Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forysta kennarafélaganna svartsýn á framhald viðræðna Árangurslausir samninga- fundir að mati beggja SNR telur kröfur kennara þýöa yfir 40% hækkun launakostnaðar SAMNINGAFUNDIR samninga- nefndar ríkisins (SNR) og kennarafé- laganna sem haldnir voru um helgina voru árangurslausir að mati beggja deiluaðila. Ríkissáttasemjari átti fundi með aðilum málsins í gær og var ákveðið að boða til samninga- fundar í dag kl. 13.30. Buðu breyttan vinnutíma og 7% hækkun launaútgjalda Á fundi um helgina lagði SNR fram nánari útlistun á tilboði sínu frá því í seinustu viku um breytingar á skólastarfi og vinnutíma kennara, sem talið er fela í sér 500 millj. kr. viðbótarlaunakostnað árlega eftir að breytingamar væru komnar að fullu til framkvæmda en það jafngildir um 7% hækkun iaunaútgjalda ríkisins til kennara. Gerði samninganefnd ríkis- ins ráð fyrir að þessar breytingar kæmu til framkvæmda í þremur áföngum, 1. ágúst ár hvert, 1995, 1996 og 1997, að sögn Þorsteins Geirssonar, formanns SNR. Kennarar vilja breytingar á grunnkaupi Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, sagði að í tillögum samninganefndar ríkisins væri gert ráð fyrir að fjölga kennslu- dögum um 12 og binda allan vinnu- tíma kennara í skólunum á töflu. Þessi 12 daga fjölgun á starfstíman- um hefði í för með sér að átta starfs- dagar yrðu bundnir á sumartíma en dagar eins og 1. desember, öskudag- ur og fyrsti þriðjudagur eftir páska yrðu fastir starfsdagar kennara í skólum. Þessu höfnuðu kennarafélögin en þau leggja ríka áherslu á að tekið verði á grunnlaunum kennara. „Ég er frekar svartsýnn á stöðuna núna, sagði Eiríkur. Verðmætasköpun í skólunum verði efld „Það þokaðist lítið í dag,“ sagði Þorsteinn Geirsson eftir viðræðumar sem fram fóru í gær. Hann sagði að kennarafélögin hefðu tekið hug- myndum SNR víðsfjarri en hefðu þó ekki komið fram með neinar tölur á móti. „Þeir hafa ekki hreyft sig á nokkum hátt frá sínum upphaflegu kröfum, sem við metum upp á yfir 40% og þeir hafa ekki gert neinar athugasemdir við það mat,“ segir Þorsteinn. „Við vonuðumst til þess að útspil af þessu tagi, um að efla verðmæta- sköpunina í skólunum, gæti verið út- gangspunktur og lykill að lausn. Ég vil ekki örvænta um að þessi aðferð geti orðið að lausn, því ég sé ekki hvemig maður getur í raun aukið launakostnað nema með því að fá meiri verðmætasköpun á móti þegar til lengri tíma er litið,“ sagði hann. 'Vi I ” m.., ■ é Kf : ***' tm %w W* * T 'MWÉim ** á Samkomu- lag FÍA og Atlanta SAMKOMULAG um lausn ágrein- ings Atlanta hf., Fijálsa flugmanna- félagsins og Félags íslenskra flug- manna var staðfest á skrifstofu sam- gönguráðherra í gær. Að sögn Amgríms Jóhannssonar, eiganda Atlanta, er hér um að ræða staðfestingu á samkomulagi aðilanna fyrir áramót. Samgönguráðuneyti sé falið úrskurðarvald í ágreiningi sem upp kunni að koma. Amgrímur sagði skilning manna á samkomulaginu hafa verið á reiki en samgönguráðherra hefði skorið úr um þau atriði. Hann kvaðst líta svo á að sinn skilningur hefði verið staðfestur. Nú væri búið að slíðra sverðin og málalokin viðunandi. Aðspurður um hvort hann væri hættur við að flytja starfsemina úr landi sagði Arngrímur að það væri ótengt þessu máli. Kveikjan að því að flytja starfsemina úr landi hefði þó verið deilan við FÍA. Allir fá vinnu Deilan milli FÍA og Atlanta sner- ist fyrst og fremst um það hvort flug- menn í FLA ættu að njóta forgangs til starfa hjá Atlanta samkvæmt starfsaldurslista. Amgrímur segir að nú sé ekki þörf á forgangslista því allir flugmennimir fái vinnu. í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að samkomulagið feli í sér ákvæði um vinnutilhögun og skilning á þeim samningum sem Atlanta hf. gerði í haust við FFF og FÍA. „Ég lít svo á að það sé kominn á friður og á ekki von á öðm. Ég vona svo sannarlega að hann haldist," sagði Kristján Egilsson. ------» ♦ ♦----- Sveit Zia sigraði SVEIT Zia Mahmood sigraði í sveita- keppni Bridshátíðar sem lauk á Hót- el Loftleiðum í gærkvöldi. í tvímenn- ingskeppninni sigruðu Bjöm Ey- steinsson og Aðalsteinn Jörgensen. Zia og félagar hlutu 196 stig af 250 mögulegum í sveitakeppninni. í öðru sæti varð sveit Samvinnuferða- Landsýnar með 188 stig og í 3.