur sig á því, að þeir geta
náð til annars konar hóps með því
að auglýsa á sígildu útvarpsstöð-
inni. Þeir félagar hafa hins vegar
markað ákveðin þáttaskil í út-
varpsstarfsemi hér með þessu
framtaki.