Morgunblaðið - 05.02.1995, Page 40

Morgunblaðið - 05.02.1995, Page 40
40 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR BANDARÍSKI FÓTBOLTINN Steve Young, leikstjórnandi San Francisco, í sviðsljósinu eftir sigur liðsins í NFL Fór óvenjulega leið á toppinn Steve Young, leikstjórnandi San Francisco 49ers, var í sviðsljósinu eftir 49:26 sigur Iiðs- ins gegn San Diego Chargers í úrslitaleik NFL-deiIdarinnar í bandaríska fótboltanum um síð- ustu helgi. Young var kjörinn besti leikmaður úrslitaleiksins og var kominn á efsta stall en leið hans þangað var óvenjuleg. Sendingar Youngs, sem er 33 ára, voru óaðfínnanlegar sl. sunnudagskvöld og í kjölfar þeirra komu sex snertimörk sem er met í úrslitaleik. Samheijar hans sögðu hann einn besta leik- stjómanda allra tíma en fyrir 10 árum gaf hann NFL upp á bátinn og fór að leika með Los Angeles Express í USFL-deildinni sem varð ekki langlíf. Þaðan fór hann til Tampa Bay Bucaneers, eins slakasta liðs í sögu NFL-deildar- innar, en var síðan keyptur til San Francisco sem eftirmaður Joes Montanas. Stöðugt var talað um hann sem arftaka Montanas, varamann Montanas og það var ekki fyrr en eftir úrslitaleikinn um síðustu helgi sem hann fékk almenna viðurkenningu þó hann hafi verið besti leikstjómandi deildarinnar undanfarin fjögur ár. Young viðurkenndi að ferillinn væri undarlegur með tilliti til þess að ekki hefði verið um marga meistaratitla að ræða og lengi vel lítið um „alvöru“ fót- bolta. „En miðað við hveiju það skilaði sem á undan hefur gengið vildi ég fara sömu leið aftur. Jafnvel þó hún hafi verið furðuleg og fáránleg á stundum lít ég á ferilinn með hrifningu. Ég hef kynnst mörgum leikmönnum og öðrum á leiðinni og margir þeirra em enn góðir vinir mínir en er það ekki það sem þetta snýst um þegar öllu er á botninn hvolft? Ég hef eignast meistarahringinn en vinskapurinn helst og hann skiptir mestu máli." Young þakkaði samheijum sínum hlý orð en sagði jafnframt að þungu fargi væri af sér létt vegna þess að liðið stóð undir óvenju miklum væntingum sem voru gerðar til liðsins áður en tímabilið hófst. „Það er ólýsanleg tilfinning að vera kjörinn besti leikmaður úrslitaleiksins og menn geta rétt ímyndað sér vell- íðan leikmannanna eftir að hafa náð takmarkinu sem stefnt var að og kunngjört á sínum tíma. Það var um tvennt að velja — frábæran árangur eða hátt fa.ll. Okkur tókst að leika mjög vel, lékum jafnvel betri leik en áður hefur sést og ég er ánægður með að það gerðist í sjálfum úrslita- leiknum. Sennilega er það mesti heiðurinn sem féll okkur í skaut.“ Leikstjömandinn er kominn á stall með þeim bestu í sögunni en hann vildi lítið gera úr því og var frekar með hugann við næsta tímabil. „Það er spennandi að geta talað um að endurtaka leik- inn og fyrir mig hefur það mikla þýðingu að leika aftur til úrslita. Það þýðir endurtekningu sem hefur mikið að segja.“ 100% sendingar Reuter STEVE Young, leikstjórnandi San Franclsco 49ers, lét mótherj- ana frá San Diego ekkl trufla slg og kastaði boltanum óað- flnnanlega á samherja í úrslltaleiknum um síðustu helgi. KORFUKNATTLEIKUR || KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Tugmilljóna samningur Mansells Penske í fyrra og vann marga sigra í þýsku meistarakeppninni í kappakstri fyrir raðframleidda bíla. Reynsla Mansells mun skipta McLaren mikiu máli, en liðið átti í vandræðum í fyrra af tæknileg- um ástæðum. Mika Hakkinen mun aka á móti Mansell i McLar- en liðinu. „Mér finnst ég í topp- formi, þó ég sé orðinn fertugur. Sigurviljinn ólgar enn í æðum mínum,“ sagði Mansell við undir- ritun samningsins við McLaren fyrir helgina, en