Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 32

Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 32
32 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________MINNIMGAR INGVELDUR JÓNSDÓTTIR OG EINAR V. KRISTJÁNSSON + Ingveldur Jóns- dóttir var fædd í Syðri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi 2. júní 1912. Hún and- aðist 9. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Rann- veig Linnet og Jón Sigurðsson. Ing- veldur var elst þriggja barna þeirra sem upp komust. Einar Kristjánsson var fæddur á Minna- Mosfelli í Mos- fellsdal 25. ágúst 1901. Hann andaðist 21. febrúar 1991. For- eldrar hans voru hjónin María Einarsdóttir og Krislján Jóns- son í Forsæti. Einar var næst- elstur sjö barna þeirra sem komust upp. Börn Ingveldar og Einars eru: Magnús Ragnar, f. 1932, maki Gyða Bjömsdóttir; María Kristín, f. 1937, maki Gestur Pálsson; Unnur Mar- grét, f. 1939, maki Karl Stef- ánsson; Rannveig Jóna, f. 1944, maki Guðjón Gestsson; Auð- björg, f. 1948; Inga Jóna, f. 1951, maki Karl Þórarinsson; VIÐ SYSTURNAR eigum Ijúfar minningar um heimsóknir og dvöl okkar hjá ömmu og afa í Vatns- holti. Þráttfyrir stóran bamahóp þeirra, höfðu þau alltaf tíma fyrir bamabömin sem fengu oft að dvelja hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Það var ómetanlegt að kynnast sveitalífinu og fá að taka þátt í störf- um þeirra, hvort sem það var að fara með afa í hænsnahúsið að tína eggin eða hjálpa ömmu við flatköku- baksturinn. Mjög gestkvæmt var hjá ömmu og afa enda heimilið annálað fyrir Kristján, f. 1953, maki Margrét Rögnvaldsdóttir; Sjöfn, f. 1958, maki Þorsteinn Bjarnason. Þrjú börn þeirra létust ung að aldri: María, f. 1934, d. 1936; Jóna Þóra, f. 1942, d. 1948; Jón Þór, f. 1949, lést nokkurra klukku- stunda gamall. Ingveldur og Einar bjuggu nær allan sinn búskap í Vatnsholti í Villinga- holtshreppi, en fluttust að Sel- fossi árið 1990. Afkomendur þeirra eru í dag 62. Ingveldur verður jarðsungin frá Villingaholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. gestrisni og fannst ömmu aldrei nóg komið hvað varðaði mat eða meðlæti er hún bar fyrir gesti sína. Ekki var alltaf mikill tími fyrir tómstundir en aðaláhugamál afa var kveðskapur og kunni hann ógrynni af vísum og ljóðum sem voru lítt þekkt og fáir kunnu. Mest af þessu hafði hann lært ungur að árum og mundi alla tíð. Sjálfur gat hann kastað fram litlum tækifærisstökum og hestavísum, því alla tíð var hann mikill hesta- maður. Amma var hin dæmigerða íslenska húsmóðir, sem lét heimilis- haldið sitja í fyrirrúmi. Ung að árum hafði hún þó farið til Reykjavíkur að læra pijónaskap og hannyrðir. Alla tíð pijónaði amma mikið en síðari árin, eftir að þau hættu búskap, sneri hún sér nær eingöngu að því að pijóna lopapeysur fyrir íslenskan markað sem og aðra sem leituðu til hennar. Við minnumst ömmu sem ákaf- lega hlýrrar og gjafmildrar konu og mátti aldrei halla á neinn án þess að hún tæki hans málstað. Við og fjölskyldur okkar þökkum afa og ömmu samfylgdina og biðj- um þeim guðs blessunar. Það er trú okkar að nú liggi leiðir þeirra saman á ný. Helen, Hulda og Hugrún Svavarsdætur. Amma okkar, Ingveldur Jóns- dóttir, er látin, 82 ára að aldri. Afi okkar, Einar Kristjánsson, lést 1991, þá 89 ára. Við systkinin vild- um minnast þeirra beggja með nokkrum orðum. Brosir minning blið og fógur bemskunnar frá fyrstu tíð ávallt hjartans ástúð þína okkur gafstu fyrr og síð. Heimaranninn hlýjá og bjarta höndin blessuð prýddi þín yfir unnum ævistörfum auðna góðrar konu skín. (Höf. ók.) Afi og amma bjuggu