Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Millifærsla á persónuafslætti, sanngirnismál eða tímaskekkja? NÝLEGA lögðu þingmennirnir Guðni Ágústsson og Finnur Ing- ólfsson fram á Alþingi frumvarp til laga um að persónuafsláttur verði að fullu færanlegur milli hjóna. Hugmyndin hefur nokkuð heyrst síðustu misseri og þykir mörgum sanngirnismál. Alþýðu- samband íslands gekk á dögunum í lið með þingmönnunum og setur þessa 600 milljóna kröfu fram í milljarðapakkanum á hendur rík- inu í tengslum við kjarasamninga. Nú síðast bættist þessum fríða flokki liðsauki með nýstofnuðum Kristilegum stjórnmálaflokki, sem auk þessa máls hefur margt fróð- legt á stefnuskránni. í hvetju felst sú mikla sanngirni sem hér er á ferð? í greinargerð með tillögunni segjast fram- sóknarþingmennirnir vilja standa vörð um fjölskylduna sem standi höllum fæti, einkum gagnvart ein- stæðum foreldrum sem njóti orðið helst til mikilla réttinda í kerfinu. Þessu til stuðnings nefna þeir presta sem eigi engin önnur ráð til hjónafólks en að skilnað. Eg ætla ekki að fara nánar út í þann málflutning þingmannanna, að tefla einstæðum foreldrum og barnafólki saman sem andstæðum hópum, heldur skoða annað í mál- flutningi þeirra. Hvar á réttlætinu að linna? Þingmennirnir segja að full millifærsla persónufrádráttar sé sanngirnismál. Sú spurning vakn- ar hvar réttlætinu eigi að linna? Er ekki líka sanngirnismál að hægt sé að framselja kjarabæturn- ar, sumarfríið, veikindaréttinn? Eða kosningaréttinn? Ef fram- sóknarmönnum er á hinn bóginn raunveruleg sanngirni í huga byija þeir auðvitað á réttinum til fæð- ingarorlofs. Sá réttur er nánst ein- skorðaður við konur og mörgum finnst einmitt mikið sanngirnismál að hann verði að fullu millifæran- legur milli hjóna. Sérsköttun hjóna var framfaraspor Af hveiju skyldu skattalögin líta út eins og þau gera? Með lög- um nr. 70. 1978 var var tekin upp takmörk- uð sérsköttun í stað samsköttunar hjóna. Var það nýlunda og mikið framfaraspor frá sjónarmiði jafnréttis. Meginreglan skyldi vera sú að hver ein- staklingur væri sjálf- stæður skattaðili, kon- an var ekki lengur við- hengi við karlinn og gengið var eins langt i sérsköttun og fært þótti miðað við aðstæður. í greinargerð með því laga- frumvarpi segir um persónuaf- slátt: „Heimildin til millifærslu ónýtts persónuafsláttar hefur þann ótvíræða kost umfram al- gera sérsköttun að með henni er við skattlagningu tekið tillit til þess að tveir eiga að lifa af tekjum þess hjóna sem vinnur utan heim- ilis í þeim fjölmörgu hjónaböndum þar sem hinn makinn aflar heimil- inu ekki utanaðkomandi tekna.“ (Alþingistíðindi, Þingskjal 600, 17. hefti 77-78. Mín skáletrun). Reglan um persónuafsláttinn gengur þvert á anda laganna og hún lifir enn sem leifar af sams- köttun tekna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og nú er ekki algengt að tveir lifi á tekjum eins, enda nánast ógern- ingur eins og launamálum al- mennings er komið. Mikill meiri- hluti kvenna vinnur utan heimilis (nálægt 80%), þar með taldar mæður forskólabarna. Meginregl- an í dag er því sú að báðir makar séu framfærendur. Það væri því rökrétt og í samræmi við tilgang laganna að afnema með öllu milli- færslu persónuafsláttar, í stað þess að auka hann. Millifærslukrafan eykur réttleysi kvenna Þótt enginn rök- stuðningur sé með millifærslukröfunni hjá ASÍ vita allir að með þessu á að auka tekjur heimilanna. Hjón eiga möguleika á auknum skattaafslætti ef annar aðilinn kýs að vera heima til dæmis til að gæta bama eða er at- vinnulaus. Samkvæmt upplýsingum ríkis- skattstjóra eru konur