Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 28

Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 29 JMtogmiÞIftfrÍfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMNINGA UM HELGINA VERKFALL kennara, sem hófst í gærmorgun, mun valda gífurlegri röskun á hag nærri sextíu þúsund nemenda og fjölskyldna þeirra, dragist það á langinn. Ekki er nóg með að börn og unglingar fái ekki kennslu og framvindu náms þeirra sé þannig í hættu stefnt, heldur geta mörg þeirra, ekki sízt yngstu börnin, hreinlega þurft að ganga sjálfala hluta úr degi, þar sem foreldra skortir úrræði til að koma þeim fyrir þann tíma, sem þau hefðu verið í skóla. Ekki náðist samkomulag í kjaraviðræðum ríkisins og sam- taka kennara í tæka tíð til að koma í veg fyrir verkfall. Þó virðast samningsaðilar hafa nálgazt í viðræðum sínum. Samninganefnd ríkisins hefur samþykkt að hækka þá upp- hæð, sem greidd verði fyrir fjölgun starfsdaga kennara, úr 500 milljónum í 700 milljónir. Slíkt er umtalsverð hækkun á launagreiðslum til kennara, sem nema alls um sjö milljörð- um á ári. Hins vegar geta þær breytingar, sem þetta fé mun renna til, skilað bættu skólastarfi. Auk þessa býður ríkisvaldið kennurum sömu launahækkanir og um semst á almennum vinnumarkaði. Skilningur virðist fara vaxandi meðal kennara á því, að ríkisvaldið getur tæplega teygt sig lengra, eins og ástandi ríkisfjármála og efnahagsmálanna í heild er háttað. Allir launþegar í Iandinu munu þurfa að sætta sig við hóflegar kauphækkanir, eigi að takast að varðveita þann stöðug- leika, sem ríkt hefur undanfarin ár. Yfirlýsingar sumra for- ystumanna kennarasamtakanna um að ríkið tali um milljón- ir, á meðan kennarar tali um milljarða, hljóta því í bezta falli að bera vott um óraunhæft mat á aðstæðum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, seg- ir í samtali við Morgunblaðið í gær að næsti eindagi samn- ingaviðræðnanna sé á sunnudagskvöld. Báðir samningsaðilar hljóta nú að leggja sig fram til hins ýtrasta um að finna lausn fyrir þann tíma. BREYTINGAR Á ÞRÓUNARAÐSTOÐ EVRÓPUSAMBANDSRÍKIN deila nú um framlag til þró- unaraðstoðar við ríki Afríku, Karíbahafsins og Kyrra- hafsins. Af hálfu Breta, Þjóðverja, ítala og Hollendinga hafa komið fram kröfur um að Evrópski þróunarsjóðurinn verði skorinn niður. Þessar deilur endurspegla að nokkru leyti fjárlagavanda margra ESB-ríkja og jafnframt hefur það sitt að segja að sum ríkin vilja fremur veita tvíhliða þróunaraðstoð en vinna í gegnum alþjóðastofnanir á borð við ESB. Hins vegar bera umræðurnar innan Evrópusambandsins líka vott um breyttar áherzlur í þróunarstarfi. Sú aðferð að veita þróunarríkjum aðstoð í formi hárra fjárframlaga, sem oft og tíðum hafa runnið í vasa spilltra stjórnmála- og embættismanna en ekki til þeirra, sem þurftu á þeim að halda, hefur gengið sér til húðar. Fyrirkomulag þróunaraðstoðar, til dæmis á vegum Evrópusambandsins, hefur í auknum mæli beinzt í þann farveg að ströng skil- yrði eru sett um notkun fjármuna og oft krafizt umbóta í stjórnmálum og mannréttindamálum. Jafnframt hafa-vestræn ríki í auknum mæli reynt að styðja atvinnulíf þróunarríkja til að standa á eigin fótum, í stað þess að þau verði háð styrkjum. Þetta hefur meðal annars verið gert með fjárfestingum, samvinnuverkefnum og ráð- gjöf í