að Vatns- holti í Villingaholtshreppi og stund- uðu þar hefðbundinn búskap fram- an af en síðustu árin eingöngu hænsnarækt. Eftir að þau hættu búskap bjuggu þau nokkur ár í Vatnsholti eða til ársins 1990 er þau fluttu á Selfoss. Þeim varð ell- efu bama auðið og era átta þeirra enn á lífí en afkomendurnir eru nú orðnir 62 talsins. Var mikil sam- heldni í fjölskyldunni og oft glatt á hjalla í eldhúsinu í Vatnsholti 1. Amma og afi voru einstaklega baragóð og undu hag sínum best þegar þau höfðu börnin allt í kring- um sig. Við systkinin áttum því láni að fagna að alast upp í Vatns- holti við hliðina á þeim og njóta þes að vera í daglegum samskiptum við þau. Afi hafði gaman af alls kyns söng og kveðskap, hann orti fer- skeytlur við ýmis tækifæri og tók oft lagið, sérstaklega á sínum yngri árum. Stundum söng hann fyrir okkur, las sögur og kenndi okkur kvæði en hann kunni mikið af þeim. Amma var mikil hannyrðakona og ptjónaði hún mikið. Hún átti pijónavél og tók hún m.a. að sér að pijóna fyrir fólk, en síðustu árin prónaði hún nær eingöngu lopa- peysur og seldi, og var hún iðin við pijónana þar til yfir lauk. Henn- ar aðaláhugamál voru þó börnin og reyndar fjölskyldan öll. Nutum við gjafmildi hennar og góðsemi fram á síðasta dag. Að lokum viljum við þakka þeim samfylgdina og allt það sem þau veittu okkur í gegnum árin. Þakkir okkar ástvinanna orð á vör ei túlkað fá stíga fljótt í himinhæðir helgum bænarvængjum á. Biðjum góðan Guð að launa gæðin öll og ykkar tryggð ástkær minning um ykkur lifir aldrei gleymskuhjúpi skyggð. (Höf. ók.) Hinsta kveðja, Inga, Björn, Einar og Guðrún Lilja Magnúsarbörn. Þrátt fyrir þá vissu að við kveðj- um þennan heim erum við alltaf jafn óviðbúin viðskilnaðinum. Ingveldur Jónsdóttir hafði lifað langa og góða ævi í nær 83 ár. Mig langar til að minnast hennar í fáum orðum. Eg kynntist Ingveldi fyrir örfá- um árum þegar Bjarni unnusti minn kynnti mig fyrir ömmu sinni og þar með eignaðist ég ömmu líka og kallaði hana aldrei annað. Þrátt fyrir mikinn aldursmun okkar urð- um við nánar vinkonur. Nær því daglega kom ég á heimili hennar og þar sátum við og spjölluðum um heima og geima. Hún leiddi mig inn í þann heim sem mér er ókunnugur en fólk hér á íslandi lifði og bjó við á fyrri hluta aldarinnar. Eitt af verkefnum sem ég vann við Fjöl- brautaskóla Suðurlands var að taka viðtal við aldraðan íslending og varð það úr að ég ræddi við ömmu og hennar uppvaxtarár. í Villinga- holtshreppi fæddist hún og bjó þar allan sinn búskap en síðustu æviár- unum eyddi hún á Selfossi þar sem margir af afkomendum hennar búa. Hún ólst ekki upp við alls- nægtir eins og fólk þekkir nú til dags, en þrátt fyrir það var hún sátt við sitt lífshlaup og átti barna- láni að fagna og sagði stundum í gamni að hún væri góð „gæsa- mamma“. Við amma áttum mörg sameigin- leg áhugamál, báðum þótti okkur vænt um dýrin og gætti hún kisunnar Rómu fyrir okkur Bjarna í hálfan vetur og eftir að kisa fór frá henni spurði hún um hana nær daglega. Amma var iðin, henni féll aldrei verk úr hendi, og síðustu árin má segja að hún hafi aldrei sleppt pijónunum og liggja eftir hana margar dýrmætar flíkur sem afkomendur hennar orna sér við í vetrarkuldanum. Eitt sinn er ég fór frá ömmu kvaddi hún mig með þessum orðum: „Nú ætla ég að pijóna leppa í skóna.