Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Miklar tekjur af sjónvarpsrekstri hjá fjölmiðlarisanum News Corp Ltd Sydney. Reuter. AUKNAR sjónvarpstekjur hafa stuðlað að auknum hagnaði fjölm- iðlafyrirtækis Ruperts Murdochs, News Corp Ltd, en árangnrinn vekur ekki hrifningu fjárfesta og hlutabréf fyrirtækisins hafa lækk- að í verði. Hagnaður jókst um 6,7% Nettóhagnaður jókst um 6.7% í 821 milljón Ástralíudala síðari hluta árs 1994 að sögn fyrirtækis- ins. Auk þess nam hagnaður af tilboðum í gervihnattasjónvarpið British Sky Broadcasting Group í desember 148 milljónum Ástral- íudala. Hlutur News-fyrirtækisins í Sky minnkaði í 40% úr 50% og því tókst að minnka útistandandi skuldir í 7.5 milljarða Ástralíudala úr 9.2 milljörðum. Sérfræðingar voru þó ekki Aukinn hagnað- ur hjá Murdoch hrifnir af niðurstöðunni og sögðu að afskriftir upp á 350 milljónir Bandaríkjadala í sjónvarpsfyrir- tæki News Corp, Fox Broadcast- ing, fælu mikið tap á sendingum frá bandarískum ruðningsleikjum á síðustu þremur mánuðunum í fyrra. Sérfræðingarnir segja að sé til- lit tekið til hagnaðarins af hluta- bréfasölunni og áætluðu 70 millj- óna (bandarískra) dollara tapi á fjögurra ára samningi við Föx um útsendingar frá bandarískum ruðningsleikjum hafi sex mánaða hagnaðurinn verið lægri í raun en hagnaðurinn fyrri hluta ársins. Hlutabréf lækkuðu Ástralskir sérfræðingar og fjárfestar voru þessu sammála og verð hlutabréfa í News Corp lækk- aði um 12 áströlsk sent í 5.40 Ástralíudali. Sérfræðingarnar sögðu að tekj- ur af British Sky Broadcasting virtust öruggar og blaðasalan væri að glæðast. Afkoma sjón- varpsstöðvanna væri góð, en tíma- rita og auglýsingafyrirtækja ekk- ert sérstök. Bókaútgáfa stæði illa. Rupert Murdoch á 32.4% hlut í News Corp, en asíska gervihnatta- sjónvarpsstöðin STAR-TV 64%. Aætlað er að STAR TV nái til 53.7 milljóna heimila í Asíu, Ind- landi og Miðausturlöndum og áhorfendum hafi fjölgað um 30% síðan í janúar 1994. Tekjur News Corp af dagblöð-- um minnkuðu í 242 milljónir Ástr- alíudala úr 266 milljónum á sama tíma á fyrra ári. Kvikmyndir voru veikur hlekk- ur, aðallega vegna kostnaðars- amra og slakra mynda eins og The Pagemaster, Trapped in Paradise og Miracle on 34th Street. RUPERT Murdoch er glaður í bragði yfir góðri útkomu fyrirtækis hans. Hádegisverðarfundur IMARK Internet og tækifæri til markaðssetningar íslenski markaðsklúbburinn boðar til hádegisverðarfundar um tækifæri til markaðssetningar á Interneti. Þessi þáttur hefur verið lítið í umræðunni um Internetið, hvaða möguleikar eru fyrir hendi, hver er kostnaðurinn o.s.frv? Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12:00-13:30. t Fyrri hluta fundarins veröur rætt um hvaöa möguleika fyrirtæki hafa til markaössetningar á Interneti, öflun viðskiptasambanda og kostnaö samfara því, sem í mörgum tilvikum er minni en ætla má. • Síöan veröur fjallaö um þaö hvernig fyrirtæki standa aö slíkri markaðssetningu meö gerö heímasíöna og sýnd veröa fjölmörg dæmi. Frummælandi: Stefán Hrafnkelsson, framkv.stjóri Margmiólunar hf. Fundarstjóri: Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Framtíöarsýnar hf. Aögangseyrir: Kr. 1.500 fyrir ÍMARK-félaga, kr. 2.000 fyriraöra. Innifalið í veröi er léttur hádegisverður