Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ svo fátæklegur en minningamar em margar og góðar og við þær munum við ylja okkur. Það er sárt að hugsa til þess að þessi bjarta og yndislega mannvera skuli hafa átt svona erfítt og að maður skyldi ekki hafa haft skilning á líðan hennar. Tilhugsunin um að sjá ekki oftar faliega brosið hennar er dapurleg. En ég trúi því að nú líði Hóffu okkar vel og hver veit nema einhvers staðar einhvem tím- ann eigum við aftur eftir að verða sessunautar? Ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Hulda. í dag kveðjum við hinstu kveðju góða vinkonu og starfsfélaga, Hólmfríði eða Hófí eins og hún var oft kölluð, unga og fallega konu í blóma lífsins. Það er stórt skarðið sem Hólmfríður skilur eftir í hópi okkar starfsfélaganna, en það sem við eigum em minningarnar. Það snertir ætíð viðkvæman streng þegar vinir kveðja og þannig var því farið er' okkur barst sú harmafregn að starfsfélagi okkar til margra ára væri látinn langt um aldur fram. Það er erfitt að skilja gang lífsins, sérstaklega þegar dauða ber að og ungt fólk fellur frá. Við finnum til vanmáttar gagn- vart þessum heimi sem stundum er svo erfitt að skilja. Um leið eram við þakklát fyrir þá dýrmætu gjöf sem fólst í vináttu hennar og sam- verastundum með henni gegnum árin. HólmMður kom til starfa hjá Sölusambandi Ssl. fískframleiðenda, SÍF, hf. 1988 og eru þeir því orðn- ir æði margir starfsmennirnir sem hún hefur átt samskipti við í gegn- um árin. Síðar flutti hún sig um set og hóf störf hjá dótturfýrirtæki SÍF í Frakklandi þar sem hún dvaldi í tvö ár. Fyrir tæpum tveim áram kom hún aftur til okkar og hóf störf á skrifstofu SÍF, full atorku og dugnaðar sem einkenndi hana alla tíð. Það var þá sem við stofnuðum starfsmannafélag SÍF. Hugmyndin hafði oft verið rædd meðal starfs- mannanna, en lítið orðið úr fram- kvæmdum. Það var því fyrir til- stuðlan og áhuga Hólmfríðar að starfsmannafélagið var stofnað og var hún að sjálfsögðu sjálfkjörin formaður félagsins. Það féll því að mestu leyti í hennar hlut að móta og efla starf félagsins og móta þann ramma sem við skyldum vinna eftir. Við sem störfuðum með henni í stjórainni kynntumst þá enn frek- ar dugnaði hennar, hún tók hlut- verk sitt alvarlega og skilaði því af vandvirkni og samviskusemi. Fyrir stuttu héldum við fund því nú var orðið tímabært að fínna nýja stjóra og ræddum þá að einn úr gömlu stjóminni skyldi halda áfram til stuðnings fyrir nýliðana og var Hólmfríði að sjálfsögðu ætl- að það starf. Stofnun starfsmanna- félagsins hefur virkilega orðið til þess að þjappa starfsfólkinu betur saman og mynda skemmtilega heild, þökk sé þér, kæra vinkona, fyrir að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Hólmfríður var sterkur persónu- leiki, ákveðin en viðkvæm í lund, alvöragefin en þó var líka stutt í ríkulega kímnigáfu. Hún var dul og hógvær og bar ekki tilfínningar sínar á torg, en ætíð sú hjálpfús- asta þegar til hennar var leitað. Þegar setja þurfti saman texta á blað var auðveldasta leiðin að fara inn til Hólmfríðar og biðja um að- stoð og þau era ekki ófá skiptin sem heyrst hefur í fyrirtækinu „spyrjirm islenskufræðinginn" þegar upp hafa komið spumingar um rétt íslenskt mál. Hún var vel menntuð, hafði yndi af bókmenntum og því var aldrei komið að tómum kofanum hjá henni þegar minnst var á bæk- ur. Við sjáum nú á bak einstökum samstarfsmanni og vini. í okkar hóp hefur verið höggvið skarð sem verð- ur vandfyllt. Minning hennar mun lifa á meðal okkar. Skyndilega er vegferðinni lokið. Margt ósagt, en eflaust líður öllum þannig sem syrgja vini sína. Orð MIIMNINGAR 6PI SA'IflffiH H flltlMIJlQlfl'I ut ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 43 fá ekki sefað sorg þeirra sem nú eiga um sárt að binda. Hólmfríðar er sárt saknað af vinnufélögum en mestur er þó missir og söknuður foreldra, systkina og annarra að- standenda. Um leið og við kveðjum kæran starfsfélaga og vin sendum við flöl- skyldu hennar og öðram aðstand- endum einlægar samúðarkveðjur. Það er ósk okkar að hið eilífa ljós megi fylgja vinkonu okkar um ókunnar slóðir á æðri tilverastig. Guðfinna Theodórsdóttir. Elsku Hóffa mín, við voram frænkur og vinkonur en þú varst mér svo miklu meira, við voram sem systur. Við höfðum oft sagt hvor annarri það og fýrir það þakka ég nú. Undanfama daga hef ég fundið mjög sterkt fýrir návist þinni og minningamar era farnar að streyma fram. Eg minnist okkar í níu ára bekk, við sátum saman sem oftar. Dag einn kom ný stelpa í bekkinn, hún Hulda okkar og þér fannst hún svo spennandi að þú færðir þig til henn- ar, mikið var ég afbrýðisöm. Þá hvarflaði ekki að mér að hún ætti eftir að