í miklum meirihluta þeirra sem millifærðu ónýttan per- sónuafslátt sinn til maka á tekjuár- inu 1993 (skv. framtali 1994). Það er að sjálfsögðu ekkert athugavert við að vera heimavinnandi fyrir þá sem það kjósa. Þá verður bara að hafa í huga að mikilvæg réttindi manna í nútímasamfélagi byggjast á atvinnuþátttöku, t.d. lífeyrisrétt- indi, réttur til atvinnuleysisbóta o.fl. Að afsala sér þeim réttindum hefur reynst mörgum konum dýrkeypt. Þótt 600 miljóna krafan sé sett fram með kynhlutlausum formerkjum verða afleiðingar hennar kynbundn- ar miðað við ríkjandi launamun kynj- anna og ójafna stöðu þeirra. Gleym- um því nefnilega ekki að konur standa ekki einungis höllum fæti gagnvart einhveijum óskilgreindum „körlum á vinnumarkaði", þær gera það einnig gagnvart mökum sínum. Flestar konur hafa lægri laun en eiginmenn þeirra, þær eru m.ö.o. ekki samkeppnisfærar við þá á vinnumarkaði. Allra síst núna á tím- um atvinnuleysis sem bitnar harðar á konum en körlum. Því er líka ástæða til að vara við millifærslukr- öfunni sem leið til að bæta hag fólks í atvinnuleysi. Slíkt má gera án þess að slá af réttindum kvenna. Leiða má getum að því að það séu einkum tveir hópar sem njóti góðs af millifæranlegum skattaaf- Millifærslutillaga þjónar hinum efnameiri, að mati Þorgerðar Ein- arsdóttur, og eykur réttleysi kvenna. slætti — fyrir utan atvinnulausa. Annars vegar tekjulágt bamafólk, þar sem skattaafslátturinn borgar sig betur en að báðir foreldrar vinni úti og greiði dýra dagvistun. Hins vegar þær fjölskyldur sem hafa „góða“ fyrirvinnu og annar aðilinn velur af einhveijum ástæðum að vera heima. Það er alveg ljóst að tillagan getur skilað láglaunafólki góðum skildingi, einkum ef skatt- frelsismörk verða jafnframt hækk- uð. En þessi velviljaða krafa hefur kynbundnar afleiðingar: Valfrelsi kvenna til að vinna úti og nýta sér skattkort makans takmarkast af lægri launum þeirra. Því má spyija: Eru allar aðferðir réttlætanlegar til þess að bæta hag heimilanna? Er það „sanngirnismál" að ýta á ný undir þær hugmyndir að eiginmað- urinn sé framfærandi en eiginkonan þiggi framfærslu? Eða trúa menn því í alvöru að hjón varpi hlutkesti um hvort þeirra verði heima? Er til- lagan kannski sett fram í trausti þess að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er mjög líkleg til að hafa velþóknun á henni? Sá hópur sem nokkuð ör- ugglega mun dafna á henni em nefnilega hinir efnameiri, heimilin þar sem frúin — afsakið, „annar aðilinn", þarf hvort eð er ekki að vinna úti heldur getur setið heima og notið vasapeningana sem milli- færslutillagan mun færa henni. Launajöfnun, já takk — en hvernig? ASÍ-forystan hefur greinilega hugsað um þessi mál, því aftast í kröfugerðinni á hendur ríkinu er krafa um launajöfnun sem er góðra Þorgerður Einarsdóttir gjalda verð. Þar segir að biýnt sé að unnið verði markvisst að því að jafna launabilið milli karla og kvenna. Flestum er nú ljóst það sam- hengi sem er milli launajafnréttis kynjanna og hlutverkaskiptingar karla og kvenna á heimilinu. Launa- jafnrétti næst ekki nema konur láti til sín taka á vinnumarkaði og að karlar axli aukna ábyrgð á heimilis- störfum og bömum. Því miður er hætt við að millifærslukrafan vinni í reynd gegn atvinnuþáttöku kvenna, gegn aukinni heimilisábyrgð karla og því gegn launajöfnun þegar til lengri tíma er litið. Það er ósk- hyggja að halda að þeir hlutir breyt- ist við að talað sé kynhlutlaust um hlutina — af þeirri einföldu ástæðu að „annar aðilinn“ stendur höllum fæti. í átttil jöfnuðar og kyiyajafnréttis? Sú tíð er senn á enda að húsmóð- urstarfið sé