Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Félagafrelsi og stj ómarskráin NÚ LIGGUR fyrir alþingi frum- varp til stjómskipunarlaga um sér- stakan mannréttindakafla í stjóm- arskrá lýðveldisins. Yfirlýst markmið með frumvarpinu er að efla, sam- hæfa og samræma mannréttindaá- kvæði stjómarskrárinnar, færa þessi ákvæði til nútímalegra horfs og að endurskoða þau með tilliti til alþjóð- legra skuldbindinga. Mikil gagnrýni hefur komið fram á ákvæði frum- varpsins hvað varðar svokallað neik- vætt félagafrelsi, þ.e. réttinn til að standa utan (stéttar)félaga. Því er haldið fram að frumvarpið feli í sér aðför að samningum ASI og VSÍ um skylduaðild þeirra launamanna sem starfa á samningssvæði þessara samningsaðila að stéttarfélögum inn- an ASÍ. Flutningsmenn fmmvarpsins hafa opinberlega fullyrt að það sé hvorki tilgangur né efni fmmvarps- ins. Má því ætla að það mál leysist í meðfömm alþingis. Eg tel að meira tilefni sé til að hafa áhyggjur af jákvæðu félaga- frelsi á Islandi. Miklir annmarkar em á rétti einstaklinga til að velja sér stéttarfélag. Stéttarfélögin eiga í umtalsverðum erfiðleikum með að fá rétt sinn til að gera kjarasamninga viðurkenndan. Og lagasetningarvaldi er ítrekað beitt til að takmarka eða banna verkföll og til að skerða eða afnema umsamdar kjarabætur. Brot á þessu félagafrelsi varðar mannrétt- indi og þessi atriði varða raunar sam- þykktir Alþjóð^vinnumálastofnunar- innar sem Island hefur staðfest. Fyr- irliggjandi frumvarp virðist alls ekki taka á þeim vandamálum sem tengjast framkvæmd- inni á jákvæðu félaga- frelsi á íslandi. Ef til vill er þörf á því að lýsa nánar atvik- um sem sýna það hvem- ig komið er fyrir já- kvæðu félagafrelsi á ís- landi. Annmarkar á réttin- um að velja stéttarfé- lag: Margir vinnuveit- endur háskólamanna neita að samþykkja að- ild starfsmanna að fag- stéttarfélögum háskóla- manna. Þekkt eru dæmi um háskólamenn hjá einkafyrirtækj- um eða einkavæddum ríkisfyrirtækj- um, sem eru þvingaðir til að vera í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur — ella fái þeir ekki starf. E.t.v. bygg- ist þessi afstaða einkafyrirtækja á misskilningi á forgangsréttarákvæð- um ASÍ/VSÍ. Þá eru dæmi um há- skólamenntaða starfsmenn sveitarfé- laga, sem ekki fá að vera í sínu fag- stéttarfélagi, heldur eru þvingaðir til að vera utan félaga eða í starfs- mannafélögum viðkomandi sveitar- félags. Þá hefur Alþingi með lögum ákveðið að margir háskólamenntaðir menn í þjónustu ríkisins skulu standa utan stéttarfélaga. Dæmi um gróf afskipti fjármálaráðuneytis að fé- lagsaðild háskólamanna sem eru í þjónustu rikisins, t.d. félagsvísindamaður sem fær ekki að vera í stéttarfélagi félagsvís- indamanna. Þá er alveg ljóst að prestar, verk- fræðingar og tækni- fræðingar gengu úr samtökum háskóla- manna fyrir tilstuðlan þáverandi flármálaráð- herra. Þetta getur ekki verið í samræmi við al- þjóðlega túlkun á fé- lagafrelsi. Annmarkar á réttin- um að gera kjarasamn- inga: Margir háskóla- menn, sem kosið hafa að vera í fagstéttarfé- lögum háskólamanna, lenda í þeim vanda að vinnuveitendur með VSÍ í broddi fylkingar, neita að semja við fagstéttarfélög háskólamanna um kjör félagsmanna. VSÍ gerir enga heildarsamninga við Bandalag há- skólamanna eða aðildarfélög þess vegna félagsmanna hjá einkafyrir- tækjum og félögin hafa ýmist verið án samninga eða orðið að láta sér nægja sérsamninga við örfáa vinnu- veitendur. Launanefnd sveitarféjaga hefur leikið sama leik og VSÍ og hafnað kröfum fagstéttarfélaga há- skólamanna um lögbundinn rétt til að gera kjarasamninga. Félagsmála- ráðherra hefur enn ekkert aðhafst í því máli enda þó hér sé augljóst brot á lögum nr. 94/1986 um kjarasamn- Birgir Björn Sigurjónsson inga opinberra