Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 22
22 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Amma segir sögu
Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir.
ANDINN (Árni Pétur Guðjónsson) sýnir afvegaleiddu þremenningunum, Sigga (Ellerti A. Ingimundar-
syni), Gunnu (Jóhönnu Jónas) og Jóa (Birni Inga Hilmarssyni) hversu ljótt lífð getur raunverulega orðið.
LEIKUST
Borgarleikhúsið
FRAMTÍÐARDRAUGAR
Höfundur og leikstjóri: Þór Tuli-
nius. Leikmynd: Stígur Steinþórs-
son. Búningar: Þórunn Elísabet
Sveinsdóttir. Tónlist: Lárus Halldór
Grfmsson. Lýsing: Elfar Bjarnason.
Leikh(jóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
TV,Ö BÖRN sem búa í Japan
hringja í ömmu sína á íslandi og
biðja hana að segja frá sjálfri sér
þegar hún var ung. Amma færist
undan og segir að mamma þeirra
vilji ekki að hún segi sögur af sjálfri
sér ungri. Hún hafi verið dópisti.
Svo segir hún söguna.
Ég verð að játa að ég hef nú
aldrei hugsað út í það, að í framtíð-
inni verði til böm sem eiga ömmur
sem hafa verið dópistar. Ömmur
hafa einhvem veginn annað — og
mjög staðlað „ídentítet." En amman
í Framtíðardraugum fer með sögu
sína aftur til ársins 2009, þar sem
hún býr í einhverjum kumbalda með
Sigga bróður sínum og Jóa homma.
Þau eru pönkarar og smákrimmar,
undir stöðugu eftirliti lögreglunnar.
Brennivín og dóp er þeirra daglega
brauð og til að fjármagna þennan
lífs-„standard“ ákveður Guðrún
(söguamman) að gerast miðill. Þau
eru líka með vægast sagt óraun-
hæfar áætlanir um að flýja land —
fara til Suður-Ameríku.
Þetta er í rauninni alveg hrika-
lega íslenskt verk. Persónur haldnar
sjálfseyðingarhvöt og ekkert blasir
við nema vonleysi. Ekki er hægt
að hreyfa sig, því allir eru undir
stöðugu eftirliti og minnstu mistök
geta haft afdrifaríkar afleiðingar.
Megnið af þessari þjóð á sér draum
um að flytja eitthvert annað — það
er bara spuming um að fjármagna
brottförina; safna peningum til að
byija nýtt líf annars staðar. Grasið
er alltaf grænna hinum megin. Og
auðvitað þarf að ná í peningana á
auðveldan hátt og án þess að skatt-
urinn nái að slæma sínum gráðugu
ryksugukjöftum í þá. Svo er gert
út á andlega jukkið. Sem er mjög
íslensk flóttaleið; allt þetta fólk sem
ekki getur tekist á við líf sitt og er
á harðahlaupum milli miðla til að
reyna að fá einhveijar góðar fréttir
að handan; fréttir um að allt fari
að lagast, án þess að viðkomandi
þurfí að leggja eitthvað á sig sjálf-
ur til þess: Islenski draumurinn um
að allt lagist af sjálfu sér.
Þetta næma þau Gunna, Siggi
og Jói, gera út á markaðinn — og
moka inn peningum. Auðvitað
missa þau tökin á þessum leik, eins
og öllu öðru, þvi þau eru líka vökt-
uð hinum megin; undir stöðugri
smásjá og til þeirra kemur andi sem
hefur mikilvæg skilaboð til þeirra
sjálfra, nánast skipun um að breyta
lífsstíl sínum. Þau taka því misjafn-
lega; Siggi fríkar út og lendir í
grjótinu, Gunna leitar aftur í
sprautuna og Jói fer á sjóinn.
