Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Olíumengnn og olíuhöfn I ELÍN Pálmadóttir, blaðamaður, fyrrver- andi borgarfulltrúi og formaður umhverfís- ráðs Reykjavíkur, gerir sé leik að því í Mbl. 31.1. að hræða borg- arbúa með því að mikla áhættu af að olía fari inn á Sundin við Reykjavík frá olíustöð- inni í Laugarnesi. Hún vill nota þetta mál í pólitískum tilgangi, og til framdráttar sjálfri sér og fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavík- ur. Þetta er rangt. Það á ekki að nota hreint tæknileg mál í flokka- pólitík, heldur verður að leita beztu tæknilegra úrlausna. Fákunnátta hennar er einnig gott dæmi úm þetta, og sýnir að ekki hefir verið djúpt kafað við umræður um málið á valdsmannsárum hennar 1974- 1978. Staðsetning olíustöðva í Reykjavík Eins og nú er komið málum, er aðeins um tvo staði að ræða fýrir innflutning á olíu í Reykjavík, þ.e. Örfírisey og Laugames. Frágangur í olíustöðvum á landi er nú slíkur, að ekki á að vera sérstök hætta af mengun frá þessum stöðvum, þótt slíkt verði aldrei útilokað að fullu. Mengunarhættan myndi þó minnka verulega, ef og þegar hætt verður að nota botnleiðslur við dælingu í land, því að þær geta lekið eða brotnað í átökum. Við Örfirisey liggja olíuskip við festingar fyrir opnu hafí, óvarin fyrir útsynningnum, bæði óbrotnum sjó og stormum. Mesta hættan, sem steðjar að umhverfi Reykjavíkur, er þarna. Ef olíuskip slitnar úr fest- ingum við Örfirisey í SV-stormi og sjó, myndi það óhjákvæmilga reka upp í Engey, því hér eru engir drátt- arbátar að gagni til aðstoðar í slík- um tilfellum. Ef leki kæmi að skipinu við þessar aðstæður myndi olíán fljóta und- an vindinum inn um öll Sund, og myndi fátt til bjargar. Við Laugarnes liggja olíuskipin hins vegar í vari af Engey. Þar er lífhöfn fyrir skip af þessari stærð, svo til í öllum veðrum. Þetta var þegar vitað í lok stríðsins, áður en ráðist var í byggingu olíustöðvarinnar í Laugamesi, en sú staðsetning var ákveð- in að ráði þáverandi hafnarstjóra, Valgeirs Bjömssonar, sem ráðið hefír bekkjarbróður sínum Héðni Valdimarssyni heilt. Ef EP vill fá frekari upplýsingar um þetta, þá gæti hún leitað til hafnsögumanna Reykjavíkurhafnar. Rétt er að benda EP á, að Engey er ekki rétt staðsett og er miklu stærri en sýnt er á korti því, sem fýlgdi grein hennar, hvort sem þessi fölsun er að yfírlögðu ráði eða ekki. Straumfræðin og vitið Mikið af grein EP fjallar um hina „ógnvænlegu" sjávarstrauma inn Sundin, og er það allt mikill skáld- skapur. Ekki er gott að vita, hvar þessir straumar enda, því að állinn úr Viðeyjartaglinu í Gufunes er ekki meiri en það, að hann var sundriðinn á fjörum, meðan byggð var í Viðey. Nefnir hún ýmsa mæta menn sér til vitnis, suma dauða. Þetta kemur þó málinu svo til ekk- ert við, því að olía flýtur á sjó, og fer því undan vindi, en lítið undan straumum, einkum djúpstraumum. I Reykjavík er svo til aldrei logn, og ríkjandi vindáttir eru austlægar, nema þegar hinn hættulegi útsynn- ingur heijar á. Dæmi er til um alvarlega olíu- mengun á svæðinu, þegar krani brotnaði fyrir mannleg mistök á olíustöðinni á Klöpp um miðjan sjö- Hræðsluáróður eða óábyrgt tal um mengun þjónar engum, se^ir •• > Onundur Asgeirsson, og á ekki að vera pólitískt bitbein. unda áratuginn, og talsvert magn vegolíu fór í sjóinn í blíðskapar- veðri. Vegolían dreifði sér mest í fjöruna austan við Klöpp, en fór einnig inn í Reykjavíkurhöfn, þar sem hún litaði nokkra báta, og út í Engey, þar sem hún olli lítillega tjóni á fugli. Hörkustraumar EP austur með fjörunni voru þó ekki