Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 49 FRÉTTIR DAGBOK LOGREGLUNNAR Rafmagnið tekið af háværu samkvæmi Sérfræðingafélag íslenskra lækna Ekki verið sýnt fram á sparnað af tilvísunum STJÓRN Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna gagnrýnir harðlega tilvísanaskyldu til sérfræðilækna á íslandi. Telur stjómin málið illa undirbúið og að rök ráðuneytisins um ávinning kerfisins standist ekki. í ályktun sem stjómin sendi frá sér um síðustu mánaðamót, segir að ekki hafi tekist að sýna fram á spamað af völdum tilvísanakerfisins. Þvert á móti hnígi ýmis rök að því að „sú tvöföldun og skriffínnska sem kerfíð hefur í för með sér leiði, auk óhagræðis, til aukins kostnaðar. Núverandi kerfí læknisþjónustu er skilvirkt, aðgengilegt og vel aðlagað íslenskum staðháttum." Reist á veikum grunni Stjóm SÍL vísar jafnframt „al- gjörlega á bug þeirri röksemda- færslu að eitt meginmarkmið hinn- ar nýju tilvísanaskyldu sé að bæta boðskipti milli lækna á íslandi." Virðist heilbrigðisráðuneytið ganga út frá að sérfræðingar sendi engar skýrslur til heimilislækna í yfir 70% tilvika. „Byggir ráðuneytið þar á laus- legri könnun sem var gerð á einni heilsugæslustöð fyrir 5 árum og tók til tveggja mánaða." Niðurstöður hafí hvergi verið birtar skriflega og margir ágallar verið á fram- kvæmd. Stjórnin lýsir furðu sinni á að „ráðuneytið áformi svo róttækar breytingar á íslensku heilbrigðis- kerfi á svo veikum grunni. Lausleg- ar kannanir gerðar á tveimur sér- fræðilæknisstöðvum benda til þess að heimilislæknum séu sendar skýrslur í 70-90% tilvika." Stjóm SÍL segir að tilvísana- skylda feli í sér „skerðingu á lækn- ingaleyfi sérfræðilækna, sem þurfa að eiga það undir hópi kollega í læknastétt, sem sjálfir eiga ríkra hagsmuna að gæta og heiður að verja, hvort veikt fólk á íslandi nær að njóta sérfræðilæknisþjónustu innan almannatryggingakerfisins, sem það er skyldugt að greiða ið- gjöld til. Stjómin harmar að ekkert samráð skuli hafa verið haft við læknafélögin eða samtök sjúklinga í svo viðkvæmu og flóknu máli og skorar á ráðherra að hætta við fyr- irhugaða tilvísanaskyldu." 10.-13. febrúar í DAGBÓKINNI eru skráð 326 tilvik á tímabilinu. Af þeim er t.d. 41 vegna ölvunar, 24 vegna umferðaróhappa, 19 vegna hávaða og ónæðis, 3 vegna heimilisófriðar og ágreinings, 16 vegna innbrota og þjófnaða, 8 vegna líkamsmeiðinga og 18 vegna rúðu- brota og skemmdarverka. Tíu ökumenn, sem afskipti voru höfð af, era granaðir um ölvunar- akstur. Enginn þeirra hafði lent í umferðaróhappi. Auk þess voru 33 ökumenn kærðir eða áminntir fyrir ýmis umferðarlagabrot. Um 700 manns vora í miðborginni aðfaranótt laugardags og um 1.000 manns að- faranótt sunnudags. Fremur illa viðr- aði til útiveru. Vista þurfti á fjórða tug manna í fangageymslunum af ýmsum ástæðum. Varð fyrir bíl með barn í fanginu Á föstudag varð harður árekstur með tveimur bifreiðum á gatnamót- um Höfðabakka og Bíldshöfða. Flytja þurfti farþega úr annarri bifreiðinni á slysadeild. Um