Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 27
mála í Evrópu, einnig sjávarútvegs-
mála, gerast innan Evrópusam-
bandsins, hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Þar eru ákvarðanim-
ar teknar sem snerta heildina og
einnig einstök ríki.
Þótt við séum fámenn þjóð og
höfum fá atkvæði þá dugar það til
að hafa þau áhrif sem okkur nægja
í samstarfi við Norðurlandaþjóðir,
Þjóðvetja og Breta. Við munum
sáralítil áhrif hafa á stóru málin
innan ESB. Það er eðlilegt, við höf-
um það hvort sem er ekki nú. En
við getum haft nauðsynleg áhrif þar
sem það skiptir okkur máli. Við
þurfum ekki annað en horfa til
áhrifa Grikkja að undanfömu. Án
ESB hefðu þeir aldrei getað komið
í veg fyrir það sem þeir hafa gert
á síðustu vikum og misserum.
í samníngum okkar við Evrópu-
sambandið þurfum við að leggja
megin áherslu á þijú atriði :
I fyrsta lagi full yfirráð yfír auð-
lindum hafsins í kringum landið og
fiskimiðunum.
I öðm lagi verðum við að tryggja
að stjórnkerfí fískveiða á íslands-
miðum sé í okkar höndum.
I þriðja lagi að við fáum í okkar
hendur sjávarútvegsmál innan
framkvæmdastjómarinnar í Bmss-
el. Það veitir okkur þau áhrif sem
við þörfnumst.
Hvað fyrsta atriðið varðar er af
okkar hálfu ekki um neitt að semja
Þetta er einfaldlega ófrávíkjanlegt
skilyrði. Um annað atriðið er hægt
að semja um form, útfærslu og fyr-
irkomulag en ekki um efnislegt inni-
hald. Þriðja atriðið þarf að verða
niðurstaða samninganna. Ymis fleiri
markmið þarf að setja fram einkum
hvað varðar landbúnað en þau em
öll hluti af samningaferlinu.
Verði niðurstaða samninganna í
anda þeirra þriggja markmiða sem
sett em fram hér að ofan, hefðum
við breytt áhrifastöðu landsins, úr
varnarstöðu þjóðlegrar nærsýni í
opna sóknarstöðu í samspili þjóð-
anna.
Þjóðleg nærsýni er góð og nauð-
synleg, en verði hún of sterk byrgir
hún eigið útsýni fyrir okkar eigin
hagsmunum til lengdar.
Höfundur er aðstoðarmaður
utanríkisráðherra.
ræmi við vemdunarsjónarmið físki-
stofna og lífríkis. Jafnframt að rétt-
lætistilfínningu íslendinga, sem ekki
eiga mægðir né fjölskyldubönd í
kvótanum og þar af leiðandi engan
erfðarétt, sé ekki misboðið.
5. Þú nefndir til fjögur atriði í
lokin sem valdið hafa því að flotinn
sé ennþá of stór þrátt fyrir að kvóta-
kerfíð sé búið að vera við lýði í 10 ár.
Fyrsta atriðið er gömul lumma um
krókaleyfí og línutvöföldun. Þú
kemst hins vegar vel að orði þegar
þú segir að hluti sjómanna hafí kom-
ist hjá því að lúta kvótakerfínu.
Hugsun þín er rétt orðuð, þó að þér
fínnist það auðsjáanlega slæmt að
menn skuli ekki lúta kerfínu í lotn-
ingu. Var ekki einhver að nefna Sov-
étið?
Hvemig má það hins vegar vera
að Vestijarðaaðstoð upp á 300 millj-
ónir sem, að því að ég best veit,
hefur varla verið greitt út ennþá að
öllu leyti. Jafnvel ekki búið að ákveða
hvert peningamir eiga að fara, getur
valdið því að flotinn sé ennþá of stór.
Ja, það verð ég nú að segja að við
þessa fullyrðingu þína verð ég dálítið
kjaftloppinn.
Ég verð reyndar að viðurkenna
að ég skil ekki rök þín fyrir því að
þessi ákvörðun um Vestfjarðaaðstoð-
ina, sem enn er varia komin til fram-
kvæmda, átti að virka til þess að
viðhalda eða jafnvel að stækka flot-
ann á sl. 10 árum þar á undan. Ef
þú getur skýrt samhengið í þessu
fyrir mér, hvemig þessi ákvörðun
um Vestfjarðaaðstoðina átti að virka
aftur í tímann til þess að minnka
ekki flotann, jafnvel stækka hann,
þá skal ég svo sem ekki mótmæla
því, en ansi þarft þú nú samt að
vera sannfærandi, Tryggvi Þór Her-
bertsson, svo að ég játi þá trú við
þínar rökföstu skoðanir.
