Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 ámáetáímmn/, fimmtudaginn ló.febrúar, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Einsöngvari: Rannveig Bragadóttir Efnisskrá: Benjamin Britten: Fjórar sjávarmyndir úr Peter Grimes Edward Elgar: Sjávarmyndir Pjotr Tsjajkofskíj: Sinfónía nr. 6 y Rannveig Bragadóttir Petri Sakari ámwo)6% 2Bq)q) Miöasala á skrifstofutíma og viö innganginn viö upphaf tónleika. Greiöslukortaþjónusta. ^ I Hewlett-Packard 1200C er _ iitapremari manaðarins átilboði íTæknivali Liturinn ergaldurinn ídag Hewlett-Packard DeskJet 1200C litaprentarinn Liturinn er galdurinn og lífið verður margfalt skemmtilegra heima og á skrifstofunni með útprentunum í lit. HP DeskJet 1200C er litaprentari mánaðarins. Hann er hraðvirkur og skilar hágæða útprentun. Fjórskipt bleksprautun. 2MB minni (stækkanlegt). Framtíðareign. Hægt er aö tengja prentarann viö netkerfi m/tilheyrandi netbúnaöi. Upplausn í svartri útprentun Upplausn í litaprentun Hámarks- hraði i prentun** Fjöldi leturgerða Ósonlaus. Lítil orku- notkun. Umhverfisvæn 300x600 dpi 300 dpi* 7 slður 45 letur framleiðsla. + RET* á minútu Staðlaðir fylgihlutír: Arkamatari, Windows prentarastýring. DOS-stýring fóanleg. Útskriftarmöguleikar: 8 Pappír, glærur, umslög Postscript og Macintosh útgáfa: og límmiöar*** HP DeskJet 1200C/PS. Frá hugmynd til veruleika * dpi = punkta upplausn á tommu. RET = HP upplausnaraukning. ** Hraöi I litaprentun er mismunandi *** Úrval límmiða fyrir HP DeskJet prentara er takmarkað. Einnig bjóöum við Postscript-útgáfuna á aðeins kr. 209.900,- stgr. m. vsk. Kynntu þér málið í Tæknivali. Við bjóðum öll helstu greiöslukjör s.s. VISA raðgreiðslur í 24 mánuði, EUROCARD raðgreiðslur í 36 mánuði eða Staðgreiðslusamninga Glitnis. Veriö velkomin. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. rneð Hewlett-Packard Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 FRÉTTIR: EVRÓPA Van Miert varar ný ESB-ríki við Engar nýjar und- anþágur á ríkjaráðstefnu KAREL Van Miert, sem fer með sam- keppnismál í fram- kvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, sagði á ráðstefnu um síðustu stækkun ESB í Bmssel á föstudag, að nýju aðildarríkin, Svíþjóð, Finnland og Austurríki, ættu ekki að gera sér vonir um neinar nýjar undan- þágur frá reglum ESB á ríkjaráðstefnunni um framtíð sambands- ins, sem hefst á næsta ári. í Svenska Dagblad- et er haft eftir Van Miert að hann gruni að sum nýju aðildarríkin horfi til undanþág- anna, sem Bretland og Danmörk fengu frá Maastricht-sáttmálan- um. „Það verður ekki um slíkt að ræða nú,“ sagði Van Miert og sagði að nýju ríkin ættu að horfa fram á við, en ekki ganga aftur á bak inn í framtíðina. Framkvæmdastjórnarmaðurinn sagði að ríkin þijú væra að sjálf- sögðu velkomin í ESB, en þau yrðu að átta sig á að þar vildu menn aðildarríki, sem stæðu fast í báða fæt- ur sem Evrópusam- bandsríki. „Ég vara ykkur við að fara að dæmi Bretlands og Danmerkur," sagði hann. „Það skapar aðeins vandamál. Það er sérhvert land og íbúar þess, sem tekur ákvörðun um aðild. En þegar hún er orðin að veraleika verða menn líka að fylgja hinum sameiginlegu leikreglum og ekki halda að önnur ríki lagi sig að ykkar reglum.