verða okkar besta vinkona. Ég man eftir þér á fermingardag- inn okkar, þú í nýjum skokk sem amma þín Hólmfríður hafði keypt úti í London, en þú varst ekki par hrifín af. Þú varst auðvitað jafnsæt og endranær þó að það hvarflaði ekki að þér. Þegar þú varst í Frakklandi þá barst einu sinni sem oftar fax í klúbbinn okkar þar sem þú baðst okkur stelpumar að taka frá einn dag í maí fyrir þig, þetta var mörg- um mánuðum áður. Við gerðum þetta og þegar nálgast fór umrædd- an dag, fóru að berast vísbending- ar. Við áttum að mæta í Rafveitu- heimilinu, mig minnir kl. 9 um morguninn, með sundföt, í útifötum og góðum skóm. Við máttum ekki hringja heim þennan dag. Við mættum á réttum tíma og þá birt- ist þú þama öllum að óvöram (þó okkur hafí verið farið að grana að þú værir á landinu). Þú varst búin að útvega bílstjóra og tvo bíla og svo var branað austur í sumarbú- stað SÍF. Þama áttum við yndisleg- an dag þar sem þú varst með ábyggilega tíu rétta máltíð að frönskum sið og allt var svo vel undirbúið af þér eins og þín var von og vísa. Við kölluðum þetta oft húsmæðraorlofíð. Ég og Ijölskylda mín heimsóttum þig í einn mánuð til Frakklands og mikið var tekið vel á móti okkur. Það var ekki annað í mál takandi en að við svæfum í þínu rúmi með þína sæng en þú lást frammi í stofu undir teppi. Um þetta þýddi ekkert að ræða við þig og svona voru allar móttökumar. Þú hentist með okkur um allar trissur og sýndir okkur alla bestu staðina og þetta var eins og að hafa einn innfaeddan með sér undirbúninginn. Við fundum mynd af okkur síðan á unglingsáranum þar sem við voram dansandi á gaml- árskvöld. Þetta límdum við framan á boðskortið og sendum útum allan bæ. Elduðum matinn sjálfar og keyptum okkur nýja kjóla og við voram svo ánægðar með okkur. Mér fannst alltaf svo gaman hjá okkur og ég sé þig alltaf fyrir mér brosandi, þó að við höfum oft rifíst og verið mjög ósammála um menn og málefni, en við voram líka svo miklar andstæður og það var kannski það sem gerði okkur að svona góðum vinkonum. Því miður voram við svo fjarlægar undanfarna mánuði og það er svo margt sem ég vildi hafa sagt við þig og gert, en nú er það of seint. En sem betur fer verða minningamar ekki frá okkur teknar. Elsku Nonni, Madda og flöl- skylda, megi algóður guð leiða ykk- ur og styrkja á þessari miklu sorg- arstundu. Við höfum minningamar og svo höfum við hvert annað. Linda. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál múia, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Dottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Þegar þær hörmulegu fréttir bár- ust að Hólmfríður væri látin þá laut ég höfði og reyndi að velta fyrir SJÁ NÆSTU SÍÐU Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 því fyrir utan að rata allt þá talað- ir þú náttúrlega frönskuna reip- rennandi fyrir okkur sem eram ekki beysin í henni. Siggi minn, sem er nú vanur að ferðast, varð skyndi- lega eins og ekta túristi og lét þig leiða okkur áfram eins og farar- stjóra og líkaði vel. Okkur hefði langað til að vera hjá þér miklu lengur. Þrítugsafmælið okkar héldum við uppá saman þegar þú fluttir heim frá Frakklandi, mikið skemmtum við okkur vel þá - ekki síður við ERFIDRYKKJUR sími 620200 J t I Krossar TTT á leidi I viöarlit og málcoir. Mismunandi mynshjr, vönduo vinna. Simi >1.35929 og 35735 P E R L A N FLUGLEIDIR HÓTEL LSPTLKIHIH Suöurlandsbraut 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öif kvöid tii kl. 22,- einnig um helgar. r •< <'■' ^ Gjafavörur. , - - ' : Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNAS G. RAFNAR fyrrverandi aiþingismaður og bankastjóri, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalheiður B. Rafnar, Halldóra J. Rafnar, Ingibjörg Þ. Rafnar, Ásdís J. Rafnar. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG INGVARSDÓTTIR, Bústaðavegi 99, / lést í Landspítalanum þann 11. febrúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku eiginmaður minn, elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, CARLÞÓRÓLFURBERNDSEN, Strandgötu 10, Skagaströnd, lést aðfaranótt sunnudagsins 12. febrúar. Útförin auglýst sfðar. Fríða Hafsteinsdóttir, Karl Berndsen, Laufey Berndsen, Ágúst Jónsson, Ernst Berndsen, Þórunn Óladóttir, Friðvin Ingi, Eyþór Örn, Mikael Karl, Jón Ernst og Fríða Mónika. + Ástkær faðir okkar, LEÓ ÁRNASON frá Vikum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 11. febrúar sl. Fyrir hönd móður okkar, Herdísar Jóns- dóttur, og annarra aðstandenda, Börn hins látna. K + Ástkær móðir okkar, GUÐMUNDA K. JÚLÍUSDÓTTiR fyrrum húsfreyja á Skjaldartröð, Hellnum, lést sunnudaginn 12. febrúar á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.