Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MIIMNIIMGAR i i i GUNNAR ÞORSTEINSSON OG BERGUR ÞORSTEINSSON + Gunnar Þorsteinsson var fæddur á Litla- Hofi í Öræfasveit 20. september 1907. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði 8. febrúar síðastliðinn. Bergur Þorsteinsson var fæddur á Litla-Hofi í Ör- æfasveit 22. júlí 1903. Hann lést á Skjólgarði 15. febrúar síðastliðinn. For- eldrar þeirra voru Þor- steinn Gissurarson bóndi, f. 4. 10. 1864, d. 1937, og Sigrún Jónsdóttir hús- freyja, f. 3.3. 1864, d. 1955. Systkini þeirra voru: Guðjón, f. 1894, drukknaði ungur, Jórunn, f. 9.5. 1895, Gróa, f. 17.7. 1896, Magnús, f. 7.12. 1897, Guðrún, f. um 1900, dó í æsku, Jón Páll, f. 7.4.1901, Bergur, f. 22.7. 1903. Þau eru öll látin. Eftirlifandi ekkja Gunnars er Sigrún Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1920, húsfreyja, og eignuðust þau þijú börn. Þau eru Halla Jónína, f. 5. desem- ber 1941, húsmóðir í Vestmanna- eyjum, gift Loga Snædal Jóns- syni, Siguijón Þorsteinn, f. 11. júní 1943, bóndi Litla-Hofi, gift- ur Guðbjörgu Magnúsdóttur, Bryndís, f. 4. febrúar 1948, starfskona á barnaheimili í Reykjavík, gift Jón Hirti Gunn- laugssyni. Gunnar ól einnig upp bróðurdóttur sína, Jórunni Þor- gerði Bergsdóttur, f. 22.sept- ember 1935, starfsstúlka á Hraunbúðum i Vestmannaeyj- Síðustu tíagar útsölunnarí ,.5o% I CALIDA m ......mmm Austurstræti 8, sími 14266 um, gift Bjarna Jónassyni. Gunnar tók við búi for- eldra sinna á Litla-Hofi 1938 og stundaði búskap þar til sonur hans Sigur- jón tók við búinu. Útför Gunnars fór fram frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 18 febrúar. Hinn 9. júní 1930 giftist Bergur Pálu Jónínu Páls- dóttur, f. 17. janúar 1906 á Prestbakkakoti á Síðu, d. 20. janúar 1991. Þau komu upp níu börnum. Þau eru: Sigrún, f. 27.7. 1930, húsmóðir á Hnappa- völlum, gift Þórði Stefánssyni, Páll, f. 30.9. 1932, bensínaf- greiðslumaður á Selfossi, - kvæntur Þorgerði Dagbjarts- dóttur, Guðrún, f. 27.7. 1934, húsmóðir á Hnappavöllum, ekkja eftir Ingimund Gíslason, Jórunn Þorgerður, f. 22.9. 1935, starfsstúlka í Hraunbúð- um í Vestmannaeyjum, gift Bjarna Jónassyni, Steinunn, f. 22.9. 1937, afgreiðslukona í Reykjavík, gift Gísla Odd- steinssyni, Guðjón Bergsson, f. 7.12.1939, bóndi Hofi, Sigþrúð- ur, f. 23.7. 1943, starfskona Kópavogi, gift Braga S. Ólafs- syni, Helga, f. 16.5. 1945, hús- móðir, Hofi, gift Rúnari Garð- arssyni, Þorlákur Örn, f. 17.6. 1952, bóndi, Hofi, kvæntur Brynju Krisljánsdóttur.. Bergur var vinnumaður, fór á vertíðar og stundaði síðan búskap alla tíð. Útför hans verður gerð frá Hofskirkju í Öræfum í dag. AFI okkar, Guðmundur Bergur Þorsteinsson, er látinn aðeins viku á eftir bróður sínum Gunnari Þor- steinssyni. Þeir voru frá bænum Litla-Hofi í Öræfasveit þar sem Gunnar bjó alla tíð en Bergur flutt- ist að Austurhúsum, næsta bæ við Litla-Hof. Örlítið fyrir neðan Berg afa bjó þriðji bróðirinn Magnús. Bergur og Magnús bjuggu félags- búi sem synir þeirra tóku við er þeir hættu