“ Van Miert sagði að nýju ríkin yrðu að gera það upp við sig hvort þau vildu nánari samvinnu og aukna samranaþróun í Evrópu. „Séu menn í vafa eða svari slíku neitandi, verða þeir jafnframt að samþykkja að þeir geta ekki stöðv- að ríkin, sem vilja dýpka samstarf- ið,“ sagði hann. VAN Miert: Viljum aðildarríki sem standa fast I báða fætur. Tebbit spáir ólgu meðal almennings • TEBBIT lávarður, einn af for- ingjum Evrópusambandsand- stæðinga í brezka íhaldsflokkn- um, lét svo um mælt á lands- fundi ungra íhaldsmanna, að hætta værí á „ólgu meðal al- mennings", ef Bretland yrði dregið lengra á braut sambands- ríkissinna í ESB. í ræðu sinni bar hann hlutskipti ESB-and- stæðinga saman við stöðu svarta meiríhlutans, sem ekki hafði at- kvæðisrétt í Suður-Afríku á tím- um aðskilnaðarstefnunnar. Michael Howard innanríkisráð- herra gerir grín að viðvörunum Tebbits. • KLOFNINGURINN innan íhaldsflokksins um Evrópumál verður æ alvarlegri og hefur aðstoðarráðherra í ríkisstjórn- inni, Charles Wardle, nú sagt af sér vegna þess að hann hefur áhyggjur af hnignun landa- mæraeftirlits eftir að Bretland gekkíESB. • BÚIZT er við að fram- kvæmdastjórn ESB samþykki í dag yfirtöku Mercedes Benz á langferðabílaframleiðandanum Kassbohrer. Að lokinni athugun sérstakrar nefndar var því slegið föstu að yfirtakan bryti ekki í bága við samkeppnisreglur ESB. • JEFFREY Garten, aðstoðar- viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, mun hitta Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskipta- mál í framkvæmdastjórn ESB, að máli hin 24. febrúar. Að sögn Frankfurter Allgemeine Zeitung hyggjast þeir Garten og Bríttan skiptast á skoðunum um hugsan- legan fríverzlunarsamning Bandaríkjanna og ESB. Tyrkir vongóðir um tollabandalag París, Ankara. Reuter. TALSMAÐUR grískra stjórnvalda, Evangelos Venizelos, sagði í gær að Grikkland myndi sennilega sam- þykkja tollabandalag Tyrkja og Evr- ópusambandsins á ráðherrafundi Tyrklands og ESB í Brussel 6. marz næstkomandi. Nokkur „minniháttar" skilyrði þyrfti þó að uppfylla áður. Tyrkir eru vongóðir um að samkomu- lag náist. Venizelos sagði að þau atriði, sem Grikkir vildu láta skýra betur áður en þeir samþykktu bandalagið við Grikkland, væru einkum fjögur. I fyrsta lagi að skýrar yrði að orði kveðið um að viðræður hæfust við Kýpur um aðild að ESB, fljótlega eftir lok ríkjaráðstefnunnar um framtíðarskipulag sambandsins. í öðru lagi vilja Grikkir að fram að þeim tíma að aðildarviðræður við Kýpur hefjast, verði Kýpverjum tryggð sams konar pólitískur sam- ræðugrundvöllur við ESB og Austur- Evrópuríkin njóta nú. í þriðja lagi vill gríska stjómin ræða staðfestingu Evrópuþingsins á fjárhagsaðstoð til Tyrkja og í fjórða lagi hvemig bæta eigi gríska vefnað- ariðnaðinum upp aukna samkeppni frá Tyrklandi. „Minniháttar" breytingar „Grikkland biður aðeins um minni- háttar breytingar, sem auðvelt er að gera á textanum, sem nú liggur fyr- ir,“ sagði Venizelos. Utanríkisráðherra Tyrklands, Murat Karayalcin, lagði í gær upp í íjögurra daga ferð um Norðurlöndin, sem aðild eiga að ESB, Svíþjóð, Finn- land og Danmörku. Vonast hann til að tryggja sér stuðning þessara ríkja fyrir fundinn í Brussel 6. marz. Karayalcin sagðist vongóður um að samkomulag um tollabandalag næðist. Hins vegar myndu tyrknesk stjómvöld ekki leggja allt í sölumar fyrir það. Utanríkisráðherrann viður- kenndi að Tyrkir yrðu að bæta orðs- tír sinn í mannréttindamálum, en sagði að það væri sjálfstætt verk- efni, óháð tollabandalagi við ESB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.