ævistarf. Að segja það upphátt er engin lítilsvirðing á störf- um mæðra okkar og formæðra. Það kastar engri rýrð á þær kynslóðir kvenna sem af óeigingimi og fóm- fysi hafa helgað sig heimili og böm- um, það er einfaldlega að horfast í augu við breytta tíma. Sennilega hefur heilbrigðisráðherra haft þetta í huga þegar hann skerti ekkjulíf- eyri með reglugerð í júní á síðasta ári. Ef markmiðið er að styðja við bak barnafjölskyldna (eða bæta hag atvinnulausra í sambúð) em til margar aðferðir sem ekki kreíjast afsláttar á réttindum og stöðu kvenna. Af hveiju ekki að auka og tekjutengja bamabætur? Núverandi millifærsla persónuafsláttar kostar ríkissjóð nærri helming þess sem bamabætur kosta (áætlað um tvo milljarða á ári á móti 4 '/i milljarði). Þar má sannarlega endurmeta for- gangsröð. Af hveiju ekki að vinna að vinnutímastyttingu fyrir bama- fólk — konur og karla? Sú hugmjmd hefur þann kost að hún kallar karla til ábyrgðar á uppeldi bama sinna. Mín skoðun er sú að „sann- girniskrafan“ um fulla millifærslu persónufrádráttar sé vanhugsuð og skammsýn. Ég skora á þingmenn og frambjóðendur að svara því hvort þeir álíti að frumvarp framsóknar- manna, þessi 600 milljón króna kjarabót, sé skref inn í samfélag kynjajafnréttis og jöfnuðar. Höfundur er félagsfræðingur. Gullmerkisberar VFÍ VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands hefur sæmt þrjá félagsmenn sína gullmerki VFI og afhenti for- maður félagsins, Jóhann Már Mar- íusson, þeim heiðursskjöl á árshá- tíð félagsins. Á myndinni eru f.v. framkvæmdastjóri VFÍ, Arnbjörg Edda Guðbjömsdóttir, formaður VFÍ, Jóhann Már Maríusson. Og þeir sem gullmerki hlutu: Vífill Oddsson, byggingaverkfræðing- ur, Þóroddur Th. Sigurðsson, vélaverkfræðingur og fyrmm vatnsveitustjóri, og Geir A. Gunn- laugsson, vélaverkfræðingur. Lögmannafélagið vill sátt um stjórnar- skrárbreytingar NYLEGA sendu stjórn og laga- nefnd Lögmannafélags íslands frá sér umsögn um frumvarp til stjórn- skipunarlaga urn breytingar á stjórnarskránni. í umsögninni er endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar fagnað og talið að um margt hafi tekist vel til við samningu frumvarpsins þó á sum- ,um sviðum megi hins vegar gera betur. Þá er einnig varpað fram sem innleggi í þá umfjöllun sem hafin er og verður um frumvarpið á næstu vikum, ýmsum sjónarmið- um sem uppi eru, segir í fréttatil- kynningu frá Lögmannafélaginu. Lögmannafélagið leggur á það mikla áherslu að breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrár- innar nái fram að ganga á þessu þingi. í ljósi þeirra umsagna sem stjórnarskrárnefnd hefur borist um frumvarpið má ætla að nú þurfi allir að leggjast á árarnar svo ná megi sátt um breytingar á frum- varpinu. Af því tilefni vill Lög- mannafélagið lýsa því yfir að það er reiðubúið að gera allt sem í þess valdi stendur til að það megi takast. Kvennalistinn á Vestfjörðum FRAMBOÐSLISTI Samtaka um Kvennalista í Vestfjarðakjördæmi hefur verið ákveðinn. Listann skipa: 1. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, alþingismaður, ísafirði, 2. Björk Jóhannsdóttir, skrifstofumaður, Hólmavík, 3. Ág- ústa Gísladóttir, útibússtjóri, ísafírði, 4. Þórunn Játvarðsdóttir, þroskaþjálfi, Reykhólum, 5. Árn- heiður Guðnadóttir, ferðaþjónustu- bóndi, Vesturbyggð, 6. Heiðrún Tryggvadóttir, háskólanemi, ísafirði, 7. Guðrún Bjamadóttir, húsfreyja, Þingeyri, 8. Dagbjört Óskarsdóttir, matráðskona og bóndi, Flateyri, 9. Jónína Emilsdótt- ir, sérkennslufulltrúi, ísafirði, 10. Ása Ketilsdóttir, húsfreyja, ísafirði. Vi (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.