Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Vinflubrögö
utannkisráðherra
í janúar síöastlibnum sendi Rikisendurskobun
• frá sér skýrslu um bókhafd og fjárreibur sendi-
rábs ísiands f London. Þessi skýrsla snerti eink-
um starfssviö menningarfulltrúa þar 1 borg. • I
Þetta er allt Helga að kenna, hann hefur hvorki kennt Kobba litla að draga til stafs né
reikna . . .
Blaðamenn greiði 803 þús. vegna meiðyrða og málskostnaðar
Ekkí sýnt fram á rétt-
mæti átalinna ummæla
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Krist-
ján Þorvaldsson, blaðamann og fyrr-
um ritstjóra Pressunnar, og Þóru
Kristínu Ásgeirsdóttur, blaðamann,
til að greiða Úlfari Þormóðssyni og
Gallerí Borg 450 þúsund krónur í
bætur og birtingarkostnað, og 150
þúsund krónur í málskostnað fyrir
Hæstarétti og 170 þúsund í máls-
kostnað fyrir Héraðsdómi, auk alls
33 þúsund króna sektar til ríkissjóðs
fyrir meiðyrði.
Dómur Hæstaréttar er í meginat-
riðum staðfesting á niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í málinu en
dæmdar fjárhæðir sekta, bóta og
birtingarkostnaðar í Hæstarétti eru
samtals um 100 þúsund krónum
lægri en í héraði.
Málið reis út af grein í Pressunni
6. desember árið 1990. Krafist var
ómerkingar og refsingar fyrir 13 til-
greind ummæli og ómerkti héraðs-
dómur 11 þeirra.
„Laug til um rannsóknir"
Þar var fjallað um starfsemi Gall-
erís Borgar. Vísað var í greinina á
forsíðu undir fyrirsögninni „Úlfar í
Gallerí Borg: Laug til um rannsóknir
á máiverkum". Fyrirsögn á greininni
var „Gallerí Borg beitti fyrir sig
rannsóknum sem aldrei fóru fram“.
Þar var vísað til þess að Úlfar
Þormóðsson hafi sagt í viðtali á Rás
2 að mynd sem bjóða átti upp hjá
galleríinu hafi verið gegnumlýst er-
lendis til að aldursgreina hana. í ljós
kom að það hafði ekki verið gert og
sagði Úlfar í téðu tölublaði Pressunn-
ar og fyrir dómi að um misskilning
sinn hafí verið að ræða.
Önnur ummæli lutu að öðrum til-
vikum þar sem vafasamt væri að
myndir sem fyrirtækið hefði selt
ættu þann uppruna sem sagt var.
Blaðamenn hafa rétt til
tjáningar
í dómi Hæstaréttar segir að fram-
angreind ummæli Úlfars um röntg-
engreiningu hafí verið Pressunni
visst tilefni til þess að fjalla um
starfshætti fyrirtækisins.
„Tjáningarfrelsi er grundvallar-
regla í lýðfijálsu þjóðfélagi. Við skýr-
ingu á lagareglum, sem vernda æru
manna, ber áð hafa hliðsjón af þeim
grundvallarreglum um frelsi manna
til að tjá sig í ræðu og riti sem felast
í 72. grein [stjómarskrárinnar], sam-
anber meðal annars einnig 10. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu, sem
nú hefur verið lögfestur hér á
landi [...].
Fyrirtæki sem bjóða almenningi
þjónustu sína, verða að þola gagn-
rýni um þá starfsemi í ríkara mæli
en aðrir. Fjölmiðlar hafa mikilvægu
hlutverki að gegna í nútíma þjóðfé-
lagi og verður að játa blaðamönnum
frelsi til tjáningar. Það verður hjns
vegar að gera þær kröfur til blaða-
manna, að þeir byggi umfjöllun sína
á vandaðri könnun á staðreyndum,"
segir Hæstiréttur.
Áberandi fyrirsagnir og
misskilningur
Síðan segir að þegar litið sé til
fyrirsagna á forsíðu og yfir greininni
þá sé ljóst að þær séu dregnar upp
á mjög áberandi hátt „og er framsetn-
ing þeirra öll á þann veg, að hún er
til þess fallin að varpa rýrð á starf-
semi [Gallerís Borgar]. Eftir því sem
fyrir liggur í málinu á fullyrðingin
um, að [... ] Úlfar [Þormóðsson)
hafí logið til um rannsóknir á mál-
verkum, ekki við rök að styðjast.
[Kristján og Þóra Kristín] vissu, þeg-
ar [þau] skrifuðu greinina, að
[... ] Úlfar taldi að um misskilning
hafí verið að ræða eins og fram kom
í viðtali við hann, sem birtist í sama
blaði.
