Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Anna Hjartar-
dóttir fæddist á
Hanhóli i Bolungar-
vík hinn 26. maí
1935. Hún lést á
Fj órðungssj úkra-
húsinu á Isafirði 8.
febrúar sl. Foreldr-
ar hennar voru
Arndís Jónasdóttir
f. 19. maí 1904, dáin
30. des. 1947 og
Hjörtur Sturlaugs-
son, f. 7. apríl 1905,
dáinn 30. júlí 1985.
Anna átti þijú al-
systkini, þau
Sverri, f. 16. maí
1931, Bemharð, f. 10. maí 1932
og Hjördísi, f. 12. maí 1939.
Hjörtur kvæntist Guðrúnu Guð-
mundsóttur 1950 og eignaðist
með henni þrjú böm, þau Amd-
ísi, f. 16. nóv. 1950, Einar, f.
18. maí 1953 og Guðbjörgu, f.
29. mars 1955. Guðrún var
í DAG kveðjum við Hlífarkonur eina
af okkar tryggustu og duglegustu
félagskonu, en fyrir viku kvöddum
við einnig ástsæla félagskonu, svil-
konu hennar, Guðrúnu Ásgeirsdótt-
ur, sem vann mikið fyrir félagið allt
fram á síðasta dag. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Við kveðjum Önnu Hjartar með
söknuði og finnum til vanmáttar,
hvers vegna var röðin komin að
henni? Með óbilandi vilja og dugnaði
barðist hún við ólæknandi sjúkdóm
sl. tvö ár. Við lifðum alltaf í voninni
að hún næði sér en því miður, stað-
reyndin lá fyrir. I síðustu heimsókn
minni til hennar var hún að spyija
eftir hvemig gengi með samsætið
okkar, því alltaf var hugur hennar
hjá okkur. Hennar síðasta starf með
okkur var í nóv. sl. við hlutaveltuna,
en þá var hún sæl og ánægð eftir
velhéppnaða ferð með vini sínum til
Madeira.
Þegar svona stórt skarð er höggv-
ið í raðir okkar litla félags stöndum
við sem eftir erum ráðþrota og ligg-
ur við að okkur fínnist að starfí
okkar sé einnig lokið. En nú þessa
dagana erum við einmitt að vinna
að okkar árlega stóra verkefni,
„Hlífarsamsætinu" og er það okkur
hvatning að minnast Ónnu og vinna
í hennar anda við það starf. En það
er þá sem við söknum Önnu okkar
hvað mest. Hún var áhaldavörður
okkar og sá til þess að allir okkar
hlutir væru komnir á réttan stað
fyrir réttan tíma. Þar naut hún
dyggrar aðstoðar sona sinna og vina
þeirra, skátanna, sem stóðu henni
hvað næst.
í gegnum tíðina hefur Málara-
blokkin, eins og við köllum það, ver-
ið miðstöð okkar Hlífarkvenna, þar
sem þijár félagskonur bjuggu og
þeir bræður aðstoðuðu þær eftir
bestu getu.
Anna gekk ung til liðs við Kven-
félagið Hlíf og lét af stjómarstörfum
eftir margra ára setu vorið 1994.
Anna var gift Sigurði Guðmunds-
syni málarameistara sem lést fyrir
■tíu árum. Þau eignuðust þijá syni,
Hjört, Pétur og Gunnar Þór. Pétur
er giftur Kristínu Böðvarsdóttur og
eiga þau tvo drengi, augasteina
ömmu sinnar, þá Sigurð og Svein-
bjöm.
Félagskonur í Kvenfélaginu Hlíf
þakka Önnu af alhug allt hennar
starf við félagið og votta aðstand-
endum hennar dýpstu samúð. Bless-
uð sé minning hennar.
Krisljana Sigurðardóttir.
Hjónin Guðmundur Sæmundsson
-og Margrét Pétursdóttir, tengdafor-
eldrar Önnu, byggðu ásamt sonum
sínum Kjartani, Níelsi og Sigurði,
húsið Aðalstræti 17 og 19 á ísafírði.
Var það bæði atvinnu- og íbúðarhús-
næði. Sæmundur yngstur þeirra
bræðra var þá unglingur.
Um 1954 hefst flutningur fjöl-
skyldnanna úr Tangagötu 17 í nýja
■»húsið sem þá átti langt í land að
ekkja þegar hún
giftist Hirti og átti
þijá syni, þá Sva-
var, Kristján og
Guðmund.