starfsmanna. Lög- gjafinn hefur einnig sett afar þröng- ar skorður fyrir stofnun fagstéttarfé- laga opinberra starfsmanna og ljóst er að afleiðingar af forgangsréttar- ákvæðum ASI/VSÍ eru einnig þær að fagstéttarfélög háskólamanna hafa afar takmarkaða stöðu til að stofna stéttarfélög og ná fram kjara- samningum fyrir félagsmenn sína. Þessar aðstæður eru tæplega í sam- ræmi við alþjóðlega túlkun á félaga- frelsi. Rétturinn að fara í verkfall: í fyrsta lagi er réttur opinberra starfs- manna verulega takmarkaður um- fram aðra. Þeir geta aðeins hafið verkfall eftir leynilega allsheijar- atkvæðagreiðslu sem meirihluti fé- lagsmanna hefur tekið þátt í og meirihluti þeirra sem atkvæði greiða hefur samþykkt. Þeir sem sinna nauðsynlegustu öryggis- og heil- brigðisþjónustu mega ekki taka þátt í verkfalli. Rúmar túlkanir vinnuveit- enda á þessu atriði hafa falið í sér að sum stéttarfélög heilbrigðisstarfs- manna (sem fara eftir lögunum) hafa tæplega það sem kallast verk- Endurbætt stjómarskrá á að verja starfsemi stéttarfélaga, segir Birgir Björn Siguijóns- son, og tryggja raun- verulegt félagafrelsi. fallsréttur. Þetta hefur hlotið ámæli alþjóðlegra eftirlitsaðila. í öðru lagi hafa ríkisstjómir og alþingi ítrekað bannað verkföll með lagasetningu. Einnig þetta hefur kallað á athuga- semdir alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Rétturinn að veija löglega gerða kjarasamninga: Flest stéttarfélög í landinu hafa reynt það að ríkisvaldið afnemi með lögum hluta af gerðum kjarasamningum, einkum með breyt- ingum á áfangahækkunum launa. Kærumál ASÍ 1988 til Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar kallaði á alþjóð- legt gjörgæslueftirlit með framferði íslenskra stjórnvalda í þessum efn- um. En meðal allra þessara mála standa þó upp úr bráðabirgðalög rík- isstjómarinnar frá 3. ágúst 1990 á kjarasamninga sem ríkisstjómin gerði við eigin starfsmenn 1989, þ.e. kjarasamninga samflotsfélaga BHMR við fjármálaráðherra sem staðfestir vom sérstaklega af ríkis- stjóminni. Fyrst neitaði ríkisstjórnin að framkvæma samningana í júní 1990. Þá dæmdi Félagsdómur að rík- isstjóm bæri að virða efni samning- anna. Þá afnam ríkisstjómin megi- nefni samninganna með bráða- birgðalögum. Gegn þessu ofbeldi treystu starfsmenn sér ekki 1990. Og héraðsdómur Reykjavíkur sá enga lögleysu í framferði stjórn- valda. Hæstiréttur úrskurðaði hins vegar að ríkisstjórnin hefði farið off- ari í málinu en treysti sér ekki til að dæma kjarasamninginn í gildi á ný. Eftir þetta mál ríkir stórt spurn- ingarmerki um það hvort stéttarfélög í landinu og félagsmenn þeirra eigi stjórnarskrárvarinn rétt til umsam- inna kjarabóta. Þess vegna ber að endurskoða félagafrelsisákvæði stjómarskrárinnar þannig að tryggt sé að hvorki vinnuveitandi, ríkisstjóm né alþingi geti rift gerðum kjarasamn- ingum með ofangreindum hætti. Ofangreindir annmarkar á já- kvæðu félagafrelsi hafa án nokkurs vafa stórskaðað ímynd stéttarfélag- anna og dregið úr áhuga launamanna á starfi þeirra. Endurbætt stjómar- skrá á að veija starfsemi stéttarfé- laganna og tryggja að hér ríki raun- verulegt (jákvætt) félagafrelsi. Höfundur er framkvæmdasijóri Bandalags háskólamanna — BHMR. Atvinnusköpun við eldhúsbekkinn ÞRIÐJUDAGINN 10. janúar sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Rósu Ingólfsdóttur þar sem hún í mörgum orðum en fátæklegum tekur út stöðu handverks á íslandi. Annað hvort er það svo að hún af ásettu ráði lítilsvirðir það uppbyggingar- starf sem fram hefur farið undanfar- in ár í handverki og smáiðnaði eða hún veit ekki betur. Allt það fólk sem beint eða óbeint hefur unnið að end- urvakningu gamals handverks og uppbyggingu þessarar atvinnugrein- ar á ekki skilið jafn óvandaða út- tekt. Rósa