Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Framandi ávextir
Mikið ber á svokölluðum framandi áxöxtum í
ávaxtahillum verslana. Fáir kaupa þá og er
ástæðan vafalaust sú, að fólk þekkir þá ekki
og þeir eru mjög dýrir. Kristín Gestsdóttir
leiðbeinir okkur um notkun ávaxtanna og
segir okkur frá þeim.
ARIÐ 1984 barst í hendur
mínar dönsk þýskættuð
bók, sem ber heitið „Alt
om eksotiske frugter og gronsa-
ger (Allt um framandi ávexti og
grænmeti). Mér fannst mikill
fengur í þessari bók og hefi lært
mikið af henni. Allir ávextir í
henni fást nú hérlendis. Fremst
í bókinni er fjallað um kívi, sem
varla telst til framandi ávaxta
lengur en síðan koma kaflar með
25 tegundum ávaxta sem þó ekki
allar teljast til hinna framandi.
Hér verður þó stiklað á stóru,
aðeins fjallað um þijár, vonandi
gefst tækifæri til að líta á hinar
síðar.
Fyrst á dagskrá er GRANAT-
EPLI, sem ég minnist frá
Grimms-ævíntýrum bernsku
minnar sem eitthvað stórkostlegt,
fullt af kærleika og fegurð. Eg
hefi mikið dálæti á granateplum
og strái fræunum oft út á salatið
mitt, en það er einkar ljúffengt.
Uppruni granateplis er Afghan-
istan og íran, myndir frá því
2.500 árum f.Kr. sýna að Fönikíu-
menn, Egyptar og gyðingar töldu
það heilagt og blóm þess hafa
verið talin tákn ástarinnar, en
ávöxturinn og hin fjölmörgu fræ
voru talin imynd fijóseminnar.
Vandi er að ná fræjunum úr
ávextinum. Best er að stinga
nokkur göt á hinn harða börk og
bijóta síðan granateplið í sundur.
Siðan eru ljósu, hörðu himnurnar
brotnar hver frá annarri og stein-
amir hristir úr. Himnumar em
óætar. En það er nauðsynlegt að
fara svolítið varlega þar sem litur
í safa granateplisins þvæst ekki
auðveldlega úr fötum. í Austur-
lenskum teppum er safínn notað-
ur til litunar af þvi að liturinn er
svo fastur. Grenadinesafí, sem er
mikið notaður í drykki, er búinn
til úr granateplum.
Næst á dagskrá er ÁSTRÍÐU-
ALDIN eða Grenadil, hið ljóta
dökk-brúngræna aldin með
grænu aldinkjöti og skorpnum
berki, þegar við fáum það. Það
er með mörgum steinum eins og
granateplið en miklu minna. Það
er uppmnnið í Brasilíu, en er nú
ræktað víða um suðlæg lönd, svo
sem í Asíu og Afríku, Kaliforníu,
Hawaii og Nýja-Sjálandi. Yfírleitt
er lítið annað gert við ástríðu-
ávöxt en að skera hann í tvennt
og skafa upp úr honum með te-
skeið og borða hann þannig eða
setja saman við aðra ávexti í -
ábætisrétti og salöt. Hann hefur
mjög ljúft bragð og sérstæðan
framandi ilm. Hann er mjög góð-
ur með ís, ijóma, sýrðum tjóma
og jógúrt.
Loks er það LYTCHEE, sem
ég vil kalla EÐALBER, enda tal-
ið hið eðlasta allra ávaxta í Kína,
þar sem það hefur verið ræktað
um aldaraðir. Nú em eðalber líka
ræktuð í öðmm Asíulöndum, Afr-
íku og Ástralíu. Ávextirnir vaxa
margir saman í knippi, allt að 30
á litlum tijám eða mnnum. Þetta
er mjög sérstætt aldin með rauða
harða, hmfótta skel og stóran
stein. Aldinkjötið er hvítt, gljándi
og hálfgegnsætt, mjög ilmmikið
og með ljúft kryddbragð, en er
þó örlítið væmið. Fersk eðalber
em afar dýr, enda langt að kom-
in og viðkvæm í flutningi, en þau
em mun ljúffengari en hin niður-
soðnu, sem fást oftast.