Árið 1955 giftist
Anna Sigurði Ás-
geiri Guðmunds-
syni, málarameist-
ara á ísafirði, f. 3.
feb. 1935, dáinn 15.
des. 1984. Synir
Önnu og Sigurðar
eru: Hjörtur Arnar,
f. 6. júlí 1957, bú-
settur á Isafirði,
Pétur Sigurgeir, f.
28. desember 1958,
búsettur á ísafirði. Eiginkona
hans er Kristín Böðvarsdóttir
og eiga þau tvo syni, Sigurð,
f. 6. nóv. 1984 og Sveinbjöm,
f. 30. nóv. 1988. Gunnar Þór,
f. 16. jan. 1964, búsettur á
ísafirði. Útför Önnu fer fram
frá ísafjarðarkapellu í dag.
verða fullbyggt en með einstakri
samheldni og samvinnu tókst að
vinna þá þrekraun. Árið 1955 giftist
Anna Hjartardóttir föðurbróður mín:
um Sigurði.
Hún bar með sér ferskan blæ í
húsið. Hún var bæði röskleg og
dugnaðarleg í allri framgöngu, mót-
uð af uppeldi sínu í Fagrahvammi í
Skutulsfírði þar sem myndarbragur
var bæði yfír búi og heimilisfólki.
Það var góður fengur að fá Önnu í
okkar raðir, einkum þegar kom að
heyskap í Fremri-Arnardal. Þar nutu
sín starfskraftar Önnu vel. Guð-
mundur og Margrét dvöldu þar yfír
sumartímann með elstu barnabömin
en tengdadætumar komu svo um
hádegisbilið með yngstu bömin til
að taka þátt í heyskapnum. Síðan
tók við sláturtíð og kartöfluupp-
skera. Á þessum sviðum kunni Anna
sannarlega vel til verka og var þar
að auki mikill og góður bflstjóri svo
aðdáunarvert var. Anna var ekki
bara hamhleypa til vinnu, hún var
okkur öllum, einkum og sér í lagi
svilkonum sínum, traust vinkona og
léttur og kátur félagi. Anna varð
ekkja árið 1984.
Síðar var gott að sjá hana eign-
ast vin í Gunnari Guðbjömssyni, sjá
hana njóta lífsins, fara á skíði, ferð-
ast, en tíminn var naumt skammt-
aður. Það var gott að vita hana eiga
stuðning Gunnars og hans fólks í
veikindunum.
Stolt Önnu vom synimir, Hjörtur,
Pétur, Gunnar Þór og tengdadóttirin
Kristín en barnabörnin vom gleði
hennar og augasteinar.
Nú er skammt stórra högga á
milli og tómahljóð í stóra húsinu við
Aðalstrætið, þegar svilkonurnar
Guðrún Ásgeirsdóttir og Anna
Hjartardóttir kvöddu lífíð báðar í
sömu vikunni. Eftir sitjum við með
söknuð í hjarta en góðar minningar
um tvær góðar konur.
Sigríður Níelsdóttir.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logar skæra
sem skamma stund oss gladdi
það keikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósiö bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(F.G.Þ.)
Eg vil með fáum orðum minnast
góðrar vinkonu minnar, Önnu Hjart-
ardóttur, er lést á Sjúkrahúsi ísa-
fjarðar hinn 8. febrúar sl. eftir erfíð
veikindi, sem hún barðist við með
miklum viljastyrk og dugnaði en
varð að lokum að lúta í lægra haldi.
MINNINGAR
Ég kynntist Önnu fyrst er við
unnum saman á Sjúkrahúsinu á
ísafírði og tókst með okkur mikil
vinátta. Anna var sannur vinur vina
sinna og því fékk ég að kynnast.
Það sem einkenndi Önnu helst var
hjartahlýja, jákvæðni, bjartsýni og
dugnaður, sem gerði það að verkum
að fólki fannst gott að vera nálægt
henni.
Elsku Anna, ég vil þakka þér all-
ar góðar stundir, sem við höfum átt
saman. Minninguna um þig eigum
við öll í hjarta okkar og getum yljað
okkur við.
Elsku Gunnar, Pétur, Hjörtur,
Gunnar Þór, Kristín, Hiddi, Svein-
björn og aðrir ástvinir Önnu. Megi
góður Guð styrkja ykkur í sorginni.
Ágústa.
Elskuleg æskuvinkona mín er látin
eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm
sem gerði vart við sig fyrir tæpum
tveimur árum.