Höfundur er frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum.
AÐSENDAR GREiNAR
Á KOSNINGAÁRI
er yfírleitt gaman að
lifa. Forystumenn
stjórnmálaflokka
keppast við að útmála
sæluríkið sem bíður
komist þeir að kjöt-
kötlunum. Einhvern
veginn verður ekki hjá
því komist að líta að-
eins bjartari augum
fram á við. Einkum
ef maður er námsmað-
ur sem hefur gert þau
mistök að hefja nám í
deild sem hvað harka-
legast hefur orðið fyrir
niðurskurðarhnífnum
alræmda. Stúdentum
hefur reyndar fyrir löngu skilist
að ekki þýðir að sitja með hendur
í skauti og gráta orðinn hlut.
Frumkvæði stúdenta
Stúdentar með Röskvu í farar-
broddi hafa nú tekist á hendur að
ryðja brautina til breyttra vinnu-
bragða innan Háskóla íslands. Þar
ber hæst tillögu um að HÍ geri sér
verkáætlun til þriggja ára. Fulltrú-
ar stúdenta lögðu hana fyrir í Há-
skólaráði og þar fékk hún góðan
hljómgrunn og ein-
róma samþykki. Kostir
slíkrar áætlunar eru
ótvíræðir. Stefna skól-
ans og öll forgangsröð-
un verkefna verður
skýrari, starf innan
veggja skólans mark-
vissara og heildarsýn
auðveldari. Enn frem-
ur mun Háskóli ís-
lands standa betur að
vígi þegar kemur að
fjárlagabeiðni því það
er ekki nema sann-
gjörn krafa að Alþingi
sé ljóst í hvað viðbót-
arfjármunum verður
varið.
Betri nýting fjármuna
Stúdentar hafa ekki aðeins unn-
ið að því að auka skilning á gildi
Háskólans og beijast fyrir hækkuð-
um fjárveitingum til hans heldur
vilja stúdentar jafnframt stuðla að
betri og markvissari nýtingu þess
fjármagns sem er til ráðstöfunar
hveiju sinni. Ég vil gjarnan benda
á nokkur dæmi þessu til stuðnings.
Á dögunum var samþykkt í Há-
skólaráði tillaga Röskvu um að
Markviss forgangsröð,
virkt gæðaeftirlit, aukin
áhrif og þátttaka
stúdenta eru aðalsmerki
verkáætlunar Röskvu
fyrir Háskólann, segir
Þóra Arnórsdóttir,
sem skipar 1. sæti
á lista Röskvu til
Háskólaráðs.
gerð verði stjómsýsluúttekt á Há-
skólanum til að skilgreina betur
stjórnkerfí, boð- og kæruleiðir í
skólanum. Röskva hefur einnig lagt
áherslu á markvissa uppbyggingu
svonefnds aðstoðarmannakerfís
sem einnig hefur fengið blessun
Háskólaráðs. Það þýðir að stúdent-
um gefast aukin tækifæri á að
vinna að rannsóknum og kennslu.
Margir færustu vísindamenn þjóð-
arinnar fengju þannig stóraukið
næði til að vinna að verðugum úr-
lausnarefnum. Öflugt aðstoðar-
mannakerfí ætti að geta stóraukið
afköst við rannsóknir og fræðistörf.
Nýtt náttúruvísindahús
Algert forgangsverkefni á hús-
næðislistanum er bygging kennslu-
húsnæðis fyrir jarð-, líf-, og nátt-
úruvísindagreinar. Sumar þessara
greina hafa verið á hrakhólum og
í bráðabirgðahúsnæði áratugum
saman. Innri uppbygging Háskól-
ans fær þó drýgstan skerf í drögum
Röskvu að verkáætlun fyrir Há-
skólann. Nýjungar í kennslutækni
og nýir miðlar til kennslu eru
áhersluatriði og lagt er til að kom-
ið verði á fót einhvers konar
kennslutæknistofu í þessu skyni.
Hún hefði það hlutverk að halda
utan um slíka þekkingu og koma
henni á framfæri við háskólakenn-
ara og deildir skólans.
Kennslumálaráðstefnur og
gæðaeftirlit
Röskva vill styðja við bakið á
kennslumálaráðstefnum í deildum
Háskólans. Framkvæmd kennslu-
könnunarinnar á að færa í hendur
nemendafyrirtækisins Hástoðar í
deildum sem sinna henni illa.
Röskva vill að Háskólinn beiti sér
fyrir samnorrænu gæðamati á há-
skólum og samningum við erlenda
háskóla. Leggja á reglulegt gæða-
mat á próf og svo mætti lengi telja.