áhrifameiri en svo, að ekkert barst lengra en 2-300 metra, og ekkert austur fyrir Fúlalæk, en á þeim slóðum litaði frárennslið frá gömlu Mjólkurstöðinni sjóinn iðulega hvít- an. Mikið fjölmiðlafár varð út af þessu, og þjónaði litlum tilgangi, því að skaðinn var skeður. Mengunin Vegolía er sérstök blanda af þungri svartolíu, sem sérstaklega er ætlað að binda sig við gijót og möl í vegagerð. Auðvitað batt olían sig við mölina í fjörunni, og þar sem næststærstu straumar ársins eru í september, náði mengunin líka til að setjast á þarann niður í stór- straumsmörk. Við þessu var lítið hægt að gera, annað en bíða þess að náttúran leysti vandann, sem og varð, því að fjórum mánuðum síðar hafði sjórinn skúrað fjöruna hreina. Menn tala gjarnan um olíumeng- un, eins og um eitrun sé að ræða, en í flestum tilfellum er það ekki rétt. Olía er lífrænt efni, níynduð úr jurta- og dýraleifum, sem undir fargi hafa ummyndast í hráolíu (jarðolíu). Mengun af völdum vegolíu eða svar- tolíu er vegna óþrifnaðar en ekki eitrunar. Ekki væri hægt að nota vegolíu eða malbik víðs vegar á veg- um landsins, ef af því stafaði mikil eitrunarhætta. Óþrifnaðurinn leynir sér hins vegar ekki, og er hér mest- ur af völdum umhverfísmálaráðs Reykj avíkurborgar, sem EP var að eigin sögn formaður fyrir um skeið. Allir gatnamálastjórar í Reykjavík hafa í næstum 30 ár lagt til, að banna nagladekk í Reykjavík, en þau valda mengun með þúsundum tonna af malbiki og vegolíu árlega, og með hundraða milljóna króna árlegum kostnaði fyrir borgina. Þetta mál hefír jafnan verið stöðvað í umhverf- ismálaráði borgarinnar, og þannig er EP, sem fyrrverandi formaður, einn mesti umhverfisspillir landsins. Það er orðin atvinnugrein að hreinsa óþverrann af bílum með eitruðum leysiefnum, sem allt fer síðan í frá- rennslislagnir frá þvottastöðvunum, þaðan sem því er dælt með öllu „gumsinu“ inn á Sund. Hefir EP hugsað fyrir lausn á þessu máli? Þjónar þetta kannske ekki „pólitísk- um“ markmiðum hennar? Hún mætti gjaman skýra þetta út fyrir almenningi. Eg vil gjarnan upplýsa hana um, að í olíustöðinni í Laugar- nesi er og hefír verið búnaður til að safna saman, hreinsa og brenna allskonar úrgangsolíur, sem til falla, einnig frá skipum. Hún getur ekki, frekar en aðrir, skýlt sér að baki ókunnugleika eða' fákunnáttu, ef hún vill láta taka mark á sér. Sökum þess, hversu ruglingsleg umræða um mengun er oft í fjöl- miðlum, er rétt að bæta því við, að þegar stóra snjóflóðið féll í Norð- fírði fyrir 20 árum, skekkti það svartolíutank á grunni og braut opna leiðslu í mjölverksmiðjuna. Talsvert magn af svartolíu flaut með læk til sjávar, og þegar veðr- inu hafði slotað fjórum dögum síð- ar, fannst engin olía. Sjávargang- urinn hafði eytt olíunni á þessum stutta tíma. Öldurótið safnar svar- tolíu í harðar kúlur, sem taka í sig seltu úr sjónum og sökkva til botns. (Framhald.) Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. Önundur Asgeirsson Hundahald í þéttbýli Tillitslaus ÁTTI ég ekki von á! Ekki er fyrr minnst á hundapláguna hér á þéttbýlissvæði Reykja- víkur en hundaeigendur ijúka upp með hnjóðs- yrði og nánast niðrandi upphrópanir um þá, sem kvarta og sætta sig ekki við yfirganginn og tilþtslaust háttemi sumra hundaeigenda gagnvart öðrum samfé- lagsborgurum. - Grein sem ég skrifaði til að vara við því að Alþingi byði heim þeim óhjá- kvæmilega ófriði, sem stafa myndi af þvi, að lögheimila hundahald í fjölbýlishús- um, færir mér þau viðbrögð, - eins og ég mátti kannski eiga von á - að ég sé gæddur eftirfarandi eigin- leikum: 1. Sé fullur af fordómum. 