minniháttar meiðsli var að ræða. Um svipað leyti varð kona fyrir bifreið þar sem hún var á leið yfír Laugaveg við Barónsstíg með barn í fanginu. Hún var flutt á slysadeild en meiðsli virtust minni- háttar. Aðfaranótt laugardags var maður fluttur á slysadeild eftir að hafa ver- ið barinn í Hafnarstræti við Naustin. Sparkað hafði verið í manninn all- nokkram sinnum eftir að hann hafði verið barinn og fallið í götuna. Um töluverða höfuðáverka virtist vera að ræða, en þó var ekki talið að þeir hefðu verið alvarlegs eðlis. Skömmu eftir kl. 4 aðfaranótt laugardags var ungur maður stung- inn með hnífi í Hafnarstræti utan við einn skyndibitastaðinn. Hnífs- blaðið kom í síðuna og var í fyrstu talið að um alvarlega áverka væri að ræða. Pilturinn var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Þar kom í ljós að áverkinn var minni en ætlað var í fyrstu. Sá, sem stakk, var hand- tekinn undir morgun. Óraunhæft er að alhæfa um of um almennt „ástand" mála í miðborginni út frá tilvikum sem þessu. Kona nefbrotin á veitingastað Auk þeirra tveggja líkamsmeið- inga, sem að framan er getið, var maður sleginn á veitingastað í mið- borginni, kona var nefbrotin á veit- ingastað í austurborginni, maður var meiddur eftir slagsmál í húsi í vestur- borginni, veist var að ungri stúlku í Vonarstræti, skrokkskjóður hlutust af slagsmálum fólks í húsi í Vestur- bænum og flytja þurfti tvo menn í fangageymslu eftir slagsmál í húsi við Hringbraut. í allflestum tilvikum hafði áfengi verið haft um hönd. Snemma á laugardagsmorgun sást til þriggja pilta í Hafnárstræti vera að hvolfa úr rasladöllum á göt- una. Þeim var gert að tína raslið upp aftur. Flest mál tengjast áfengisneyslu Stórt hlutfall mála, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af um helgar- nætur, tengist áfengisneyslu þeirra er hlut eiga að máli með einum eða öðrum hætti. Aðfaranótt laugardags er t.d. sagt frá því í dagbókinni að tilkynnt hafí verið um háværa tónlist og mikinn hávaða í ölvuðu fólki í fjölbýlishúsi nálægt miðborginni. Þegar fólkið neitaði að sinna beiðni lögreglumanna um að lækka var rafmagnið tekið af íbúðinni. Lögregl- an sinnti fjölmörgum fleiri kvörtun- um vegna ölvaðs fólks þessa nótt. í flestum tilvikum var um fullorðið fólk að ræða. Lýst eftir vitnum LÝST er eftir vitnum að árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka, sem tilkynntur var til lögreglu föstudaginn 3. febrúar kl. 17.30. Suzuki Swift, ZS 570, var ekið suður Reykjanesbraut. Toyota Touring skutbíl, UZ 996, var ekið vestur Stekkjarbakka og beygt suður Reykjanesbraut. Öku- mennina greinir á um stöðu ljósa þegar óhappið varð. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að þessum árekstri eru vin- samlegast beðnir um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík. Karpov jafnaði, Kamsky öruggur SKAK Sanghi Nagar á I n d i a n d i UNDANÚRSLIT FIDE-HM Bandaríkjamaðurinn Gata Kamsky er orðinn næsta öruggur með að tefla einvígið um heimsmeistaratitil FIDE. Hann hefur hlotið fjóra vinn- inga en Valery Salov, andstæðingnr hans í undanúrslitum, aðeins einn. Staðan hjá Anatóli Karpov og Boris Gelfand er jöfn, Karpov vann fimmtu skákina og jafnaði. YFIRBURÐIR Kamskys gegn Salov hafa verið miklir. Það hefur komið á daginn að Salov hefur ekki roð við Kamsky í flókn- um stöðum og virðist gersamlega missa átt- irnar í erfiðum útreikn- ingum. Salov hefur löngum treyst á yfir- burðatækni sína, en hún hefur ekkert bitið á Kamsky sem er ekki síður sterkur í vörn en sókn. Hann vann fyrstu, þriðju og fimmtu skákirnar á hvítt, en hélt jafntefli með svörtu í annarri og fjórðu. í hinu einvíginu lítur út fyrir meiri spennu því Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeistari, teflir ekki nærri þvi eins sannfærandi og oft áður. Fyrstu tveimur skákunum lauk með jafntefli, en Gelfand vann þá þriðju. Karpov tókst strax að jafna og fimmta skákin varð stutt jafntefli. Karpov hefur hvítt í sjöttu skákinni. Alls verða tefldar tíu skákir. Kamsky dugar því einn og hálfur vinningur til viðbótar til að tryggja sér sigurinn. Hann sigraði Nigel Short með yfirburðum, 5 V2-U/2, í undanúrslitum PCA-áskorendaein- vígjanna í haust. Hann gæti náð sama árangri gegn Salov. I könnun sem undirritaður gekkst fyrir á meðal íslenskra skákáhugamanna í vetur kom í ljós að þeir hafa langmest álit á Kamsky og telja hann líklegastan til að taka við af bæði Kasparov og Karpov. Hins vegar áleit enginn að Gelfand ætti neina möguleika gegn Karpov. En við skulum líta á þriðju skák þeirra: Hvítt: Boris Gelfand Svart: Anatólí Karpov Caro-Kann vörn I. e4 - c6 2. d4 - d5 3. e5 - Bf5 4. Rf3 - e6 5. Be2 - c5 6. Be3 - cxd4 7. Rxd4 - Re7 8. c4! - Rbc6 9. Da4 - dxc4 10. Ra3 - Da5+ Byijun Gelfands hefur heppnast vel og hann er talsvert á und- an í liðsskipan. Það er því skiljanlegt að Karpov skuli skipta upp á drottningum. Vandrægi hans eru þó ekki úr sögunni: II. Dxa5 - Rxa5 12. Rab5! - Rd5 13. Rxf5 - exf5 14. Bd2 — a6 15. Rd4 Hér kom 15. Rd6+ - Bxd6 16. exd6 - c3 17. bxc3 vel til greina og tefla síðan með biskupapar gegn riddarapari. 15. - Bb4 16. Rxf5 - 0-0 17. Bxb4 - Rxb4 18. 0-0 - b5 19. f4 - Hfd8 20. Hadl - Kf8 21. Rd6 - Hab8 22. a3 - Rbc6 23. Bf3 - Hd7 24. Hfel - Hc7 25. f5 - Hd8 26. Bg4 - h5? Karpov hlýtur að hafa talið sig geta unnið þetta peð til baka, en vanmetið 28. leik hvíts. Rétt var 26. - Rb7! sem heldur í horfinu. 27. Bxh5 - Hcd7 • b C d t 1 0 h 28. Bxf7! - Hxd6 29. Hxd6 - Hxd6 30. exd6 - Kxf7 31. d7 - Rb7 32. He8 - Rbd8 Hrókur hvíts og frípeðið á d7 rígbinda nú svarta riddaraparið. Peðameirihluti hvíts á kóngsvæng ræður síðan úrslitum. 