Það er lengi vel fremur erfítt að
lesa eitthvað úr þessu verki eða
átta sig á því hvert höfundurinn er
að fara. Dópgengið þruglar og
hringlast um sína litlu tilveru og
berst gegn öllum breytingum á
henni. Þó kemur sá dagur — með
hjálp andans sem birtist í ólíkustu
myndum — að hin einföldu lífsgildi
sigra. Það má vel vera að hægt sé
að taka þennan anda bókstaflega
en hann er aðeins utanaðkomandi
hjálp og utanaðkomandi getur verið
hvað sem er og hver sem er — sem
ekki býr í þessu greni. Það er vel
hægt að ákveða að þetta sé frá
höfundarins hendi alvöru andi og
verkið því einhver nýaldarklisja.
Hins vegar gengur verkið ekki upp
nema andinn sé tákn fyrir einstakl-
inga eða stofnanir sem kunna að
takast á við afvegaleitt fólk og
koma því á lappimar; kenna því að
lifa sjálfu sér, virða sjálft sig og
njóta allra litlu hlutanna í tilverunni
— jafnvel þótt það sé bara jöklarós.
Boðskapur verksins er ótvírætt sá,
að hvorki hamingja, fjármunir, né
bærilegt líf sé annars staðar að
fínna en í þér sjálfum. Hættu að
hugsa um flótta, líttu þér nær og
njóttu þess sem þú hefur.
Allavega fínnst manni líf þessara
einstaklinga snúast til meiri far-
sældar í trilluútgerð heldur en hefði
beðið þeirra sem flóttamanna og
smákrimma í Suður-Ameríku. Þau
fínna sálarró og það er það eina
sem skiptir máli.
Framtíðardraugar er að mörgu
leyti mjög athyglisvert verk. Hug-
myndin er góð, persónumar sem
hafa lokað sig inni í einum (hinum
eyðandi) þætti persónuleika síns eru
vel skrifaðar, það er gott samhengi
í verkinu og vel haldið utan um
grunnhugmyndina. Það helsta sem
hægt er að finna að því er að úr-
vinnslan er ekki nógu samþjöppuð.
Það hefði vel mátt meitla textann
betur; stytta verkið aðeins. Við það
hefði lítið tapast, þar sem sum atriði
bæta engu við það sem áður hefur
verið sagt, sérstaklega í fyrri þætti.
Líferni þremenninganna kemst
ágætlega til skila strax í upphafí
og klifunin á því gengur of Iangt.
Leikurinn í sýningunni er mjög
góður. Ellert Ingimundarson fer á
kostum sem Siggi Skyhigh; hreyf-
ingar, svipbrigði og textameðferð
eins og hann hafi verið hirtur úr
ræsinu og munstraður upp á sviðið.
Siggi er mjög einhliða persóna sem
hefur einstefnu að takmarki í lífinu;
hann er smákrimmi, kennir öðrum
um allt og er reiður út í alla af því
að hann „hélt“ að allir ætluðu að
redda honum — og þar við situr.
Hann kann bara að tjá reiði og
Ellert skilar þessum eiginleikum
mjög vel í svipbrigðum sem unnin
eru af ótrúlegri nákvæmni.
Bjöm Ingi Hilmarsson leikur Jóa,
sem vissulega lítur út eins og
hættulegur glæpamaður sem valtar
yfir allt og alla.*Jói er hins vegar
eðlisgreindur og vel lesinn og það
verður honum til bjargar. Hann er
fær um að hugsa og hann meðtek-
ur leiðsögn „andans“ fyrstur af
þremenningunum; afgreiðir hann
ekki bara sem eitthvert vímuragl.
Vinnslan á þessu hiutverki er það
besta sem ég hef séð Bjöm Inga
gera; hann kemur þvi vel til skila
hversu margþættur og í rauninni
heilbrigður hinn rólyndi Jói er, þótt
honum hafi fatast eitthvað í tilver-
unni og það taki hann tíma að ná
aftur fótfestu.
Jóhanna Jónas leikur hina
skrautlegu Guðrúnu, sem ér nánast
til í hvað sem er til að ná í peninga
til að fjármagna algleymi — eða
hvers konar flótta frá tilveranni.
Hún berst með kjafti og klóm og
hnífum gegn því að vera þátttak-
andi í lífinu — aðallega sínu eigin.