fyrirtækjarekstri. Vesturlönd, þar á meðal ESB-ríkin, hafa einnig veitt þró- unarríkjunum forgangskjör í viðskiptum til þess að þau geti selt vörur sínar á vestrænum mörkuðum. Mikið skortir þó á að Vesturlönd séu sjálfum sér samkvæm í tali sínu um frí- verzlun, því að háir tollmúrar eru í vegi margra útflutnings- afurða þróunarríkjanna, eins og Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, benti á fyrr í vikunni. Umræðurnar um þróunaraðstoð í ESB leiða ennfremur í ljós að áhugi beinist að öðrum heimshlutum en áður. Þjóð- verjar vilja eyða meira fé til uppbyggingar í Austur-Evrópu og Rússlandi og mörg Suður-Evrópuríkin vilja styðja Norður- Afríku og Miðausturlönd. Þessar áherzlur eru til komnar vegna áhyggja af stöðugleika og öryggi á þessum grannsvæð- um Evrópu. Þróunaraðstoð Vesturlanda mun sennilega þjóna því hlutverki í auknum mæli á næstu árum að reyna að slá á félagslegan óróa á þessum svæðum. Þeim mun mikilvægara er að nota vel þá fjármuni, sem settir eru í þróunaraðstoð. •George C. Marshall-miðstöðin í Garmisch-Partenkirchen Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir HER er fyrsti hópurinn við Marshall Center samankominn í fyrirlestrasal stofunarinnar. Þýðingar berast til nemendanna á rússnesku og þýsku jafnhraðan. Þar læra fyrrum kommar grunnhugsun lýðræðisins Á ferð um Bæjaraland í Þýskalandi kom Agnes Braga- dóttir við í Garmisch-Partenkirchen og heimsótti m.a. nýlega bandaríska stofnun, sem rekin er af bandaríska vamarmálaráðuneytinu. Stofnunin annast það hlutverk að kenna háttsettum herforingjum og embættismönnum úr vamarmála- og utanríkisráðuneytum fyirum komm- únistaríkja Varsjárbandalagsins og Sovétríkjanna á hvem veg lýðræðið er lagt til gmndvallar á Vesturlönd- um, einnig við hemaðarrekstur. EINNA skemmtilegasta tilvitnunin sem mér barst til eyma, þegar ég heimsótti stofnunina, sem jafnan gengur undir nafninu The Marshall Center, var beint úr munni emb- ættismanns rússneska vamarmálaráðu- neytisins er hann kvaddi leiðbeinendur sína eftir fímm mánaða dvöl, nú eftir áramótin: „Það er stórmerkilegt fyrir mig, sem hef fengið þjálfun ríkisstjómar minnar og hemaðaryfírvalda í 20 ár, um hvemig beri að standa að stríðsrekstri, að hafa fengið að dveljast hér á meðal ykkar og læra hugmyndafræðina, sem býr að baki því að viðhalda friði.“ Það er ýmislegt mögulegt í dag, sem var útilokað í gær. Hvem hefði órað fyrir því, fyrir sjö til átta ámm, að bandarísk stjómvöld, í samvinnu við þýsku ríkis- stjómina, myndu árið 1993 setja á stofn menntastofnun í Garmisch-Partenkirchen, sem hefði það að meginmarkmiði að kenna herforingjum varrtarmálaráðuneyta fyrmrn kommúnistaríkja helstu hugmyndafræði vestrænna lýðræðisríkja? Dr. Alvin H. Bemstein er forstöðumaður The Marshall Center, College of Strategic Studies and Defense Economics. Hann á að baki margvísleg störf fyrir Bandaríkja- stjóm, m.a. var hann um hríð einn aðstoð- arvamarmálaráðherra Bandaríkjanna og hafði með stefnumörkun- og áætlanagerð að gera. Dr. Bemstein tók við stjóm The Marshall Center þegar við stofnun hennar, sumarið 1993. í fyrrasumar var svo stofnuð ný deild við The Marshali Centre, sem nefnist De- partment of European Security Studies, þar sem Marshall Brement, fyrmm sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi er deildar- forseti. Ég ræddi við dr. Bernstein um til- gang stofnunarinnar; árangur og vænting- ar. —Fyrst er þeirri spumingu beint til dr. Bemstein, hver hafí verið hin almenna hugmyndafræði á bak við þá ákvörðun bandarískra stjómvalda, að setja stofnun sem þessa á laggimar, í þessu fallega bæverska Alpaþorpi, og þá ekki síst á bak við stofnun nýju deildarinnar. „Bandarísk stjómvöld töldu nauðsynlegt þegar ákveðið var að stofna nýju deildina, sem nú hefur nýlokið sínum fyrstu fímm starfsmánuðum, að aðstoða þjóðir fyrrum Varsjárbandalagsríkja og Sovétríkjanna við að þróa vamarmála- og utanríkisráðu- neydi sín, með gmndvallarhugmyndir vest- ræns lýðræðis að leiðarljósi. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að þessar þjóðir nái að umbreyta stjómsýslu sinni að þessu leyti, með því að útskýra fyrir þeim hvemig lýðræðisríki á Vesturlöndum byggja upp varnir landa sinna. Við viljum gefa þeim hugmynd um það hvernig ákvarðanataka fer fram og hverjir það eru sem úrslitaáhrif hafa í þeim efnum, þegar um lýðræðisríki er að ræða.“ —Hvernig lýsir þú árangri þessarar nýju deildar, þegar þú lítur til þess, að þið haf- ið nýlega útskrifað fyrsta hópinn eftir fímm mánaða nám hér og þeir menn hafa snúið aftur til starfa í sínu heimalandi? „Það er ekki tímabært að leggja neitt heildarmat á árangurinn eftir einungis fimm mánaða starf, en þessir fyrstu fímm mánuðir gefa vissulega sterklega til kynna, að við séum á réttri braut. Auðvitað fór eitthvað úrskeiðis og við munum læra af þeim mistökum, sem okkur urðu á, en það er ekki nokkur vafi á því, að þessi 80 manna hópur, frá 23 löndum, lærði margt, sem á eftir að reynast þeim nytsamlegt, þegar þeir hverfa aftur til skyldustarfa sinna.“ —Hvað var það helst sem kom þér á óvart, ef eitthvað, þessa fyrstu fimm mán- uði sem deildin hefur starfað? „Án nokkurs vafa var það hversu góðir og hæfir nemendurnir reyndust. Satt best að segja fór þessi fyrsti hópur okkar fram úr björtustu vonum og gefur okkur ríka ástæðu til þess að ætla, að stjórnvöld hei- malands þeirra muni styðja við þessa stofn- un okkar á þann veg, sem er okkur og að sjálfsögðu þeim dýrmætastur, svo að starf- ið skili tilætluðum árangri. Það er, með því að senda okkur úrvalsfólk og afburða- nemendur. Segja má að allir okkar nem- endur séu á hraðri framabraut í stjórn- kerfí lands síns. AUÐVITAÐ var það svo með þennan hóp, eins og ugglaust flesta aðra, að í umræðum eftir fyrirlestra eða verkefni brugðust sumir nemendanna allharkalega við og tóku til varna kæmi fram gagnrýni á stjórnvöld í þeirra eigin landi — en það er nú ósköp mannlegt, ekki satt? í meginatriðum voru nemendumir færir um að taka þátt í mjög opinskárri umræðu og hræðslan við að segja það, sem mönnum bjó i bijósti, virtist minnka með degi hveij- um, sem ég met sem hreint ekki svo lítinn árangur. Enda er það ein starfsreglan í náminu hjá okkur og gildir um alla, fyrir- lesara sem nemendur, að óheimilt er með öllu að vitna í ummæli, sem látin eru falla.“ —Hver fjármagnar rekstur stofnunar- innar? „Það er Bandaríkjastjórn, sem leggur fram mest allt fjármagn til stofnunarinn- ar, eða um 90%, en þýsk stjórnvöld leggja fram svolítinn hluta.