Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 11 FRÉTTIR Hart deilt á Alþingi um hvort leggja eigi siglingar Djúpbátsins Fagraness niður Varanlegnr Djúpvegur og Fagranesið skólaskip? Þingmenn eru sammála um nauðsyn varan- legs vegar um Djúp, en greinir á um tillögu um að Djúpbáturinn Fagranes verði skóla- skip. Telja sumir að öryggishlutverk skipsins sé of mikið til að hægt sé að leggja sigling- ar þess niður. Aðrir benda á, að skipið gæti í öryggisskyni verið staðsett á ísafírði hörð- ustu vetrarmánuðina. UTANDAGSKRÁRUMRÆÐUR voru á Alþingi í gær um þá tillögu Vegagerðar ríkisins og samgöngu- ráðuneytisins að Djúpbáturinn Fagranes verði skip Slysavarna- skóla sjómanna, en ráðist verði í varanlega vegagerð um Djúp, sem búist er við að kosti 1.250 milljónir alls. Málsheíjandi, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingmaður Kvenna- lista á Vestijörðum, sagði að vega- kerfið á Vestfjörðum væri víða ófullkomið og snjóflóðahætta á veg- um. Frá miðjum janúar hefði t.d. verið erfitt að halda Djúpvegi opn- um og samgöngur á sjó því nauð- synlegar. Ákveðið hefði verið, þegar notað ekjuskip var keypt til siglinga um Djúp, að byggja bryggjur og heimild hefði verið til þess á fjárlög- um frá 1992. Útboð hefði verið til- búið í september, en verkið ekki enn verið boðið út. Hún beindi þeirri spurningu til samgönguráðherra, hvers vegna það hefði ekki verið gert og minnti á samþykkt samgöngunefndar þingsins þar að lútandi. Þá spurði hún einnig hvemig ætti að halda uppi samgöngum um Djúp að vetr- arlagi ef engin væri feijan og hvort ráðherra teldi öryggissjónarmið í heiðri höfð, væru samgöngur á sjó lagðar niður. Vegaframkvæmdum hraðað Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði að samkvæmt tillög- unni væri gert ráð fyrir að vega- framkvæmdum um Djúp yrði hrað- að og til þess ætlaðar alls 438 millj- ónir á næstu Qórum árum, í stað 56 milljóna, sem gert væri ráð fyrir í vegafé Vestfirðinga. Hann benti á, að ekki væri hægt að byggja fullkomna aðstöðu fyrir feiju, um leið og ráðist yrði í jafn stórt verk- efni og varanlegan Djúpveg. Bryggja á Arngerðareyri myndi kosta 53 milljónir og á Isafirði 24 milljónir. Halldór sagði, að gert væri ráð fyrir að Slysavarnaskóli sjómanna fengi Fagranesið sem skólaskip, en jafnframt væri reikn- að með að skipið yrði staðsett á ísafirði frá hátíðum og fram í mars. Einar Kr. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum, sagði mikilvægt að hraða vega- framkvæmdum um Djúp. Hins veg- ar mætti ekki draga úr öryggis- þættinum, en þingmaðurinn benti á að Slysavarnaskóli sjómanna sæi ekkert því til fyrirstöðu að skipið nýttist sem öryggistæki. Bæði byggjugerð og varanlegur vegur Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, sté í pontu í fjarveru Sighvatar Björgvinssonar, þing- manns Alþýðuflokks á Vestfjörðum, og minnti á samþykktir alþýðu- flokksfélaga á norðanverðum Vest- fjörðum, þar sem lýst er andstöðu við þau áform að hætta við bryggju- gerð. í samþykktunum er bent á að vegir liggi um snjóflóðasvæði, Fagranes væri mikilvægt öryggis- tæki og hefði gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Því ætti að standa við áform um bryggjugerð, en um leið leggja varanlegan veg um Djúp. Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubándalagi, benti á að þegar Fagranesið var endurnýjað hefði fengist notað ekjuskip frá Noregi og í framhaldi af því rætt um bryggjugerð. Skipið hefði hins veg- ar ekki verið keypt vegna þessara eiginleika og það væri illt ef það þyrfti að dragast inn í eðlilega bar- áttu Vestfirðinga fyrir vegabótum. Fagranesið, eða sambærilegt skip, þyrfti að vera á svæðinu áfram. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags á Vest- fjörðum, sagði ótímabært að ijúka í fjölmiðla út af málinu, þegar þing- menn Iqördæmisins hefðu ekki rætt það í sinn hóp. Menn hefðu gengið of langt í að rægja vegakerfið á Vestfjörðum og góður vegur um Djúp kostaði t.d. mun minna en Vestmannaeyjafeijan Heijólfur. Jóhann Ársælsson, flokksbróðir Kristins, sagði að þótt rætt væri um að Djúpvegur yrði stórverkefni á vegaáætlun ætti ekki að setja þá umræðu í samband við feijumál. Langt væri í að Djúpvegur kæmist í endanlega mynd og á meðan þyrfti feijuna. Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Kvennalista, sagði að fyrst og fremst yrði að taka tillit til öryggis- sjónarmiða og tók undir með Jó- hanni að langt væri í fullbúinn Djúpveg. Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, sagði mikilvæg- ast að þingmenn Vestfirðinga kæm- ust að sameiginlegri niðurstöðu, en spurði samgönguráðherra um leið hvort reikna mætti með að vinna við Gilsfjarðarbrú yrði boðin út á árinu. Halldór Blöndal sagði, að brúin yrði boðin út á árinu ef hann fengi að ráða. Staðsett á ísafirði í öryggisskyni Matthías Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum, sagði að sjálfur hefði hann aldrei hlustað á hugmyndir um að leggja Fagranesinu nema vegna þess möguleika, að skipið yrði staðsett á ísafirði í öryggisskyni yfir hörð- ustu vetrarmánuði. Þá væri sér sama hvort það héti skólaskip eða eitthvað annað. Jóna Valgerður ítrekaði að ekki væri hægt að leggja feijunni vegna vegar, sem endanlega væri kominn í gagnið eftir 10-12 ár. Halldór Blöndal átti síðasta orðið í umræðunni. Hann sagði að sparn- aður næðist fram með því að nýta Fagranesið sem skólaskip, en hafa það jafnframt á ísafirði þegar þyrfti. Þá fjármuni, sem þannig spöruðust, ætti að nýta til átaks í samgöngumálum Vestfirðinga. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn seldi 155 sæti á 7.900 krónur Ferðimar seldust upp á 10-15 mínútum FERÐIR sem Samvinnuferðir- Landsýn auglýstu á 7.900 krón- ur seldust upp á 10-15 mínútum eftir að ferðaskrifstofan var opnuð klukkan níu í gærmorg- un, en margir höfðu þá beðið í biðröð frá deginum áður fyrir framan skrifstofurnar. Samtals voru seld 155 sæti til sex ákvörðunarstaða, Benid- orm, Þrándheims, Kaupmanna- hafnar, Berlínar, Dyflinnar og Óslóar. Fimmtán sæti voru til Benidorm, 50 til Óslóar, 25 til Kaupmannahafnar, 25 til Dyflinnar, 25 til Þrándheims og 15 til Berlínar. Til viðbótar verða einnig seld 85 sæti til framangreindra ákvörðunarstaða nema Benid- orm og verður dregið um nöfn þeirra sem geta keypt sætin. Ferðirnar voru auglýstar undir kjörorðinu „Fyrstir koma, fyrst- ir fá“ og um miðjan dag á sunnudag fóru að myndast bið- raðir fyrir framan útsölustaði ferðaskrifstofunnar, sem eru fjórir, tveir í Reykjavík, einn á Akureyri og einn í Keflavík. Að