Jöklasalat (iceberg)
með gúrkum og
granateplum
] meðalstór jöklasalatshaus
'Ameðalstór gúrka
2 granatepli
’/idl matarolía
safi úr Visítrónu
2 tsk. þunnt hunang
salt milli fingurgómanna
1. Setjið matarolíu, sítrónus-
afa, hunang og salt í hristiglas
og hristið vel saman. Safínn á
að þykkna.
2. Þvoið jöklasalatið, rífíð niður
í bita, afhýðið gúrkuna og skerið
í sneiðar með ostaskera. Setjið í
skál.
3. Setjið það sem er í hristiglas-
inu yfír og blandið saman við
með tveimur göfflum.
4. Takið steinana úr granatepl-
unum (sjá hér framar í þættinum)
stráið yfir salatið í skálinni.
Ástríðualdin og
bananar m/rjóma
3 óstríðualdin
3 litlir vel þroskaðir bananar
1 peli rjómi
20 g rjómaostur
3 smókökur eða kex
1. Skerið ástríðualdinin í
tvennt, skafíð innan úr þeim og
setjið í skál. Meijið tvo banana
með gaffli, blandið varlega saman
við svo að bananarnir verði ekki
seigir.
2. Hitið ijómaostinn örlítið, t.d.
í örbylgjuofni. Þeytið ijómann og
setjið mjúkan ijómaostinn saman
við. Blandið saman við ávaxta-
blönduna. Skerið einn banana í
tvennt langsum og síðan í snéið-
ar. Blandið saman við. Skiptið í
3 skálar eða glös, stingið smá-
köku eða kexi í glasið.
Eðalber (Lychee)
með gráðaosti
______12-I5ferskeóalber_______
________50 g gróðaostur_______
20 g rjómaostur
nokkur korn rósapipar
1. Afhýðið eðalberin, stingið
úr þeim steininn, en gætið þess
að skemma ekki aldinkjötið.
2. Setjið gráðaost og ijómaost
í hrærivélarskál og hrærið vel
saman. Sprautið síðan ostinum
inn í eðalberin. Látið þau standa
upp á endann og hafið kúf á.
Stráið 2-3 kornum af rósapipar í
toppinn.
Athugið: Nota má niðursoðin
eðalber.
IDAG
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
JÓNAS P. Erlingsson hélt
á ÁDG842 í trompi á eftir
sagnhafa, en lét á móti sér
að dobla. Það var ekki af
kurteisi gagnvart Ritu
Shugart, sem hélt um
stjómvölinn, heldur vildi
hann ekki reka andsæð-
ingana í annan og betri
tromplit.
Suður gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ KD95
f K5
♦ G742
♦ G73
Vestur
4> 108
f ÁDG842
♦ KD865
♦ -
Austur
♦ 7643
f ■
♦ 1093
♦ KD10942
Suður
♦ ÁG2
f 109763
♦ Á
♦ Á865
Spilið er frá síðustu
umferð Flugleiðamótsisn
milli sveita Ritu Shugart
og Noregs — íslands. Jón-
as og Sverrir Ármannsson
voru í AV, en Robson og
Shugart í NS. Sagnir
gengu:
Vestur Norður Austur Suður
J.P.R. A.R. S.Á. R.S.
1 hjarta
Pass 1 spaði 2 lauf 2 spaðar
Pass Pass 3 lauf pass
Pass Pass 3 hjörtu Pass Pass
Jónas kom út með tígui-
kóng og Shugart spilaði
strax hjarta á kónginn.
Þegar legan kom í ljós,
sneri hún sér að spaðan-
um. Jónas trompaði þann
þriðja, tók öll trompin og
spilaði sagnhafa inn á
hjartatíu. Þrír niður, eða
300.
