Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 31
A O MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 31 AÐSEIMDAR GREIIMAR Meðferð mála hjá barnaverndarráði TILEFNI þessarar greinar er umræða sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um barnavemdarmál að undanfömu. Af umræðunni má ráða að margir hafa áhuga fyrir bamavemdarmálum, sem er vel, en nokkurs misskilnings hefur gætt um þessi mál sem sennilega má rekja til skorts á fræðslu. M.a. virð- ist skorta upplýsingar um meðferð mála fyrir barnaverndarráði, svo og um hlutverk ráðsins og starf- semi. Það er tilgangur þessarar greinar að bæta þar aðeins úr. Jafn- framt er fjallað um afskipti fjöl- miðla af bamaverndarmálum og um spurninguna um það hvort dómstól- ar eigi að taka við hlutverki barna- vemdarráðs. Barnaverndarstarf á íslandi er í þróun og huga þarf vel að uppbygg- ingu þess. Mikilvægt er að bæta úr ágöllum sem kunna að koma fram og varast að glata því sem hefur áunnist. Starfið er unnið sam- kvæmt lögum frá ár- inu 1992 um vernd barna og ungmenna. Markmið laganna er að tryggja bömum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði. Yfir- leitt næst þetta mark- mið með stuðningi barnaverndaryfirvalda við uppeldishlutverk fjölskyldunnar og í góðri samvinnu við foreldra. A því eru þó, því miður, undantekn- ingar. Þá getur þurft að grípa til úrræða sem mögulega era for- eldri ekki að skapi. Barnaverndar- nefndir og barnaverndarráð fara með úrskurðarvald í barnaverndar- málum hérlendis. Líkja má afstöðu bamaverndarnefnda til barna- verndarráðs við afstöðu héraðs- dóms til Hæstaréttar. Forráðamenn eða nánir aðstandendur barna geta skotið úrskurðum barnaverndar- nefnda til barnaverndarráðs. Barnavemdarráð nýtir margt gott úr dómskerfinu, enda hafa dómstól- ar þróað réttarkerfi sem almennt er viðurkennt að tryggi réttláta úrlausn ágreiningsmála. Við mál- skot metur ráðið að nýju lagahlið mála og sönnunargögn. Það stendur fyrir frekari athugunum eftir atvik- um. Það getur staðfest úrskurði nefnda, hnekkt þeim að hluta eða öllu leyti, mælt fyrir um aðrar ráð- stafanir, eða vísað máli til baka til nýrrar meðferðar. I úrskurðum barnaverndarráðs er þeirri megin- reglu fylgt að byggja ákvarðanir á því hvað ætla megi að barni sé fyr- ir bestu. Þar er vísað til gagna sem byggt er á, málavextir ítarlega raktir og niðurstöður rökstuddar. Forsjársviptingamál eru alvar- legustu mál sem barnaverndarráð sker úr um. Árið 1993 vora stað- festir hjá ráðinu níu úrskurðir barnaverndarnefnda um forsjár- sviptingar vegna 13 barna og einum úrskurði vegna tveggja barna var hrundið. Árið. 1994 voru Tjórir úr- skurðir nefnda um forsjársviptingar vegna 6 bama staðfestir, en tveim- um úrskurðum vegna 5 barna var hnekkt. Málin eru viðkvæms eðlis, oft flókin og erfið viðfangs. Þau varða m.a. persónulega hagi fólks, andlegt ástand þess, hegðun og til- finningatengsl. Hina margvíslegu þætti mála þarf að kanna vel og meta út frá mörgum hliðum. Þess misskilnings hefur gætt að örfáir starfsmenn barnaverndarnefnda standi að sviptingu forsjár, en sann- leikurinn er sá að margir koma við sögu á mismunandi stigum mála, t.d. félagsráðgjafar, læknar, lög- fræðingar og sálfræðingar. Auk þess koma ættingjar málsaðila gjaman að málum. Eftirtaldar ástæður geta verið fyrir forsjársviptingu: (a) Alvarlega er ábótavant uppeldi bams, umönn- un þess eða samskiptum við for- eldri, (b) barn