Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 55 FÓLK í FRÉTTUM FOLK Bítlamir sívinsælir ►BÍTLARNIR virðast alltaf vera jafn vinsælir, þótt um aldar- fjórðungur sé liðinn frá því hljómsveitin lagði upp laupana. Nýútkomin plata með áður óút- gefnum Bítlalögum úr þættinum „Live at the BBC“ hpfur náð fjór- faldri platinusölu í Bandaríkjun- um, þ.e. selst í rúmlega fjórum milljónum eintaka átæpum tveimur mánuðum. Heildarsala plötunnar í heim- inum er komin upp i tíu milljónir eintaka, en platan hefur komist í efstu fimm sætin á listum yfir söluhæstu plötur í um það bil fimmtán löndum. Fyrsta smá- skifa plötunnar kemur út í þess- um mánuði með laginu „Baby It’s You“. BÍTLARNIR á hljómsveitar- æfingu árið 1964. Norrænn tangó HÓTEL Borg var undirlögð af tangó frá Finnlandi á laugardags- kvöldið sem leið. Finnar eru sér- stakir tangóunnendur og hafa á liðnum áratugum þróað sína eigin tangóhefð, ólíka þeirri argentísku. Auðvitað helst þó tilfmningin og ■ aðalatriði tónlistarinnar frá upp- | runalandinu, en hættan, sú dimm- rauða tilfinning sem býr í suður- ameríska dansinum, er fjarri þeim fmnska. Hann einkennist frekar af sorg yfir glataðri ást og brostn- um vonum. Það er þannig mót- sagnakennt að Finnar sækja mikla gleði í tangóinn, dansa hann helst undir berum himni í sveitinni á björtum sumarnóttum og víla ekki fyrir sér að fara langan veg til að heyra góðan tangósöng. Reijo Taipale er einri af þeim tangó- söngvurum sem hafa hvað mest aðdráttarafl. Hann heimsótti ís- land ásamt félögum sínum í tilefni af norrænu menningarhátíðinni Sólstöfum sem nú stendur yfir. Hátíðin hófst með tangótónleikun- um og næstu sex vikur verða í Reykjavík, á ísafirði og Akureyri margs konar sýningar og tónleikar norrænna listamanna. Hadaya og Bryndís Halldórs- dóttir dönsuðu af hjartans lyst. Morgunbiaðið/Jón Svavareson SENDIHERRAHJÓNIN frá Finnlandi og Svíþjóð létu sig ekki vanta á tangókvöldið. Tom Södermann og Kajja kona hans koma frá Finnlandi og P&r og Gunilla Kettis frá Svíþjóð. ÞEIM fannst tangóinn svakalega skemmtilegur: Elinborg Kjartansdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir tangófulltrúi Fimra fíngra, Anna S. Björnsdóttir og Jóna Þorgeirsdóttir. Morfín í Héðinshúsi LEIKFÉLAG Kvennaskólans í Reykjavík frumsýndi gamanleikrit- ið Morfín eftir Svend Engelrechtsen í Héðinshúsinu við Seljaveg á laug- ardaginn var, en leikfélagið á fimm ára afmæli um þessar mundir. Leik- stjóri verksins er Þröstur Guðbjarts- son. Leikritið fjallar um ungan mann sem er lagður inn á sjúkra- húsi, en kemst að því að ekki er allt með felldu hjá læknum og starfsliði sjúkrahússins. , „ Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEFÁN Agústsson, Lilja Bjarnadóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Bergþór Þormóðsson og Rósa Björk Berg- þórsdóttir. SIGRÚN Pétursdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Pálína Sigurðar- dóttir, Edda Jónasdóttir, Bergþóra Kvaran og Ágúst Kvaran. 6 vikurá Benidorm frá kr. 49.800 ❖ mtmmk íjr’t Flugvallarskattar og forfallagjöld: Kr. 3.660 f. fullorðinn og kr. 2.405 f. bam, ekki innifalin í verði. Ótrúlegt kynningartilboð Heimsferða í fyrstu sumarbrottförina, 23. apríl. Njóttu vorsins á Benidorm við frábæran aðbúnað og tryggðu þér þetta ótrúlega verð með því að bóka fyrir 10. mars. Gist er á E1 Faro, glæsilegu nýju fbúðarhóteli með afbragðs aðstöðu. 23. apríl -1. júní _ Verðfrakr.49.800 m.v. hjón með 2 böm.____ Verð frá kr. 59.9(K) m.v. 2 í íbúð. E1 Faro. 23. aprfl. Frábær aðbúnaður: Móttaka, veitingastaður, bar, sjónvarp, sími, líkamsrækt, gufubað, þvottahús. HEIMSFERÐIR ( ; y- Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.