Aldrei heyrði ég hana kvarta og
hún bar sig svo vel að hver sem til
hennar kom, fór bjartsýnni til baka.
Síðasta símtalið sem ég átti við hana
var einni og hálfri viku áður en hún
dó og þá viðurkenndi hún að ég
sækti ekki nógu vel að sér, því að
hún væri svo máttlaus og ýmis önn-
ur vanlíðan kom í ljós þegar ég spurði
hana beint. Að loknu því símtali ótt-
aðist ég að nú hefði ég ekki tæki-
færi til að tala við hana oftar, þar
sem fjarlægðin á milli okkar var of
mikil til þess að ég gæti heimsótt
hana. Hún gat ekki lengur dulið
hversu mikið hún var veik, en bjart-
sýni hennar og baráttuþrek var búið
að vera svo ótrúlega mikið.
Það lýsir henni vel að þó hún
væri orðin dauðsjúk, hélt hún áfram
að hugsa um að gera öðrum lífið sem
léttast, því að nokkrum dögum fyrir
andlátið bar hún fram þær óskir að
minningarathöfn um hana yrði hald-
in í Reykjavík svo að nánir ættingjar
hennar og vinir búsettir þar þyrftu
ekki að fara í vályndu vetrarveðri til
Isafjarðar til að vera við jarðarför
hennar.
Við Anna kynntumst þegar við
vorum átta ára og minnist ég þess
ekki að nokkum tíma hafí fallið
skuggi á vináttu okkar í þau rúmlega
50 ár sem liðin eru. Við vorum sam-
an í bamaskóla og lékum okkur mik-
ið saman því stutt var á milli bæja
og mikill vinskapur á milli foreldra
okkar.
Sumarkvöldin frá þeim árum þeg-
ar við lékum okkur við að sjóða ra-
barbaragraut á hlóðum í búinu okk-
ar, sem var miðja vegu milli heimila
okkar, alls kyns felu- og hlaupaleikir
með fleiri krökkum, hjólreiðatúrar,
stjömubjört vetrarsíðdegin á skíðum,
allar þessar yndislegu minningar eru
tengdar samvistum við mína góðu
og tryggu vinkonu.
Anna missti móður sína skyndi-
lega á milli jóla og nýárs þegar við
vorum 12 ára, þá kynntist ég vel
kjarki hennar og æðmleysi og hvem-
ig hún axlaði ábyrgð með föður sín-
um á búsýslu með skólavinnunni.
Systir hennar Hjördís var fjórum
árum yngri og varð móðurmissirinn
til þess að tengja þær þéttum systra-
og vináttuböndum, sem alla tíð hafa
haldist eins og best er á kosið.
Nábýli okkar Önnu lauk þegar við
vomm 16 ára því þá flutti ég til
Reykjavíkur, en áfram hélst vinskap-
urinn og við heimsóttum hvor aðra
eftir að við stofnuðum heimili, hún
á ísafirði og ég í Reykjavík.
Anna giftist Sigurði Guðmunds-
syni málarameistara og eignuðust
þau þijá syni, Hjört, Pétur og Gunn-
ar Þór. Ég minnist þess hve gott var
að koma á heimili Önnu og Hidda
þar sem ríkti samheldni, góðlátleg
kímni og mikil greiðvikni við alla sem
einhvers þurftu með hvort sem það
var í smáu eða stóm. Það var alla
tíð gestkvæmt hjá Önnu, og aldrei
vora svo margir gestir að hún fyndi
ekki pláss á heimili sínu fyrir fleiri.
Hún hafði einstakt lag á því að láta
gesti sína fínna að það væri henni
engin fyrirhöfn að hýsa fólk í upp-
búnum rúmum og dekka veisluborð
í marga daga. Synimir em allir bú-
settur á ísafirði þar sem Hjörtur og
Gunnar nota frístundir sínar til nátt-
úmskoðunar upp um fjöll og fímindi
um leið og þeir þjálfa sig til starfa
með hjálparsveit skáta, en Pétur
kynnist ölduhæð sjávarins á meðan
eiginkonan, hún Kristín, gætir bús
og bama og var tengdamóður sinni
sem besta dóttir.
Anna bar mikið verðskuldað traust
til sonanna sinna og tengdadóttur
og litlu sonarsynimir vora sólargeisl-
ar á heimili ömmu sinnar, enda nut-
um við þess vinkonurnar að hlusta
á frásagnir hvor annarrar um barna-
bömin okkar.