Sjálfsvirðing hennar er í molum og
hún treystir ákvörðunum og dóm-
greind annarra betur en sinni eigin
— þó helst moðhaussins Sigga, sem
er bróðir hennar. Það bregður við
mjög svo nýjan tón hjá Jóhönnu í
túlkun hennar á þessari ungu konu
sem hefur svo stjamfræðilega stórt
tóm inni í sér. Stjómlausa handa-
patið horfíð ásamt hláturrokunum
sem oft hafa einkennt leikstíl henn-
ar. Jóhanna viðhefur mun nákvæm-
ari vinnubrögð hér en ég hef áður
séð til hennar og kemur sveiflum
Guðrúnar vel til skila; allt frá „mér-
er-andskotans-sama-um-allt“ hug-
arfarinu yfír í örvæntingarfullan
gáska, annars vegar, og rósemi sem
hlýst af vímuástandi hins vegar.
Ámi Pétur Guðjónsson hefur
margslungið hlutverk í sýningunni.
Hann byijar sem Bjöm Örlygsson,
fyrrverandi kennari krakkanna,
sem kemur í tíma hjá miðlinum
Magdalenu, þ.e.a.s. Guðrúnu. Þau
eiga honum öll grátt að gjalda og
TVENNIR tónleikar verða á Myrkum
músíkdögum sunnudaginn 19. febrúar
og hefjast þeir fyrri kl. 16 í íslensku
óperunni. Um kvöldið kl. 20.30 verða
tónleikar f Digraneskirkju í Kópavogi.
Þar koma fram þrír bamakórar, Skóla-
kór Kársness, Gradualekór Langholts-
kirkju og Kór Öldutúnsskóla.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun
spila í fyrsta sinn fyrir Sunnlendinga
á sunnudag. Á efnisskránni verða verk
eftir íslensk tónskáld, bæði ný og frá
fyrri tfð. Tónleikamir eru liður í 50
ára afmælishaldi Tónskáldafélags ís-
lands og þeir hefjast á „Hátíðarmarsi"
eftir Pál Isólfsson, en Páll varð einmitt
fyrsti formaður félagsins við stoftiun
þess árið 1945. Hann skrifaði verkið
og tileinkaði Háskóla íslands á 50 ára
afmæli hans, árið 1961.
í kynningu segir: „Þá verða flutt tvö
söngverk, þar sem Michael Jón Clarke
kemur fram með hljómsveitinni. Hið
eldra er lagaflokkurinn „Of Love and
Death", fyrir baritón og hljómsveit eft-
ir Jón Þórarinsson en verkið var frum-
flutt 30. apríl 1950 á fyrstu íslensku
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, sem þá var aðeins nokkurra
vikna gömul. Hitt söngverkið, „Nætur-
taka nokkuð hressilega á móti hon-
um. Þá tekur við hlutverk andans,
með miklum tilfæringum; anda sem
er stöðugt að taka breytingum.
Ámi Pétur vinnur sig í gegnum
þessar „persónuleikabreytingar"
eða hlutverkabreytingar á frábæran
hátt; hefur mikið vald yfír hreyfíng-
um og látbragðið er unnið af stakri
nákvæmni, sama í hvaða gervi hann
birtist. Ámi Pétur er að verða einn
af athyglisverðari leikuram Leikfé-
lags Reykjavíkur; tök hans á leik-
listinni vaxa með hveiju ári og það
er tilhlökkunarefni að fylgjast með
honum í framtíðinni.
Sóley Elísdóttir leikur nokkur
hlutverk í sýningunni; hlutverk mis-
munandi ástkvenna Sigga. Um þær
má segja að þær era allar sama
konan, bara með mismunandi útlit.
Það er þó ekki vegna einhliða leik-
máta Sóleyjar, heldur er ljóst af text-
anum að Siggi rambar alltaf á sömu
tegundina. Allt þar til í lokin, að
andinn mikli hefur brölt sér í gervi
þessarar tegundar. Sóley fór vel með
þessi litlu hlutverk, sem era „sterí-
ótýpísk" í eðli sínu og því ekki úr
miklu að moða fyrir leikkonuna.
regn“, eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson
við samnefnt ljóð Davíðs Stefánssonar,
var sérstaklegs pantað af Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands í tilefni af 100
ára afmæli skáldsins og verður frum-
flutt á tónleikunum.