býr við andlegt, lík- amlegt eða kynferðislegt ofbeldi á heimili, eða (c) fullvíst er talið að líkamlegri eða andlegri heilsu eða þroska barns sé hætta búin vegna vanhæfis foreldris, t.d. vegna skað- legrar hegðunar foreldris, vímu- efnaneyslu, alvarlegrar geðveilu, eða mikils greindarskorts. Áður en til forsjársviptingar kemur skulu tiltæk stuðningsúrræði vera full- reynd, s.s. ráðgjöf, meðferð eða skammtímavistun. Bamaverndarráð kveður upp úr- skurði um ýmis önnur ágreinings- mál er varða barnavernd, t.d. um vistanir á börnum og umgengni foreldra við böm. Auk þess afgreið- ir ráðið ýmis erindi. Frá því lögin tóku gildi hefur veraleg aukning orðið á málum milli ára. Árið 1993 bárast ráðinu alls 20 ný mál. Upp voru kveðnir 14 úrskurðir vegna 23 barna. Árið 1994 bárust 33 mál og 22 úrskurðir voru kveðnir upp vegna 32 barna. Það getur hljómað sannfærandi að rétt sé að flytja úrskurðarvald barnaverndarráðs til dómstóla, en málið er ekki einfalt. Slikur flutningur og dreifing á úrskurðarvaldinu getur hindrað að sér- þekking skapist og nýtist á sviði bamavemdarmála, ef ekki er að gáð. í barnaverndarmálum er þörf sérþekkingar við ákvarðanatökur sem barnaverndarráð býr yfir. Hér- lendis takmarkast þekking og reynsla af úrskurðum í barnavemd við það að málin eru tiltölulega fá. Við dreifingu á úrskurðarvaldinu til dómstóla yrði sérhæfing við málsmeðferð minni heldur en nú er. Fyrir dómstólum er sennilegt að barnaverndarmálum yrði mis- jafnlega sinnt út um landið, en barnaverndarráð þjónar nú öllu landinu. Þá er óvíst hvort dómstólar myndu, ef til kæmi, gæta réttar- hagsmuna foreldra og barna betur heldur en barnaverndarráð gerir. Helsti kosturinn við að flytja úr- skurðarvaldið er sennilega sá að ábyrgðin af mjög vandasömum og stundum þungbærum ákvörðunum myndi þá hvíla á fleiri aðilum. Það hefur ekki verið sýnt fram á ávinning af því að leggja niður barnaverndarráð og flytja úrskurð- arvald þess til dómstóla. Þeir sem halda því fram að dómstólar henti betur en barnaverndarráð verða að hafa fyrir því haldbær rök. Ef sýnt er að réttaröryggi yrði betur tryggt fyrir dómstólum er eðlilegt að flytja úrskurðarvaldið til þeirra, annars ekki. Hér er ekki átt við þá spurn- ingu eingöngu hvort réttindi for- eldra yrðu betur tryggð fyrir dóm- stólum, heldur einnig hvort hags- munir barna yrðu betur tryggðir þar. Það hvort málsmeðferð dóm- stóla yrði skjótvirkari og kostnaðar- minni heldur en hjá barnaverndar- ráði skiptir líka máli, en ýmislegt bendir til þess að svo yrði ekki. Varast þarf að einhliða eða vill- andi fréttaflutningur hafi áhrif á það hvar úrskurðarvald eigi að vera í barnaverndarmáium. Umræðan í fjölmiðlum að undanförnu hefur aðallega snúist um réttindi forsjár- sviptra foreldra, sem er góðra gjalda vert, en þess hefur minna verið gætt að barnavemdarstarf Dómstólar eru ekki und- ir það búnir, segir Gunnar Hrafn Birgis- son, að taka við hlut- verki barnavemdarráðs. snýst um að vemda hagsmuni og réttindi barna. Hætt er við þegar fjölmiðlar fjalla um þessi mál að þeir halli réttu máli. Fréttaflutning- ur af einstökum málum verður marklítill eða marklaus vegna þess hve einhliða hann er. Vegna trúnað- arskyldu gagnvart börnum og fjöl- skyldum þeirra geta bamaverndar- yfirvöld og starfsmenn þeirra ekki íeiðrétt rangfærslur eða upplýst um málsatvik. Óvandaður fréttaflutn- ingur getur afbakað viðhorf fólks og skaðað barnavemdarstarf. Vert