En hvemig hefðu þrír
spaðar farið? Austur kæmi
út með laufkóng og vestur
myndi trompa ásinn. Síðan
kæmi hjartaás og hjarta,
sem austur trompaði.
Laufdrottning og lauf-
stunga væru næst á dag-
skrá, en fleiri yrðu slagir
vamarinnar ekki, því
sagnhafí á nógu góðan
spaða til að víxltrompa upp
í átta slagi. Niðurstaðan
hefði orðið einn niður, eða
200, svo Jónas uppskar
100 af hógværðinni.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Begga og Fúsi giftu sig
SOFFÍA Þorvaldsdóttir á
Akureyri hringdi og
sagðist hafa fengið sent
í pósti mynd af brúðhjón-
unum Beggu og Fúsa
sem líklega hafa gift sig
á síðasta ári. Myndin var
stfluð á Soffíu Þorvalds-
dóttur, Austurbrún 2, en
líklega hefur pósturinn
Tapað/fundið
Lúffur töpuðust
GRÆNAR barnalúffur
töpuðust á leið frá
Grænuhlíð að Drápuhlíð,
14. febrúar.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 27958.
Kross fannst
GYLLTUR kross með
hamraðri áferð sem á
vantar keðjuna fannst í
Austurstræti fyrir u.þ.b.
ekki fundið neina Soffíu
á því heimilisfangi, því
þetta bréf er búið að
þvælast alla leið til Akur-
eyrar á mitt nafn. Þeir
sem kannast við þessa
mynd og nöfn eru vin-
samlega beðnir að
hringja í Soffíu í síma
2327.
mánuði síðan. Eigandinn
fær krossinn afhentan
ef hann getur sagt til um
áletrun sem á honum er.
Upplýsingar í sima
623275.
Gæludýr
Páfagaukur
fannst
LÍTILL hvítur og blár
páfagaukur fannst í
Starrahólum sl. miðviku-
dag. Upplýsingar í síma
77643.
Meö morgunkaffinu
Ást er ...
• ■ ■ að fá fimm
stjömumeðferð.
TM Ftog. U.S. Pat. OH. — all rlghta resorv®d
(c) 1996 Loa Angate* Tlmos Syndicato
ÉG hlakka til að eiga
fund með þessum um-
hverfisvæna arkitekt sem
hannaði völlinn.
ENGIR peningar, engin
vinna og engar framtíð-
aráætlanir. Hvernig á
hún að sjá fyrir þér,
drengur minn?
skipta um linsu í vélinni?
SKAK
Umsjón Margelr
Pétursson
ÞAÐ LEIÐ heil vika af
Ólympíumótinu í Moskvu
án þess að Gary Kasparov
(2.805) tækist að
vinna skák. Það var
ekki fyrr en í sjöundu
umferð að hann hafði
hvítt og átti leik gegn
Frakkanum Joel
Lautier (2.655) í
þessari stöðu. Svartur
lék síðast 27. - Hf8-
g8-
Sjá stöðumynd
28. Rg4! og Lautier
gafst upp. Eftir 28. -
Hxg5 29. Rxe5 -
Hxh5 30. Hd8+ - Rg8 31.
Rxf7 er hann mát. Eftir
þetta gekk Kasparov allt í
haginn. Rússar mörðu sigur
á mótinu og sömuleiðis
óvænt kosningabandalag
hans og Campomanesar á
FIDE-þinginu.
Ótrúleg lágkúra réð ríkj-
um í Moskvu. Versta dæm-
ið var af úthlutun borða-
verðlauna, en útreikningur
á árangri einstakra kepp-
enda var meira og minna
vitlaus. Þannig náði ungi
velski skákmaðurinn Leig-
hton Wiliiams bestum ár-
angri á fímmta borði, en
ekkert var minnst á hann
við verðlaunaafhendinguna.