“ —Á tímum þegar alltaf er verið að tala um að draga úr vígbúnaði, skera niður hernaðarútgjöld og svo framvegis, hvernig heldur þú að bandarískur almenningur bregðist við þeirri hugmynd, að það séu bandarískir skattgreiðendur, sem fjár- magna stofnun í Þýskalandi, þar sem verið er að kenna fyrrum kommúnistum lýðræð- islega hugsun og vinnubrögð? „Eg er sannfærður um að almenningur í Bandaríkjunum hefði ekkert á móti því ALLIR okkar nemendur á hraðri framabraut, segir stjómandi The Marshall Center, dr. Alvin Bemstein. að fjármagna stofnun sem þessa ef hug- myndafræðin á bak við hana væri skýrð út fyrir honum. í fyrsta lagi er hér um litlar fjárhæðir að ræða, þegar litið er á fjárlög Bandaríkja- þings, sem er varið til fjárfestingar, sem hefur það að meginmarkmiði að tryggja stöðugleikann í Evrópu. Auk þess, hygg ég að stofnun sem þessi falli mjög vel að gildismati Bandaríkja- manna í dag — við erum að mennta fólk og þar með að leggja fyrrum kommúnista- þjóðum til andleg verðmæti í stað beinna fjárframlaga. VIÐ lok kalda striðsins óx þeirri skoðun eðlilega fískur um hrygg, í Bandaríkj- unum, að við þyrftum ekki að veita fjár- munum í hernaðarskyni til Evrópu í sama mæli og áður. Þessi stofnun okkar er liður í þeirri áætlun, að geta dregið úr fjárfram- lögum til Evrópu á sviði hernaðar- og vam- armála.“ —Eru flestir nemenda ykkar úr hemað- argeira landa sinna? „Já, svona á bilinu 2/3 til 3/4 eru herfor- ingjar úr varnarmálaráðuneyti lands sínns, en fjórðungur til þriðjungur em embættis- menn úr varnarmála- og utanríkisráðu- neyti lands síns. Svo eiga NATO-ríkin fjóra til fimm full- trúa. Núna eru til dæmis nemendur frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu og ítal- íu. Raunar er skólinn ekki fyrir þá, því þeir þekkja auðvitað lýðræði Vesturlanda út og inn. Þess vegna getur vera þeirra hér verið mikill stuðningur fyrir starfs- bræður þeirra frá þessum fyrrum kommún- istaríkjum og jafnframt geta þeir átt þess kost, að koma sér upp ómetanlegum sam- böndum við hátt setta embættismenn í þessum löndum, sem geta orðið þeim afar dýrmæt í framtíðarstörfum þeirra. Hagur beggja að þessu leytinu er því augljós." -Kæmi til greina, í þínum huga, að veita eins og einum embættismanni íslenska utanríkisráðuneytisins skólavist hér? JÁ, svo sannarlega kæmi slíkt til greina í mínum huga. Mér dettur ekki í hug nein ástæða, sem mælir gegn því. Ég hygg að lýðræðisland eins og ísland gæti nýtt sér þau sambönd, sem skapast við nám sem þetta, á dýrmætan hátt. Því gæti það verið starfsmanni utanríkis- ráðuneytis Islands mikilvægt, að fá tæki- færi til þess að setjast á skólabekk með fulltrúum þessara fyrrum kommúnista- ríkja. Sérstaklega tel ég, að seinnihluti námskeiðsins, þar sem við fjöllum um eðli og endalok kalda stríðsins, lágmarksvamir Evrópu í dag og hvaðan hernaðarógnin kemur, kynni að koma íslenskum embætt- ismanni að notum, hvort sem hann kæmi frá utanríkisráðuneytinu eða varnarmála- skrifstofu. Ég væri vissulega reiðubúinn til þess að ræða þennan möguleika við utanríkis- ráðherra ykkar, Jón Baldvin Hannibalsson, pg með aðstoð bandaríska sendiráðsins á íslandi get ég ímyndað mér, að við reynum að koma á fundi með utanríkisráðherra íslands, þar sem við fáum tækifæri til þess að kynna honum þessa stofnun okk- ar, hvað við erum að gera og hvers við væntum af starfínu í framtíðinni." — Hvemig sérð þú fyrir þróunina, að því er varðar