Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ U. LAIMDIÐ Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa hef- ur verið opnuð í Njarðvík Spennandi verk- efni sem gaman verður að móta Keflavík - „Þetta er ákaflega spennandi verkefni sem gaman er að fá að móta frá byrj- un,“ sagði Friðjón Ein- arsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri markaðs- og atvinnumálaskrif- stofu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Friðjón er 38 ára ís- firðingur sem starfaði áður hjá Grænlandsflugi og tók hann við stöðunni um áramót, en skrifstof- an var formlega opnuð nó í byqun febrúar. Friðjón sagði að markaðs- og atvinnu- málaskrifstofan, sem staðsett er i gömlu bæjarstjómarskrifstofunum við Fitjar í Njarðvík, væri nýjung á þessu sviði og að hugmyndir væm uppi með að flytja ferðamálaskrif- stofu og atvinnuþróunarskrifstofu að Fitjum til að hafa þessa starfsemi alla undir sama hatti. Auk þess yrði vinnu- miðlun þar sem skrán- ing atvinnulausra færi fram og þjónusta við atvinnulausa flutt í skrifstofuna við Fitjar. 40 verkefni borist í ræðu Guðmundar Péturssonar, formanns markaðs- og atvinnu- málanefndar Keflavík- ur, Njarðvikur og Hafna, sem flutt var við formlega opnun skrifstofunnar, kom fram að nú væra at- vinnu- og markaðsmál undir einni yfirstjóm sem gerði allt kerfið skilvirkara auk þess sem boð- leiðir væru styttri en áður. Nú þegar hefðu um 40 verkefni borist skrif- stofunni sem sýndi best þörfma fyr- ir einn stað þar sem aðilar gætu fengið ráðgjöf og /eða aðra þjónustu. Friðjón Einarsson Selfoss Samið um heilsugæslustöð Selfossi - bygging nýrrar heilsu- gæslustöðvar í Laugarási verður boð- in út í mars eða apríl. Samningar um byggingu stöðvarinnar vora und- irritaðir 8. febrúar af heilbrigðisráð- herra, fjármálaráðherra og oddvitum sex hreppa í uppsveitum Amessýslu. Hreppamir Iána ríkinu 10 milljónir króna til að flýta framkvæmdum. Gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin í notkun 1997 og kostnaður við hana er talinn verða um 74 millj. króna. Stöðin verður 512 m2 að stærð en núverandi aðstaða er 120 m 2. Alls starfa 11 manns við stöðina í 7,5 stöðugildum. Morgunblaöið/Jónas Erlendsson ANNAR af rússnesku herbílunum. Sést hvar yfirbyggingu af gamalli rútu hefur verið komið fyrir. Breytir rússneskum hertrukk í fólksflutningabíl Fagradal - Unnið er að því í Mýr- dal að breyta tveimur rússnesk- um hertrukkum til notkunar fyr- ir fólk í fjallaferðum. Trukkar þessir voru m.a. notaðir áður sem hluti af neyðarsjúkrahúsi í A- Þýskalandi. Það er Gísli Daníel Reynisson, sem farið hefur með ferðamenn á hjólabátum frá Vík í Mýrdal út að Dyrhólaey og Reynisdröng- um nokkur undanfarin ár, sem stendur i þessu. Hann keypti nú í haust í Austur-Þýskalandi tvo rússneska herbíla af gerðinni URAL árg. ’84 og ’85. Rússneski herinn notaði þessa bíla sem hluta af neyðarsjúkrahúsi, þ.e. í þeim var allur búnaður til sótt- hreinsunar. Að sögn Gísla Daníels ætlar hann að nota bílana til fjallaferða með ferðamenn. Öðrum þeirra ætlar hann að breyta í 25 manna rútu og tekur af honum uppruna- legu yfirbygginguna og festir í stað yfirbyggingu af gamalli rútu á grindina. Hinn bílinn ætlar hann að hafa óbreyttan en yfirbyggingin af honum er stækkanleg úr 10 fer- metrum í u.þ.b. 25 fermetra. Það tekur í kringum 10 mínútur fyrir tvo menn að taka yfirbygginguna af og stækka hana. Hugmyndin er að leigja þennan trukk út til lengri eða skemmri tíma t.d. sem mötuneyti eða aðra aðstöðu fyrir hópa. Trukkarnir eru með drif á þrem hásingum, dekkjum eins og á veghefli og getá þeir farið í tveggja metra djúpt vatn án þess að bleyta sig, eru með gír- spil og búnað til að hleypa lofti úr dekkjum og dæla í þau aftur inni í bíl á ferð. Næsta sumar ætlar Gísli að kanna hvort hann geti keyrt með ferðamenn upp á Mýrdalsjökul, jafnvel alla leið upp að Kötlugjá og segir hann að þegar séu farn- ar að berast fyrirspurnir um þessar ferðir. Beitir NK endurbættur í Póllandi Pólska tilboðið 30 millj. hagstæðara Neskaupstað - Beitir NK heldur til Póllands í endaðan mars þar sem veralegar endurbætur munu verða gerðar á þessari 25 ára gömlu happafleytu. Tilboð Pólverjanna er upp á um 80 milljónir króna og þar með um 30 milljónum kr. lægra en lægsta íslenska tilboðið sem kom frá Slipp- stöðinni Odda á Akureyri. Endurbætumar sem gerðar verða á Beiti í Póllandi felast meðal annars í því að skipt verður um brú og settur verður hvalbakur á skip- ið. Þá verða lestar skipsins einangr- aðar betur en nú er. Vinnslulína verður sett fram á skipið til að stytta þann tíma sem fer í að skipta á milli veiðarfæra og einnig verður bætt við rými fyrir olíu. Gert er ráð fyrir að þessar endur- bætur taki um tvo mánuði. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BEITIR NK gerður klár fyrir loðnuveiðar en hann hefur verið við togveiðar að undanförnu og fryst aflann um borð. Nýr ferða- málafulltrúi Þingeyinga Húsavík - Ferðamálafulltrúi Þing- eyinga hefur verið ráðinn Þórður Höskuldsson, en hér er um nýtt starf að ræða. Þórður er starfsmaður At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. og sinnir uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu með aðsetri á Húsavík. Þórður lauk prófi frá Tækniskóla íslands í markaðsfræðum með áherslu á útflutning. Hann hefur fengist við sölu- og markaðsstörf og var m.a. í markaðsstarfi hjá alþjóða- fyrirtæki í Sviss. Á síðasta ári rak hann fyrirtækið Týnda hlekkinn sf. í Reykjavík og hefur reynslu af ferða- skipulagningu og fararstjóm. OKKAR 8andsgiekkta á raftækjum, heimilistækjum, pottum og fleiru stendur þessa viku. Svimandi afsláttur. Kælir og frystir Eldavélasett m/helluboröi Brauðbökunarvél. örfáar sýningarvélar Þetta er adeins brot af úrvals vörum með svimandi afslætti. Hafðu hraðar hendur. Aðeins fáir hlutir af sumum gerðum. Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 ‘S símar 562 2901 og 562 2900. Borðvifta Jolly Chef rifjárn Kaffivél Vaskar frá kr. 2.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.