Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 55

Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 55 FÓLK í FRÉTTUM FOLK Bítlamir sívinsælir ►BÍTLARNIR virðast alltaf vera jafn vinsælir, þótt um aldar- fjórðungur sé liðinn frá því hljómsveitin lagði upp laupana. Nýútkomin plata með áður óút- gefnum Bítlalögum úr þættinum „Live at the BBC“ hpfur náð fjór- faldri platinusölu í Bandaríkjun- um, þ.e. selst í rúmlega fjórum milljónum eintaka átæpum tveimur mánuðum. Heildarsala plötunnar í heim- inum er komin upp i tíu milljónir eintaka, en platan hefur komist í efstu fimm sætin á listum yfir söluhæstu plötur í um það bil fimmtán löndum. Fyrsta smá- skifa plötunnar kemur út í þess- um mánuði með laginu „Baby It’s You“. BÍTLARNIR á hljómsveitar- æfingu árið 1964. Norrænn tangó HÓTEL Borg var undirlögð af tangó frá Finnlandi á laugardags- kvöldið sem leið. Finnar eru sér- stakir tangóunnendur og hafa á liðnum áratugum þróað sína eigin tangóhefð, ólíka þeirri argentísku. Auðvitað helst þó tilfmningin og ■ aðalatriði tónlistarinnar frá upp- | runalandinu, en hættan, sú dimm- rauða tilfinning sem býr í suður- ameríska dansinum, er fjarri þeim fmnska. Hann einkennist frekar af sorg yfir glataðri ást og brostn- um vonum. Það er þannig mót- sagnakennt að Finnar sækja mikla gleði í tangóinn, dansa hann helst undir berum himni í sveitinni á björtum sumarnóttum og víla ekki fyrir sér að fara langan veg til að heyra góðan tangósöng. Reijo Taipale er einri af þeim tangó- söngvurum sem hafa hvað mest aðdráttarafl. Hann heimsótti ís- land ásamt félögum sínum í tilefni af norrænu menningarhátíðinni Sólstöfum sem nú stendur yfir. Hátíðin hófst með tangótónleikun- um og næstu sex vikur verða í Reykjavík, á ísafirði og Akureyri margs konar sýningar og tónleikar norrænna listamanna. Hadaya og Bryndís Halldórs- dóttir dönsuðu af hjartans lyst. Morgunbiaðið/Jón Svavareson SENDIHERRAHJÓNIN frá Finnlandi og Svíþjóð létu sig ekki vanta á tangókvöldið. Tom Södermann og Kajja kona hans koma frá Finnlandi og P&r og Gunilla Kettis frá Svíþjóð. ÞEIM fannst tangóinn svakalega skemmtilegur: Elinborg Kjartansdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir tangófulltrúi Fimra fíngra, Anna S. Björnsdóttir og Jóna Þorgeirsdóttir. Morfín í Héðinshúsi LEIKFÉLAG Kvennaskólans í Reykjavík frumsýndi gamanleikrit- ið Morfín eftir Svend Engelrechtsen í Héðinshúsinu við Seljaveg á laug- ardaginn var, en leikfélagið á fimm ára afmæli um þessar mundir. Leik- stjóri verksins er Þröstur Guðbjarts- son. Leikritið fjallar um ungan mann sem er lagður inn á sjúkra- húsi, en kemst að því að ekki er allt með felldu hjá læknum og starfsliði sjúkrahússins. , „ Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEFÁN Agústsson, Lilja Bjarnadóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Bergþór Þormóðsson og Rósa Björk Berg- þórsdóttir. SIGRÚN Pétursdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Pálína Sigurðar- dóttir, Edda Jónasdóttir, Bergþóra Kvaran og Ágúst Kvaran. 6 vikurá Benidorm frá kr. 49.800 ❖ mtmmk íjr’t Flugvallarskattar og forfallagjöld: Kr. 3.660 f. fullorðinn og kr. 2.405 f. bam, ekki innifalin í verði. Ótrúlegt kynningartilboð Heimsferða í fyrstu sumarbrottförina, 23. apríl. Njóttu vorsins á Benidorm við frábæran aðbúnað og tryggðu þér þetta ótrúlega verð með því að bóka fyrir 10. mars. Gist er á E1 Faro, glæsilegu nýju fbúðarhóteli með afbragðs aðstöðu. 23. apríl -1. júní _ Verðfrakr.49.800 m.v. hjón með 2 böm.____ Verð frá kr. 59.9(K) m.v. 2 í íbúð. E1 Faro. 23. aprfl. Frábær aðbúnaður: Móttaka, veitingastaður, bar, sjónvarp, sími, líkamsrækt, gufubað, þvottahús. HEIMSFERÐIR ( ; y- Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.