-4. sæti Tryggingamiðstöðin og Nor- egur-ísland með 184 stig. ■ Glæsilegur lokasprettur/47 Mótmæla verkfalli og vilja sam- inga strax HÁTT í þijú þúsund framhalds- skólanemar komu saman á Ing- ólfstorgi síðdegis í gær til að mótmæla yfirvofandi kennara- verkfalli. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra, Elna K. Jónsdóttir for- maður Hins íslenska kennarafé- lags og Eiríkur Jónsson formað- ur Kennarasambands íslands veittu viðtöku listum með undir- skriftum á annan tug þúsunda nemenda sem skora á stjórnvöld og stéttarfélögin að semja strax. - Daníel Svavarsson formaður Félags framhaldsskólanema flutti ávarp og benti meðal ann- ars á að kennarar yrðu ekki ein- ir um að leggja niður vinnu, ef til verkfalls kæmi gerðu 60.000 nemendur slíkt hið sama, eða um fjórðungur þjóðarinnar. Undirskriftalistarnir voru af- hentir í þririti og var það gert að sögn fulltrúa nemenda til Morgunblaðið/Sverrir FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra, Elna K. Jónsdóttir for- maður HIK og Eiríkur Jónsson formaður KÍ tóku við undir- skriftum hátt í tuttugu þúsunda framhaldsskólanema í gær, sem skora á deiluaðila að semja strax. marks um það að nemendur gerðu sér grein fyrir sjónarmið- um allra. Sagði Daníel að kennar- ar yrðu að gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu en einn- ig væri tími til kominn fyrir ríkis- stjórnina að borga kennurum þau laun sem þeim sæmdi fyrir vinnu sína. Skilja ekki gildi menntunar Telja nemendur að ráðamenn hafi afhjúpað skilningsleysi sitt á gildi menntunar og vilja benda á að með þau skilaboð í fartesk- inu gengju þeir að kjörborðinu í vor. Var ennfremur vakin at- hygli á skilningsleysi deiluaðila á sjónarmiðum nemenda sem margir ættu yfir höfði sér að árangur þeirra yrði eyðilagður og þeir gætu ekíd útskrifast í vor. Margir hveijir hefðu þurft að taka afleiðingum þriggja verk- falla á námsárum sínum en eng- um dytti í hug að tala um rétt nemenda. Andlát JÓNAS G. RAFNAR LÁTINN er í Reykjavík Jónas Gunnar Rafnar, fyrrum alþingismaður og bankastjóri, á sjö- tugasta og fimmta ald- ursári. Jónas fæddist á Ak- ureyri 26. ágúst 1920, sonur Jónasar Rafnar yfírlæknis á Kristnes- hæli og konu hans Ingi- bjargar Bjamadóttur Rafnar. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1940 og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla ís- lands 1946. Árið 1949 var Jónas kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat á þingi fram til ársins 1971, fyrst sem þingmaður Akureyringa,' en síðar Norðurlandskjördæmis eystra, síð- asta kjörtímabilið sem forseti efri deilar þingsins. Jónas gegndi fjöl- mörgum túnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Jónas G. Rafnar var settur banka- stjóri Útvegsbanka íslands 15. sept- ember 1961 og aftur 14. nóvember 1963 og þar til hann var ráðinn bankastjóri bankans 16. marz 1967. Frá 1958 til 1962 var hann bæjar- fulltrúi á Akureyri og sat í bæjarráði, átti sæti í stjóm Laxárvirkjunar 1956 til 1961, í stjóm Útgerðarfélags Akur- eyringa 1958 til 1960, í sfldarútvegsnefnd frá 1953 til 1955, flugráði 1955 til 1963, banka- ráði Seðlabankans frá 1961 til 1963, var for- maður Lánasjóðs sveit- arfélaga frá stofnun 1966-1983, átti sæti í stóriðjunefnd, var í stjóm Fiskveiðasjóðs frá 1967 til 1973 og sat einnig í stjóm Iðnþróun- arejóðs frá 1973-1977. Hann sat í stjóm Sambands íslenskra viðskipta- banka og var formaður hennar 1977-1978 og var skipaður í hafnar- áð 1984-1992. Formaður bankaráðs Seðlabanka íslands var hann frá 1 janúar 1985 til 31. desember 1986 og var formaður stjómar Össurar hf. í Reykjavík frá 1985. Jónas var í stjóm Félags eldri borgara í Revkia vík frá 1990. * J Eftirlifandi kona Jónasar er Aðal- heiður Bjamadóttir Rafnar hjúkrun- arkona. Þau eignuðust þrjár dætur Halldóru, Ingibjörgu og Ásdísi Jónas G. Rafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.