33. Kf2 - a5 34. Ke3 - Kf6 35. g4 - Kg5 36. h3 - b4 37. axb4 - axb4 38. Kd2 - Kf6 39. h4 - g6 40. fxg6 - Kxg6 41. h5+ - Kh6 42. Kcl - Kg5 43. Hh8 - Kf6 44. Hg8 - Kf7 45. He8 og Karpov gafst upp. Eftir 45. - Kf6 46. h6 - Kg6 47. g5 - Kh7 48. Hf8 er hann alveg leiklaus. Arnar Norðurlandameistari Arnar E. Gunnarsson sigraði í flokki 16-17 ára á Norðurlandamót- inu í skólaskák, einstaklingskeppni, sem fram fór á Laugarvatni um helgina. Góður árangur Arnars kemur ekki á óvart eftir að hann varð í öðra sæti á Skákþingi Reykjavíkur um daginn. Davíð Kjartansson varð í öðra sæti í flokki 12-13 ára, en fleiri íslendingar komust ekki í verðlaunasæti. Frammistaða okkar keppenda veld- ur óneitanlega vonbrigðum eftir góðan árangur undanfarinna ára. Island hafnaði í þriðja sæti á sam- anlögðum vinningum þjóðanna, á eftir Svíum og Finnum. Úrslit í einstökum flokkum: 18-20 ára: 1. ErikHedman.Svíþjóð 5'á v. -2. JacobSylvan.Danmörku 4'ú v. 3. JanneMertanen.Finnlandi 4 v. Magnús Örn Úlfarsson varð í fimmta sæti með þijá vinninga og Páll Agnar Þórarinsson í sjöunda sæti með sömu vinningatölu. 16-17 ára: 1. AmarE.Gunnarsson 4‘/2 v. 2. Olle Salmesuii, Finnlandi 4 'h v. 3. Torstein Bae, Noregi 4V2 v. Matthías Kjeld varð í tólfta sæti með hálfan vinning. 14-15 ára: 1. Emanuel Berg, Svíþjóð 5 v. 2. Christoffer Persen, Svíþjóð 4 v. 3. Heikki Lehtinen, Finnlandi 4 v. 4. JónViktorGunnarsson 3'/2 v. 5. Bragi Þorfinnsson 3'/2 v. 12-13 ára: 1. Henrik El-Kher, Danmörk 5 v. 2. Davíð Kjartansson 4'/2 v. 3. Jonas Eriksson, Svíþjóð • 4 v. Sigurður Páll Steindórsson varð í sjötta sæti með 3 v. 11 ára og yngri 1. Espen Lie, Noregi 4 v. 2. Hans Tikkanen, Sviþjóð 4 v. 3. SimenSaitoNielsen.Danmörk 4 v. Guðjón Heiðar Valgarðsson varð í fimmta sæti með 3 'h v. og Hlynur Hafliðason varð tíundi með hálfan vinning. GATA Kamsky er að bursta Salov. 6. leikvika, ll.fcb. 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Newcastle - Notth For. 1 - - 2. Man. City - Man. IJtd. - - 2 3. Chclsea - Tottenham - X - 4. Livcrpool - QPR - X - 5. Arscnal - Lcicester - X - 6. Norwich - Southamptn - X - 7. Leeds - Ipswich - X - 8. Aston V. - Wimblcdon 1 - - 9. C. Palace - Covcntry - - 2 10. Oldham - Middlesbro - X - 11. Barnsley-Tranmere - X- 12. Reading - Derby 1 - 13. Portsmouth - Millwall 1 - Heildarvinningsupphæðin: 114 milljón krónur 13 réttir: | 15.315.100 | kr. 12 réttir: j 183.670 | kr. 11 réttir: | 11.250 | kr. 10 réttir: 2.330 kr. ÍTALSKI BOLTINN Nr. Leikur: Röðin: Nr. Leikur:________________Röðin: 1. Bari - Juventus - - 2 2. Torino - Lazio 1 - - 3. Roma - Inter 1 - - 4. Fiorentina - Genoa 1 - - 5. Milan - Cagliari - X - 6. Sampdoria - Reggiana 1 - - 7. Brescia - Foggia 1 - - 8. Parma - Padova 1 - - 9. Perugia - Lucchese - X - 10. Palcrmo - Verona 1 - - 11. Ascoli - Atalanta - - 2 12. Cosenza - Piacenza - X - 13. Chievo - lldinese - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 1S milljón krónur 13 réttir: | 172.930 kr. 12 réttir: j™ 4.720 kr. 11 réttir: j 480 kr. 10 réttir: | 0 | kr. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN * VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.042.970 2Æ5d W* 164.600 3. 4af 5 98 5.790 4. 3alS 2.841 460 Heildarvinningsupphæð: 4.246.450 ; BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR -kjarni málsins! Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.