Það er nógu slæmt út af
fyrir sig en það bætist ofan
á að Walesbúinn ungi er
haldinn ólæknandi sjúk-
dómi og á skammt ólifað.
Aulaháttur rússnesku skák-
stjóranna rændi hann hans
stærstu stund og er þetta
Alþjóðaskáksambandinu
FIDE til ævarandi skamm-
ar.
Það kom í hlut Skáksam-
bandanna á Bretlandseyj-
um að bæta úr. Á Hastings-
mótinu um áramótin fékk
Williams gullverðlaun sín
afhent við hátíðlega athöfn.
Víkverji skrifar...
ORRAÞRÆLL heitir dagur-
inn í dag og er það síðasti
dagur Þorra. I Sögu daganna seg-
ir að þetta sé viss „feginsdagur“,
þar sem þá er harðasti mánuðurinn
að baki. jafnvel að þá skuli þorri
rekinn á dyr.
Viss gamansemi var varðandi
þorraþræl og virðist þó bundin við
austanvert landið frá Jökuldal til
Öræfasveitar. Sjö heimildarmenn
nefna að þorraþræll sé ýmist til-
einkaður piparsveinum, mönnum
í óvígðri sambúð, fráskildum
mönnum ellegar þeim, sem höfðu
átt barn í lausaleik eða tekið fram-
hjá konu sinni.
XXX
GÓA hefst á morgun, sunnu-
dag, og nefnist fýrsti dagur
þessa næstsíðasta mánuðar vetrar
„konudagur". Góa er persónugerð:
ur vetrarvættur, dóttir Þorra. í
gamalli þjóðtrú skipti góuveðrið
nokkru máli, sumarið átti að verða
gott, ef fyrstu dagar góu voru
stormasamir og veður þá vont.
Fram undir miðja öldina komst
sá siður á að menn gæfu konum
sínum blóm á fyrsta degi góu,
konudaginn, en heldur var minna
um það að fornu að menn héldu
upp á góuna í mat og segir Árni
Björnsson í bók sinni, að líklegast
valdi þar nokkru að góan gat oft
lent í lönguföstu. Hins vegar var
góu færður rauður ullarlagður.
xxx
VÍKVERJI spurðist fyrir um
það á miðvikudag, hvort Guð-
rún Helgadóttir alþingismaður
hugsaði sér framkvæmd ríkisdag-
blaðsins, sem hún gerði tillögu um
í ræðu á mánudag, í formi skylduá-
skriftar, sem öllum yrði gert að
kaupa áður en mönnum leyfðist
að gerast áskrifendur að blöðum
í einkaeign. Engin svör hafa bor-
izt frá alþingismanninum, sem
sagðist treysta ríkisútvarpinu bezt
allra ijölmiðla rétt eins og þar
hafi menn ekkert vald til að velja
og hafna, ef svo mætti segja.
En nú langar Víkveija til þess
að spyija alþingismanninn enn
frekar út í þetta. Hún segist van-
treysta einkareknum fjölmiðlum.
Hefði hún þá ekki „skrökvað pínu-
lítið“ að Sigurdóri Sigurdórssyni
blaðamanni DV á dögunum, hefði
hann verið starfsmaður ríkisdag-
blaðs? Svo sem menn rekur minni
til sagði hún í sjónvarpi, þegar
fjallað var um framboðsmál Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík fyr-
ir framan sjónvarpsvélarnar, eitt-
hvað á þessa leið: „Sigurdór minn,
ég skrökvaði víst pínulítið að þér
í morgun.“
Þetta er nefnilega mergur máls-
ins. Blaðamenn skýra samvizku-
samlega frá samtölum við fólk,
þegar þeir leita upplýsinga. Svo
segist fólk ekki treysta fjölmiðlun-
um, þegar að þeim er „skrökvað
pínulítið". Hveijum er þá um að
kenna? Og hveijir tala hæst um
það að ekki sé unnt að treysta
fjölmiðlum? Vantar kannski ríkis-
blað í skrökleik stjórnmálanna?