auki gátu þeir sem búa á landsbyggðinni hringt í sérstakt símanúmer þegar sala ferðanna hófst klukkan níu í gærmorgun. Kristján Gunnarsson, fjár- málastjóri Samvinnuferða, sagði að mjög vel hefði tekist til um þessa sölu. Aðspurður sagðist hann ekki hafa ná- kvæma skiptingu á sölu eftir einstökum útsölustöðvum, en um 100 sæti hefðu selst í Reykjavík og 30 á Akureyri. Hann sagði að skrifstofan í Austurstræti væri stærst, þar væru sex söluborð, tvö á skrif- stofunni á hótel Sögu, tvö í Keflavík og þijú söluborð á skrifstofunni á Akureyri. Morgunblaðið/Sverrir FOLK kom vel útbúið í biðröðina fyrir utan skrifstofu Samvinnu- ferða-Landsýnar í Austurstræti og bjó sig undir langa og kalda nótt og örtröð var í afgreiðslunni fyrst eftir opnun. Hnífsstunga í Hafnarstræti Langur ferill árás- armanns SAUTJÁN ára piltur viður- kenndi við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á laugardag að hafa stungið 16 ára pilt með hnífi aðfaranótt laugardagsins. Piltamir voru inni á skyndi- bitastað í Hafnarstræti þegar kom til orðahnippinga milli leirra. Eldri pilturinn tók upp hníf og rak hann í yngri piltinn. Sá var fluttur á slysadeild þar sem gert var að áverkum hans, sem ekki reyndust alvarlegir. Eldri pilturinn var handtek- inn á laugardagsmorgun og við- urkenndi hann verknaðinn. RLR fór fram á gæsluvarð- haldsúrskurð yfir piltinum en dómari sá ekki ástæðu til þess þar sem pilturinn átti óafplán- aðan dóm sem hann gat hafið afplánun á sama dag. Morgunsjónvarp barnanna Kvikmynd um morð- ingja auglýst ÞAU mistök urðu við samsetn- ingu á auglýsingatíma sem birt- ist í morgunsjónvarpi barnanna í Ríkissjónvarpinu sl. sunnudag, að röng auglýsingamynd var sýnd. Hringdu allmargir for- eldrar í sjónvarpið í kjölfar aug- lýsingatímans og kvörtuðu. Samkvæmt upplýsingum frá Halldóri V. Kristjánssyni aug- lýsingastjóra átti að birtast auglýsing um kvikmyndina Konung ljónanna, sem er barnamynd og heitir Lion King á frummálinu. í staðinn birtist auglýsing um myndina Leon, sem flallar um leigumorðingja í New York og bönnuð er böm- um yngri en 16 ára. Halldór sagði að þama hefðu mistök átt sér stað sem auglýs- inadeildin bæðist velvirðingar á og vonandi hentu ekki aftur. Skólastj órnendur Reynir á vilja sljórnvalda SKÓLAMEISTARAFÉLAG ís- lands og Skólastjórafélag Reykjavíkur hafa ályktað um samningamál kennara og verk- fallsboðun og hvetja samnings- aðila til að leita sátta svo af- stýra megi verkfalli. Fundur í Skólameistarafélagi íslands minnir á yfirlýsingar stjómmálamanna um mikilvægi þess að efla menntun þjóðarinn- ar. „Sýna verður þann vilja í verki. Kennarar gegna lykil- hlutverki í menntakerfi þjóðar- innar. Þess vegna verður að ríkja sátt milli þeirra og ríkis- valdsins en ekki fjandskapur,' segir í áskorun félagsins. ! ályktun Skólastjórafélags Reykjavíkur segir m.a.: „Löngu er orðið tímabært að gera samninga við kennara sem taka mið af breyttu og auknu hlut- verki skólans í þjóðfélaginu og em slíkir samningar nauðsyn- legur þáttur í því að færa skóla- starfið í nútímalegra horf. í yfirstandandi samningavið- ræðum reynir á vilja stjórnvalda til að auka fjármagn til skóla- mála svo framfylgja megi yfir- lýstri stefnumótun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.