lætur að því liggja að fólki sé haldið inn á heimilum sínum einangruðu við eldhúsbekkinn og ekk- ert hafi verið gert til þess að þróa framleiðslu þess eða koma henni á framfæri. Grein Rósu er afar villandi og lýs- ir óverðskuldaðri lítilsvirðingu á verk kvenna því það eru fyrst og fremst konur sem byggt hafa upp þá nýju atvinnusköpun sem handverkið er. Margar af þessum konum eru búsett- ar í sveitum og hafa á aðdáunarverð- an hátt brugðist við samdrætti til Iands og sjávar með því að skapa eigin atvinnu án þess að raska bú- setu sinni. I sveitum þar sem enga atvinnu er að hafa nema á búunum sem mörg hver bera ekki nema eitt starf hafa konur verið ótrúlega út- sjónarsamar við að skapa sér aðstöðu til vöruþróunar og framleiðslu heima eða i sameiginlegu húsnæði og unnið saman að kynningu og sölu. Stað- reyndin er líka sú að hugmyndimar fæðast ekki síður í fámenninu þar sem minna er um áreiti og fólk er nær náttúrunni. Þróun handverks Handverk og smáiðnaður er í þró- un og hefur verið það í mörg ár, misjafnlega lengi þó eftir landshlut- um. Uppbyggingin hefur annars veg- ar einkennst af tak- mörkuðu fjármagni en hins vegar af frumleika og útsjónarsemi við að nýta heimafengið hrá- efni. Auðvitað væri unnt að vinna bæði hraðar og markvissar ef nægilegt fjármagn væri fyrir hendi. Um allt land hafa konur stofnað samstafshópa um vöruþróun og mark- aðssetningu. Að hluta til vinna þær saman og að hluta heima við „eld- húsbekkinn". í kjölfar þess hafa þær sett á fót gallerí og minjagripa- sölur sem hefur gert handverk og smáiðnað mikilvægan hlekk í ört vaxandi férðaþjónustu á íslandi. Sem dæmi má nefna Handverkskonur milli heiða, Gallerí Sunnuhlíð, Bard- úsu, Randalín, Þingborg, Hvanneyri, Drymlu og fleiri og fleiri. Ýmis verkefni Hafa skal það sem sannara reyn- ist og því eru þessi orð sett á blað ef þau mættu varpa ljósi á það sem raunverulega hefur verið að gerast og koma i veg fyrir að rangfærslur og vanþekking varðandi þróun hand- verks og smáiðnaður festi rætur. Á vegum bæjar- og sveitarfélaga. Stéttasambands bænda, atvinnuþró- unarfélaga, kvenfélaga, Byggða- stofnunar, Iðntæknistofnunar og Handverks - reynsluverkefnis hafa verið haldnar ráðstefnur og fræðsl- unámskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, hönnun og markaðssetn- ingu. í kjölfar ráðstefnu á Akureyri sumarið 1992 um atvinnusköpun kvenna, Að taka málin í eigin hend- ur, var stofnað tengsla- og gagnanet kvenna, Köngurlóin, sem hefur bæki- stöðvar á Skeggjastöð- um í Bakkafirði. I fram- tíðinni er gert ráð fyrir að konur geti tengst netinu gegnum tölvur en þangað til er hægt að leita upplýsinga og ráðgjafar í gegnum síma. Fréttabréf Köng- urlóarinnar, Vefurinn, sér einnig um kynningu á konum og viðfangs- efnum þeirra. Síðastliðin tvö ár hafa verið haldnar handverkshátíðimar Handverk ’93 og Hand- verk ’94 í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit þar sem handverksfólk hvaðanæva af landinu hefur sýnt og selt fram- leiðslu sína. í tengslum við sýninguna hafa verið sýndar gamlar vinnuað- ferðir en auk þess hafa verið í boði námskeið í sölu- og markaðssetn- ingu. Þátttakendur hafa verið á ann- að hundrað og gestir mörg þúsund. Handverk á Hrafnagili er í hugum fólks orðinn fastur liður í kynningu og sölu handverks og vettvangur framleiðenda til þess að mynda tengsl sín á milli. Því starfí verður haldið áfram. Fyrir rúmu ári var stofnað Þróun- arsetur á Laugalandi í Eyjafírði þar sem haldin eru námskeið og fólk hefur aðstöðu til þess að þróa eigin hugmyndir, fá gæðamat á vöruna og aðra aðstoð. A Seyðisfírði hjá Frú Láru er m.a. myndarlega unnið að vöruþróun og markaðssetningu handverks fyrir erlendan markað. Ráðgjafar hjá atvinnuþróunarfélög- um hafa unnið