Segja má að allt stefni þetta þó í
sömu átt. Markviss forgangsröð,
virkt gæðaeftirlit, aukin áhrif og
þátttaka stúdenta eru aðalsmerki
verkáætlunarinnar. Þannig breyt-
um við Háskólanum til betri vegar.
Höfundur skipar 1. sæti á lista
Röskvu til Háskólaráðs.
Stúdentaráðskosningar
Spöruð króna
og græddur eyrir
Þóra Arnórsdóttir
Opinn háskóli -
burt með deildarmúrana!
deildimar meti þær til eininga.
Möguleikarnir á þessu sviði eru í
reynd ótæmandi. Háskólinn hefur
þegar lagt út á þessa braut en
betur má ef duga skal.
Ódýr lausn
Hið fjölfaglega nám getur verið
með ýmsu móti. Fyrsta krafan er
Á NÝRRI öld munu
þær þjóðir sem lagt
hafa áherslu á mennt-
un standa vel að vígi.
Hugvitið er eina auð-
lindin sem þjóðirnar
geta lagt traust sitt á
því það verður hvorki
verðlaust né eytt með
rányrkju. Þegar við
leiðum hugann að
framtíðarstefnu Há-
skóla íslands verður
þetta að liggja ljóst
fyrir, hugvitið verður
að virkja með þeim
hætti að það nýtist
sem best í allra þágu.
Ein forsenda þess er
að Háskólinn einangrist ekki. Starf
hans verður að vera í nánum
tengslum við þjóðlífíð. Þetta blasir
við hvort sem menn líta á málin
frá sjónarhóli skólans eða atvinnu-
lífsins. Sjálfsagt hefur þetta sjaldan
verið jafnljóst og nú þegar rann-
sókna- og þróunarvinna skipa æ
stærri sess í framleiðslu og þjón-
ustu og bylting hefur átt sér stað
í upplýsingarmálum.
Nýjar kröfur um menntun
í kjölfar þessa sigla nýjar kröfur
um menntun þeirra sem braut-
skrást úr Háskólanum. Þörf er á
fólki með fjölbreytilega menntun.
Stúdentar vilja mæta þessum sí-
breytilegu kröfum þjóðfélagsins en
þeim er það illmögulegt nema val-
frelsi þeirra verði aukið innan skól-
ans. Nú er málum svo háttað að
hver deild er sér á parti og oft er
stúdentum óhægt um vik að velja
sér námskeið úr öðrum deildum.
Hér er þó ekki verið að mælast til
þess að dregið verði úr faglegum
kröfum.
Fjölfaglegt nám —
niður með múrana!
Ingvi Hrafn
Óskarsson
sú að deildirnar brjóti
niður múrana og
hleypi stúdentum úr
öðrum deildum í aukn-
um mæli inn. Deildirn-
ar verða þá jafnframt
að leyfa meira val úr
öðrum deildum en nú
er, svo fremi sem gráð-
an frá deildinni bíður
ekki hnekki. Eins má
fjölga námsbrautum
sem reistar eru á
mörgum fræðigreinum
eins og til dæmis um-
hverfisfræðin sem
brátt mun standa
stúdentum til boða.
Slíkt nám er fyrst og
fremst ætlað þeim sem lokið hafa
háskólaprófi í ákveðinni sérfræði-
grein en vilja auka þekkingu sína
og skilning á öðrum sviðum. Hér
stuðla að bættum
tengslum við þjóðlífið
og styrkja atvinnuþróun
í landinu, segir Ingvi
--------ar---------------
Hrafn Oskarsson. Með
því yrði stigið skref í
þá átt að koma Háskól-
anum og íslensku þjóð-
félagi inn í 21. öldina.
má og nefna þann kost að Háskól-
inn stuðli að samvinnuverkefnum
stúdenta úr ólíkum deildum fyrir
stofnanir og fyrirtæki með því að
í þessum hugmyndum felst nokk-
ur breyting á innra starfí Háskólans
en þær eru þess eðlis að þeim fylg-
ir enginn kostnaður að ráði. Hug-
myndimar ganga út á að nýta betur
það sem fyrir er. Vaka leggur
áherslu á þessar hugmyndir í kom-
andi kosningum. Þær em í nánu
sambandi við nýjar hugmyndir okk-
ar um rekstur og framtíðarstöðu
Háskólans. Við viljum að tengslin
við atvinnulífíð verði styrkt og að
einhvetju marki verði famar nýjar
leiðir til að fjármagna skólann.
Fjölfaglegt nám mun stuðla að
bættum tengslum og styrkja at-
vinnuþróun í landinu. Með því yrði
stigið skref í þá átt að koma Háskól-
anum og íslensku þjóðfélagi inn í
21. öldina.
Höfundur er laganemi og skipar
1. sæti á framboðslista Vöku til
háskólaráðs.