Of víðtæk fullyrðing
Þá má skilja á fyrirsögnum þess-
um að vísað sé til fleiri tilvika, þar
sem [Gallerí. Borg] hafi gefið rangar
upplýsingar um rannsóknir. Er þar
um of víðtæka fullyrðingu að
ræða [...]. í fyrirsögnum þessum
felast þannig aðdróttanir um svik-
samlegar blekkingar og vafasöm við-
skipti af hálfu [Gallerís Borgar og
Úlfars Þormóðssonar],“ segir Hæsti-
réttur. Síðan segir að greinin sé mun
hógværari á allan hátt en fyrirsagn-
imar en þó sé allt dregið fram á
neikvæðan hátt gagnvart Gallerí
Borg og Úifari.
Ekki sýnt fram á réttmæti
ummæla
Síðar segir Hæstiréttur að þegar
meta skuli ummæli þau sem átalin
eru sé óhjákvæmilegt að líta á upp-
sláttarsíður, fyrirsagnir og greinina
sem eina heild. „Ekki hefur verið
sýnt fram á réttmæti átalinna um-
mæla. Verður umdeilt efni blaðsins
ekki skilið öðruvísi en svo að verið
sé að drótta þvi að [Úlfari og Gall-
erí Borg] að [þau] stundi vafasöm
viðskipti, sem almenningur eigi að
varast."
Kristján Þorvaldsson einn var tal-
inn ábyrgur fyrir ummælum í fyrir-
sögn en bæði hann og Þóra Kristín
fyrir þeim ummælum sem dæmd
voru ómerk í greininni sjálfri. Alls
voru 11 tilgreind ummæli dæmd
dauð og ómerk og voru 10 þeirra
taliri refsiverð.
Þá segir að ummælin hafí farið út
fyrir mörk hæfilegrar gagnrýni og
séu til þess fallin að valda galleríinu
hneisu og óþægindum og stuðla að
trúnaðarbresti milli þess og viðskipta-
manna þess en taka beri tillit til þess
að Úlfar gaf tilefni til skrifanna.
Refsing Kristjáns var talin hæfíleg
25 þús. kr. sekt en 8 daga varðhald
greiðist hún ekki innan 4 vikna.
Refsing Þóru Kristínar var talin
hæfíleg 8 þús. kr. sekt en 3 daga
varðhald verði sektin ekki greidd.
Kristján var dæmdur til að greiða
Úlfari 100 þúsund en Galleríi Borg
200 þús. kr. bætur og var Þóra Krist-
ín dæmd meðábyrg fyrir greiðslu 35
þúsund kr. bóta til Úlfars en 70
þúsund króna bóta til Gallerísins.
Bæði voru dæmd til að greiða 150
þús. kr. til að kosta birtingu á for-
sendum og niðurstöðu dómsins í dag-
blöðum, auk 170 þús. kr. í málskostn-
að í Héraðsdómi og 150 þús. kr. í
málskostnað fyrir Hæstarétti. Sam-
tals er um 803 þús. kr. að ræða.
Tók upp tvo verðlaunadiska
Tæknivinna o g
tónlistarflutn-
ingur ein heild
Tryggvi Tryggvason
Tryggvi Tryggvason
upptökustjóri hlaut
nýverið tvær viður-
kenningar frá tónlistar-
tímaritinu Gramophone
fyrir upptökur á geisladisk-
um. Voru verðlaunin veitt
í flokki kammer- og nú-
tímatónlistar en annars
vegar er um að ræða flutn-
ing Borodin-kvartettsins á
strengjakvartettum nr. 1-3
eftir Tsjaíkovskíj og hins
vegar flutning sinfóníu-
hljómsveitar BBC á konsert
fyrir hljómsveit nr. 2 eftir
Robin Holloway. Hann rek-
ur upptökufyrirtækið Mod-
us Music í Hays í Middlesex
í félagi við Marian Freeman
tónlistarmann.
- Hvernig fer starfsem-
in fram?
„Þetta er fyrirtæki sem annast
tónlistarupptökur og starfsemin
fer þannig fram að við erum með
upptökubúnað í tveimur bílum
sem við getum keyrt hvert á land
sem er. Við eigum tvennt af öllu
og getum því tekið upp á tveimur
stöðum í einu. Þegar upptökum
er lokið förum við með böndin til
Hays þar sem við erum með staf-
rænan tækjabúnað í þremur her-
bergjum. Þar er hljóðið unnið og
bútunum skeytt saman. Marianne
hefur veg og vanda af skeyting-
unni en ég vinn sem hljóðmaður
og upptökustjóri."
- Keyrið þið út um alit til að
taka upp?
„Já, við tökum upp hvar sem
er ef hægt er að finna góðan sal.