2. Hafi rangar hugmyndir um eðli dýra. 3. Sé með öfgakenndar hugmynd- ir. 4. Viti ekkert um hunda - eins og margt annað fordómafullt fólk. 5. Viti ekki að hudurinn sé „besti vinur mannsins“. 6. Viti ekki að hundar séu félags- verur. Það vantar ekki jákvæðar lýsingar á mannkostum manns - ef hann leyf- ir sér að nefna þann borgaralega rétt að fá að vera í friði fyrir skefja- lausri frekju og ágangi hundaeig- enda, sem nota svo ámóta niðrandi persónulýsingar til að þagga niður í þeim sem þegja ekki eins og lúpur. Nei! Kona sú sem sendi mér tóninn í „Bréfi til blaðsins" 19. janúar sl., sem ég hirði ekki að nefna með nafni, sýnir ekkert öðruvísi viðbrögð en al- mennt er að venjast af hundaeigendum, ef at- hugasemd er gerð við háttarlag þeirra, þegar þeir bijóta gegn heitum og loforðum, þ.e. skil- yrðum leyfís til að halda hunda. - Hún þarf hins- vegar ekkert að segja mér um hunda, þá þekki ég af eigin reynslu: umgekkst hunda í sveit. Og ég veit að þar sem það á við eru þeir þarfír og geta verið ljúfír, nota- Hundahald í þéttbýli á að banna, segir Sveinn Ólafsson, og í fjölbýlishúsum er það hrein óhæfa. legir og gagnlegir vinir. - En sú misþyrming á þeim, sem oft má horfa upp á einmitt hjá hundaeigendum í þéttbýli, gæti eins heyrt undir dýra- verndarlög, þó á það sé aldrei minnst. - Vælandi hundar skildir eftir einir ágengni hundaeigenda Sveinn Ólafsson í húsum eða á lóðum tímum og jafn- vel dögum saman, eru dæmi, sem eru þekkt, en menn vilja ekki taka áhættu af að fá í fjölbýlishús. Annars ætti sú góða kona, sem sendi mér svo skemmtilega!! tóninn, að athuga eftirfarandi: 1. Í greininni færir hún engin rök fram um réttmæti hundahalds í fjöl- býli. 2. Dæmin í grein hennar sjálfrar styðja einmitt réttmæti aðfínnslna um meðferð hunda í þéttbýli. 3. Það eru engin afsökun fyrir að bijóta af sér að benda á að aðrir hagi sér ekki rétt. Slíkt heitir bara þrætubókarlist. 4. Hávaði í húsum af mannavöld-. um, börn skilin eftir umhirðulaus, smáfuglar í búrum eru síður en svo til fyrirmyndar, má segja nánst óhæfa. Þar ættu að vera til lög hlið- stæð dýraverndarlögum, hvað fólkið snertir. 5. Vorkunnarkenndin gagnvart veslings innilokuðu, bundnu og heftu leikfangahundunum „bestu vinum mannsins" í þéttbýlinu er líka full- gild ástæða og um leið orsök fyrir andstöðu við hundahald í þéttbýli. - Hundar þurfa að vera frjálsir, það vita þeir sem vilja skilja eðli dýra, og eru ekki blindaðir af eiginhyggju og sjálfsdekri. 6. Ef viðkomandi fólk vorkennir umhirðulausu börnunum og fuglun- um í búrunum, hversvegna vorkenna hundaeigendur ekki líka bundnu, heftu og innilokuðu hundunum, sem þeir sjálfir hafa sem leikföng? - Ekki er að sjá að vináttan sé mikil þar frá þeirra hendi! Eg vil svo ekki orðlengja þetta frekar, en aðeins benda á, að það er alls ekki málstað hundahalds í þéttbýli til neins framdráttar að vera með rakalausar upphrópanir og per- sónulega ófrægingu gagnvart þeim, sem eru á annarri skoðun um hunda- hald í þéttbýli. - Það minnsta, sem hægt er að krefjast er, að fólk haldi sig við rökrænar umræður, en sé ekki að senda öðru fólki, sem það þekkir ekkert og veit ekkert um, „pillur" og ónot, bara af því að það hefur aðra skoðun. - Það er pex, - ekki umræður. í lokin er rétt að geta þess til fróð- leiks fyrir títt ónefnda konu og fleiri sem málið snertir, að eitt sinn fyrir allmörgum árum var höfð skoðana- könnun um hundahald hér í Reykja- vík, og þá var mikill meirihluti á móti. Þessu var stungið undir stól af því að þrýstihópurinn beitti að- stöðu sinni til að hefta eðlilegt