“ Sýnir það best hvað hugur hennar var bund- inn við handavinnuna. Ég vil þakka ömmu fyrir samfylgdina og upp- fræðsluna sem hún veitti mér. Ég votta aðstandendum hennar mína dýpstu samúð og bið Guð að veita þéim styrk í sorg þeirra. Megi algóður guð blessa minn- inguna um Ingveldi Jónsdóttur. Trúðu á tvennt í heimi, tryggð sem æðsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sálfum þér. (H.P.) Ólöf María Gylfadóttir. + Leó Árnason fæddist 27. júní 1912 í Víkum á Skaga i Austur-Húnavatns- sýslu. Hann lést á laugardag, 11. febr- úar, á Sjúkrahúsi Suðurlands. Leó var sjöundi í hópi tíu systkina, sonur hjón- anna Ama Antons Guðmundssonar, Bjarnasonar bónda í Víkum og Onnu Lilju Tómasdóttur, Mark- ússonar. Leó var tvíkvænt- ur, fyrri kona hans var Valgerð- ur Austmar Sigurðardóttir. Með henni átti hann tvær dætur. Seinni kona hans var Herdís Jónsdóttir og áttu þau sex böm. Leó lauk prófi í húsasmíðum frá Iðnskóla Akureyrar og LÍFSBÓK Leós Ámasonar er nú stöfuð til enda. Hans heita hjarta er hætt að slá. Engu að síður verður hann alltaf jafn snarlifandi í hugskoti þeirra, er þekktu hann. Minningin um Leó er tengd lífs- orku hans — frumkrafti, sem streymdi óbeizlað úr sál hans inn í umhverfið, hvar sem hann fór. Hann var hlýrri og mannlegri persónuleiki en gengur og gerist. Það var sérstök list að vera vinur hans. Það var gott, en vandasamt. Hann fór alltaf sínar eigin leiðir, sem gátu orðið torsóttar. Hann stóð og féll með sínum lífsstíl. Þótt hann bætti við sig árum og lenti í andófi — hremmingum — varðveitti hann alltaf sína sál — varð meistari í þeirri iðn 1943. Leó var mikill at- hafnamaður, var framkvæmda- stjóri verslunar í Reykjavík að Laugavegi 38 og stofnaði prjóna- stofu sem hann rak í í Hveragerði. Hann reisti fjölda húsa, rak ísbúðina Isborg og stofnaði saltfiskverkun á Selfossi. Hann tók sér listamanns- nafnið Ljón norðursins og hélt fjölda sýninga á málverkum sín- um og ljóðum. Eftir hann liggur fjöldi mynda og ljóða. Leó verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. hjartalagið. Hann var listamaður. í honum var engin sýnd eða til- gerð. List hans, ijóðin og málverk- in hans áttu skylt við frumstæða sköpun, þar sem einlægni og trúar- hiti leysast úr læðingi með sprengi- krafti. Leó naut þess eins og barn að vinna að sköpun, fást við list. Persónuleiki Leós var raunar margþættur, en heill í kraftinum. Þessi óbeizlaði náttúrukraftur magnaði víða „með hótelheimsókn- um hér á jörðu“ eins og Kjarval talaði stundum um andagiftina og innblásturinn. Leó lifði með inn- blæstri, sem kom berlegast fram í því, hvemig hann byggði hús — hallir — með yfirskilvitlegum hraða. Hann var byggingarmeist- ari af gamla skólanum. Áður fyrr rak hann fiskverkun á Selfossi, iðnað í Hveragerði, hótel og greiða- sölu og ísbarinn fræga Isborg í Reykjavík. Margir muna þá tíð enn í dag. En alltaf var það listin, sem beið hans á næsta leiti og gagntók hug hans og hjarta, heillaði hann eins og trúarleg reynsla. Kynni af Leó voru orðin löng og gáfu mikið. Guð blessi minningu hans. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. I dag er kvaddur einn litríkasti persónuleiki þessarar aldar, Leó Anton Árnason sem bar lista- mannsnafnið Ljón Norðursins. Leó ólst upp sem sveitadrengur nyrst á Skaga. Foreldrar hans bjuggu góðu búi að Víkum og var faðir hans jafnframt byggingameistari. Móðir Leós var Vatnsdælingur, dóttir Höllu Guðmundsdóttur í Hvammi. Leó minntist ævinlega ástríkis foreldra sinna, þegar þau bar á góma. Leó nam smíðar hjá föður sínum og lagði stund á landbúnaðarfræði við Hólaskóla árið 1932. Hann hélt suður til Keflavíkur á vertíð næsta vetur og þaðan lá leiðin til Ólafs ísleifssonar læknis í Þjórsár- túni, en hjá honum var Leó vor- og sumarmaður. Að þessum sveita- störfum afloknum settist Leó í skóla að Laugarvatni og