er að huga að því að þó sumir forsjársviptir foreldrar lýsi yfir óánægju með barnavemdarráð, er ekki víst að þeir væra ánægðari þó dómstólar hefðu úrskurðað í málum þeirra. Þó svo að foreldri telji sig órétti beitt er ekki þar með sagt að svo sé. Erlendis þar sem dómstólar fara með úrskurðarvald í barnaverndarmálum beinist óánægja að þeim. Hið sama myndi sennilega gerast hérlendis. Sam- kvæmt gildandi lögum yrðu íslensk- ir dómstólar, líkt og barnaverndar- ráð, að láta hagsmuni bama hafa forgang umfram hagsmuni foreldr- is í barnaverndarmálum þegar hagsmunir þessara aðila rekast á. Það að hagur barna hafí forgang umfram hagsmuni foreldra hefur einnig verið staðfest af Mannrétt- indanefnd Evrópu, eins og gert var f máli Þorbergs Þorbergssonar gegn íslandi með ákvörðun frá 11. janúar 1994 og í máli Wim Hendriks gegn Hollandi 8. mars 1982. Samkvæmt bamaverndarlögum sitja í barnavemdarráði menn sem kunnir era að grandvarleik og hafa sérþekkingu á málefnum bama og ungmenna. Lögin kveða á um að formaður ráðsins skuli fullnægja skilyrðum til þess að vera skipaður héraðsdómari, og í samræmi við það er í formennsku Sigríður Ingvars- dóttir héraðsdómari. Aðrir ráðs- menn era Guðfínna Eydal sérfræð- ingur í klínískri sálarfræði og Jón R. Kristinsson sérfræðingur í barnalækningum. Framkvæmda- stjóri ráðsins er Guðrún Ema Hreið- arsdóttir lögfræðingur. Ráðið hefur mótað sérhæfða starfsemi byggða á breiðri fagkunnáttu þar sem tryggð er þekking á málefnum bama. Einnig er tryggð þar sér- hæfð þekking til að meta eiginleika fullorðinna og hæfni þeirra til þess að axla ábyrgð sem foreldrar. Ráð- ið hefur þróað meiri sveigjanleika í vinnubrögðum heldur en tíðkast fyrir dómstólum, t.d. með greiðari aðgangi að sérfræðingum. Dómstólar era ekki undir það búnir að taka við hlutverki bama- vemdarráðs. Flest bendir til að úr- skurðarvaldið sé betur komið í höndum ráðsins. Vegna þess hlut- verks barnaverndarráðs að úr- skurða í ágreiningsmálum, líkt og dómstóll, er þó vert að huga að því hvort starfsemi ráðsins ætti að vera á dómstigi. Ef ráðist yrði út í slíka breytingu þyrfti að undirbúa hana vel, m.a. með tilliti til þess sem hér hefur verið rætt. Höfundur er sálfræðingur bamavemdarráðs. Am AÉG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG Nýja KRAFT þvottaefniö frá SJÖFN fylgir hverri vél, takhi þátt í AEG-KRAFT feiknum f Lavamat 920 Vinduhraði 700/1000 + áfanga -vindingujekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -spamaðar forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu) sér hnappur ■rp+,lul,"g fyrir viðbótar- skolun, orku- notkun 2,0 kwst á lengsta kerfi Verð kr. 85.914,- Þriggja ára ohvryi) o oilum AEG ÞVOTTAVÉLUM < B R Æ Ð U R N R =)J ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 * E 3 Vesturland: Mélningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. GuOni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestflröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.isafiröi. Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavlk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga. Blðnduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvlk. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Urö, Raufarhöfn. S Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröi EG t ÆG tG A AEG AEG AEG AEG AEG AEG . AEG Dr. Gunnar Hrafn Birgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.