bandarískan herafla í Evr- ópu, fram til aldamóta? „Ég er þeirrar skoðunar að árið 2000 verði hér í Évrópu enn umtalsverður banda- rískur herafli, svipaður og hann er í dag, svona nálægt 100 þúsund manns. Það kæmi mér á óvart ef hann ætti eftir að dragast saman, að einhveiju marki á næstu fímm ámm eða svo, því allar vísbendingar segja okkur, að hér verði enn um skeið talsverður óróleiki og óstöðugleiki. Ég fæ ekki séð að á allra næstu ámm verði um það að ræða, að eitthvert evrópskt hemað- arbandalag geti tekið við því hernaðarlega hlutverki sem NATO gegnir í Evrópu í dag, þó að hlutverk NATO sé að sjálfsögðu annað og minna, en það var á dögum kalda stríðsins." —Fyrst þú nefnir lágmarksvarnir í Evr- ópu langar mig til þess að spyija þig álits á varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Eins og þú veist hefur starfsemin þar verið skorin niður umtals- vert og ekki liggur fyrir hvort um frekari niðurskurð verður að ræða, frá og með árinu 1996. Er hægt að halda uppi trúverð- ugum lágmarksvörnum frá íslandi, að þínu mati, með því að skera enn niður varnarvið- búnað á Keflavíkurflugvelli? * EG held að ef friður verður viðvarandi í Evrópu og ekki vofa yfír neinar meiriháttar hemaðarógnir, þá dragi af sjálfsdáðum úr hernaðarlegu mikilvægi íslands. Ef það gerist ekki, þá þarf ekki annað en líta á staðsetningu íslands til þess að gera sér grein fyrir hernaðarlegu mikilvægi landsins, bæði að því er varðar vamir og hugsanlega sókn. Þó tel ég vam- arlegt mikilvægi Islands á ófriðartímum meira en það sóknarlega, þótt slíkir tímar séu sem betur fer ekki í sjónmáli. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega hver em áform bandarískra stjórnvalda, að því er varðar framtíðarstærð varnarstöðvar- innar í Keflavík, en þó get ég sagt það, að ég persónulega hef miklar efasemdir um réttmæti þess, að halda úti vamarliði og vamarviðbúnaði, sem ekki er nægilega öflugt að mannafla og tækjum til þess að grípa til sannfærandi varna ef hernaðarógn blasir skyndilega við. Að vera með varnarlið, sem hefur frem- ur táknræna þýðingu en raunverulega varnarþýðingu, er ekki trúverðugt og getur gefið mönnum falska öryggiskennd. Til þess að skýra mál mitt rifja ég upp fræg ummæli Henrys Kissingers, þegar við vor- um með táknrænan viðbúnað í Líbanon, en ekki raunvemlegt vamarlið og vorum svo gott sem þurrkaðir út: „Ef við sendum hermenn okkar þangað til þess að beijast, þá sendum við of fáa. Ef við sendum þá þangað til þess að deyja, þá voru þeir of margir.“ Með þessi ummæli Kissingers í huga finnst mér afar nauðsynlegt, að hvar sem við ætlum okkur að halda uppi vörnum verðum við að geta gripið til raunverulegra aðgerða. Táknrænar varnir koma að eng- um notum á ófriðartímum." Antoni Grzedcinski ofursti I pólska varnarmálaráðuneytinu Vil kynnast kostum og göllum lýðræðisins HINN viðmælandi minn, úr hópi nemenda Marshall Center, er ekki jafnbrosmild- ur og Elez. Hann hefur hörkulegt yfirbragð hins reynda hermanns. Hann heitir Ántoni Grzedcinski, of- ursti úr pólska hemum, og starfar sem deildarstjóri í pólska vamarmálaráðuneytinu. Við ræðumst við, með aðstoð túlks, sem ræðir við ofurstann á rússnesku, sem gerir samtalið mun stirðara en hið fyrra, eink- um og sér í lagi, þar sem túlkur- inn hefur engan veginn fullt vald á