Það versta í þessu starfí er að fínna
stað sem hefur góðan hljóm. Hann
er venjulega að fínna í kirkjum eða
húsnæði sem ekkert hefur með
tónlist að gera. Við leigjum hús-
næðið og tökum upp, oft í tvo til
þijá daga. Upptaka fyrir einn
geisladisk getur tekið átta til tólf
klukkustundir en síðan skeytum
við saman. Við tökum út aila falska
tóna, það sem ekki er vel spilað
og önnur hljóð sem maður vill ekki
heyra, svo sem flugvélahljóð og
þess háttar, þannig að lokaútkom-
an sé því sem næst fullkomin.
Sumir tónlistarmenn spila verkin
kannski þrisvar sinnum í gegn og
það er nóg. Hjá öðrum getur upp-
takan tekið lengri tíma. Stundum
erum við með 5-600 litla tónbita
sem við þurfum að setja saman
og vinnan getur því tekið 20-100
klukkutíma. Upptakan þarf að vera
miklu betri en á tónieikum."
- Eru þetta fyrstu verðlaunin
sem þið hafið fengið?
„Þetta eru fyrstu verðlaunin
sem við höfum fengið hjá þessu
fyrirtæki en ég fékk verðlaun þeg-
ar ég var hjá Decca en þar vann
ég sem hljóðmaður í
tíu ár. Arið 1989
stofnaði ég síðan þetta
fyrirtæki.
Við byijuðum smátt
og áttum lítið af
tækjabúnaði. Síðan
höfum við bætt við tækjum eftir
hendinni en við reynum að skila
eins vandaðri vinnu og okkur er
unnt. Fólk heyrir það og því fáum
við alltaf meira og meira að gera.
Við tökum mikið upp með stórum
hljómsveitum og til dæmis tókum
við upp plötuna sem fyrirtækið
BMG á Spáni gaf út fyrir ólymp-
íuleikana með Carreras, Domingo,
Caballet og fleirum. Þá fórum við
til Spánar og tókum upp hljóm-
sveitina. Hluti söngvaranna söng
inn á band á Spáni, aðrir í Vín
► TRYGGVI Tryggvason fædd-
ist 6. desember 1942. Hann er
sonur Jóhanns Tryggvasonar
tónlistarkennara og Klöru Bert-
inu Simonsen og hefur verið
búsettur í Bretlandi frá þriggja
ára aldri. Tryggvi er rafmagns-
verkfræðingur að mennt og býr
i Maidenhead skammt frá Lund-
únum ásamt Marian E. Free-
man. Tryggvi á þijá syni, Anton
22 ára, Stefan 12 ára og Kristo-
fer 11 ára.
og enn aðrir hér í London.“
- Hvernig fáið þið verkefni?
„Fólk hringir bara hingað. Við
auglýsum aldrei því heimur klass-
ísku tónlistarinnar er lítill og allir
vita af okkur. Ætli við tökum
ekki upp 50-80 geislaplötur á
ári.“
- Hvað ertu menntaður?
„Það er nú ekki mikið. Ég lærði
rafmagnsverkfræði í háskóla en
þótt ég legði tónlistina ekki fyrir
mig hef ég alltaf haft hana í mér.
Ég vinn sem upptökustjóri því ég
hef góða tilfinningu fyrir því hvern-
ig tónlistin á að hljóma. Ég sé tón-
listarflutninginn og tæknivinnuna
sem eina heild og hafí maður gott
eyra og góða tækniþekkingu er
maður í lykilaðstöðu til að skila
góðu verki. En þessi vinna snýst
ekki bara um tæki. Flestir tónlist-
armenn vilja ekkert vita af tækni-
hliðinni, þeir vilja bara spila. Þann-
ig var það með Borodin-kvartett-
inn, sem að mínum dómi er besti
strengjakvartett heims."
- Hvaða verkefnum ertu að
sinna núna?
„Ég er með stórt verkefni í
vinnslu núna sem er upptökur á
aríum úr öllum óperum Puccinis
með ungum söngvurum frá Kon-
unglegu bresku óperunni en ég
sé um allar upptökur óperunnar.
Við erum búin að taka upp aríur
úr fyrsta þætti Turandot,
sem er gríðarmikil upp-
taka þar sem við þurftum
að nota um 40 hljóð-
nema, svo dæmi sé tekið.
Við erum að klippa sam-
an fyrsta daginn núna
og á sunnudaginn tökum við upp
úr Tosca.“
- Hvað er vinnudagurinn lang-
ur hjá ykkur?
„Við reynum að byija daginn
ekki of snemma og mætum klukk-
an tíu en erum að til tíu á kvöldin,
sjö daga vikunnar. Við sjáum um
allt sjálf, færum bókhald og skrif-
um okkar eigin tölvuforrit. Þetta
er langur vinnudagur en maður
fínnur minna fyrir því þegar maður
er að fást við eitthvað sem maður
hefur brennandi áhuga á.“
Verst að finna
stað með
góðan hljóm