rétt- læti. - Hver er svo að tala um lýð- ræði og réttlæti í sambandi við al- menn mál. - Það gildir ekki um hundahaldið, - því miður fyrir aum- ingja hundana, sem eru leiksoppar eigingirni hundaeigenda, sem skjóta sér á bak við „hið mikla uppeldis- gildi þess fyrir böm að umgangast hunda“. - Svo eru þeir látnir gera „stykkin sín“ í sandkassana þar sem önnur börn leika sér, en um það eru ýms dæmi. - Sér eru nú hver holl- ustan og uppeldisáhrifin fyrir böm- in! Nei! Hundahald í þéttbýli ætti að banna, eins og áður var, og hunda- hald í fjölbýlishúsum er hrein óhæfa. - Það ættu háttvirtir alþingismenn að athuga líka, en útaf því skrifaði ég fyrri greinina - ekki til að bjóða heim orðaskaki við konur með blinda ofurást á hundum til að leika sér að í þéttbýli. Höfundur erfyrrv. fulltrúi. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. j 'ff ,-*i Kopavogi, sími 671800 V ■ - ■■ Toyota Hi Ace 4x4 bensín ’91, hvítur, 5 g., ek. 75 þ. km, vsk bíll. V. 1.450 þús. Verið velkomin Við vinnum fyrir þig. Fjöldi bifreiða á skrá og á staðnum. Verð og greiðsluskil- málar við allra hæfi. Nissan Sunny SLX Sedan '91, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 39 þ. km. V. 890 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, GTi út- lit, 4 g., ek. 74 þ. km. V. 520 þús. Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, hvítur, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 1.090 þús. Honda Accord 2,0 EXi '88, 5 g., ek. 96 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bfll. V. 740 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa) '89, svartur, sjálfsk., óvenju gott eintak. V. 1.490 þús. Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 53 þ. km. Toppeintak. V. 1.750 þús. Sk. ód. Sjaldgæfur bíll: Audi 1,8 Coupé '91, grás- ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SLX '92, hvítur, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 38 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 960 þús. Sk. ód. Mercedes Benz 190 E '85, hvítur, sjálfsk., sóllúga o.fl. Gott ástand. V. 880 þús. Sk. ód. Volvo 440 GLTi '90, blásans., sjálfsk., ek. 65 þ. km, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús. Sk. ód. Subaru Justy J-12 '91, grænn, 5 g., ek. 47 þ. km. V. 690 þús. Chevrolet Blazer S-10 Thao 4,3 L '91, hvítur, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,2 millj. Hyundai Sonata '94, blár, sjálfsk., ek. 4 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 1.590 þús. Höfum kaupendur að: '92-’94 árg. af MMC Paj- ero, Toyota D.Cap, Landcruiser og 4Runner. Fjöldi bifreiða á skrá og á staðnum. Verð og greiðsluskil- máiar við allra hæfi. MMC Colt GLX '90. þ. km. V. 780 þús. Daihatsu Applause Zi 4x4 '91, 5 g., ek. aðeins 13 þ. km. Einn eigandi, toppein- tak. V. 1.050 þús. Subaru Legacy 2,0 station '92, sjálfsk., ek. aðeins 33 þ. km, álfelgur, rafm. í rúð- um o.fl. V. 1.750 þús. Toyota Corolla DX '87, 5 dyra, sjálfsk., ek. aðeins 83 þ. km., gott eintak. V. 420 þús. MMC Colt 1,5 EXE '91, hvítur, 5 g., ek. 76 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 850 þús. Sk. ód. Ford Escort station '93, steingrár, 5 g., ek. 25 þ. km., vökvast., rafm. í rúðum, tveir dekkjag. o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 1.8 Sedan '90, sjálfs., ek. 90 þ. km. V. 1.150 þús. Sk. ód. Skoda Forman LXi '93, 5 g., ek. 7 þ. km., sem nýr. Tilboðsverð 580 þús. Toyota Hilux EX Cap '87, 8 cyl. (350), sjálfsk., 38“ dekk, mikið breyttur. Góður fjallabíll. V. 1.050 þús. blár, sjálfsk., ek. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.