búskap. Bergur Þorsteinsson bjó alla sína tíð í Öræfasveit. Hann giftist 9. júní 1930 Pálu J. Pálsdóttur frá Prestbakkakoti á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu en hún lést 1991 og höfðu þau þá verið gift í rúm 60 ár. Bergur kynntist Pálu er hann var vinnumaður hjá fóstra hennar en hún og Magnús bróðir Bergs og GunnarS voru uppeldis- systkini. Pála og Þuríður Sigjóns- dóttir, kona Magnúsar, voru systradætur og giftust því Magnús, Bergur og Gunnar allir konum úr sömu ætt. Bergur og Pála komu níu börnum til manns en fjögur fæddust andvana. Fimm þeirra eru búsett í Öræfum, tvö í Reykjavík, eitt á Selfossi og eitt í Vestmanna- eyjum. Afkomendur Bergs og Pálu eru að nálgast 70. Eftir að Bergur missti konu sína fór hann fljótlega á EIli- og hjúkrunarheimilið Skjól- garð á Höfn og kom aðeins einu sinni aftur í sveitina. Það var eir.s og hann gæti ekki hugsað sér að fara til baka eftir að hann hafði misst lífsförunaut sinn þrátt fyrir að hann hefði heilsu til framan af. Á Skjólgarði dvaldi hann svo í tæp íjögur ár allt til dauðadags í ágætu yfirlæti. Þó Bergur hafi verið á 92. ári var ekki til að hann hefði tapað andlegu atgervi sínu, líkamlegri heilsu hafði hrakað í áranna rás en afi fylgdist vel með öllu, bæði fréttum af landsmálum og afkom- endum sínum. Afi var hæglátur maður, lítið fyrir æsing og vildi helst hafa slökkt á útvarpi nema til að hlusta á talað mál. Hann var glettinn og gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum. Hann var sömuleiðis afskaplega heimakær líkt og amma. Hvorugt þeirra fór úr sveit- inni nema ríka nauðsyn bæri til og í seinni tíð varla innan sveitar held- ur. Afi var mikill grúskari, Ias mik- ið og var fróður um ýmis málefni. Hann hafði sérstaklega gaman af ævisögum stjórnmálaforingja fyrri ára. Bergur var reglumaður og segja sögur að einu sinni hafi sést vín á honum en það var eftir að rauðvínstunnu rak á fjöru í sveit- inni. Gunnar Þorsteinsson tók við búi foreldra sinna 1938 og bjó fyrst með systrum sínum Jórunni og Gróu og móður sinni Sigrúnu. Gunnar giftist Sigrúnu Jónsdóttur en hún er dóttir Höllu Pálsdóttur, sem var systir Pálu ömmu okkar. Börn þeirra eru þrjú. Gunnar átti einnig fósturdóttur, móður okkar, en hún kom á þriðja ári til ömmu sinnar og Jórunnar, Gróu og Gunn- ars, föðursystkina sinna á Litla- Hofi, og ólst þar upp. Bamabörnin Ókeypis lögfræðiþjónusta íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 ísíma 55 11012. Orator, félag laganema. og barnabarnabörnin eru orðin 12. Gunnar Þorsteinsson var líklega einn skemmtilegasti maður sem við höfum kynnst, einstaklega lífsglað- ur og kunni að skemmta fólki með sögum. Þau voru líka fá böllin sem hann lét sig vanta á í sveitinni. Hann hafði gaman af gestum og hjá Gunnari og Sigrúnu hefur alla tíð verið opið fyrir gesti og gang- andi og tekið höfðinglega á móti fólki. Þar hefur verið viðhöfð gest- risni eins og tíðkast hefur á íslensk- um sveitaheimilum í gegnum tíð- ina. Ótölulegur fjöldi barna hefur einnig verið