Ekki veit ég betri ferðafélaga en
Önnu, hún var mikill náttúmunnandi
og hafði glöggt auga fyrir töfmm
íslenskrar náttúm við mismunandi
veðurfar.. Við hjónin fengum hana
með okkur bæði til Aðalvíkur og í
Landmannalaugar eftir að hún missti
eiginmann sinn, en hann varð bráð-
kvaddur rétt fyrir jólin fyrirtíu ámm.
Þá eins og fyrr kom fram æðm-
leysi, geðprýði og kjarkur minnar
góðu vinkonu.
Nokkmm ámm síðar hittust ferm-
ingarsystkini okkar á ísafirði, og upp
frá þeim endurfundum tókst náinn
vinskapur milli Önnu og skólabróður
okkar, Gunnars Guðbjömssonar, sem
orðinn var ekkjumaður. Árin þar á
eftir vom góð, Gunnar og Anna fóm
saman í skíðaferðir til útlanda, óku
saman um landið og ferðir milli ísa-
fjarðar og Reykjavíkur öðluðust nýj-
an tilgang. En fljótt skipast veður í
lofti, Anna greindist með hættulegan
sjúkdóm og þá sem endranær var
ómetanlegt að eiga góðan vin sem
gerði allt sem hægt var til að létta
sjúkdómsbyrðina. Húsbíll var útbú-
inn því að þannig var auðveldara
fyrir kjarkmiklu vinkonuna að ferð-
ast um landið þegar hlé vora á lækn-
ismeðferð og öll emm við þakklát
fyrir utanlandsferðina sem þau fóm
saman í september sl. þar sem Anna
kom brún og frískleg til baka og
hafði orð á því hve vel sér hefði liðið
í ferðinni. Bjartsýnin ríkti skamma
stund því brátt syrti í álinn, sjúkdóm-
urinn ágerðist hratt og ekki varð við
neitt ráðið.
Við Jón þökkum Önnu fyrir allar
samvemstundirnar og vottum öllum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Matthildur Guðmundsdóttir.
Hún Anna Hjartar er dáin, farin
yfír móðuna miklu.
Baráttu hennar við erfiðan sjúk-
dóm er lokið. Baráttu sem hún vildi
svo gjarnan sigra og fá að vera dálít-
ið lengur meðal þeirra er henni þótti
vænt um. En tími okkar hér á jörðu
er naumt skammtaður. Það er annar
okkur æðri sem ákveður hvenær
hann rennur út.
Hún Anna mín, sem var alltaf svo
hraust og dugleg, er farin. Það er
erfítt að sætta sig við það og sárt
að hugsa til þess að eiga aldrei aftur
eftir að hitta hana og eyða með henni
dagstund.
Við vomm búnar að vera vinir
lengi. Hún var frekar seintekin en
öllum öðram tryggari og áreiðan-
legri. Henni Önnu líkaði enginn los-
arabragur á hlutunum. Anna gerði
miklar kröfur til sjálfrar sín og hafði
góðan sjálfsaga en hún var líka hlý
og gat verið bæði kát og skemmti-
leg. Engan betri hlustanda þekkti
ég en Önnu, sérstaklega þegar á
bjátaði.
Mig langar að þakka Önnu fyrir
langa og trygga vináttu og allar þær
fjölmörgu ánægjustundir sem við
áttum saman. Bæði sem ungar konur
og einnig núna síðustu tvö árin sem
hún var veik. Vegna veikinda sinna
þurfti hún oft að vera hér sunnan-
lands. Því gáfust fleiri tækifæri til
samvemstunda, sem flestar vom
ánægjulegar, þó líðan hennar væri
ekki alltaf sem best.
Ég bið Guð að geyma mína elsku-
legu vinkonu og gefa sálu hennar
frið. Sonum hennar, tengdadóttur,
sonarsonum og Gunnari votta ég
mína dýpstu samúð og bið Guð að
blessa þau öll.
Sólveig Sörensen.
Okkur langar til að minnast kærr-
ar starfssystur okkar á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Isafírði, Önnu Hjart-
ardóttur, sem lést langt um aldur
fram 8. febrúar sl. eftir erfíð veik-
indi. Anna vann á legudeild FSÍ í
yfír 20 ár við hjúkran og umönnun
sjúkra. Samstarfsfólk hennar og
skjólstæðingar minnast ljúfmennsku
ANNA
HJARTARDÓTTIR
hennar með söknuði og þökk.
