Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 19 ERLEIMT Ungbarni rænt LOGREGLAN í Norður-Wales sagði á sunnudag að kona hefði verið ákærð um að hafa rænt fjög- urra daga gömlu stúlkubarni úr fæðingardeild. Barninu var rænt á föstudagskvöld og það fór heim með foreldrum sínum á sunnudag. Þetta er í fjórða sinn á fimm árum sem ungbarni er rænt í Bretlandi og yfirvöld hafa verið hvött til þess að auka öryggisgæsluna á sjúkrahúsum. Eftir að móðirin grátbændi barnsræningjann í sjónvarpi að skila barninu, hringdu fjölmargir í lögregluna með upplýsingar. A myndinni afhendir Ijósmóðir (t.v.) foreldrunum barnið. Reuter Kviðdómur í máli O.J. Simpsons í vettvangsferð Gleyma seint ríkidæminu Los Angeles. Reuter. The Daily Telegraph. KVIÐDÓMENDUR í máli O.J. Simp- son, sem ákærður er fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar, Ron Goldman, fóru um helg- ina í vettvangsferð í Brentwood- auðkýfmgahverfið. Farið var að húsi Nicole Brown Simpson, þar sem morðin voru framin, að heimili Simp- son og á veitingastaðinn sem Nicole var á skömmu fyrir morðin en Gold- man var þjónn þar. Að lokinni vett- vangsferðinni lýstu bæði sækjendur og veijendur því yfir að kviðdómur væri hliðhollari sér en áður. Geysilegar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna komu kviðdóm- enda. Yfir 250 lögregluþjónar voru á verði í hverfinu, götur voru lokað- ar og ferðafrelsi íbúa hverfisins tak- markað. Meirihluti kviðdómenda er blökkumenn og hafa fæstir kynnst öðru eins ríkidæmi og sjá má í Brentwood. Hefur vettvangsferðinni verið líkt við sjónvarpsþáttinn „Lífst- íll hinna ríku og frægu“. Laurie Levenson, prófessor við Loyola laga- skólann segir heimsóknina afar mik- ilvæga. „Kviðdómendur munu gleyma sumum spurningum og myndum en þeir munu aldrei gleyma því sem þeir sáu í þessari ferð.“ Simpson á heimaslóðum O.J. Simpson fékk leyfi til að vera viðstaddur er kviðdómendur fóru um Brentwood-hverfið en vegna þrýst- ings frá fjölskyldu Nicole Simpson ákvað hann að fara ekki á morðstað- inn. Hélt hann heim til sín og fylgd- ist með kviðdómendum skoða sig um. Sækjandinn, Marcia Clark, sagði að vettvangsferðin skipti miklu þar sem hún myndi sannfæra kviðdóm- endur um að vel hefði mátt komast frá morðstaðnum og að húsi Simp- sons í tíma til að panta glæsivagn sem flutti Simpson út á flugvöll. Verjendur hans hafa haldið því fram að svo langt sé á milli húsanna að það hefði verið ógerlegt. Veijendur fullyrtu hins vegar að heimsókn á morðstaðinn styddi þá kenningu þeirra að fleiri en einn árásarmann hefði þurft til. Reuter O.J. SIMPSON fékk leyfi til fara heim til sín um helgina, er kviðdómendur skoðuðu heimili hans og morðstaðinn. Komið var fyrir búnaði á Simpson svo að lögregla gæti lamað hann með raflosti, reyndi hann að flýja. Sænski sjóherinn í minkaleit Kaupmannahofn. Morgunblaðið. AF SEX kafbátaleitum í sænska skeijagarðinum á árunum 1992-1993 er aðeins talið að í eitt skipti hafi heyrst í kafbáti. í hin skiptin voru það minkar á sundferð, sem ollu leitinni. Þetta kom fram í ársskýrslu sænska hersins, sem birt var fyrir helgi. Grunur um kafbátaferðir eru þó ekki með öllu úr lausi lofti gripinn, því einu sinni strandaði rússneskur kafbátur þegar hann var óboðinn á ferð í sænska skeijagarðinum. í árlegri skýrslu sænska hersins segir að fyr- ir tæpu ári hafi verið ákveðið að rannsaka nán- ar allar hljóðupptökur, sem taldar voru stafa frá rússneskum kafbátum. Athugunin var ákveðin, eftir að eftirlitsmenn duflanna námu hljóð, sem hingað til hafa verið álitin kafbátahljóð, um leið og þeir sáu mink á sundi skammt frá duflinu. í skýrslunni segir að af öllum hljóðum, sem numin hafi verið frá því í byijun síðasta áratug- ar bendi nýjar rannsóknir til að þriðjungur þeirra komi örugglega frá mink, meðan afgangurinn geti hugsanlega komið frá dýrinu. Kvörtunarbréf til Rússa Síðasta örugga vitneskjan um kafbátaferðir er frá lok september 1992. Þá var flogið með Carl Bildt, þáverandi forsætisráðherra, á svæðið og eftir ferðina sagðist hann vera sannfærður um að um kafbát væri að ræða og ýjaði að því að hann væri rússneskur. í maí síðastliðnum skrifaði Bildt svo bréf í nafni sænsku stjórnarinnar til Borís Jeltsíns, þar sem hann kvartar undan kafbátaumferðinni og segir vitneskju um hána vera sannfærandi. Bildt segist ekki iðrast þess að hafa skrifað bréfið. Frá 1980 hefur um þijátíu milljörðum ís- lenskra króna verið varið til að efla kafbátaleit- ina og viðvörunarkerfið. Thage G. Peterson, varnarmálaráðherra Svía, segir engan vafa leika á að nú verði sparað það fé, sem áður hafi farið til kafbátaleitar. Ráðherrann segir niðurstöðu skýrslunnar vandræðalega, en hún rýri ekki traust til hersins. Það eru þó ekki allir sammála ráðherranum um að traustið til hersins sé hið sama eftir sem áður. Auk þess er bent á að Rússar geti nú neitað harðlega öllum ásökunum og aldrei verði hægt að ganga úr skugga um að ásakanir á hendur þeim hafi átt við rök að styðjast. Þér eru allir vegir færir með Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAOGREIÐSLUR VtSA \mUmm______________ TIL ALLT AO 24 MÁNAOA * Upphæðin er meðaltalsgreiðsla með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.