Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 9
FRÉTTIR
Framhlaup Tungnaár-
jökuls orðið 850 metrar
Morgunblaðið/Epá
HRIKALEGIR sprungukollar skjótast upp úr jöklinum þegar hann
skríður yfir hóla eða hæðir í framskriðinu.
Tungnáijökull vestan í Vatnajökli
hleypur nú fram af miklum krafti
og er sporður hans kominn um 860
m frá því hann tók á rás í haust.
Sígur jökulmassinn nú fram í
Tungnaárbotnum og er allt ákomu-
svæði jökulsins kolsprungið, svo að
ekki verður hin hefðbundna leið
rannsóknaleiðangra í Grímsvötn frá
Jökulheimum fær á næstu árum..
Síðastliðið sumar varð vart við mikl-
ar breytingar á sporðinum. Kollar
ýttust upp ofan við fell og mælingar
á skriðhraða inni á jöklinum sýndu
sífellt aukinn hraða. Úr flugvélum
sást að talsverður hluti ákomusvæðis
jökulsins, sem er ofan við 1100 m
hæð, var sprunginn í september og
í október hófst framskrið á einum
stað, um 1 km norðan Nýjafellslínu.
Síðan hafa starfsmenn Landsvirkjun-
ar og Raunvísindastofnunar mælt
framskriðið á þremur stikulínum í
Tungnaárbotnum með 2-3 vikna
millibili, segir í fréttabréfi Jöklarann-
sóknafélagsins.
Framskrið á Nýjafellslínunni hófst
um mánaðamótin október-nóvember
og um miðjan nóvember voru tvö
fell við sporðinn, sitt hvoru mergin
við Nýjafellslínu, komin á kaf og
miklir sprungukollar yfír þeim.
Skriðhraðinn var að jafnaði um 10
m á dag undir lok síðasta árs, en
var orðinn 6 m á dag í janúar og
hefur verið 5 m á dag í byrjun febr-
úar. Nokkuð var misjafnt hvenær
hinir ýmsu hlutar sporðsins fóru af
stað og um 1 km langur kafli við
vaðið á Tungnaá við jökul var ekki
farinn að skríða fram um miðjan
desember. Syðri hlutinn verður stöð-
ugt brattari og sprungukollar teknir
að skjótast upp úr tungunni. Ofan
við Langasjó er jökullinn kyrr en
sunnan við hann hefur Skaftáijökull
hins vegar ruðst fram. Varla er þess
langt að bíða að allur jökullinn hlaupi
fram á þessu svæði, allt að Síðujökli
sem hljóp á síðasta ári, segja þeir
Hannes H. Haraldsson, Helgi Björns-
son, Finnur Pálsson, Magnús Tumi
Guðmundsson og Theodór Theodórs-
son í fréttabréfinu.
Athyglisvert er að Tungnaáijökull
sígur mun hægar fram en Síðujök-
ull, sem náði hámarkshraða við sporð
um 100 metra á dag. Vatn hefur
seytlað frá jöklinum allt frá því fram-
skrið hófst, mjög gruggugt. Sylgju-
jökull er hins vegar kyrr, en efst í
honum eru töluverðar sprungur.
«a
LAURA ASHLEY
Vorfatnaðurinn
er kominn.
Verð aldrei lœgra.
á® \
YlStan Laugaveg
J----------------------
i 99, sími 1 6646.
Js
^aSsl
«
fg m '
Jf J
* m é.
w jií
& %
I 1
c%
Nýtt útbob
ríkissjóbs
mibvikudaginn 22. febrúar
^IL. ....íp .1?
%svt^
ECU-tengd
spariskírteini ríkissjóbs
l.fl.D
Útgáfudagur:
Lánstími:
Gjalddagi:
Grunngengi ECU:
Nafnvextir:
Einingar bréfa
Skráning:
Viðskiptavaki
1995, 5 ár.
1. febrúar 1995
5 ár
10. febrúar 2000
: Kr. 83,56
: 8,00% fastir
5.000, 10.000,
50.000, 100.000,
1.000.000,
10.000.000 kr.
Skráö á Verðbréfa-
þingi íslands
: Seðlabanki íslands
Verötryggö
spariskírteini ríkissjóös
1. fl. D 1995, 5 og 10 ár.
Útgáfudagur: 1. febrúar 1995
Lánstími: 5 ár og 10 ár
Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 2000
10 ár: 10. apríl 2005
Grunnvísitala: 3396
Nafnvextir: 4,50% fastir
Einingar bréfa: 5.000, 10.000, 50.000,
100.000, 1.000.000,
10.000.000 kr.
■ Skráning: Skráö á Verðbréfa-
• þlngi íslands
Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands
Sölufyrirkomulag:
Spariskírteinin veröa seld með tilboösfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi
íslands, sem eru veröbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóöir og Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa, gefst einum kostur á að gera tilboð í skírteinin samkvæmt tiltekinni
ávöxtunarkröfu.
Aðrir sem óska eftir ab gera tilbob í ofangreind spariskírteini eru hvattir til ab
hafa samband vib framangreinda abila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og
veita nánari upplýsingar.
Öll tilbob í spariskírteini þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00
á morgun, mibvikudaginn 22. febrúar. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar
eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Franskar hördragtir-
Verð kr. 18.200.-
TESS V neðst viö
__________________Dunhaga,
L. . , ~ A sími 622230
Opið virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14.
Uppboðsþjónustan
í uppboðssal Tollhússins — Kolaportinu — v/Geirsgötu
Endurnýtum gamla muni! Nú er tækifærið til að koma gömlum munum í verð,
taka til í geymslum og á háaloftum og láta Uppboðsþjónustuna um að selja
fyrir þig munina.
Óskað er eftir alls kyns notuðum munum til uppboðs, svo sem húsgögnum,
heimilistækjum, reiðhjólum, bókum, verkfærum, ferðavörum. íþróttavörum,
barnavögnum, leikföngum, hjólbörðum o.fl.
Tekið er við uppboðsmunum fimmtudaginn 23. febrúar kl. 14.00-21.00 f
uppboðssalnum í Tollhúsinu (Kolaportinu) við Geirsgötu.
Uppboðsmunir verða til sýnis frá kl. 11.00 laugardaginn
25. febrúar, en uppboðið hefst kl. 13.00 sama dag.
Uppboðsþj ónustan,
sími 552-4130, fax 587-0667.
Great Lengths - Great Lengths
Hórlengingar - hórþykkingar
Ragnheiður Þóra er mjög ónægS með sína hórlengingu
Sérfræðingur í hárlengingu
verður við störf í Hárprýði
helgina 24.-28. febrúar.
Eigum örfá pláss laus.
Upplýsingar i síma. 32347 eða í búðinni ó milli kl. 14-16.