Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
ESB skammtar sér eigin
grálúðukvóta við Kanada
BÚIST er við, að deilur Kanada og
Evrópusambandsins, ESB, um fisk-
veiðimál muni aukast verulega á
næstunni eftir að ESB ákvað að
virða að vettugi grálúðukvótann,
sem NAFO, Norðvestur-Atlants-
hafsnefndin, hefur ákveðið utan lög-
sögu Kanada.
NAFO lagði til á síðasta hausti,
að heildarkvótinn í grálúðu utan
kanadísku efnahagslögsögunnar yrði
27.000 tonn og þar af skyldu 16.300
tonn koma í hlut Kanadamanna.
Skip frá ESB-ríkjum skyldu fá 3.400
tonn. Framkvæmdastjóm ESB vill
ekki fallast á þessa úthlutun og hef-
ur gefíð í skyn, að hún muni ákveða
sjálf hvað ESB-skipin veiði mikið.
Það eru aðallega spænsk og port-
úgölsk skip, sem stunda grálúðu-
veiðarnar á þessum slóðum og á síð-
asta ári tóku þau alls 40.000 tonn.
Hefur sóknin í grálúðuna stóraukist
eftir að þorskstofninn við austur-
strönd Kanada hrundi eins og sést
best á því, að fyrir fímm eða sex
árum námu veiðar Spánveija og
Portúgala alls 5-6.000 tonnum. 1993
var afli ESB-skipa alls 60.000 tonn
en á síðasta ári minnkaði hann veru-
lega þótt sóknin væri óbreytt.
Kanadamenn hafa miklar áhyggj-
ur af þessari þróun og þeir hafa sjálf-
ir skorið sinn afla mikið niður og
raunar bannað grálúðuveiðar alveg
á sumum miðum.
Auk kvótans til Kanada og ESB,
úthlutaði NAFO Rússum 3.200 tonn-
um og Japönum 2.600 tonnum. Full-
trúar Noregs og íslands studdu úthlut-
un NAFO en ESB er andvígt forrétt-
indum strandríkja við kvótaúthlutun
á alþjóðlegu hafsvæði. Afstaða ESB,
til dæmis innan NAFO, þykir þó'
ábyrgari nú en hún var áður fyrr.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
LOÐNUNNI pakkað á Seyðisfirði.
Yfirlýsing frá Grænfríðungnm um fiskveiðistjórnun
Fylgjandi ábyrgum veiðum
Yertíðin að komast
í gang á Seyðisfirði
GRÆNFRIÐUNGAR (Greenpeace)
harma að Fiskifélag Islands skuli
ekki hafa séð möguleika á því að
bjóða fulltrúa umhverfísverndar-
samtaka til fundar, sem félagið hélt
um fískveiðar í þessari viku. Frum-
mælandi á fundinum var Magnús
Guðmundsson, kvikmyndagerðar-
maður, en í yfirlýsingu frá Grænfrið-
ungum segir, að nauðsynlegri um-
ræðu um ábyrga fískveiðistjómun
sé lítið gagn af framlagi Magnúsar.
Hann hafí um árbil haft atvinnu af
að rægja og rakka umhverfisvernd-
arsamtök niður. Málflutningur hans
sé í samræmi við það.
Fundur Fiskifélagsins var haldinn
undir yfírskriftinni Er nýtt veiðistríð
í vændum og fundarefnið hvort bú-
ast mætti við því að umhverfisvemd-
arsamtök Iegðust gegn fískveiðum á
svipaðan hátt og þau hafa lagzt
gegn veiðum á hval og sel.
Það er Ámi Finnsson, starfsmað-
ur Grænfriðunga (Greenpeace) í
Danmörku, sem sendir frá sér yfír-
lýsingu um málið fyrir hönd samtak-
anna. Þar segir hann að Grænfrið-
ungar beijist fyrir ábyrgri nýtingu
fiskistofna.
Markmið samtakanna sé að
stjómun fiskveiða miðist við að var-
úðarreglan sé höfð í fyrirrúmi; að
ekki verði veitt meira en talið er
fullkomlega öraggt að fískistofnam-
ir þoli, að afla sé ekki hent fyri borð
og að meðafli verði takmarkgður
sem kostur sé. Verndun og skynsam-
leg nýting fískistofna sé eitt stærsta
hagsmunamál íslendinga. Yfírvof-
andi hrun fiskistofna víðs vegar um
heim sé gífurleg ógnun við vistkerfi
sjávar, en ekki síður þá sem byggja
afkomu sína á fiskveiðum. Umhverf-
issinnar eigi því samleið með íslend-
ingum í þessu máli.
I yfírlýsingu Grænfriðunga segir
síðan svo: „Greenpeace telja fisk-
veiðistjómun á íslandi mun ábyrgari
en almennt gerist í heiminum. Víst
er að hefði ráðamenn á íslandi borið
gæfu til að fara að vísindalegrj ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar, þá
væri ástand þorskstofnsins ekki jafn
bágt og raun ber vitni. Ennfremur,
ef ráðmenn hafa hugrekki til að fara
að vísindalegri ráðgjöf við ákvörðun
heildarafla, má ætla að stofninn
muni fyrr ná eðlilegri stærð. Þetta
er það vandamál, sem ræða þarf.“
Seyðisfjörður - SVO virðist sem
loðnuvertíðin á Seyðisfirði sé nú að
komast í gang fyrir alvöru. Japan-
irnir sem fylgjast með loðnufryst-
ingunni eru komnir á staðinn.
Bræðsla er hafín í báðum Loðnu-
bræðslunum og gengur hún að ósk-
um.
Loðnuflokkarar era nú við báðar
bræðslurnar. Hjá SR-mjöli er flokk-
að fyrir Strandarsíld og Dverga-
stein, en hjá Vestdalsmjöli er fyrir-
tækið Skagberg með aðstöðu fyrir
sínar flokkunarvélar. Hráefni þaðan
er ætlað til frystingar um borð í
fiystitoguranum Vestmannaey,
Örvari og Amari sem munu liggja
við feijubryggjuna á meðan loðnu-
frysting stendur yfír.
Vegna átu er hefur loðnan verið
mismunandi með tilliti til frysting-
ar. Unnið er þó á fullu í báðum
frystihúsum staðarins og í vikubyij-
un höfðú húsin hvort um sig fryst
um 40 tonn. Mikael Jónsson í
Strandarsíld sagði að þar væru
menn að „tutla úr því sem komið
er“, en menn yrðu að vanda sig því
áta væri fyrir hendi og nauðsynlegt
að forðast hana. Þar vinna um 50
manns á vöktum við loðnufrysting-
una. Hjá Fiskiðjunni Dvergasteini
áttu vaktir að hefjast aðfaranótt
miðvikudagsins. Þar verður unnið
allan sólarhringinn á tveimur 40
manna vöktum. Mikil vinna er því
á staðnum og nokkuð um aðkomu-
fólk sem vinnur við frystinguna.
iitsöliivörurnar a götumarkað
bingl unnar
s LÁ BOT N I N N*í ÚTSðL U R N A R
5 L Á lB,OtlMl N N I
Rýmum lyf'1' lÍMÍiiui
9 *>9
Bara
mm'éi t rtl ■■ W fcjj“ ■»
KRKGlA'i
- goton mm -
| OPID FÖSTUPAG FRÁ K L . 10-19, LAUGARPAG FRÁ K L ■ 10>16