starfí sínu. —Fyrst spyr ég Grzedcinski um ástandið heima fyrir í Pól- landi og þær miklu þjóðfélags- breytingar sem þar hafa átt sér stað. „Það er rétt, að geysilegar breytingar hafa átt sér stað í Póllandi, sem og gjör- vallri Austur-Evrópu. Ég hygg að við séum á margan hátt komin lengra í lýðræðisþróun lands okkar, en mörg hinna ríkjanna, sem hér eiga einnig fulltrúa. Það er einfaldlega tíminn sem hefur verið okkur hliðhollur, þvi við höfum haft lengri aðlögunartíma á marg- an hátt, en ýmsar hinna þjóðanna. Ég lít á það sem meginhlutverk mitt, fyrst ég var svo heppinn að vera valinn af ríkis- stjórn lands míns, til að koma hingað til náms, að reyna að tileinka mér eins mikið og ég mögulega get af vestrænu gildismati lýðræðisríkja og hugsunarhætti, svo að ég geti miðlað því áfram til landa minna, sem ég læri hér. Ég vil geta gert mér grein fyr- ir kostum og göllum stjórnkerfis Vesturlanda til þess að ég geti borið þá saman við þá stjórnarhætti sem við höfum lengstum átt að venjast. Þótt Vesturlönd hafi af miklu að miðla til okkar, fyrrum kommúnistaríkjanna, er ég ekki í nokkrum vafa um, að það eru ýmsir hlutir sem tíðkast í vestrænum lýðræð- isríkjum, sem við, byijendur á lýðræðis- braut, vildum forðast að taka upp í stjórn- kerfi okkar. Þess vegna vil ég kynnast göll- unum jafnvel og kostunum til þess að geta vakið athygli á því heima fyrir, hvaða víti við eigum helst að varast." —Hvað er hæft í því, að Lech Walesa, þessi þjóðhetja Pól- lands, frá árdögum Samstöðu, njóti engan veginn lengur þeirr- ar aðdáunar og virðingar þjóð- arinnar í dag, eins og hann gerði þá? Því er m.a. haldið fram, að Walesa hafi gleymt uppruna sínum og hugmynda- fræðinni sem var lögð til grund- vallar, í baráttunni í skipa- smíðastöðinni í Gdansk og sé einfaldlega orðinn valdasjúkur maður, Sem stjómi með tilskip- unum, sem eigi fátt sameiginlegt með lýð- ræðislegum stjómarháttum. Á gagnrýni sem þessi við rök að styðjast? Fyrst fer fram allítarlegt samtal á rúss- nesku, á milli Grzedcinski ogtúlksins, en síðan fæ ég heldur innihaldsrýrt svar, sem er svohljóðandi: „í fyrsta lagi væri ekki við hæfí, að ég, sem embættismaður pólska vamarmálaráðu- neytisins, svaraði spumingum sem þessum um forseta lands míns. Persónulega tel ég þó ekki, að forsetinn hafí sveigt svo mjög af sinni upprunalegu braut, eins og þú gefur í skyn í spumingu þinni. Auðvitað hefur gagnrýni á hann færst í vöxt, því mælir enginn í mót, en er það ekki einmitt einn af kostum lýðræðisins, að mega gagnrýna stjómvöld? Gagnrýnin á forsetann kemur ekki síður frá Pólveijum sjálfum, en utan að. Það er enn mikill flöldi Pólverja, sem tel- ur forsetann vera mikinn leiðtoga, og styður hann af einurð og telja að það sem hann er að gera sé rétt. En það er rétt, að gagnrýni á forsetann hefur færst í vöxt í Póllandi, ekki síst vegna þeirrar gagnrýni, sem hann sætir frá félögum sínum, einnig félögum í pólsku ríkisstjóminni." Antoni Grzedcinski Elez Shiqeruka starfsmaður albanska varnarmálaráðuneytisins Albanía er lýðræðisríki HANN brosir svo breitt og virðist svo ánægður með fyrstu kynnin af lýðræð- ishugsunarhætti Vesturlanda, að hann minnir einna helst á barn, sem er að opna jólapakkana sína. Maðurinn er Elez Shiqemka, leiðbeinandi í deild erlendra tengsla vamarmálaráðuneytis