Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 11 FRÉTTIR Formaður Alþýðubandalagsins segir flokkinn ganga til kosninga með skýra vinstri stefnu Kosið verður um vinstri eða hægri ríkisstjórn Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Ragnar Grímsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Ögmundur Jónasson kynntu kosningastefnu- skrá Alþýðubandalagsins og óháðra fyrir fjölmiðlum að loknu stefnuþingi G-listans um helgina. „í ÞESSUM kosningum verður kos- ið um hvort hægri veturinn heldur áfram á íslandi eða hvort hér verð- ur innleitt vinstra vor,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Ai- þýðubandalagsins, á stefnuþingi Alþýðubandalagsins og óháðra um helgina. Flokkurinn heitir því í kosningastefnu sinni að taka aftur ýmsar þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur hrundið í fram- kvæmd, einkum á sviði mennta-, heilbrigðis- og skattamála. Ólafur Ragnar sagði að Alþýðu- bandalagið gengi til þessara kosn- inga með skýra vinstri stefnu. Flokkurinn vildi bjóða kjósendum. upp á skýran valkost fyrir þá sem vildu að snúið yrði frá þeirri stjórn- arstefnu sem núverandi ríkisstjórn- arflokkar hefði fylgt á kjörtímabil- inu. Þess vegna gengi Alþýðu- bandalagið til kosninga undir slag- orðinu „vinstri kjölfesta - vinstri lífskjör - vinstra vor“. Aðspurður neitaði Ólafur Ragnar að flokkurinn væri með þessari áherslu að færa sig lengra til vinstri. „Við munum í ríkisstjórn afnema þau gjöld á nemendur, sjúklinga og aldraða sem núverandi ríkisstjórn hefur innleitt. Sjúklingaskattarnir og nemendaskattarriir verða lagðir niður með valdatöku Alþýðubanda- lagsins í stjórnarráðinu á íslandi í apríl,“ sagði Ólafur Ragnar á stefnuþinginu. í atvinnumálum leggur Alþýðu- bandalagið áherslu á útflutnings- leiðina, sem flokkurinn kynnti á síðasta ári. Flokkurinn telur að at- vinnuuppbygging íslendinga eigi að byggjast á útflutningi á nýja mark- aði í Asíu og Ameríku þar sem hagvöxtur sé hvað mestur í heimin- um í dag. Ólafur Ragnar sagði að flokkar sem einblíni á Evrópumark: að fylgdu stefnu gamals tíma. í ályktunum stefnuþingsins segir að G-listinn telji að innganga í Evrópu- sambandið þjóni ekki hagsmunum íslendinga. Sköttum létt af lágtekjufólki í launamálum leggur flokkurinn til að stefnt verði að 10-15 þúsund króna hækkun lægstu launa og að grundvöllur verði lagður að einfald- ara og gegnsærra launakerfi fyrir allar stéttir. Gripið verði til mark- vissra aðgerða til að rétta hlut kvenna. Þá er lögð áhersla á að tryggt verði með nýjum lögum bætt starfsöryggi fískvinnslufólks og annars launafólks. Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur ASÍ og frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins, sagði að flokkurinn vildi að sett yrðu lög sem skylduðu atvinnurekendur til að gefa starfs- manni upp ástæðu uppsagnar. Hún sagði að auðveldara væri fyrir at- vinnurekendur að segja starfsfólki upp störfum hér á landi en víða í nágrannalöndum okkar. I skattamálum vill Alþýðubanda- lagið að skattleysismörk verði hækkuð í áföngum, tvísköttun líf- eyrisgreiðslna verði afnumin, sett verði ný jöfnunarákvæði um vaxta- bætur, húsaleigubætur og barna- bætur og lagður verði á hátekju- skattur og fjármagnsskattur. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og frambjóðandi G-listans í Reykjavík, sagði að núverandi ríkis- stjórnin hefði á kjörtímabilinu fært um 7 milljarða skattbyrði frá at- vinnufyrirtækjunum og hátekju- fólki til þeirra sem hefðu litlar tekj- ur eða meðal tekjur. Þessa fjármuni vildi Alþýðubandalagið færa til baka til þeirra sem hefðu minni tekjur. Tveir milljarðar til menntamála Alþýðubandalagið vill sömuleiðis skila til baka þeim tveimur milljörð- um, sem flokkurinn segir að ríkis- stjórnin hafi flutt frá menntakerf- inu á kjörtímabilinu. Lögum um grunnskóla _frá árinu 1991 verði framfylgt. Ólafur Ragnar sagði á fundinum að ísland verði álíka mikl- um fjármunum til menntamála í dag og Tyrkland og Portúgal og væri í einu af neðstu sætunum meðal að- ildarþjóða OECD hvað varðar fram- lög til menntamála. „Þjóð sem heldur áfram að með- höndla menntakerfið á grundvelli þeirrar hægristefnu sem hér hefur ríkt á undanförnum árum mun tapa og tapa í hinni hörðu samkeppni veraldarinnar um lífskjörin," sagði Ólafur Ragnar. Fjárlög til tveggja ára ’ Alþýðubandalagið vill að tekið verði á vanda þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna hús- næðisskulda þannig að greiðslu- byrðin verði innan við 20% af heild- artekjum. G-listinn leggur áherslu á ein- faldara og ódýrara stjórnkerfi. Verkaskipting ráðuneyta verði end- urskoðuð og þeim fækkað á kjör- tímabilinu. Fjárlög verði gerð til tveggja ára og gerð verði sérstök samgöngufjárlög þar sem fjárveit- ingar til vegamál, flugmála og hafn- armála verði felldar saman í eina heild. í kafla um sjávarútvegsmál seg- ir: „Tryggja verður að arðurinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar renni til íbúa byggðanna og lands- manna allra, en ekki til fáeinna útgerðaraðila.“ Breytingar á fisk- veiðistjórn verði að miða að því að tryggja vistvænar veiðar, rétt smærri fiskiskipa til veiða á grunn- slóð og að byggðarlögin njóti þeirr- ar hagkvæmni sem felist í nálægð við fiskimið. Andlát BJÖRN JÓNSSON BJÖRN Jónsson, lækn- ir, (Bjössi Bomm), lést í Kanada sunnudaginn 19. febrúar, 74 ára að aldri. Hann var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börn- um Jóns Þ. Bjömsson- ar, skólastjóra og Geir- laugar Jóhannesdótt- ur, fyrri konu hans. Vegna veikinda móður sinnar var hon- um komið í fóstur hjá Álfheiði og Kristjáni Blöndal á Sauðárkróki og ólst hann upp hjá þeim. Björn lauk stúdentsprófi frá MA og læknisprófi frá Háskóla íslands. 1948 hélt Björn til framhaldsnáms í Kanada og bjó þar síðan. Lengst af starfaði hann sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Man- itoba. Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau 4 börn: Jón, Randver Fitzgerald, Atla Brian og Álfheiði Sheilu, sem öll eru uppkomin og búa í Kanada. Björn átti dóttur, Geirlaugu, áður en hann fór utan. Hin síðari ár sinnti Björn að mestu stjarn- fræði- og goðfræði- rannsóknum og gaf nýlega út bók um þau efni „Star Myths of the Vikings". Einnig ritaði hann æviminn- ingar sínar: Glampar á götu og Þurrt og blautt að vestan. í þeirri fyrri lýsir hann á sinn íjörlega hátt uppvaxt- arárum og uppátækjum í Kanada en í þeirri síðari námsárum og lækn- isstörfum hér heima, lífi sínu og starfi í Kanada, baráttunni við Bakkus, svo og mörgum samferða- mönnum þar vestra. Björn Jónsson Umferðarátak á SV-landi LÖGREGLAN á Suðvesturlandi verður með sameiginlegt umferðar- átak í dag og næstu daga. Tilgangur- inn er að ná til sem flestra öku- manna og huga að ástandi ökutækja þeirra. Ætlunin er að virkja allan þann mannskap, sem embættin hafa yfir að ráða, til þessa verkefnis eftir því sem kostur er. Auk þess að kanna ástand ökutækja og -manna, er ætl- unin að reyna að vekja athygli þeirra á nauðsyn þess að draga þurfi úr tíðni umferðarslys hér á landi. Til þess að svo megi verða þarf að fá sem flesta vegfarendur til að leggja sitt af mörkum til bættrar umferðar- menningar. SIEMENS D DC NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • l'slenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Viljir þú endingu og gæói- Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: . Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.