hann er elsti Formula 1 ökumaðurinn, sem enn keppir og hefur unnið 31 sigur á ferlinum. „McLaren hungrar í sigur eftir mögur ár og ef nýji bíllinn er jafngóður og ég vona, þá hef ég fulla trú á að ég geti unnið heimsmeistaratitilinn í ár“, bætti Mansell við. Morgunblaðið/Bjarni Bikarmeistarar Grindvíkinga GRINDVÍKINGAR urðu blkarmeistarar karla í körfuknattlelk um síðustu helgi eftir sigur á Njarðvík- ingum. Meistararnir eru á myndfnnl; aftarl röð frá vinstri: Dagbjartur Willardsson, aðstoðarþjálf- arl, Ægir Ágústsson, formaður körfuknattlelksdelldar, Ágúst Bjarnason, Marei Guðlaugsson, Guð- finnur Friðjónsson, Franc Booker, Nökkvi Már Jónsson, Pétur Guðmundsson og Unndér Sigurðs- son. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Skúlason, Guðmundur Bragason, fyrirllði, Helgi Jónas Guðfinns- son, Bergur Hlnriksson, Stelnþór Helgason og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari. Knicks burstaði Philadelphia Patrick Ewing skoraði 30 stig leikhluta. Starks gerði fímm 3ja Chris Webber lék með Washing- og tók 15 fráköst er lið New stiga körfur í leiknum. ton í fyrsta sinn síðan 22. desem- York Knicks burstaði heimamenn í úrslit leikja í fyrrinótt urðu annars þessi: ber — hefur verið meiddur — en Philadelphia 76ers, 106:86, í NBA Charlotte - Milwaukee....117:98 liðið tapaði þó fyrir Miami. Hann deildinni aðfararnótt laugardags. Indiána-Oriando..118:106 gerði 17 stig en Billy Owens gerði rdkjum.ar 17' SÍgUr NeW Y°rk ’ 19 SS-M^:::::::::95;1o5 30 fyrir gestina og Matt Geiger 21. john starks átti einnig mjög ^^a!Srtia:d:::::::::97:ii2 Mufy2°^es.^erði 23 góðan leik í lið Kmcks; gerði alls Dallas - San Antonio.103:114 stlF fynr Charlotte 1 signnum á 24 stig, þar af gerði hann 15 af GoldenState-LaClippers...106:89 Milwaukee, sem er það mesta sem síðustu 17 stigum liðsins í fjórða LA Lakers - Denver........74:88 hann hefur skorað í vetur. BRESKI Formula 1 ökumaðurinn Nigel Mansell hefur skrifað undir samning við McLaren kappákst- ursliðið eftir talsverða reki- stefnu. Talið er að laun Mansells fyrir keppnistímabilið séu allt að 10 milljónir dollara, eða 670 millj- ónir íslenskra króna. Þessi upp- hæð er fyrir utan auglýsingatekj- ur hans á tímabilinu. Mansell ók fyrir Williams í lok síðasta árs, en eftir miklar vanga- veltur ákvað Frank Williams að ráða Bretann David Coulthard í stað Mansells við hlið landa hans Damons Hills. Báðir eru mun yngri en Mansell, sem er 41 árs gamali og Coulthard þykir mikið efni, aðeins 23 ára gamall. Engu að síður vann Mansell síðustu keppni liðins árs, þegar Hill tap- aði fyrir heimsmeistaranum Mie- hael Schumacher eftir árekstur eins og frægt varð. Bretinn Jo- hnny Herbert mun aka með Schumacher fyrir Benetton. Sem fyrr munu Jean Alesi og Gerhard Berger aka fyrir Ferr- ari. Ný öflug Peugeot vél í Jord- an keppnisbílum Eddie Irvine og Rubens Barrichello gæti fært þeim nær toppnum og að sama skapi þykir líklegt að Heinz Har- ald Frentzen og Karl Wendlinger á Sauber verði skæðir með sams- konar Ford vél um borð sem Schumacher notaði í fyrra. Be- netton er nú komið með vél frá Renault, sömu útfærslu og Will- iams notar að nýju. Mercedes munu sjá McLaren liðinu fyrir vélum, en öflug vél er stór þáttur í velgengni liðanna í Formula 1. Mercedes hefur mikla reynslu í smíði keppnisvéla, varð m.a. meistari í Indy kappakstri með Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögmvaldsson Mansell BRETINN Nigel Mansell er 41 árs stórefnaður ökumaður. Tallð er að samningurlnn vlð McLaren færi honum allt að 10 milljónum dollara í árslaun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.