Loks verða á efnisskránni tvö verk,
sem byggjast að einhveiju leyti á efniv-
ið úr íslenskum og norrænum þjóðlög-
um. Þetta eru verkin „Fomir dansar“
Guðrún Ásmundsdóttir er í litlu
hlutverki ömmunnar með hina
skrautlegu fortíð og í hlutverki
Maríu Steinsdóttur sem heimsækir
miðilinn. Hún skilar þessum hlut-
verkum óaðfínnanlega — fer reynd-
ar á kostum í hlutverki Maríu.
Leikmyndin er frábærlega unnin;
heimili þremenninganna er þvílíkt
hreysi að það heldur vart vatni og
vindum og draslið hjá þeim er svo
gríðarlegt að það jaðrar við að það
pirri mann. Með því er undirstrikað-
ur hinn algeri skortur á sjálfsvirð-
ingu þeirra Gunnu, Sigga og Jóa.
Leikmyndin er eins hrá, skítug og
vonlaus og þau.
Búningamir era alveg sér á parti;
skrautlegir í meira lagi. Þetta era
pönkarar og klæða^t „röff“. Jafnvel
Gunna heldur sínum stíl fram á
gamals aldur, þótt eitthvað birti til
í litavali hjá henni. Persónuleiki
hvers og eins kemur vel í ljós;
Gunna sem felur sig í myrkrinu,
Jói sem felur sig á bak við ofbeldið
og Siggi sem er „stælgæi“. Vinkon-
ur hans era svo óekta að þær ganga
í plasti og reyndar er veröld þessa
verks samsett úr rasli og plasti,
svona þegar á heildina er litið.
Andinn skiptir stöðugt um stíl, eft-
ir því sem hlutverk hans breytist.
Tónlistin í sýningunni er vel valin
og vel samin; magnar andrúmsloft
öryggisleysis og tómleika þess lífs-
stíls sem einkennir þremenningana
þegar við á, sömuleiðis óhugnaðinn
þegar það á við. Lýsingin fellur vel
að sýningunni og öll tæknivinna er
unnin af skemmtilegri nákvæmni.
Það era þó nokkur líkamleg átök í
sýningunni og er vert að geta þess
að þau era sérlega vel útfærð.
Leikstjómin er mjög góð en hefði
komið enn betur út ef verkið hefði
verið betur meitlað. Vinna með leik-
uram er unnin af mikilli nákvæmni
hvort heldur er í textameðferð,
hreyfíngum eða svipbrigðum og það
fleytir sýningunni langt þegar hún
er lögð á mælistikuna. Það er ágæt-
is framvinda í henni þótt hún sé
dálítið gisin á stöku stað, þar sem
vel hefði mátt stytta. í heildina er
þetta athylisvert verk, þar sem
hinni hefðbundnu leikhúsaðferð er
beitt til að varpa nýstárlegu ljósi á
heim sem er ekki alltaf fyrir augun-
um á okkur — en býr þó í okkur
öllum. Það fjallar um dekkri hliðar
mannlegra tilfinninga og tilvera,
þótt framsetningin sé oft á léttu
nótunum og mikill húmor í textan-
um. Það er gott jafnvægi á milli
gamans og alvöra í verkinu og upp-
setningunni og ég held að þetta
verk Þórs geti átt framtíð fyrir sér;
verði ekki einnota verk.
frá 1968 eftir Jón Ásgeirsson, sem
tónskáldið samdi upp úr tónlist sem
hann vann fyrir Þjóðdansafélag
Reykjavíkur, og „Hljómsveitartröll",
lítill forleikur eftir Þorkel Sigurbjöms-
son, sem hann skrifaði fyrir norrænu
æskulýðshljómsveitina, Orkester Nord-
en, árið 1993.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var
formlega stofnuð haustið 1993 og hélt
Myrkir músíkdagar
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og þrír barnakórar
Kór Öldutúnsskóla.