var þar einn vetur. Þá lá leiðin til höfuð- borgarinnar þar sem Leó fékkst við húsamálun um hríð og blandað- ist í stjómmálaværingar þess tíma. Hann var á sínum tíma einn af forystumönnum ungra sjálfstæðis- manna. Árið 1934 hélt hann norð- ur á ný og lauk iðnskólanámi á Akureyri á einu ári. Leó starfaði lengst af sem bygg- ingameistari og lærðu synir hans af honum. Leó var geysilega ötull athafnamaður og jafnframt hug- myndaríkur. Það liggur því eftir hann frumkvöðulsstarf á ýmsum sviðum. Þar má nefna jafn ólíkar greinar og saltfiskvinnslu, verk- smiðjuunnar ullarvörur og ísfram- leiðsla. Segja má að Leó hafi ís- vélavætt ísland. Á seinni árum helgaði Leó krafta sína listsköpun. Hann hélt málverkasýningar m.a. í Reykja- vík, á Akureyri, Húsavík og Sel- fossi. Leó lagði stund á ljóðlist frá unga aldri og liggur margt eftir hann á því sviði. Ég kynntist Leó ekki fyrr en hann var kominn undir sjötúgt. Vasklegri manni hefi ég ekki mætt. Ljónsmakkinn var farinn að grána, en augun glitruðu svo af bar. Hann var gjarnan uppáklædd- ur líkt og suðrænn greifi, síðhærð- ur, í frakka með veglegan trefil og silfursleginn staf. Ljúfmennsk- an geislaði af þessum litríka manni. Þrjátíu og fimm ára aldursmun- ur spillti ekki fyrir vináttu okkar. Það skipti litlu hvernig á stóð í lífi Leós. Ég gat alltaf sótt til hans gleði, visku og fyrst og síðast hlýju. í Ljósmálinu yrkir Einar Bragi: Það er sorg mín og hamingja að hjartsláttur lífsins heldur fyrir mér vöku. Leó hafði einstaka næmni fyrir hjartslætti lífsins og vökunætur hans urðu margar. Hugsun Leós var fijó og frumleg. Hann var trú- aður á sinn sérstaka hátt sem ein- kenndist af sterku persónulegu sambandi við Guð almáttugan. Leó las að staðaldri í Biblíunni öll þau ár sem ég þekkti hann og var biblíufróður, ekki síst hvað snerti byggingafræði, tímatal og sköp- unarsögu. Hann átti til að spyija: Hversu margar álnir var örkin hans Nóa? Sjálfur hafði Leó á reið- um höndum lengd hennar og breidd upp á þumlung, og gat sagt til um aldur sköpunarverksins upp á dag. Með Ljóni Norðursins er horfinn einn af snillingum þessarar aldar, lífslistamaður sem orti jafnt í at- höfnum sem orði. Leós verður djúpt saknað og lengi minnst af öllum sem honum kynntust. Um leið og Ijónsunginn þakkar fóstra sínum allar góðar stundir, ást og tryggð, votta ég Herdísi og afkomendum öllum innilega sam- úð. Sveinn Rúnar Hauksson. Einn af öðrum hverfa þeir af sjónarsviðinu, sem settu _ svip á bæinn, núna síðast Leó Árnason lífskúnstner eins og Kjarval kallaði það. Sá einn er lífskúnstner sem fram í andlátið gefst aldrei upp, en heldur áfram við einhveija skemmtilega iðju meðan kraftar endast. Þannig var Leó. Hann orti, mál- aði og bara var til, manni þótti vænt um hann, jafnvel þó maður þekkti hann lítið. Sumir eru þann- ig að í rauninni þekkir þá enginn, þeir eru bara eitthvað óskilgreint. Leó byggði hús, verkaði fisk hér langt inn í landi löngu áður en nokkrum öðrum datt það í hug. Hann innréttaði Selfossbíó á sín- um tíma en þar var danssalur og pláss fyrir borð beggja vegna salarins og þar voru leiksýningar og bíó. Allt samræmdist þetta vel og var höfundi sínum til sóma. Hins vegar var Leó fyrir mér fyrst og fremst pabbi hennar Mar- íu Leósdóttur sem núna er á lista til Alþingiskosninga. Mér er minnisstætt þegar Leó var með ísborg í Austurstræti. Hann minnti helst á heldri mann í öllu fasi og klæðaburð. Þannig verður hans minnst. _ Ásta Benjaminsdóttir. LEÓ ÁRNASON FRÁ VÍKUM ( ( I ( 4 d ( ( ( ( ( i ( ( ( ( i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.