Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 23
4lut
Grand Cherokee Laredo '93
til sölu, upphækkaður, blásanseraður, ný dekk, dráttarkúla.
Bíll í toppstandi. Skipti möguleg á ódýrari.
Góð greiðslukjör í boði. Staðgreiðsluverð 3,2 millj.
Upplýsingar í símum 91-20160 og 91-39373, Karl, í dag
og næstu daga.
Saxófón-
kvartett í
Listasafni
*
Islands
HINN danski Rascher Saxophone
Quartet heldur tónleika í Lista-
safni Islands mánudaginn 20.
febrúar. Tónleikamir hefjast
klukkan 20.30 og á efnisskránni
eru verk eftir Per Norgárd, Atla
Heimi Sveinsson Hans Kox, Steve
Reich og Tristan Keuris.
Rascher Saxophone Quartet
var stofnaður 1969 af Sigurd
Rascher. í upphafi ferils Sigurd
í kringum 1930 var varla til tón-
verk fyrir saxófón. Hann einsetti
sér að auka verkaskrána fyrir
hljóðfærið og fékk til liðs við sig
tónskáld eins og Haba, Hindem-
ith, Martin, Cowell, Ibert og Glaz-
unov.
Þegar Rascher kvartettinn var
stofnaður var ástandið svipað og
því hvöttu þeir samtimatónskáld
til að semja fyrir saxófónkvart-
ett. Nú þegar em til 200 tónverk,
sem em tileinkuð Rascher kvart-
ettinum af tónskáldum eins og
Berio, Bialas, Denhoff, Donatoni,
Firsowa, Halffter, Haubenstock-
Ramati, Keuris, Sandström,
Schweinitz, Tertzakis, Urbanner,
Wernick, Wuorinen, Xenakis,
Nnrgárd, Gubaidulina, Zechlin
o.fl.
Rascher kvartettinn spilar á
upprunalega gerð saxófóna, sem
gefur hljómnum sérstakan blæ.
Þýski tónvísindamaðurinn Ulrich
Dibelius skrifaði eftirfarandi um
þennan Adolphe Sax tón: „Þegar
Rascher kvartettinn spilar Bach
er það eins og að orgelið og
strengjakvartettinn hafi verið
sameinaðir."
fyrstu tónleikana 24. október. Hljóm-
sveitin er arftaki Kammerhljómsveitar
Akureyrar sem hafði starfað frá haust-
inu 1986. Hún hefur flutt barokktónl-
ist og nútímatónlist og allt þar á milli.
í haust hófst nýtt starfsár með því
að flutt voru verk 20. aldar tónskáld-
anna Berio, Milhaud og Ibert en á
öðrum tónleikum voru verk eftir Vi-
valdi, Mozart og Britten. í janúar var
leikin tónlist eftir Mozart, Ravel og
Falla og nú eru íslenskum tónskáldum
gerð skil. Framundan eru síðan óperu-
tónleikar með Kristjáni Jóhannssyni
og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í apríl.
Stjómandi á tónleikunum og jafn-
framt aðalstjómandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands er Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Um kvöldið verða síðan tónleikar í
hinni nýju Digraneskirkju í Kópavogi.
Þar koma fram þrír bamakórar frá
jafnmörgum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu og flytja íslensk lög
fyrir bamakóra. Kóramir em Skólakór
Kársness, undir stjóm Þórunnar
Bjömsdóttur, Gradualekór Langholts-
kirkju, undir stjóm Jóns Stefánssonar,
og Kór Öldutúnsskóla, en stjómandi
hans er Egill R. Friðleifsson. Eftiisskrá-
in er fjölbreytt og verða m.a. frum-
flutt „Maríuóður" eftir Hildigunni Rún-
arsdóttur, „Vökuró“ eftir Hróðmar I.
Sigurbjömsson, „Næturró" eftir Fjölni
Stefánsson, „Drottningin stár“ eftir
Jón Ásgeirsson og „Bamagælur" eftir
Jómnni Viðar. Aðrir höfundar em
Páll ísólfsson, Sigfús Einarsson, Mist
Þorkelsdóttir, Þorkell Sigurbjömsson,
Hjálmar I. Ragnarsson, Atli Heimir
Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jón Nordal
og Sveinbjöm Sveinbjömsson.
Ókeypis:
Eftirréttur og Tonima
og Jenna klaki fyrir börnin
2. SÝNING á Bangsímon verður í dag kl. 15.
Skólakór Kársness
Gradualekór Langholtskirkju
laugardag og sunnudag
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Hallsteins
HALLSTEINN Sigurðsson mynd-
höggvari opnaði sýningu á jámmynd-
um í Listasafni ASÍ 4. febrúar sl. Á
sýningunni eru 13 jámmyndir, allar
gerðar árið 1994. Verkin eru unnin
út frá pýramídum, skelja- og keilu-
formum.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
14 til 19. Sýningunni lýkur sunnu-
daginn 19. febrúar.
-----» ♦ »----
Taktu lagið, Lóa!
Uppselt á
næstu fimmtán
sýningar
UPPSELT er á næstu fímmtán sýn-
ingar eða fram yfír miðjan næsta
mánuð á leikritið, Taktu lagið, Lóa!
sem fmmsýnt var á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins í upphafí mánaðar-
ins;
I kynningu segir: „Gífurleg aðsókn
hefur verið að leikritinu og stendur
yfir sala á allar fyrirhugaðar sýning-
ar í marsmánuði. Auk þess verður
reynt að hafa einhveijar aukasýning-
ar þau kvöld sem kostur er og em
ósóttar pantanir seldar daglega."
Leikfélag Selfoss
Sýningar
að hefjast
á „Bangs-
ímon“
NÚ ERU hafnar sýningar á
barnaleikritinu Bangsímon sem
félagar í Leikfélagi Selfoss hafa
verið að æfa að undanförnu.
Frumsýnt var í gær og verður 2.
sýning í dag, laugardag, kl. 15
og 3. sýning á morgun kl. 15.
í kynningu segir: „Leikritið er
gert af Peter Snickars eftir barna-
sögu A.A. Milne og flallar um
Jakob, dreng sem lendir í ýmsum
ævintýrum með vinum sínum,
þeim Tígra, Gríslingi, Kaninku,
Asnanum og auðvitað Bangsím-
on. Saman fara þau í rannsóknar-
leiðangur í skóginum, gera tilraun
til að veiða Skolladynk og reyna
að hressa Asnann við, en hann er
í fýlu eins og venjulega, jafnvel
þótt hann eigi afmæli.“
Þýðandinn, Sigríður Karlsdótt-
ir, og leikstjóri sýningarinnar;
Katrín I. Karlsdóttir, eru félagar
í Leikfélagi Selfoss og er þetta
frumflutningur á íslandi.
Miðaverð er 700 krónur, bæði
fyrir börn og fullorðna og fylgir
hveijum aðgöngumiða barmmerki
með mynd af Bangsímon.