Mannkostir Önnu nýttust henni
einstaklega vel í starfí. Hún var lífs-
glöð að eðlisfari og mannblendin og
skipti sjaldan skapi. Á sinn rólega
og yfírvegaða hátt gat hún samt
verið föst fyrir og sagt sína meiningu
svo eftir var tekið. Hún var lagin við
að hjálpa sjúklingunum að sjá hið
jákvæða í lífinu og vekja með þeim
þá von sem er nauðsynleg í hverri
raun. í Önnu birtust fegurstu eigin-
leikar þess sem hjúkrar. Það er ekki
öllum gefíð. Hún var ósérhlífin við
vinnu, verklagin og harðdugleg.
Sjúkrahús er vinnustaður sem
reynir mjög á þolrif starfsmanna og
þjappar þeim saman. Vinnufélagi
eins og Ánna verður því fljótt kær
vinur, sem gott er að leita til og
sækja styrk hjá. Nýliðar í starfí áttu
hauk í homi þar sem Anna var. Með
léttri lund, þolinmæði og hvatningu
hreif hún þá með sér, leiðbeindi og
hjálpaði að aðlagast nýjum vinnu-
stað.
Anna var gift Sigurði Guðmunds-
syni, málarameistara. Hann félj frá
fyrir allnokkmm áram og var Önnu
harmdauði. Þau eignuðust þijá syni,
Hjört, Pétur og Gunnar. Á milli Önnu
og tengdadóttur hennar, Kristínar
Böðvarsdóttur, vom miklir kærleik-
ar. Litlu ömmustrákamir, Sigurður
og Sveinbjöm Péturssynir, skipuðu
stóran sess í lífí Önnu og vom henni
ákaflega dýrmætir. Skein stoltið af
Önnu þegar á þá var minnst. Var
yndislegt að sjá þá koma og hlaupa
upp um hálsinn á henni. Fyrir þá er
missirinn mikill, minningin um horfn-
ar samvemstundir þeim mun fegurri.
Fyrir tæpum tveimur ámm greind-
ist Ánna með illkynja sjúkdóm. Tók
hún því mikla áfalli með stillingu og
yfírvegun. Hún glímdi við hann og
erfiða læknismeðferð af miklum innri
krafti og þrautseigju. Þegar hún var
komin i sjúklingshlutverkið reyndi
hún eftir megni að gera okkur vinnu-
félögunum léttbærara að hjúkra
henni með æðruleysi sínu og léttri
lund.
Við hlið hennar í baráttunni stóð
samhent fjölskylda sem umvafði
hana ást og hlýju. Þar á meðal var
ástkær vinur hennar, Gunnar Guð-
bjömsson, sem gerði allt sem í hans
valdi stóð til að gera henni lífíð létt-
ara. Þau tvö ferðuðust mikið og veitti
það þeim mikla ánægju, þann allt
of stutta tíma sem þau áttu saman.
Um leið og við kveðjum okkar
kæru Önnu, þökkum við henni fyrir
áratuga samstarf og vináttu og biðj-
um henni Guðs blessunar í betri
heimi. Við sendum Gunnari og öllum
ættingjum Önnu okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Megi minningin um
yndislega konu sefa sárasta söknuð-
inn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Starfsfólk FSÍ.
Við kveðjum hana Önnu í dag.
Eftir hetjulega baráttu beið hún ósig-
ur, en lengi vel trúði ég að hún
mundi bera sigurorð af veikindum
sínum.
Ávallt mun ég minnast Önnu með
hlýhug, á unglingsárunum var hún
mér bæði sem systir og fóstra.
Það vom margir sem nutu gest-
risni þeirra Önnu og Hidda í Aðal-
stræti 19, ýmist sem dvalargestir,
leigjendur, eða til þess að þiggja
kaffíbolla. Anna tranaði sér ekki
fram, en fékk sínu framgengt í orði
og verki á mjúkan og ákveðinn hátt,
þannig að unglingum var ljúft að
hlíta leiðsögn hennar.
Það er margs að minnast, t.d. úr
sveitinni í gamla daga, þegar Anna
kom á Austin-vörubílnum sem þau
áttu hjónin, að flytja hey eða annan
vaming.
Hún hefur sennilega verið eina
konan á ísafírði á þeim tíma sem
ók vömbfl, en það þótti sjálfsagt að
hún gerði það eins og annað.
Það sem einkenndi Önnu alla tíð
var kjarkur, glettni og umburðar-
lyndi, þetta em verðmætir eiginleikar
í einni manneskju.
Ég þakka fyrir allt.
Guðmundur Einarsson.