þar í sveit. Seinustu árin hefur heilsu Gunnars stöðugt hrakað. Þrátt fyrir það fylgdist Gunnar vel með og var andlega hress eins og alltaf. Hann lét sig til dæmis ekki vanta á ættarmót sem haldið var síðastliðið sumar og þegar við bræðurnir heimsóttum hann á sjúkrahús í janúar sl. spurð- ist hann fyrir um sumarvinnu ann- ars okkar og hvort fært væri flug austur. Við bræðurnir dvöldum allir ein- hvern tíma í sveit hjá Bergi afa og Gunnari. Jónas var fjölmörg sumur í sveit hjá Gunnari og Sigr- únu á Litla-Hofi. Rúnar heitinn bróðir var mörg sumur hjá afa og ömmu og eitt hjá Gunnari og Sigr- únu. Bergþór var bæði hjá Gunnari og afa í stuttan tíma en Valgerður hjá móðursystur okkar á Hnappa- völlum. Fleiri barnabörn Bergs og Pálu voru hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Það er vart hægt að hugsa sér fallegri sveit en Öræf- in og batt dvölin okkur sterkum böndum við sveitina milli sanda. Dýrmætt var sömuleiðis að kynnast þeirri kynslóð sem nú er að mestu fallin frá og læra að bera virðingu fyrir hinum eldri sem eiga dýr- mæta reynslu að miðla af. Hvort sem það er nábýlið við jökulinn, lambakjötið sem var daglega á borðum eða eitthvað annað náðu þeir bræður Magnús, Bergur og Gunnar háum aldri, um eða yfir nírætt. Þeirra kynslóð vann í sveita síns andlits og þó fólk hafi kannski ekki soltið var lífsbaráttan erfið á þeirra uppvaxtarárum og ekkert sjálfgefið. Bændur veiddu lunda í Ingólfshöfða, söfnuðu rekaviði á ströndinni og sigu til eggja svo eitt- hvað sé nefnt fyrir utan hefðbund- inn búskap. Á ævi þeirra bræðra hefur einnig orðið tæknibylting og langur vegur frá heyskap með orf og ljá til vélvæðingar nútímans. Þessi bylting sýnir kannski í hnot- skurn breytingarnar á íslensku þjóðfélagi á þessari öld. Með Bergi og Gunnari eru geng- in þau síðustu af börnum Þorsteins Gissurarsonar og Sigrúnar Jóns- dóttur frá Litla-Hofi. Bergur og Gunnar kvöddu þennan heim með viku millibili. Þeir voru nágrannar alla tíð, í sveitinni, á elliheimilinu á Höfn og nú í sinni hinstu för. Það er líkt og þeir hafi viljað fylgj- ast að áfram. Við hugsum af hlý- hug til ekkju Gunnars, Sigrúnar, á þessum erfiðu tímum og annarra aðstandenda. Minning þeirra bræðra lifir lengi. Jónas, Valgerður og Bergþór Bjarnabörn. • \/íkingalottó*Tvöfaldur*Vikingalottó*Tvöfaldur*\/íkingalottó*Tvöfaldur*\/íkingalottó«Tvöfaldur*\/íkingalottó*Tvöfaldur« Vikingalottó«Tvöfaldur«Vikingalottó*Tvöfaldur»Víkingalottó*Tvöfaldur«Víkingalottó«Tvöfaldur*Víkingalottó* Síðast var fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu rúmlega Vertu með fyrir kl 17:00 á morgun! mUljónir kr. í tvöföldum potti : Tvöfaldur pottur! Freistaðu gæfunnar - karmski er röðin komin að þér! Í í í í I i i i i i i i • Vikingalottó*Tvöfaldur»Víkingalottó*Tvöfaldur«Víkingalottó*Tvöfaldur*Vikingalottó*Tvöfaldur*Vikingalottó*Tvöfaldur* Víkingalottó»Tvöfaldur«Víkingalottó*Tvöfaldur*Vikingalottó*Tvöfaldur*Vikingalottó*Tvöfaldur«Víkingalottó*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.