mikið að uppbyggingu handverks og smáiðnaðar. Þar sem konur eru í meirihluta þeirra sem stunda handverk og smáiðnað, hafa sérstakir kvennaráðgjafar verið Elín Antonsdóttir ráðnir til þess að sinna þeim verkefn- um. Listagilið á Akureyri var stofnað að tilhlutan bæjaryfírvalda á Akur- eyri en þar hefur handverks- og lista- fólk vinnu- og sýningaraðstöðu. For- stöðukona Byggðastofnunar á Egils- stöðum hefur m.a. það sérstaka hlut- verk að sinna atvinnuuppbyggingu kvenna á landsbyggðinni. Þá má geta þess að handverksfólk hefur farið. sérstakar sölu- og kynningar- ferðir til höfuðborgarsvæðisins á eig- in vegum, fyrir tilstilli atvinnufull- trúa Stéttarsambands bænda og at- vinnuþróunarfélaga og verið með sölu og kynningu á framleiðslu sinni í tengslum við sýningar og ráðstefn- ur víða um land. Handverk - reynsluverkefni Aðdragandi Handverks - reynslu- verkefnis var nokkur langur og að því verkefni komu ýmsir aðilar. Verk- efninu var komið á fót af hálfu for- sætisráðuneytisins með 20 milljóna Engum er greiði gerður með því að láta sem ekk- ert hafi gerst hjá íslensku handverksfólki, að mati Elínar Antonsdóttur, sem segir í raun krafta- verk hve mikið hefur áunnist á þessu sviði. króna framlagi. Hlutverk þess er að efla heimilisiðnað í landinu. Þriggja manna verkefnisstjóm var skipuð og ráðin verkefnisstýra sem sér um daglegan rekstur. Einnig voru ráðnir fimm tengiliðir í hlutastarfi á vegum verkefnisins. Handverk - reynslu- verkefni hefur þegar staðið fyrir samkeppni um hönnun minjagripa og nytjamuna og vinnur að söfnun upplýsinga um handverksfólk og ráð- gjafa á ýmsum sviðum rekstrar og framleiðslu sem handverksfólk getur haft aðgang að. Einnig er fyrirhugað að gefa út kynningarrit fyrir ferða- fólk með upplýsingum um íslenskt handverk. Styrkir til handverks og smáiðnaðar Félagsmálaráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt fimmtán milljónum til atvinnuppbyggingar kvenna á landsbyggðinni. Sl. ár var Reykjavík tekin með og fjárhæðin aukin um fímm milljónir. Smáverk- efnasjóður landbúnaðarins hefur út- hlutað beinum styrkjum til nýsköp- unar í sveitum. A árinu 1993 veitti ríkisstjórnin sérstaklega sextíu millj- ónir króna til atvinnusköpunar kvenna. Bæjar- og sveitarfélög, Byggðastofnun, atvinnuþróunarfé- lög og aðrir aðilar hafa einnig styrkt handverk og smáiðnað með beinum og óbeinum hætti. Það er með ólík- indum hvað handverki og smáiðnaði hefur orðið mikið úr þessum styrkj- um enda vel með þá farið. Þrátt fyr- ir það hefði ekki veitt af a.m.k. sex- tíu milljónum ár hvert á meðan at- vinnugreinin er að byggjast upp og festa rætur og það er auðvitað brýnt að hyggja betur að þeirri hlið. Framtíðarsýn Þó mikið hafí áunnist er það von- andi aðeins byijunin á því sem koma skal. Undirrituð er ekki í nokkrum vafa að ef þessi nýja atvinnugrein fær tíma og frið til kað dafna og þrosk- ' ast þá verður þetta lyftistöng fyrir atvinnulíf bæði í dreifbýli og þéttbýli. Nú er handverks- og smáiðnaðarfólk að komast yfír byijunarerfiðleikana og tilbúið til þess að taka á skipuleg- an hátt á framvindu mála. Upptalning þessi er engan veginn tæmandi og margt er ógert enn. Ef það sem að ofan greinir fellur ekki undir hugtakið markaðssetning þá er full ástæða fyrir hugmyndafræð- inga markaðsfræðinnar að endur- skoða skilgreiningu hennar. Þegar á heildina er litið má telja kraftaverk hve mikið hefur áunnist þvi oftast hefur verið lagt upp af litlum efnum. Engum er greiði gerður með því að láta sem ekkert hafi gerst hjá ís- lensku handverksfólki. Búið er að treysta grunninn og ég hlakka til að fylgjast með og fá að taka þátt í framvindunni. Höfundur er markaðsfræðingur og atvinnurúðgjafi lyá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.