og kaffi. MU N I 0 A B G R E I B A FELAGSGJÖLDIN! Delta hf. eykur umsvifin með framleiðslu á hjartalyfinu Katopril fyrir Þýskalandsmarkað 5-600 milljóna sala á þessu ári DELTA hf. hefur samið um sölu á hjartalyfinu Katopril til Þýska- lands í kjölfar þess að einkaleyfi framleiðenda þar í landi til tutt- ugu ára er runnið út. Annars stað- ar í Evrópu rennur einkaleyfi frumframleiðenda, eða þeirra sem fyrstir koma með lyfið á markað, út árið 1997. „Einkaleyfi á lyfjaframleiðslu í ákveðnu landi þýðir að aðrir mega ekki framleiða viðkomandi lyf í því landi,“ sagði Ottó B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Delta hf. í sam- tali við Morgunblaðið. „Oft þykir mönnum ekki taka því að sækja um slíkt einkaleyfi hér á landi sökum smæðar mark- aðsins. Sú var raunin með hjarta- lyfið Capoten og við hjá Delta höfum því framleitt lyfið undir nafninu Katopril undanfarin 3-4 Einkaleyfi renn- ur fyrr út hér en erlendis ár. Annars staðar í Evrópu hafa menn ekki haft leyfi til þess að vinna með þetta efni fyrr en nú að einkaleyfið rann út í 'Þýska- landi. Árið 1997 rennur einka- leyfi á lyfinu út í öðrum Evrópu- löndum.“ Veltan tvöfaldast Ottó sagði að samningaviðræð- ur við aðila í Þýskalandi hefðu staðið yfir síðusfu mánuði. „Niðurstaðan er sú að næstu árin munum við framleiða þetta lyf fyrir Þýskalandsmarkað,“ sagði STOK- Frábærir HANKOOK vetrarhjólbarðar á einstöku verði! 145R12 4.990 2.990 stgr 185/60R14 7:490 4.490 stgr 155R12 -&r230” 3.130 stgr 195/60R14 -Q:20Ö 4.880 stgr 135R13 -47780 2.860 stgr 175/70R14 -6:6oö 3.990 stgr 145R13 5,100 2.980 stgr 185/70R14 -&040- 4.160 stgr 155R13 3.215 stgr 195/70R14 -7r830 4.690 stgr 165R13 -5t570- 3.340 stgr' 205/75R14 OtOSO 5.460 stgr 175/70R13 &.850 3.480 stgr 165R15 6t800" 3.780 stgr 185/70R13 -6:400- 3.850 stgr 185/65R15 7:060 4.470 stgr 175R14 -6460- 3.850 stgr 195/65R15 6r840 5.300 stgr 185R14 7:200 4.280 stgr 205/60R15 &G2& 5.770 stgr 1 Jeppadekk 25% afsl. 235 / 75 R 15 krAOÆOfr kr.7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10.550 kr.7.912stgr 31-10,50 R 15 kr.WOSO kr.8.960 stgr 33-12.50 R 15 kr.T4.440 kr.10.830 stgr Vörubíladekk 25% afsl. 12 R 22,5 /16PR kr.33.700 kr 25.275 stgr 315 / 80 R22,5 kr.38O80 kr.29.235 stgr mmvmm: SKÚTUVOGI 2 SÍMI 68 30 80 Ottó, en samningarnir við þýsku kaupendurna ná til 2-5 ára. Að sögn Ottós er gert ráð fyrir að velta vegna sölu Katopril til Þýskalands verði á bilinu 5-600 milljónir króna á þessu ári. Næstu árin er reiknað með 400 milljóna veltu árlega. „Velta Delta á innan- landsmarkaði hefur verið 400-420 milljónir og við gerum ráð fyrir henni óbreyttri á þessu ári. Með þessum samningum í Þýskalandi ríflega tvöfaldast velta fyrirtækis- ins,“ sagði Ottó. Unnið á vöktum Undanfarið hefur verið unnið á vöktum hjá Delta á meðan fram- leitt hefur verið upp í fyrstu pant- anir. Ottó sagðist gera ráð fyrir því að áfram yrði þörf á vakta- vinnu hjá fyrirtækinu, en til þessa hefur nær eingöngu verið unnið þar á dagvöktum. malwíill /7 meátd tufMa nétío: Jíumcuij/uuii(kj. netfkÍMA, óiL meá ifínaUoja í Iwetukonju, Qljóáitokkönd meí HuAJumiáUt, Mítnónuj/iauí,, knútée. “ meí oobyú ImjoAóiu, SMldbrú Roníapauicum l 6úna 62UU55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.