Albaníu. Ég hitti hann á skrif- stofu stúdenta í Marshall Cent- er, því hann hafði fengið vilyrði starfsmanns stúdenta fyrir því að fá að hringja heim til Alban- íu, þar sem hann á konu og lít- inn son. Elez situr spenntur við símann og reynir hvað eftir annað að ná símasambandi, án árangurs, en brosir alltaf jafn- breiðu brosi til mín. Segir mér, að það sé enginn sími heima hjá honum, en hann og kona hans hafí ákveðið að hann hringdi á þessum ákveðna tíma, þar sem hún biði nú eftir hringingu frá honum, í kjörbúðinni á mitt sem leiðbeinandi í vamarmálaráðuneyti Albaníu. Jafnframt vonast ég til þess að verða margs vísari um stjórnmála- kerfi annarra landa og að kynn- ast í þaula skipulaginu, sem liggur að baki lýðræði Vestur- landa, og bera það saman við það kerfi sem við höfum í Alba- níu.“ —Elez segir mér fremur ák- afur, að hann sé ekki kommún- isti oghafi aldrei verið. Hann sé einlægur lýðræðissinni og hann trúi því, að lýðræðislegir stjómarhættir verði allsráðandi í Albaníu, innan tíðar. Ég spyr hann hvort slíkar væntingar Elez Shiqeruka séu raunhæfar, hjá embættismanni lands, sem löngum hafí verið nefnt „Lokaðasta land veraldar". Elez er ekki skemmt, en segir svo: „Land mitt er afar fátækt, sem er afleið- hominu. Elez nær loks sambandi og verður með öllu óskiljanlegur, þegar albanskur orða- flaumur streymir af brosandi vömm hans. Hættir skyndilega að brosa þessu breiða brosi og ég fer að hafa áhyggjur af því að eitthvað sé að. Að samtalinu loknu segir hann mér, að hann hafi bara orðið svo hrygg- ur við það að sonur hans, þriggja ára, fór að gráta þegar hann heyrði rödd hans og vildi að pabbi kæmi heim. Elez fínnst skyndi- lega að þeir flmm mánuðir, sem framundan eru, hljóti að verða óskaplega lengi að líða, en ákveður aftur að verða jákvæður og bros- ið tekur sér fasta búsetu í andliti hans á ný. —Ég spyr Elez hvaða væntingar hann hafi í sambandi við það nám, sem hann hefur nýhafið og að hvaða gagni hann telji að það geti komið honum þegar hann hverf- ur á ný til starfa í Albaníu. „Ég vonast til þess að koma hér á varan- ing þess lokaða kommúnistíska stjómkerfís, sem ríkti hjá okkur áður. í dag er Albanía lýðræðisríki," segir Elez, án þess svo mikið sem blikna. „Við höfum 15 eða 16 stjóm- málaflokka í landinu, mjög mörg dagblöð, þar sem skoðana- og prentfrelsi ræður ríkj- um. Ferðafrelsi ríkir nú í Albaníu, landið er opið og hvers konar einkavæðingu er verið að hrinda í framkvæmd." —Hvað með pólitíska fanga í Albaníu, sem er haldið föngnum vegna skoðana sinna, en ekki vegna glæpa? Hvernig samræmist slíkt því lýðræðislega stjómkerfl, sem þú ert að lýsa í heimalandi þínu? „Það er einfaldlega svo, þegar verið er að hrinda slíkum umbótum í framkvæmd, sem verið er að gera í heimalandi mínu, að þær umbætur falla ekki öllum í geð.“ —En það er ekki lýðræðislegt að fangelsa fólk vegna stjómmálaskoðana, eða hvað? „Nei, en slíkt getur hent um stundarsakir legum tengslum við fulltrúa annarra ríkja, bæði fyrrum Varsjárbandalagsríkja, Sovét- ríkjanna og ekki síst við fulltrúa frá NATO- ríkjunum. Þannig get ég betur annast starf og kannski vegna boðskiptaörðugleika í stjómkerfinu, en ég fullvissa þig um, að með nýjum stjómarháttum í Álbaníu hefur stórdregið úr slíku.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.